Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 Helgarblað DV Býöur upp á íslenskt/ítalskt La Primavera er í hjarta borgarinnar. La Primavera Veitingastaðurinn La Primavera er til húsa á annarri hæð húss nr. 9 við Austurstræti í Reykjavík. Hann var opnaður árið 1993 og hefur skap- að sér sérstakan sess enda sérhæfir hann sig í að sameina íslenskt hrá- efni og ítalska matarg'erðarlist. Með- al þess sem fmna má á.matseðlinum er ferskt, heimalagað pasta, risotto, gnocchi og polenta ásamt því úrvali af grænmeti, fiski, fugli, villibráð og kjöti sem ferskast er á markaðinum hverju sinni. Fjölbreytt úrval ítalskra vína getur síðan fullkomn- að sérhverja máltíð. La Primavera hefur meðal annars þróast sem vandaður ítalskur veit- ingastaður vegna góðs sambands við erlenda kokka og veitingahús. Bæði hafa komið flinkir og frægir erlendir matgerðarmenn og leitt starfsemina í eldhúsinu tímabundið og eigendur staðarins, þeir Leifur Kolbeinsson og ívar Bragason, sótt sér þekkingu í rómuð ítölsk eldhús. Hér er ein uppskrift úr eldhús- inu: Ofnbökuð lúða með oregani, kapers og sítrónu Best er að nota lúðu sem er um 7 kg að þyngd. Skerið um það bil 5 sm þykkar sneiðar úr henni miðri og helmingið á miðju beininu. 4 bitar lúða, um 300 g hver 1 matsk. oregano, þurrkað 1 chilibelgur 2 matsk. kapers 1 sítróna 1 matsk. smjör skvetta af hvítvíni ólífuolía salt og pipar Ofninn er stilltur á 180" C. Olía er hituð á pönnu og fiskurinn steiktur í henni eina mínútu á hvorri hlið. Fiskurinn kryddaður með salti og pipar og tekinn af hitanum. Chili- belgurinn skorinn í tvennt eftir endilöngu, fræin hreinsuð úr hon- um og söxuð smátt. Honum er stráð yflr fiskinn, ásamt oregano. Smá- klípa af smjöri er sett á hverja steik, kapers skolað og dreift yfir pönn- una. Sítrónusneiðum raðað á fisk- inn og skvett vel af hvítvíni út á. Setjið pönnuna i ofninn og bakið í 5-7 mínútur (eða færið flskinn yfir í eldfast form). Setjið fiskinn á disk og hellið safanum yfir. Með þessu er ljúffengt að bera fram soðið spínat. La Primavera, Austurstræti 9, 2. hæö Sími 561 8555 Opiö á virkum dögum frá 12-14.30 og 18-10.30 Á föstudögum og laugardögum frá 18-23.30. Veffang: http://www.laprimavera.is Yfirmatreiðslumaöur: Leifur Kolbeinsson. F ík j ur Fíkjur eru ævaforn ávöxtur enda kemur fikjutréö snemma við sögu, þar sem talið er að Adam og Eva hafi hulið nekt sína með blöðum þess. Einnig voru slík blöð höggvin á margar fornar styttur til að hylja kynfæri þeirra. Fíkjur áttu fastan sess á borðum Forn-Grikkja og Rómverja og þóttu mikið afbragð. Þær þykja enn munaðarvara, einkum þar sem hægt er að tína þær af trjánum. Ferskar fíkjur eru ljós- ar, rauðar eða dökkfjólubláar og eru gjarnan sultaðar eða notaðar í ábætisrétti. Hér á landi þekktust lengi vel ekki ferskar fíkjur enda geymast þær ilia en þurrkaðar fikjur, sem nefndar eru gráfíkjur, eru borðaðar sem sætindi og voru fyrr á árum oft með því besta sem börn gátu hugsað sér. Gráfíkjur eru ýmist borðað- ar eins og þær koma fyrir eða soðnar stutt í sykur- legi og bornar fram sem ábætisréttur eða með steik. Þær skal bera fram við stofuhita því kuldi deyfir sætubragðið. Einnig eru fíkjur notaðar út í kökur, sultu og ávaxtagrauta og fara ljómandi vel með ostum. DVWIVNDIR E.ÓL Bjartur Logi Finnsson „ Viö eltum ekki bara tískustraumana enda glatast þá gamlar og góðar uppskriftir og aöferöir. “ Allt að því vanabindandi - segir Bjartur Logi Finnsson bakari „Við hér í Björnsbakaríi notum fikjur og fíkjusultu alltaf svolitið í okkar bakstur," segir Bjartur Logi Finnsson, yfirbakari í Bjömsbak- aríi við Austurströnd á Seltjamar- nesi. Fyrirtækið er yfir hundrað ára gamalt og byggir að nokkru á fom- um hefðum, í bland við nýjungar. „Við eltum ekki bara tísku- straumana enda glatast þá gamlar og góðar uppskriftir og aðferðir," segir bakarinn. Að hans sögn hefur gráfikjukex til dæmis verið bakað reglulega í Björnsbakaríi frá því um 1940 og hann segir fólk af eldri kynslóðinni leggja á sig langar ferðir til að kaupa það. „Fíkjur hafa dalað í vinsældum frá því sem áður var. Yngra fólk er ekki eins sólg- ið í þær og það eldra,“ segir hann til skýr- ingar. 120 g smjör 1 egg 200 g hveiti yfir^' 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron 60 g hakkaðar gráfíkjur 100 g gráfíkjusulta 60 ml mjólk Sykur og smjör er unnið vel sam- an, eggið sett saman við. Þurrefnun- um er blandað saman og hökkuðu gráfíkjunum. Hrært létt saman við Því næst koma sult- an og mjólkin óg allt er unnið vel. Sett í tvö smurð 24 cm form og bakað við 180 gráður í ca20 mínútur. Botn- amir lagðir sam- an með 150-200 g af Rjóminn er hit- aður að suðu og hellt saxað súkkulað- ið og Jpf smjörið. Vanillu- dropun- um blandað saman við. Kælt lítillega og smurt ofan á kökuna. Skreytt með ferskum ávöxtum. Kremið má líka nota á muffinskökurnar. Gráfíkjukex úr linsudeigi 500 g hveiti 330 g smjörlíki Gráfíkjukúlur Takið steinana úr 200 g af gráfíkjum, setjið þær í mat- vinnsluvél og bætið hálfum dl af appelsínulíkjör eða djús saman við. Skerið 50 g af núggati í bita og blandið því saman við ásamt 50 g af flórsykri og 100 g af bræddu súkkulaði. Hrærið þar til þetta er orðið að mauki. Mót- ið litlar kúlur, veltið þeim upp úr öðmm 100 g af bræddu súkkulaði og setjið í álform. Banana- og gráfíkjubrauð 100 g af gráfíkjum er saxað og sett í skál ásamt þurrkuðum, söxuðum banönum. Tveimur matskeiðum af soðnu vatni er hefft yfir. Þetta er látið standa í klukkustund. Ofninn er hitaður í 180 gráður. 100 g smjör og 100 g púðursykur er hrært létt og Ijóst og tveimur eggjum bætt í, öðru í einu. 150 g af hveiti og tveimur teskeiðum af lyftidufti blandað saman, hrært út í smátt og smátt. Ávöxtunum, ásamt 50 g af söxuðum hnetum að síðustu bætt í hræruna. Sett í form, nokkrum muldum hnetum stráð yfir og bakað í 40 mínútur við 175 gráður. Gráfíkjukrydd- mauk 170 g flórsykur 2 egg 1 tsk. lyftiduft. Allt hnoðað vel saman og flatt út í 3 mm þykkt. Bakað við 190 gráður þar til það er gulbrúnt að lit. Lagt saman tvöfalt með gráfikjusultu og skorið í ferkantaðar kökur. -Gun. 250 g af gráfíkjum ^ eru sett í skál. Ein- um og hálfúm dl af '% púrtvíni er hellt ; % yfir. Látið standa í 1-2 | klst. við stofu- 4 § hita. Sett í mat- ’a? vinnsluvél, ásamt tveimur ^matskeiðumaf hvítvini eða ediki og fjórum mat- skeiðum af must- arðskomum. Sett í krukku. Gráfíkjuterta 250 g af gráfikjum er brytjað. 250 g smjörlíki og 250 g sykur er hrært vel og tveimur eggjum blandað saman við, öðm í senn. Einni teskeið af kanil og annarri af natroni er blandað saman við 300 g af hveiti. Þessum þurrefn- um er blandað út í hræruna til skiptis við mjólk úr einum bolla. Síðast er fíkjunum bætt í. Bakað í tveimur tertumótum og botn- arnir lagðir saman með smjör- kremi úr 100 g af smjöri, 150 g af flórsykri, einni matsk. af heitu vatni og einni tesk. vanillu. kexið er allt að deig er líka gott að baka því vanabindandi og þar tala ég í muffmsformum.) af reynslu," bætir hann við og hlær Ofan á tertuna er sett rjómakrem en þvertekur þó fyrir að nokkur sem búið er á eftirfarandi hátt: undarleg etni séu sett út í það. Bjartur Logi segir gráfikjutertu Rjómakrem alltaf öðru hverju á boðstólum í ^ d| j Bjömsbakaríi og gefur okkur upp- Næringargildi Fíkjur eru orku- og stelnefnarikar, eins og þurrkaöir ávextlr eru jafnan. skrift að henni, ásamt kexinu góða. 250 g suðusúkkulaði Efnainnihald í hundrað grömmum er: _ ..... 1 msk. smjör Grafikjuterta Hltaelningar 213 Kolvetni 46,8 gr Kalk 200 mg , 1 tsk. vanilludropar 100 g sykur Próteln 3,1 gr B2 vítamín 0,11 Járn 2,20 mg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.