Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 86. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						36
MANUDAGUR 15. APRIL 2002
Tilvera
DV
Lopatöskur í
Gallerí Sautján
Á Kaffihúsinu í Gallerí Sautján á
Laugavegi stendur yfir sýning á
lopahandtöskum sem ungur bresk-
ur listanemi, sem hefur verið
skiptinemi i textíldeildar Listahá-
skóla íslands undanfarna þrjá mán-
uöi. Afraksturinn má sjá á
afgreiöslutíma verslunarinnar 17 og
stendur sýningin út mánuðinn.
•Klassík
¦  SÖNGTÓNLEIKAR í kvöld, kl. 20,
verða söngtónleikar þar sem
Hlöðver Sigurðsson tenór og Ant-
onfa Hevesi píanóleikari flytja ís-
lensk sönglög eftir Karl 0. Runólfs-
son, Sigfús Halldórsson, Sigvalda
Kaldalóns og Sveinbjörn Svein-
björnsson, svo og óperuaríur og
sönglög eftir V. Bellini, G. Donizetti,
G. Fauré, U. Giordano og F.
Schubert.
•Ðí ó
¦ FILMUNDUR Að þessu sinni sýnir
Filmundur frönsku teiknimyndina
Le roi et l'oiseau, eða Konungur-
inn og fuglinn, frá 1979. Hún er
gerð af einum ástsælasta teikni-
myndagerðarmanni Frakka, Paul
Grimault, og skrifar hann einnig
handritið í samvinnu við skáldið
Jacques Prévert en það er byggt á
einu ævintýra H.C. Andersens. Kon-
ungurinn og fuglinn verður sýnd í
Háskólabíói í dag, kl. 22.30.
•Opnan ir
¦  BÚTASAUMSHÁTIÐ í GERÐUBERGI
Hin árlega vorhátíð íslenska búta-
saumsfélagsins verður í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi. Hátíðin
er í tengslum við aðalfund félags-
ins sem verður haldinn sama dag
kíi 12-13 á sama stað. Haldin verða
stutt námskeið fyrir félagsmenn
og helstu bútasaumsverslanir
verða með kynningar. Félagar úr
klúbbnum Bútalist á Selfossi
halda sýningu á verkum sínum og
verður hún opnuð kl. 14. Sýningin
verður opin til 21. apríl.
¦  KÍNVERSK LIST Á KJARVALSSTÖD-
UM Sýningin Kínversk samtíma-
list er þessa dagana í Listasafhi
Reykjavfkur en á henni eru til sýn-
is 26 verk úr einkasafhi Ferdin-
ands Leferinks. Verkin eru áhrifa-
mikil og litsterk en ákaflega ólík
hefðbundinni kinverskri mynd-
list með allri sinni mýkt. Meðal
listamanna sem verk eiga á sýning-
unni eru Fang Lijun, Yue Minjun og
Yang Shaobin.
Kínversk list í Listasafni Reykjavíkur:
Frá Kína til
Kjarvalsstaða
Á laugardaginn var sýningin Kín-
versk list opnuð á Kjarvalsstöðum
en hún samanstendur af verkum úr
eigu hollenska listaverkasafnarans
Ferdinands Leferinks. Leferink hef-
ur um langt skeið safnað verkum
eftir unga og framsækna kínverska
myndlistarmenn og er þetta í fyrsta
sinn sem hann sýnir safnið opinber-
lega. Verkin á sýningunni eru eftir
sex málara sem allir eiga það sam-
eiginlegt að hafa komið fram á sjón-
arsviðið eftir átökin á Torgi hins
himneska friöar árið 1989. Verkin
þykja í senn litsterk og áhrifamikil
og gefa góða innsýn í kínverska
málaralist á okkar dögum.
DV-MYNDIR EINAR J
I góðu tóml
Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur,
ásamt Ferdinand Leferink listaverkasafnara en öll verkin á sýningunni
eru úr einkasafni hans.
Fjórar stúlkur
Þrjár yngismeyjar viröa fyrir sér verkiö Félaga
eftir myndlistarmanninn Zhang Xiaogang.
Sposkir á svip
Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Helgi Helgason voru meðal gesta
á opnun sýningarinnar Kínversk list á Kjarvalsstöðum.
Norðlensk tónlistarveisla
Blásið var til sannkallaðrar tón-
listarveislu að norðlenskum hætti i
Háskólabiói á sunnudaginn þegar
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
hélt þar tónleika ásamt Karlakórn-
um Heimi og Álftagerðisbræðum.
Þar að auki sungu Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Óskar Pétursson einsöng
og dúetta eins og þeim er einum lag-
ið á tónleikunum. Um tónsprotann
hélt Guðmundur Óli Gunnarsson en
konsertmeistari var Sigrún Eð-
valdsdóttir. Ekki var annað að
heyra en Reykvíkingar kynnu vel
meta þetta framlag norðan-
manna til tónlistarlífsins því að þeir
klöppuðu vel og lengi fyrir tónlistar-
mönnunum að leik loknum.
DV-MYNDIR EINAR J
Glatt á hjalla
Einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson
slógu á létta strengi í hléi.
Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari og konsertmeistari, ásamt eiginmanni
sínum, Halldórí Pétri Þorsteinssyni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40