Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 252. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002

Fréttir

JE»V

Einkavæðing Búnaöarbankans:

Fjárfestahóparnir stækka

- lífeyrissjóðir og fleiri með Kaldbaki; VÍS og franskur banki með S-hópi

Þorsteinn Már

Baldvlnsson.

Nýir fjárfestar hafa samkvæmt

heimildum DV bæst við hvorn

fjárfestahópinn um sig sem í fyrra-

dag gaf einka-

væðingarnefnd

svör um nokkur

lykilatriði varð-

andi hugsanleg

kaup á hlut rík-

isins í Búnaðar-

bankanum.

Þeir sem lýst

hafa áhuga á

kaupum eru sem

kunnugt er ann-

ars vegar Kald-

bakur, sem er að

stærstum hluta

til í eigu Kaupfé-

lags Eyfirðinga,

Samherja og Líf-

eyrissjóðs Norð-

urlands, og hins

vegar svokallað-

ur S-hópur, en í

honum eru And-

vaka ehf., Sam-

vinnutryggingar

ehf., Fiskiðjan

Skagfirðingur,

Katipfélag Skag-

firðinga, Ker

(Esso), Samskip

og Samvinnulíf-

eyrissjóðurinn.


Sigfús R.

Sigfússon.

Olafur

Daví&sson.

Lífeyrissjóö-

ir inn

Samkvæmt heimildum DV hafa

nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum

landsins og fleiri fjárfestar slegist

i hópinn með Kaldbaki. Bjarni

Brynjólfsson, framkvæmdastjóri

Lífeyrissjóðsins Framsýnar, stað-

Senn í höndum Kaldbaks

e&a S-hóps?

Fjárfestahóparnir tveir hafa samkvæmt

heimildum blaösins báöir lýst áhuga á aö

kaupa allan hlut ríkisins í Búnaöarbank-

anum. Kaldbaki hefur nýveriö bæst liös-

styrkur nokkurra lífeyrissjóöa og annarra

fjárfesta en S-hópurinn hefur fengiö VÍS

og franskan risabanka til liös viö sig.

festir að sjóðurinn sé í þessum

hópi en að um sé að ræða mjög lít-

inn hlut. Haukur Hafsteinsson,

framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs

starfsmanna ríkisins, segir að LSR

hafi fyrir nokkrum vikum selt

Simi:

544 4656

V  E  R  S  L  U  N

Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656

Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is

5NJÚKEÐJUR

Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vorubifrelða

bróðurpartinn af hlut sínum í

Búnaðarbankanum eftir talsverð-

ar gengishækkanir en síðan lýst

því yfir að áhugi væri fyrir að

kaupa aftur hlut fyrir viðunandi

verð. Einkavæðingarnefnd sé

kunnugt um þennan áhuga. LSR

hafi hins vegar ekki gert tilboð

sem kjölfestufjárfestir. „Ef við

kaupum yrði hlutur okkar aldrei

kjölfestuhlutur og við værum al-

gjörlega frjálsir að ráðstöfun

hans," segir Haukur.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna

er ekki í þessum hópi en meðal

annarra fjárfesta munu vera Sig-

fús R. Sigfússon í Heklu, nokkrir

sparisjóðir á Norðurlandi, Akur-

eyrarbær og fleiri.

Samkvæmt heimildum DV býð-

ur hópurinn í allan 45,8% hlut rík-

isins og mun Kaldbakur standa að

tilboði í 25% en lífeyrissjóðirnir og

aðrir í afganginn.

Franskur banki og VÍS

Samkvæmt heimildum blaðsins

býður S-hópurinn einnig í 45,8%

hlut. Samsetning hópsins hefur

hins vegar breyst á þann veg að

Vátryggingafélag  Islands  hefur

bæst við og einnig franski bank-

inn Société Générale, sem er sjötti

stærsti bankinn á evru-svæðinu og

mun vera skráður fyrir drjúgum

hluta í tilboði hópsins. Um er að

ræða Þýskalandsdeild bankans.

Talið er líklegt að bankinn sé í

raun að lána hópnum fyrir stórum

hluta kaupverðsins og að gerður

hafi verið framvirkur samningur

um að S-hópurinn eignist hlut

bankans innan fárra missera þótt

bankinn sé skráður fyrir honum.

Skuldbindingar

Bjóðendur munu vera bundnir

af því að eiga hlut sinn í tvö ár og

breyta ekki innbyrðis hlutfóllum

þann tíma.

Sem fyrr ráða fjórir þættir því

hver verður fyrir valinu: fjárhags-

staða bjóðenda; verð og hve stóran

hluta boðið er í; framtíðarsýn um

rekstur; og loks mat á hæfi kaup-

enda til að starfa sem kjólfestu-

hluthafi.

Ólafur Davíðsson, formaður

einkavæðingamefndar, segir að

ákveðið verði fljótlega eftir helgi

hver verður fyrir valinu.

-ÓTG

Eigandi Holts skuldaöi 9 milljónir í vörsluskatta:

Engar ráðstafanir

gerðar til lokunar

- þó gjaldþrots væri óskað 3. október

Hinn löglærði og löggilti fasteigna-

sali, forsvarsmaður Holts í Kópavogi,

sem á yfir höfði sér eina stærstu ákæru

í fjársvikamáli síðari ára, a.m.k. um 80

milljóna króna fjárdrátt, má einnig bú-

ast við að ríkislögreglustjóri sæki hann

til saka fyrir um 9 milijóna króna skuld

á vörslusköttum. Þann 3. október tók

Héraðsdómur Reykjaness fyrir beiðni

Sýslumannsins í Kópavogi um að mað-

urinn yrði úrskurðaður gjaldþrota.

Hann andmælti ekki kröfunni en full-

trúi sýslumanns féllst engu að síður á

að hann fengi frest. Engar ráðstafanir

voru þá gerðar til að stöðva rekstur

fasteignasölunnar.

Fyrirtaka í gjaldþrotamálinu fór

fram á fimmtudag, daginn sem frestur-

inn rann út og daginn eftir að maður-

inn gekk á fund ríkislögreglustjórans

og lagði máhð á borðið. Hann viður-

kenndi fjárdráttinn gagnvart 15 við-

skiptavinum fasteignasölunnar Holts á

um tveggja ára tímabili.

Einnig skjalafals

Á fasteignamarkaðnum eru gefin út

fasteignaveðbréf sern skipt er yfir í

húsbréf en þau eru seld á verðbréfa-

markaðnum. Samkvæmt upplýsingum

DV gerðist það í tilfelli forsvarsmanns

Holts í Kópavogi að hann tók við fjár-

munum og húsbréfum frá viðskiptavin-

um sínum. Hann lét framselja sér hús-

bréfin en átti síðan að aflétta ýmsum

skuldum af fasteignunum. Eftir það

fékk hann verðbréfasala til að fjár-

magna viðskiptin fyrir sig á meðan

hann var að aflétta veðum. í sumum til-

fellum var bréfunum hins vegar ekki

skilað og heldur ekki peningunum. Hjá

íbúðalánasjóði hefur komið fram að

brögð hafi verið að því að um fölsuð

framsöl hafi verið að ræða.

Einn viðskiptavinur Holts kærði

fasteignasalann snemma á árinu fyrir

skjalafals tengt húsbréfum. Hann fékk

um síðir greitt það sem honum bar en

kærði engu að síður skjalafalsið til lög-

reglu enda taldi hann að um fullframið

brot hefði verið að ræða þótt hann

hefði ekki tapað á viðskiptunum. Kær-

an var búin að vera 8 mánuði hjá lög-

reglunni í Kópavogi þegar aðrir hlutir

tengdir sama fasteignasala gerðust hjá

sama embætti. Fasteignasalinn hafði

þá ekki skilað vörslusköttum, stað-

greiðslu launa og virðisaukaskatti upp

á um 9 milljónir króna. Árangurslaust

fjárnám hafði verið gert löngu áður í

fyrirtækinu og gjaldþrots kraflst í byrj-

un október.                -ótt

Héraðsdómur Reykjavíkur:

Ólögmætt samráð í verði

ávaxta og grænmetis

tegundar á íslandi

Þetta er í fyrsta skipti sem dómur

um ólöglegt samráð fellur á íslandi

en hann fylgir í kjölfar þess að fyr-

irtækin áfrýjuðu til áfrýjunarnefnd-

ar samkeppnismála ákvörðun sam-

keppnisráðs um að sekta þau um

rúmar 100 milljónir króna.

Áfrýjunarnefndin staðfesti ólög-

mætt samráð en lækkaði sekt sam-

keppnisráðs um ríflega helming. í

dómi Héraðsdóms var sektin lækk-

uð um tíu milljónir króna.

Þetta er í fyrsta skipti sem fyrir-

tæki áfrýja úrskurði Samkeppnis-

stofnunar alla leið til Héraösdóms

og eru taldar nokkrar líkur á því að

dómnum verði áfrýjað.       -jtr

- fyrsti dómur sinnar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í

gær þrjú fyrirtæki á ávaxta- og græn-

metismarkaði sek um ólögmætt sam-

ráð. Fyrirtækin Sölufélag garðyrkju-

manna, Bananar og Mata voru sektuð

um samanlagt 37 milljónir króna eftir

að fjölskipaður dómur komst að þeirri

niðurstöðu að þau hefðu skipt með sér

mörkuðum og haft með sér samráð

um verð.

„Dómurinn felur í sér skýr skilaboð

til fyrirtækja á markaði um að stunda

ekki samráð. Þessi brot fara mjög

leynt og verða ekki upplýst nema með

umfangsmiklum aðgerðum Sam-

keppnisstofhunar eins og húsleit,"

segir Heimir Örn Herbertsson, lög-

maður Samkeppnisstofhunar.

Stuttar f réttir

Dæmt í Costgo-málinu

Rúmlega þritugur maður var í

gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyr-

ir að hafa blekkt 85 manns til að

greiða 5000 krónur fyrir Costgo-

pöntunarlistann sem fékkst svo

aldrei afhentur. Hann var einnig

sakfeMur fyrir að svíkja vörur út

úr BYKO og fyrir að brjóta umferð-

arlögin, allt á sama tíma og hann af-

plánaði skilorðsbundinn dóm.

Grétar sjáifkjörinn

Grétar Þorsteins-

son mun sitja

áfram sem forseti

Alþýðusambands

íslands næstu tvö

árin í kjölfar árs-

fundar sambands-

ins i gær. Ekki

komu  fram  aðrar

tillögur um fólk í miðstjórn en sú

sem kjörnefnd lagði fram.

Hægagangur í hvalamáiinu

Aðalfundur Landssambaiids ís-

lenskra útvegsmanna samþykkti í

gær ályktun þar sem lýst er undrun

-yfir hægagangi íslenskra stjórnvalda í

nvalamálinu. Þykir útvegsmönnum

sem stjórnvöld séu að draga í land

með að hefja hvalveiðar í atvinnu-

skyni og er skorað á þau að láta þeg-

ar af undanlátsseminni.

Heilahimnubólga á Akureyri

Bólusetning fyrir heilahimnu-

bólgu er hafin i Brekkuskóla á Ak-

ureyri eftir að nemandi í skólan-

um greindist með sjúkdóminn.

Bólusetningin átti upphaflega að

hefjast eftir hálfan mánuð en var

flýtt í kjölfar smitsins. Nemandinn

hefur verið settur í einangrun á

sjúkrahúsinu í bænum og er ekki

talið liklegt að sjúkdómurinn

breiðist út. RÚV greindi frá.

Sótti bíllyklana ölvaöur

Selfyssingur á þrítugsaldri á

yfir höfði sér tvær kærur fyrir ölv-

unarakstur, eftir að hann keyrði

ölvaður á lögreglustöðina klukkan

átta á miðvikudagsmorgun til að

sækja bíllyklana sem hann hafði

verið sviptur fyrir ölvunarakstur

um nóttina. Af honum lagði

megna áfengislykt og leiddi blóð-

rannsókn i ljós ölvim mannsins.

ÚA kaupir í Bretlandi

Útgerðarfélag Akureyringa hf.

keypti í gær upp allt hlutafé í

breska útgerðarfyrirtækinu Boyd

Line Management Services Ltd frá

Hull á 950 milljónir króna. Fyrir-

tækið á 40 prósent af þorskkvóta

Breta í Barentshafi og veltir tæp-

um milljarði á ári.          -jtr

Haidiö til haga

Haldiö til haga

Með frétt blaðsins sl. mánudag um

erfiðan fjárhag Hveragerðisbæjar var

birt litil mynd sem sýndi Hótel Örk. Að

gefnu tilefni skal tekið fram að rekstur

nýrra eigenda hótelsins kemur slakri

fjárhagsstöðu sveitarfélagsins ekkert

við, enda ekkert í fréttinni sem tengist

hótelinu. Eru forsvarsmenn Hótel Ark-

ar því beðnir velvirðingar á myndbirt-

ingunni í þessu samhengi.     -HKr.

Óoal í bullandi starfsemi

Grétar Berndsen, eigandi Óðals, seg-

ir það alrangt að enginn næturklúbbur

sé starfandi í Reykjavík eins og mætti

skilja á viðtali við Geira í Maxím's í

DV á fimmtudag. Óðal hafi lagað sig að

strax að breyttri lögreglusamþykkt,

reksturinn sé í fullum gangi og hafi

sjaldan fagnað meiri vinsældum. „Við

breyttum húsnæðisskipulaginu og

lögðum niður einkadansa í lokuðu

rými. Við munum reka staðinn með

þessu fyrirkomulagi þar til niðurstaða

hefur fengist fyrir dómstólum um lög-

mæti þess að breyta lögreglusamþykkt-

inni," segir Grétar Berndsen.    -GG

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80