Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Helcjorblaö DV 61 Jón Sigurbjörnsson leikari að Helgustöðum í Biskupstungum varð 80 ára í gær Jón Sigurbjörnsson, leikari og söngvari, Helgustöð- um í Biskupstungum, varð áttræður í gær. Starfsferill Jón fæddist að Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi en ólst upp í Borgarnesi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1941, stundaði leiklist- arnám hjá Lárusi Pálssyni 1944-45, fór til Bandaríkj- anna, stundaði leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York City og lauk þaðan prófum vorið 1948, stundaði jafnframt söngnám í New York samhliða leiklistarnáminu, stundaði söngnám í Mílanó og í Róm á Ítalíu 1951-54 og stund- aði söngnám hjá Sigurði Demetz árum saman á ís- landi. Jón hóf leiklistarferil sinn sem Hóraz í Hamlet hjá Leikfélagi Reykjavíkur vorið 1949. Hann lék þar síðan næstu árin og var formaður Leikfélags Reykjavikur 1956-59. Jón var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1960-67 að undanskildum árunum 1964 og 1965 er hann var ráðinn til Óperunnar í Stokkhólmi. Hann var síðan fastráðinn leikari við Leikfélag Reykjavíkur 1967-92. Jón flutti úr Reykjavík og að Helgastöðum í Bisk- upstungum 1992 og hefur átt þar heima síðan. Jón var formaður Félags íslenskra leikara á árun- um 1961-63. Fjölskylda Jón kvæntist 15.12. 1956 Þóru Friðriksdóttur, f. 26.4. 1933, leikkonu. Hún er dóttir Friðriks Ólafssonar, skólastjóra Sjómannaskólans í Reykjavík, og k.h., Láru Sigurðardóttur húsmóður. Jón og Þóra skildu. Dætur Jóns og Þóru eru Lára Jónsdóttir, f. 11.7. 1957, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar á íslandi, búsett í Hafnarfirði, og á hún tvö börn en sambýlismaður hennar er Logi Ólafsson knattspymu- þjálfari og íþróttakennari; Kristín, f. 4.6.1965, kennari við Fíölbrautaskólann á Selfossi, búsett í Reykjavík. • • Örlygur Sigurðsson listmálari lést á Droplaugarstöðum 24.10. sl. Útfor hans var gerð frá Langholtskirkju í gær. StarfsferiU Örlygur fæddist í Reykjavik 13.2. 1920 en ólst upp á Akureyri frá tæp- lega tveggja ára aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1940, var við listnám í Bandaríkjun- um við University of Minnesota og Minneapolis School of Art 1941^42, við Choinard School of Art í Los Ang- eles 1942-44 og loks við Art Students League í New York 1944-45, auk þess sem hann dvaldi í París 1948-49. Örlygi bauðst starf sem teiknari hjá Walt Disney en afþakkaði boðið og sneri heim til íslands. Hann var um árabil einhver þekktasti og svipmesti portretmál- ari hér á landi. Örlygúr var afkastamikill greinarhöfundur og skrifaði fjölda afmælis- og minningargreina. Þá samdi hann, myndskreytti og gaf úr eftirtaldar bækur; Prófllar og pamfllar, útg. 1966; Þættir og drættir, útg. 1966; Bolsíur frá bernskutíð, útg. 1971; Nefskinna, útg. 1973, og Rauðvín og reisan mín, útg. 1977. Fjölskylda Örlygur kvæntist í ársbyrjun 1946 Unni Eiríksdótt- ur, f. 1920, kaupkonu í Storkinum. Hún er dóttir Ei- ríks Hjartarsonar, f. 1885, d. 1981, raffræðings, kaup- manns og tráræktarfrömuðar, en hann dvaldi lengi vestanhafs, og k.h., Valgerðar Halldórsdóttur Ár- mann, f. 1891, d. 1972, sem var fædd og uppalin vest- anhafs. Börn Örlygs og Unnar eru Sigurður, f. 28.7. 1946, myndlistarmaður, kvæntur Ingveldi Róbertsdóttur skrifstofustjóra og eru börn þeirra Unnur Malín, f. 1984, Þorvaldur Kári, f. 1985, Arnljótur, f. 1987, Gylfi, f. 1990, og Valgerður, f. 1992 auk þess Sigurður átti áður dótturina Theódóru Svölu, f. 1978, með Hrefnu Steinþórsdóttur, auk þess sem uppeldisdóttir Sigurð- ar er Ingveldur Steinunn Ingveldardóttir, f. 1975; Malín, f. 17.4. 1950, fatahönnuður og kaupkona í Reykjavík, en fyrri maður hennar er Jakob Smári, prófessor í sálfræði, en þau skildu og eru börn þeirra Örlygur Smári, f. 1971, Bergþór Smári, f. 1974, og Unn- ur Smári, en seinni maður Malínar er Gunnlaugur Geirsson, læknir og prófessor í réttarlæknisfræði, og eru synir hans og Rósu Magnúsdóttur Geir, f. 1966, Björn, f. 1968, Magnús, f. 1969, og Aðalsteinn, f. 1973. Systkini Örlygs: Ólafur, f. 4.8. 1915, 1999, yfirlæknir á Akureyri; Þórunn Sigurðardóttir Tunnard, f. 30.6.1917, húsmóðir í Bretlandi; Arn- ljótur, f. 18.12. 1918, d. 22.3. 1919; Guðmundur Ingvi, f. 16.6. 1922, hrl. í Reykjavík; Steingrímur, f. 29.4. 1925, d. 2000, listmálari í Reykjavík. Foreldrar Örlygs voru Sigurður Guðmundsson, f. 1878, d. 1949, mag. art., kennari við KÍ og MR, síðar skólameistari MA, og k.h., Halldóra Ólafsdóttir, f. 1892, d. 1968, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Guðmundar, b. í Mjóadal, Erlendssonar, dbrm. í Tungunesi, Pálmasonar, bróður Jóns, afa Jóns á Akri, Jóns Leifs, Jóns Kaldal og Jóns Jónssonar, alþm. í Stóradal. Móðir Guðmundar var Elisabet Þor- leifsdóttir, ríka í Stóradal, Þorkelssonar og Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur, b. í Stóradal, Jónsdóttur, ættfóð- ur Skeggsstaðaættar, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Siguröardóttir, b. á Reykjum á Reykjabraut, Sigurðssonar, b. á Brekku í Þingi, Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Sigurðar Nor- dal og Ólafs, fóður Ólafs, fyrrv. landlæknis. Ólafur var einnig langafi Jónasar Kristjánssonar læknis, afa nafna síns, fyrrv. ritstjóra DV. Móðir Ingibjargar var Þorbjörg Árnadóttir. Halldóra var dóttir Ólafs, pr. í Kálfholti, Finnsson- ar, b. á Meðalfelli, bróður Páls, langafa Þorsteins Thorarensens rithöfundar. Finnur var sonur Einars, pr. á Reynivöllum, Pálssonar, pr. á Þingvöllum, Þor- lákssonar, bróöur Jóns, pr. og skálds á Bægisá. Móð- ir Finns var Ragnhildur Magnúsdóttir, lögm. á Meöal- felli, Ólafssonar, bróöur Eggerts skálds. Móðir Ragn- hildar var Ragnheiður Finnsdóttir, biskups í Skál- holti, Jónssonar. Móðir Ólafs var Kristín Stefánsdótt- ir. pr. á Reynivöllum, Stefánssonar, amtmanns á Hvít- árvöllum, Ólafssonar, ættfóður Stephensenættar, Stef- ánssonar. Móðir Stefáns pr. var Marta María Diðriks- dóttir Hölter. Móðir Kristínar var Guðrún, systir Kristínar, langömmu Elínar, móður Þorvalds Skúla- sonar listmálara. Guðrún var dóttir Þorvalds, pró- fasts og skálds í Holti, Böðvarssonar og Kristinar Björnsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, foður Elísabetar, ömmu Þórarins B. Þorlákssonar listmál- ara. Móðir Halldóru var Þórunn Ólafsdóttir, b. í Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi, Guðmundssonar, og Kar- ítasar Runólfsdóttur, systur Þórðar, afa Kristjáns Al- bertssonar. Bróðir Jóns var Halldór, f. 17.12. 1920, d. 7.12. 1979, verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgar- nesi. Foreldrar Jóns voru Sigurbjöm Halldórsson, f. 19.10. 1873, d. 2.3. 1948, verkamaður í Borgarnesi, og k.h., Ingunn Kr. Einarsdóttir, f. 28.6. 1896, d. 19.9. 1986, húsmóðir og verkakona. Ætt Sigurbjörn var fæddur að Gunnarsstöðum í Þistil- firði, sonur Halldórs Kristjánssonar og Kristínar Árnadóttur. Ingunn var dóttir Einars Jónatanssonar að Tann- staöabakka í Hrútafirði og Katrínar Böðvarsdóttur frá Hrútatungu. Fósturforeldrar Ingunnar voru Jón Brandsson og Ólína Ólafsdóttir á Tannstöðum. Jón er að heiman. Höfuóstafir nr. 51 Út er komin hjá Hörpuútgáfunni bókin Imbra eft- ir Hákon Aðalsteinsson. Þar er einkum að finna tækifærisvísur og kvæði sem orðið hafa til gegnum v tíðina, t.d. ljóð undir fornyrðislagi ort til Hákonar Noregskonungs o.m.fl. Hér verður þó einkum staldrað við lausavísurnar. Við byrjum á tveimur vísum um ÍE og Kára Stefánsson: Það birtist eflaust býsna margt í bókum hans. Því sitthvað gerist síðla kvölds til sjós og lands. Svo ef hann rekur okkar gen til upprunans, þá fara allar œttarskrár •* til andskotans. Svo var það spurningin um það hvort eigi að friða hvalinn: Fegurð dýra meta má og mœra þau í orði. En þaó erfögur sjón að sjá súran hval á boröi. Hér er líka að finna limru sem varð til þegar Bandaríkjamenn sællar minningar voru vikum saman að reyna að finna út hvor væri forseti þeirra, Gore eða Bush: Ekki skal almúgann kvelja, vió œttum að hœtta að telja. i Hollast mun vera að hátta þá bera, og láta svo Lewinski velja. Hákon yrkir líka um sjálfan sig: Mér til gleöi matast ég því megrunin er hœttuleg. Leiðist hverskyns líkamsrœkt og líóur best að vinna hœgt. Og hann getur orðið ansi hvass í Fljótsdalnum: Það sem helst minn hróður ber horfið gœti í skyndi ef ég tœki út hjá mér í öllum þessum vindi. Eins og kunnugt er hafa orðið nokkur átök um virkjanamál fyrir austan. Við endum á tveim- ur visum sem tengjast því máli: Ég reyni að láta skrá mín skref um skáldsins draumahallir. Gefinn fyrir þras og þref þetta vita allir. Löngum hef ég leyft mér aö láta vísur flakka, velja mínu viti stað og vernda Eyjabakka. Umsjón ' J ;?• -4 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.