Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 Skoðun dv í „handfrjálsum“ Alltaf í sambandi „Kostnaöur kominn út fyrir öll eölileg mörk. “ Hver er uppáhaldsþátturinn þinn í sjónvarpinu? Kristján Úifarsson nemi: CSI á Skjá einum. Magnús Unnar nemi: Futurama i Ríkissjónvarpinu. Popppunktur á Skjá einum. Arna Þórhallsdóttir nemi: Friends á Stöö 2. j Jón Bjarki Magnússon nemi: Silfur Egils á Skjá einum. Jóhann Fjaiar nemi: Friends á Stöö 2. Fjárfest S.K. skrifar: Ég er búinn að vera að undirbúa mig fyrir þennan atburð nokkuð lengi. Ég keypti mér svona tæki sem maður setur í kveikjarasettið og tal- ar og hlustar handfrjálst. Vanda- málin byrjuðu strax. Ég gleymdi náttúrlega að setja símann í „stativ- ið“ þegar ég settist inn í billinn og þegar síminn hringdi þá reyndi ég að troða honum í tækið en það gekk aldrei upp. Ef ég hins vegar hefði gengið frá þessu áður en ég keyrði af stað hefði samtalið hljómað í aUra eyru og ég uppgötvaði að það var ekki alltaf gott mál. Ég fjárfesti því í búnaði sem mað- ur setur beint í eyrað og þetta var allt annað. Reyndar kom það oft fyrir að maður hreinlega gleymdi að fjar- lægja þetta þegar heim var komið. Konan, sem hefur ekki ennþá byrj- að á því að nota GSM-síma, leit mig þá oft tortryggnisaugum, fór að spyrja mig hvort ég væri búinn að skipta um vinnu, og svona... Eða hvort ég hefði hafíð störf í þágu borðaslegna ríkislögreglustjórans. Ég neitaði þessu auðvitað, sagði að ég væri bara að reyna að uppfylla kröfur og reglur þjóðfélagsins um það hvar og hvenær maður mætti tala í síma. En þá, allt í einu, rann upp fyrir mér það ljós að ég var búinn að vera mjög ábyrgðarlaus um svona mál í áratugi. Hver kannast ekki við það að vera t.d. úti að aka með konunni í svokölluðum bæjarrúnti og geta ekki horft í augu hennar meðan hún er að ræða málin viö mann. Eða þá, ef hún ekur og vill alltaf vera í augnsambandi og skilur ekki skrifar: Aðalsteinn Baldursson á Húsavík berst manna mest fyrir hækkun at- vinnuleysisbóta en hann berst líka ná- lega einn. I rannsóknum Hörpu Njáls kemur í ljós að atvinnulausir (karlar jafht sem konur) eru fjölmennir í bið- röðinni hjjá Mæðrastyrksnefhd þar sem fólk fær ókeypis mat. Það kostaði verkfall í 6 vikur að fá Atvinnuleysistryggingasjóðinn og fyrst voru greiðslur úr honum miðaðar við lægst laun. En síðan var það samband roflð og greiðslumar hafa lækkað. Það er ráðherra félagsmála sem ber ábyrgð á því hve greiðslumar eru lágar. Og verkalýðshreyfmgin hefur látið ráð- „Það er með ólíkindum hvernig fólk hefur látið símafélögin „tikka“ inn fjármuni til sín með þeirri „gerviþörf“ sem símafélögin hafa búið til fyrir einstak- linga og fyrirtœki í sam- skiptum sín á milli. “ af hverju maður horfir alltaf beint fram til að vara hana við umferð- inni. - Eða maður kaupir sér ís og stýrir með annarri og sleikir með hinni (ég meina ísinn). Síminn eða samskiptatæknin er „Það kostaði verkfall í 6 vikur að fá Atvinnuleysistrygginga- sjóðinn, ogfyrst voru greiðslur úr honum miðaðar við lœgst laun. En síðan var það sam- band rofið og greiðslumar hafa lækkað. Það er ráðherra félags- mála sem ber ábyrgð á því hve greiðslumar em lágar. “ herrann komast upp með þetta og hreyfir hvorki legg né lið. Eins og nú er komið hefur Atvinnu- leysistryggingasjóöur ekkert að segja, farin að stjórna lífi manns að veru- legu leyti. Kostnaður við að vera „ í sambandi“ er kominn út fyrir öll eðlileg mörk. Fastlinukostnaður hjá mér í síðasta mánuði var rúmlega 16.000 kr. fyrir utan GSM-kostnað. Fyrir fjórum til fimm árum var símakostnaður heimilisins, þar sem fjórir búa, um það bil 3.500 kr. fyrir tveggja mánaða notkun. Það er með ólikindum hvernig fólk hefur látið símafélögin „tikka“ inn fjármuni til sín með þeirri „gerviþörf'sem þau hafa búið til fyrir einstaklinga og fyrirtæki í samskiptum sín á milli. Látum ekki taka okkur með tólið í eyranu. - Ökum áfram I augnsam- bandi við konuna og fáum okkur ís. fólk myndi fá bætumar hjá sveitarfé- lögunum hvort sem er. Og þær myndu vera álíka háar. Stéttarfélagið Efling vinnur ekki fyr- ir atvinnulausa og lætur eins og þeir séu ekki til. Þá virðist stjóm félagsins beinlínis vera í nöp við starfsólk í veit- ingahúsum og Eflingarblaðið hefur lýst því yfir, að það hafi áhyggjur af fjölgun útlendinga í félaginu. Víðfræg könnun DV á dögunum þarf ekki að koma á óvart þegar jafnvel verkalýðshreyfmgin kyndir undir andúð á útlendingum. - Einu sinni var verkafólk stéttvíst út yfir öll landa- mæri. Sú virðist ekki raunin nú á dög- um. Einu sinni var verka- fólk stéttvíst... J.M.G. Garri Enginn biður að heilsa Amaldur Indriðason hefur verið fenginn til að skrifa kvikmyndahandrit fyrir hinn þekkta Hollywoodleikstjóra David Mamet. David er reyndar þekktur fyrir að skrifa sín handrit sjálf- ur en hann sagðist í samtali við Garra ekki leggja í að skrifa um svo viðkvæmt málefni og næsta mynd hans á að fjalla um. Hún hefur feng- ið vinnuheitið Nobody says I love you eða Eng- inn biður að heilsa. „Ég hef heyrt góða hluti um Arnald og hann hefur líka þann kost að standa nálægt viðfangsefninu," sagði Mamet, „en mynd- in er byggð á lífi Vilhjálms Egilssonar. Myndin gerist að mestu leyti í prófkjöri sjálfstæðismanna i Norðvesturkjördæminu og því er undirtitillinn North by Northwest en það er einmitt fræg mynd eftir Alfred Hitchcock." The Transportator Amaldur Indriðason vildi ekki tjá sig mikið um handritið enda er það nú á frumstigi. Fléttan er tilbúin, enda fengin beint úr norðvestrænum veruleika, og hefur Arnaldur ákveðið að ramma frásögn Vilhjálms með því að aðalsöguhetjan stendur á tímamótum. „Eftir uppgjör flokksins við Vilhjálm stendur hann frammi fyrir uppgjöri við sjálfan sig,“ segir Amaldur. „Þetta er í grunninn dramatísk saga en þó vel krydduð með kímni og gamanmálum. Einnig gerir handritið ráð fyrir mögnuðum hasaratriðum þar sem Sturla Böðvarsson er leðurklæddur á mótorhjóli á 250 kílómetra hraða en þannig ferðast hann sem ofurhetjan Samgangarinn (The Trans- portator). En nóg um það.“ Ég og Davíð Vilhjálmur Egilsson segist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu en... „ég gleðst auðvitað yfir því sem formaður Kvikmyndasjóðs að út- lendingar sýni íslenskri samtímasögu áhuga. Það er alveg ljóst að ísland er kjörlendi fyrir kvik- myndir, ekki bara fyrir illa klippta kvikmynda- leikstjóra sem gagnrýna stjórnvöld. Ég er til dæmis sannfærður um að Hannes Hólmsteinn á eftir að koma sterkur inn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2005 þegar hann frumsýnir myndina Ég og Davíð og sýnir valda kafla úr næstu mynd sinni sem verður byggð á þáttunum Maður er nefndur þar sem Hannes hefur sýnt það og sann- að að hann er kominn til að vera,“ segir Vil- hjálmur. Sturla Böðvarsson vildi ekki tjá sig um efni myndarinnar að svo stöddu en..ég gleðst auð- vitað yfir því að erlendingar sýni íslandi áhuga". Cfisrl Einkaverðlaun Eddunnar Svala Guömundsdóttir skrifar: Það er ekki hægt að segja að Edduverð- launahátiðin hafi verið rismikil í ár. Þarna var sem sé allt heila skemmti- og fréttaliðið saman- komið til að verð- launa sjáift sig. Sýnu verst voru þó tónlist- arverðlaunin sem dýrkuðu íslenskt neð- anjarðarbíti og tónaklám. Maður fyrir- verður sig að horfa upp á sannan heims- mann eins og heiðursmanninn skosk-ís- lenska, Magnús Magnússon, sitja þessa samkundu. Þetta var sannkailað lág- menningarflipp á landsvísu. Engum sæmandi og varla verjandi að nota þetta fyrir dagskrárefni fýrir okkur, auma skylduáskrifendur Sjónvarpsins. Já, hvaða verðlaun voru nú þetta - Besti sjónvarpsmaðurinn"? Hef aldrei séð hann áður! En þið? • • Okufantur - smánardómur Kristinn Sigurðsson skrifar: Það er ótrúlegt en satt að maður sem keyrir eins og brjálæðingur og veldur dauða þriggja manneskja skuli ganga laus í dag og getur því fantur þessi byrj- að að aka á ný! Auðvitað er dómur í máli þessu smánardómur. í Bandaríkj- unum hefði ökufanturinn fengið minnst 10 ára fangelsi og sviptur ökuleyfi ævi- langt. Það er réttlátt, enda hefur slíkur maður ekkert með ökuleyfi að gera. Ég vona að aðstandendur fómarlambanna áfrýi til Hæstaréttar og ökufanturinn sjáist ekki aka á götum Reykjavíkur framar. Fróðlegt væri að heyra um hve háar skaðabætur hann þurfi að greiða. A Edduverð- launahátíðinni Lágmenningar- flipp eða leifr- andi lista- snobb? Spaugstofu án ofbeldis Spaugstofan tollir í tískunni! Spörk og blóörisa andlit samt ekki afþreying. Haukur Jðnsson skrifan Sl. laugardag var okkur í fjöl- skyldunni ekki skemmt, alla vega ekki foreldrunum. Spaugstofan tók nú upp takt og tón ofbeldismyndanna sem maður er að reyna að stemma stigu gegn áhorfi hinna yngri. Allt átti þetta að vera grín og gaman á íþróttavelli Spaugstofumanna - en þeg- ar sparkað er í liggjandi mann er það ekki spaug lengur. Heldur ekki þegar þeir sýndu boxið og hnefahöggin sem skildu eftir sig blóðugt andlit og af- skræmt. Burt með svona nokkuð, Spaugstofumenn. Banki með eða án mynda Karf Arnason skrifar: Eftirfarandi saga kemur í hugann í umræðunni um bankasöluna með eða án málverka. - Það var á árunum í kringum 1950 að Reykjavíkurborg keypti húseignina Skúlatún 2 af Helga Eyjólfssyni byggingameistara, síðar kenndur við Sölunefnd vamarliðseigna. Þegar kaupin voru í bígerð og svo um garð gengin kom i ljós, að því er sagan segir, að það voru miðstöðvarofnar í húsinu! Þegar kaupin voru svo afstaðin og borgin orðin eigandi kemur í ljós að það er búið að fjarlægja aila miðstöðv- arofnana úr húsinu. Að þessu var fund- ið við Helga, sem átti að hafa sagt: „Mið- stöðvarofnamir héngu á veggjunum, vom ótengdir og þar með ekki hluti af húsinu." - Þetta var látið gott heita og málinu þar með lokið. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér tii birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.