Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 JOV Fréttir hún fer fram - hún fer ekki fram Á föstudagsmorgni er „stál í stál“ innan Reykjavíkurlist- ans: Annars vegar standa Framsókn og Vinstri-grænir á því fastar en fótunum að Ingibjörg Sólrún Gisladóttir geti ekki verið borgarstjóri R-listans og jafhframt farið í framboð fyr- ir Samfylkinguna, og á hinn bóginn segist Ingibjörg Sólrún hvorki ætla að hætta við framboð né gefa eftir borgarstjóra- stólinn. Hvemig kom þessi staða upp? Á þriöjudagskvöld fékk DV veður af því að Ingibjörg Sól- rún hefði fyrr um daginn samþykkt að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Snemma á miðvikudagsmorgun fékkst staðfest að henni hefði verið boðið sæti, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Ingibjörgu Sólrúnu til að fá staðfest að hún hefði þegið boðið. DV og aðrir fjölmiðlar sögðu frá þvi þennan ið jákvætt í óskir um framboð en ekki hafa gefið endanlegt svar. Það myndi hún gera eftir einn til tvo daga. í Kastljós- inu þá um kvöldið tók hún hins vegar af öll tvímæli. Hún sagðist reiöubúin til að vera áfram borgarstjóri samhliða framboði til Alþingis. Síðar um kvöldið brást Halldór Ásgrímsson við tíðindum dagsins í viðtali við DV. Hann sagði að flestir framsóknar- menn teldu að með ákvörðun sinni um framboð hefði Ingi- björg Sólrún gengið á bak orða sinna. Þetta væri alvarlegt mál sem þyrfti að ræða. Raunar hefðu framsóknarmenn einnig miklar áhyggjur af andstöðu borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar við virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir. Morguninn eftir - í gærmorgun - mótuðu helstu forystu- menn Framsóknar og Vinstrigrænna viðbrögð viö málinu. morgun að henni stæði þetta til boða. Upp úr klukkan þrjú staðfesti Össur Skarphéðinsson svo við DV - og væntanlega aðra fjölmiðla - að Ingibjörg Sólrún hefði samþykkt að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í ReykjavíkurKjördæmi-norður. Þeir liðsmenn Framsóknar og Vinstri-grænna sem DV hafði sambandi við í kjölfarið komu af fjöllum - og var hreint ekki skemmt. Klukkan 16.45 sagðist Ámi Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjómar, ekkert geta tjáð sig um mál- ið enda hefði hann ekkert heyrt um það frá borgarstjóra. Um klukkan 17 á miðvikudag hófst reglubundinn fundur borgarfulltrúa R-listans í Ráðhúsi Reykjavíkur í aðdrag- anda borgarstjómarfúndar daginn eftir. Ingibjörg Sólrún segist hafa greint félögum sínum frá því á þessum fúndi, að hún hefði tekið jákvætt í óskir um að hún byði sig fram. Staðfest er að forystumenn Framsóknar og Vinstri- grænna gerðu henni þegar á þessum fundi grein fyrir því að þeir teldu óhugsandi að hún færi í framboð sem borgar- stjóri. Alfreð Þorsteinsson vék fyrstur manna af fundinum, um það bil stundarfjórðungi eftir að hann hófst. Hvorki hann né aðrir borgarfúlltrúar tjáðu sig einu orði um tíðindi dagsins við fréttamenn sem biðu fyrir utan fundarherberg- ið. Um klukkan 18.15 lauk fimdinum og fréttamenn svifú óð- ar á Ingibjörgu Sólrúnu. (Myndir 1-3) Hún sagðist hafa tek- Þefr boðuðu til sameiginlegs blaðamannafundar (4) i Ráð- húsinu - í sama herbergi og R-listinn hafði fundað daginn áður - klukkan 12.30. Alfreð Þorsteinsson og Ámi Þór Sig- urðsson töluðu máli sinna flokka. Þeir lýstu yfir því, að það gæti að þeirra mati alls ekki farið saman að sinna hlutverki borgarstjóra R-listans og frambjóðanda eins af flokkunum í þingkosningum. Eftir blaðamannafundinn (5) gengu borgarfulltrúamir fjórir rakleiðis á fund borgarstjóra (6) og færðu honum undirritaða yfirlýsingu um þessa afstöðu þeirra. (7) Fréttamenn fylgdu í humátt á eftir. Fundur þeirra með borgarstjóra stóð fremur stutt. (8) í kjölfarið bauð borgarstjóri fréttamönn- um inn á skrifstofu sina (9) og lýsti því þar yfir, að hún teldi ekki að sér hefðu verið settir afarkostir. Hún myndi hvorki hætta við frámboðið né gefa eft- ir borgarstjórastólinn. Menn myndu „anda með nef- inu“ og ræða málið í sameiningu. Borgarstjóri fór beint af þessum óformlega „blaðamannfundi" upp í ræðupúlt á fundi borgar- stjórnar (12-16), til að halda langa ræðu um fjár- hagsáætlun borgarinnar. Óhætt er að fullyrða að fjárhagsáætlun borgar- innar hafi ekki verið efst í huga neins borgarfulltrúa á þeirri stundu. -ÓTG Pólitík í ráðhúsi Garri Það gerist í Reykjavík Garri hefur aldrei kunnað að meta málflutn- ing þeirra sem gagnrýna Reykjavíkurlistann fyr- ir að standa ekki við gefin kosningaloforð. Enda hefur gagnrýni þeirra núna verið rekin rækilega ofan í þá. Reykjavíkurlistinn gekk til síðustu sveitar- stjómarkosninga með eitt yfirloforð allra loforða: Það gerist í Reykjavík. Hverjum dettur í hug - eftir hamaganginn síðustu daga - að halda því fram að R-listinn standi ekki við gefin loforð? Eitt stórt Það má vel vera að R-listinn hafi um það bil verið að komast á þá skoðun, að erfitt yrði að standa við hvert einasta atriði í stefnuskrá sinni frá því í vor. En Ráðhúsiö stendur undir nafni: þar má nefnilega finna ráð undir rifi hverju. í Ráðhúsinu hafa menn sennilega ráðið ráðum sinum, seilst undir rifin og rifjað upp gamlan málshátt: Margt smátt gerir eitt stórt. Málshátt- urinn felur í sér dýpri sannleik, þvi að með sama hætti hlýtur að mega fullyrða, að eitt stórt geri margt smátt. Garri fullyrðir að sjálfur faðir rökfræðinnar, Aristóteles, hefði skrifað upp á þessa röksemdafærslu, svo augljós er hún. Og ef eitt stórt gerir margt smátt er allt eins Og það mun ENN gerast í Reykjavík. Ekki fer sögum af slíkum og öðrum eins efndum í sögu íslenskra stjómmála. Garri telur litla spurningu hvem hann kýs í næstu borgarstjómarkosningum. Cy&ffi gott fyrir stjómmálamenn að efna stærsta loforð sitt eins og að efna öll litlu loforðin. Það má skipta á þessu tvennu - allt eftir þvi hvað hentar hverju sinni. Hvaö viljiöi meira? Það sem R-listinn ákvað var aö efna stærsta loforð sitt: Það gerist í Reykjavík. Og til þess þurfti, eðli málsins samkvæmt, að láta eitthvað gerast í Reykjavík. Eitt- hvað stórt. Eitthvaö magnað. Eitthvað sem allir myndu sýna áhuga, taka eftir og tala um. Lausnin fólst auðvitað i því að lýsa van- trausti á borgarstjórann í Reykjavík. Hví- lík atburðarás! Hvílíkir atburðir! Allt und- irlagt í fréttum, enda allt lagt undir. Og núna er komin upp yndislega flókin staða sem engin leið er að ráða í. Niður- staðan er því að þetta risastóra kosningaloforð verður efnt nánast á hverjum degi næstu daga. Hvað gerir Framsókn? Hvað gerir Solla? Hvað gera Vinstrigrænir? Nást samningar? Verður allt dregið til baka eða standa allir fast á sínu? Hvað þýðir það? Það er sem sagt BÚIÐ að gerast í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.