Dagblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRtL 1976.
Jón sá
beztí!
Jóni Sigurössyni voru í gærkvöld
afhcnt verðlaun sem bezta leikmanni
Íslandsmótsins. Engum þarf að koma
það á óvart. — Jón hefur verið
maðurinn á bak við veigengni
Ármanns í vetur. Curtiss Carter,
Trukkur, varð stigahæstur á íslands-
mótinu og setti nýtt stigamet —
skoraði 451 stig. Fyrir það fékk
Trukkurinn veglegan bikar.
Jón Jörundsson, ÍR kom út með
bezta vítahittni í vetur og hlaut að
launum bikar. Jón tók 60 vitaskot —
hitti úr 48 sem er 80% nýting. h. halls.
•
Trukkurinn
vann Þóri
i hálfleik i leik Ármanns og UMFN f
gærkvöld léku Þórir Magnússon og
Trukkurinn í firmakeppni KKÍ. Sá er
fyrr varð til að skora 15 stig sigraði. t
stuttu máii Trukkur vann 15-8, enda
varð Þórir alltaf að skjóta af færi en
Trukkur setti rass í Þóri og þokaði sér
smám saman að körfunni og eftir það
var æftirleikurinn t auðveldur þrátt
fyrir barsmiðar Þóris. -h. halls.
Aukastig
fyrir mörk
— ó Reykjavikurmótinu
í knattspyrnu, sem
hefst ó morgun
A morgun hefst Reykjavikurmótið i
knattspyrnu með leik milli Vals og
Arrnanns og hefst hann kl. 14. Upp á
ýmsum nýjungum er bryddað, til að
mynda er einkunnagjöf frábrugðin því
sem nú tfðkast. Fyrir unninn leik fást
tvö stig — en fyrir þrjú mörk skoruð
eða fieiri næst aukastig, hvort sem lið
tapar eða sigrar. Ef iið sigrar 4-1, fær
það 3 stig geri lið jafntefli 3-3 fær
hvort félag 2 stig og ef lið a vinnur b
5-3 þá fær lið a 3 stig — lið b 1 stig.
Sex lið taka þátt í mótinu — 1.
deildarlið Þróttar, Vals, Víkings,
Fram, KR og svo Armann.
Verð miða fyrir fullorðna er kr. 400.-,
börn kr. 100 en nýnæmi er að nú
miðast aldurstakmark barna við 14 ára
en ekki 12 eins og tfðkazt hefur.
•
Skozkt blaklið
kemur á morgun
Skozkt blaklið frá Jordan Hill
Collage er væntanlegt hingað til iands
laugardaginn 3. apríl á vegum blak-
deildar Þróttar. Leikmenn liðsins
dvelja hér til 12. apríl og munu
væntaniega leika við öll 1. deildariiðin
í Reykjavík — svo og Reykjavíkurúr-
val.
Þetta lið er sterkt á skozkan
mælikvarða — ofarlega í 1. deildinni
skozku og sigraði nýlega í skozku
skólakeppninni.
Iþróttir
íþróttir íþróttir
Þó ekki hafi verið nema um 400 manns á úrsiitaleiknum í körfunni í gærkvöld þá létu þeir sannarlega I sér heyra, áhangendur Njarð-
víkinga yfirgnæfðu þar aðra. DB-mynd Bjarnleifur.
‘Wk Sp» Hb 1 ¥ j jr#3 ÆF71 Æ*
émm. Wfak f
jp " - IF' «. «.f. ||* nfj'l. *
W ÍV M" Á| Wk ~M I
m ?:? Æ ff ^ -*1 , * Mt Im' tjPN* „ ' ik. L1 ^nrTRrWI
w yk |. aj ■ iffel fcjjg.
m&Pw /jm í'.Jf & HS9 Wm -;;r pp? ír%3íh8B| JWm *
V ■ JHL k . flflBP ■ ‘ 'aQBI
f Æ
. ''ái&fÆWmí
IfÍP8^ m m 411
Bikarinn líka Ármanns
— í úrslitaleiknum í gœr sigraði Ármann UMFN 98-89 i miklum baróttuleik
Armann varði titil sinn sem
bikarmeistari og vann um leið
bæði bikar og deild í gærkvöld
þegar iiðið sigraði Njarðvik i sér-
deilis skemmtilegum og á köflum
vel leiknum leik. Er upp var stað-
ið í gærkvöldi hafði Armann
sigrað með níu stiga mun 98-89 en
það var ekki fyrr en á tveimur
sfðustu mínútunum að sá munur
skapaðist. Bæði liðin eiga hrós
skilið — Armann, sem lék skín-
andi vel og átti sigurinn skilið, og
Njarðvik er lék sinn bezta leik í
vetur og mér er til efs að nokkurt
annað íslenzkt lið hefði getað
sigrað UMFN en Armann, í þeim
ham sem UMFN var.
Njarðvikingar fengu óskastart
og komust i 13-3 og síðan 21-15 en
Armenningar jöfnuðu sig og eftir
10 mínútna leik skildu aðeins 2
stig 23-21. Hittni beggja liða var
slök en hins vegar voru Njarð-
víkingar grimmir i fráköstum no
yfirleitt höfðu þeir yfir. Þannig
höfðu Njarðvikingar náð 8 stiga
forskoti eftir 14 mínútur, 36-28,
en í hálfleik munaði aðeins einu
stigi, — Njarðvík 43 — Armann
42.
Síðari hálfleikur er það bezta
sem sézt hefur í körfuknattleik i
vetur. Geysilegur hraði var í
leiknum og bæði lið hittu vel.
Lengi vel fór ekki sókn
forgörðum hjá liðunum — körfu-
knattleikur eins og á að leika
hann.
Jónas Jóhannsson og Stefan
Bjarkason voru óstöðvandi hjá
UMFN vel studdir af Brynjari
Sigmundss., Kára Marissyni og
Gunnari Þorvarðarsyni. — Jónas
hitti allt sem undir körfu kom og
Stefán hitti mjög vel. Hjá
Armanni var Jón allt I öllu, Guö-
steinn átti góðar sendingar á
Jimmy, sem skilaði boltanum f
körfuna. Undir körfunni var
Björn Magnússon atkvæðamikill
og Haraldur Hauksson skoraði
með skemmtilegum langskotum.
Já, það bezta sem sézt hefur I
vetur, enda lágu áhorfendur ekki
á liði sínu. Um 200 manns komu
sunnan með sjó og hvöttu sína
menn óspart og áttu áhorfendur
ekki hvað siztan þátt i að lyfta
leiknum upp.
Þegar 9 minútur voru af síðari
hálfleik var jafnt 70-70 og sjá
mátti tölur eins og 74-74, og eftir
15. minútur 80-80. Þegar aðeins
tvær og hálf minúta var eftir var
staðan 88-86 en Armann reyndist
sterkari á endasprettinum, virtist
sem taugar Njarðvikinga brystu
og lokastaða varð 98-89.
Njarðvikingar misstu þarna af
fyrsta titli sinum í meistaraflokki
en áreiðanlega verður ekki langt
að bíða að sá áfangi náist. Þrátt
fyrir tap ætla Njarðvíkingar sér í
Evrópukeppni bikarhafa þar sem
Ármann hafði þegar unnið
meistaratitilinn.
Ármann hefur nú unnið bæði
bikar og deild i ár, aðeins annað
liðið til þess að gera það sama árið
- KR 1974. Sigurganga Armanns I
vetur hefur verið mikil enda hafa
Ieikmenn lagt mjög hart að sér og
óumdeilanlega hafa Armenningar
á að skipa bezta körfuknattleiks-
liðinu á tslandi ídag.
Jimmy Rogers var stigahæstur
Ármenninga með 32 stig, Jón
Sigurðsson skoraði 30 stig og
Haraldur Hauksson 16.
Brynjar Sigmundsson og
Stefán Bjarkason skoruðu 24 stig
hvor fyrir Njarðvik, Gunnar
Þorvarðarson 18.
Til þess var tekið hve prúð-
mannlega leikmenn komu fram f
leiknum og mögl var út i dóma
heyrðist varla, nema hjá Jimmy •
Rogers — ástæðulaust.
h halls.
SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK t
Áifjrl a’llnn cr a<\ scija n|>|» llögg cóa pi ik í hrckkuna og a*la sii» í að bcyjya. í lyrslu
cr rcll art liala prikin staösctt cins ou; scsl á myiulinni. scin cr lcngsl til vinstri.
I*cgar l»úió cr aú ná valdi á |>cirri a*nni»ii ipá brcyta staúsctnint»u prikanna cins og
scst á næstu inviid, Þaó cr ága’tt ;iú brcytit uin siíkVi prikanna cða stanganna og
finna þannig út hvcrnig staðsctning cr bc/.t fyrir rcttan „rythina". Einnig iná fmna
mcð þcssuin ;cfinguin hvcr cr þicgilcgasti hallinn á stöngunutn.