Dagblaðið - 02.08.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.08.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. AGUST 1977. Sólin skein i nokkrar mínútur á laugardaginn og við það lyftist brúnin á samkomugestum verulega. Síðan fór að rigna aftur um kvöldið og brosin drógust saman. Góð stemmning á Rauðhettu 77 — þrátt fyrir mikla vætu — útvortis sem innvortis „Farðu og skrifaðu að þetta hafi verið lélegt mót — alltaf rigning, rnaður," sagði ungur norðlenzkur sjómaður við frétta- Leitað að víni — fimm voru með heilan kassa af brennivini. mann DB á útiskemmtuninni Rauðhettu ’77 við Clfljótsvatn um helgina. Síðan veifaði hann brennivínsflösku og dansaði í burt. Nær sex þúsund manns sóttu mótið og var flest á svæðinu á laugardagskvöld. Ölvun var tals- verð, einkum á föstudagskvöld og laugardagskvöld, þrátt fyrir að hellt hafi verið niður úr nær 200 áfengisflöskum. Fréttamaður DB heyrði af fimm ungmennum, sem komu ak- andi að mótssvæðinu og ætluðu inn síðla dags á laugardag. Við leit í bíl þeirra fannst heill kassi af íslenzku brennivíni, tólf flöskur. Ungmennunum voru gefnir þrír kostir: víninu yrði hellt niður og þau fengju að fara inn; þau gætu farið aftur en kæmust þá alls ekki inn á móts- svæðið, eða þá að lögreglan fengi málið til meðferðar og tæki ákvörðun um hvað gera skyldi. Fimmmenningarnir hugsuðu sig um og gáfu síðan svar sitt: hella því niður. Um fjörutíu þúsund krónur runnu niður í jörðina. Þrátt fyrir ölvunina og leiðin- legt veður ríkti allgóð stemmning á mótssvæðinu. Fjölbreyttar skemmtidagskrár voru stöðugt í gangi og dansleikir á þremur pöll- um laugardags- og sunnudags- kvöld en á tveimur á föstudags- kvöld. Starfsmenn hátíðarinnar — nær þrjú hundruð skátar — höfðu góð tök á öllum þáttum mótsstjórnarinnar. Stór hópur þeirra hafði yfrið nóg að gera við að tína upp flöskur — sem síðan verða seldar til ágóða fyrir sér- stakan starfsmannasjóð Rauð- hettu. Sá sjóður mun síðar halda starfsmönnum veizlu sem þeir eiga fyllilega inni. Umgengnin um mótssvæðið var vægast sagt bágborin. Þrátt fyrir ruslatunnur og poka hér og þar um svæðið var allt vaðandi í bréfarusli og glerbrotum —enda skemmtu nokkrir hópar unglinga sér við að henda flöskum upþ í loftið og brjóta þær á fluginu með öðrum flöskum. Forráðamenn mótsins voru á sunnudagskvöld, þegar leið að lokum síðustu dansleikjanna og dagskráratriðanna, þreyttir en ánægðir með vel heppnað mót og töldu sýnt að árangur hefði orðið nokkur af erfiðinu. ov NILFISK sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra, ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til iengdar ódvrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Traust þjonusta keilu slanga Ný 20% meira sogafl, stíflast síður. Afborgunarskilmólar HATUN 6A SÍMI 24420 Maraþonkossakeppni — sigurvegararnir eru vinstra megin, kysstust í rúman klukkutima. Metið frá í fyrra var hálf þriðja klukkustund og var ekki slegið. DB-myndir: Ragnar Th. Sig. Raftækjaúrval — Næg bílastæði Þessir tveir létu nokkuð að sér kveða á mótssva-ðinu á sunnudag og þóttust vera „ræflarokkarar". Fleiri skrautlega málaðir gaurar badlust í hópinn — en útbreiðsla þessarar tizku varð aldrei meiri á Rauðhettu '77.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.