Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980 — 226. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Óseld hlutabréf Flugleiða fryst:
Starfsmönnum neitað um
stórfelld hlutabréfakaup
— voru tttbúnirmeð200mittjónir króna til hlutafjárkaupa. „Ákaflega
undarlegt” segir samgönguráðherra
„Ég legg eindregið áherzlu á, að
starfsmönnum verði gefinn kostur á
því að auka hlutafjáreign sína í
Flugleiðum hf.,” sagði Steingrímur
Hermannsson samgönguráðherra í
viðtali við DB í morgun. „Einmitt
hlutafjáraukning starfsmanna hefur
alltaf verið höfð í huga, þegar rætt
hefur verið um aukinn hlut ríkisins i
fyrirtækinu,” sagði Steingrímur.
Þegar starfsmenn Flugleiða hf.
komu i gær á skrifstofur fyrir-
tækisins og óskuðu eftir kaupurn á
hlutabréfum að fjárhæð kr. 200
milljónum króna var þvi svarað lil
að hlutabréfin væru ekki til sölu, að
íögn eins starfsmanna.
„Þetta er ákaflega undarlegt,”
sagði samgönguráðherra i viðtali við
DB. „Ég hringdi í forráðamenn
Flugleiða hf. og tilkynnli þeim af-
stöðu mina.”
„Ég undirstrikaði það betur að
ég tel það skilyrði fyrir sluðningi
ríkisins að starfsmenn fái að auka
sitt hlutafé,” sagði Steingrímur Her-
mannsson, samgönguráðherra.
Það mun hafa verið samþykkt á
stjórnarfundi Flugleiða hf. um dag-
inn að frysta þau hlulabréf sem óseld
eru. Þau nema fjárhæð, sem liggur
nijög nærri 250 milljónum króna,
samkvæmt upplýsingum sent DB
fékk hjá fjármála- og hlutaljársljórn
fyrirlækisins fyrir nokkrunt dögunt.
Samkvæmt ákvæðum nýju hluta-
félagalaganna, sent tóku gildi l'rá og
með síðustu áramótum, hafa hvorki
hlutafélagið sjálfl né hlulhafar for-
kaupsréll ef hluthafar eru lleiri en
200. Með þessu er mjög aukið frelsi
til viðskipta með hlulabréf frá þvi
sem var, að því tilskyldu þó að slík
viðskipti séu á milli hlulhafa í fyrir-
læki með hlutafélagsformi. -BS.
Gjörningurað
Kjarvalsstöðum:
Verðbólgan
jörðuð
„Mig langaði nteð þessu að svna,
án þess að það væri leiðinlegt á að
horfa, það gagnsleysi og viljaleysi
sem komið hefur fram i þvi að ráða
við það sem kallað er verðbólga hér á
landi,” sagði Örn Ingi, Iistamaður
l'rá Akureyri. Örn Ingi sýndi á sunnu-
daginn gjörninginn Jarðarför verð-
bólgunnar að Kjarvalsslöðunt.
„Mig langaði að sýna það þegar
kjósandinn gengur að kjörborðinu
alveg grandalaus eða jafnvel farinn
að irúa því að eitthvað verði gerl.
Allir sljórnmálaflokkarnir eru hins
vegar undir sömu sökina seldir og
vilja ekkert gera, þannig að á endan-
um er ekki um annað að gera en lýsa
þvi yfir að alli hafi misiekjzl,” sagði
Eftir þessum ummælum að dænta
virðisl honum ekki hafa tekizt frcntur
en fleirunt að jarða verðbólguna end-
anlega. - DS
Ftilllrúar sljórnmálaflokkanna. sem
að mali Arnar vilja ekkerl gera lil
þess að minnka verðbólgtina. Orn
Ingi er sjálfur fyrir miðjti. Á inn-
felldu myndinni er lislamaðtirinn á
þar til gerðu selli. l)B-myndir Þorri.
Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisf lokksins:
„Fólk ætiast til málefna-
legrar stjómarandstöðu”
— tek skoðanakönnunum með fyrirvara.
„Ég segi nú sem fyrr að ég tek öll-
um skoðanakönnunum með fyrirvara
hvorl sem þær eru mér i vil eða í
móti. Sveiflureiga sér stað i skoðana-
könnunum eins og dæmin sýna og
ráða ekki ferðinni, heldur dómur
sjálfstæðismanna í lýðræðislegum
kosningum á réttum vettvangi,”
sagði Geir Hallgrimsson formaður
Sjálfstæöisflokksins I samtali við
Dagblaðið um niðurstöður könnunar
þeirrar sem birt var hér i blaðinu i
gær um stuðning kjósenda við for-
ntann og varaformann flokksins.
„Sjálfstæðismenn ætlast til áfram-
haldandi málefnalegrar sljórnarand-
stöðu okkar, um það er ég sann-
færðureftir ferðalög viða um land."
Gunnar Thoroddscn forsætisráð-
herra hefur látið hafa eftir sér að
hann búist yið rólegu þingi þegar það
kemur saman. Býst þú líka við róleg-
heitum á þinginu?
„Það kann að vera að maður sem
lelur allt vera í bezla lagi gcti komizl
svo að orði. Það er enn ein sönnunin
fyrir þvi að rikisstjórnin gerir sér
enga grein fyrir i hvaða vanda við
erum komin vegna stefnuleysis og úr-
ræðaleysis ríkisstjórnarinnar,” sagði
Geir Haligrimsson.
- ARH
Stórbruni
íKöldukinn
Stórbruni varð i nótt á bænum
Borgartúni í Köldukinn i Ljósavatns-
hreppi, Suður-Þingeyjarsýslu. Um kl.
23 .10 í gærkvöldi var slökkviliðið á
Húsavik kallað út. Var þá eldur laus í
Böðu á Borgartúni. Þannig hagar til að
||ær hlöður eru sambyggðar og satn-
kvæmt síðustu fréttum er önnur hlaðan
ónýt og allt hey I þeim báðum. Slökkvi-
starfi var ekki lokið um kl. 9 í morgun,
en um tima var íbúðarhúsið í hættu.
Jarðýta var notuð til að ryðja heyi úr
hlöðunum.
Eldsupptök eru ókunn. Ábúendur á
Borgartúni eru hjónin Arnór Bene-
diktsson og María Indriðadóttir.
-ARH.