Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1981. 17 Hljómsveitin Hver er tekin til starfa sunnanlands Hljómsveitin Hver frá Akureyri hefur verið endur- reist. Að vísu er hún gerð út frá Reykjavík að þessu sinni og tveir sunnanmenn leika nú með hljómsveitinni, þeir Hjörtur Howser píanóleikari og Eyjólfur Jónsson, sem spilar á trommur. Þeir þrír til viðbótar, sem skipa Hver að þessu sinni, eru Þórhallur Kristjánsson, Leif- ur Hallgrímsson og Hilmar Þór Hilmarsson. „Við ætlum að halda okkur við létta danstónlist, aðallega það, sem er vinsælast hverju sinni, svo og eitt og eitt gamalt,” sagði Hjörtur Howser. Hann kvað allt óvíst um hversu lengi Hver starfaði að þessu sinni. Sjálfur getur Hjörtur ekki verið lengur en fram í júlí í sumar. Þá fer hann til Banda- rikjanna í tónlistarnám. Hjörtur kvaðst búast við því að Hver léki aðallega sunnanlands í vetur en vel gæti komið til greina, að hljómsveitin brygði sér norður yfir helgi eða svo. -ÁT- 2v FOLK Hafsteinn Gilsson yfirmatsveinn á Óðali gerir klárt f>rirEinar ó,ason Óðal komið í rúmlega upprunalega stœrð: Tunglskinsbar og hlaða formlega opnuð pr nfi Vomið í unni er í andstöðu við verðbólguna Veitingahúsið Óðal er nú komið í sömu stærð og það var fyrir breyting- arnar á síðasta ári. - og rúmlega það. Opinberlega hafa Hlaða.i og Tunglskinsbarinn nú verið opnuð. Hlaðan er þar sem diskótekið og dansgólfið voru áður. Barinn er þar innaf. Að sögn forráðamanna Oöals verður í Hlöðunni tekið á móti hópum í minni og stærri veizlur. Hana er hægt að taka á leigu öll kvöld vikunnar fyrir hópa 16—100 manns. Verðlag á veitingum í Hlöð- unni er í andstöðu við verðbólguna. — Þar er boðið upp á kjúklinga- og grísaveizlu með Baron bjór Oðals fordrykk, aðgangseyri og danstónhst fyrir innan við lOOkrónur. Einn stór viðskiptavinur hefur þegar gefið sig fram. Klúbbur 25 sem rekinn er á vegum ferðasknf- stofunnar Útsýnar, ætlar að halda kynningarkvöld sín 1 Hlöðunni annað hvert sunnudagskvöld fram á vor. Hið fyrsta var á síðasta sunnudag og þótti takastvel. Maraþondanskeppni á Akureyri: Sigurvegarinn dans- aði í 25 klukkutíma — 81 hóf keppni — þrír luku henni Maraþondanskeppnir eru orðnar árviss atburður á Akureyri og ein slik keppni fór fram í Dynheimum laug- ardaginn 21. febrúar. f keppnina mætti 81 keppandi en aðeins þrír luku keppni. Þá vor liðnir 25 tímar frá byrjun. Sigurvegarinn var 14 ára gömul stúlka, Sigurjóna Frfmann. Hún dansaði af fullum krafti allan tímann og voru dómarar keppninnar á einu máli um að hún ætti verðlaunin skilin. Sigurjóna hefur verið í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar á Akureyri á hverjum vetri og hefur einnig verið með í sýningarflokki. Hún sagði í samtali við fréttaritara DB á Akureyri að dans væri hennar aðaláhugamál en í keppnina hefði hún einungis farið sér til gamans. „Ég var með smáverki í líkamanum eftir keppnina, en það hvarf fljótt,”sagðihún. ,,Nei,égátti alls ekki von á að vinna þetta.” Tvíburasystir Sigurjónu tók líka þátt í keppninni, en hélt ekki út allan tímann. -G.S. Akureyri/ELA. Hljómsveitin Hver. Þrir liðsmenn hennar, sem stunda skólanám sunnanlands i , vetur, fengu til liös viö sig þá Hjört Howser og Eyjólf Jónsson. DB-mynd: Einar Ólason. FÓLK „Flokkurinn” fór af stað og sló hring um sinn mann Pólsk-íslenzka menningarfélagið var stofnað árið 1958, en hefur í eina tvo áratugi ekki verið til nema að nafninu til. Aðalfundir ekki verið haldnir svo dæmi sé tekið og félags- lög ekki til svo vitað sé. Þó hefur Haukur Helgason hagfræðingur, og alþýðubandaiagsmaður, í langan tima talizt formaður félagsins og fariö í Póllandsferðir sem slíkur. Nýjum sendiherra Póllands á íslandi þótti miður að starfsemi félags af þessu tagi lægi í láginni, enda vitað að áhugi á pólskum málefnum, til dæmis menningu og listum, er tals- verður og vaxandi hérlendis. Hann átti tal við áhugafólk um málið. Niðurstaðan varð sú að boðað var til aðalfundar um síðustu helgi. Var hugmyndin sú að bjóða fram til for- manns og stjórnar í félaginu og lifga það úr dauðadái. En tíðindin spurðust út og mönnum til furðu mættu „kanónur” Alþýðubanda-. lagsins hver á fætur annarri á fund- inn. Þær virtust líta svo á að félags- nefnan skyldi áfram vera á snærum flokksins og/eða skipta sér ekki af öðru en því að helga og blessa aústan- tjaldsskipulagið — með þögninni ef ekki öðru. Mátti sjá í salnum t.d. Guðmund J(aka) Guðmundsson, Lúðvik Jósefsson og Hauk Má Har- aldsson biaðafulltrúa ASÍ. Arnór Hannibalsson flutti tillögu um aö fundurinn skyldi heita stofnfundur en ekki aðalfundur. Hún var felld, enda talin móðgun við Hauk for- mann. Og þegar endurreisnarsinnar sáu svart á hvítu að „Flokkurinn” hafði smalað atkvæðum til fundarins svo félagið tapaðist honum ekki, var ákveðið að bjóða ekki fram gegn Hauki Helgasyni til formanns. Nú er að bíða og sjá hvort þessar hræringar í kringum Pólsk-íslenzka menningar- félagið boða nýtt líf og betri tíð — jafnvel starfsemi þess. Áhyggjurí dómsmálaráðu- neyti vegna gjafar til Litla-Hrauns Gisli Sigurbjörnsson, forstjóri elli- heimilisins Grundar, er þekktur fyrir starf sitt að mannúðarmálum og ófáar eru gjafirnar sem hann hefur gefið kirkjum og ýmsum öðrum stofnunum landsins. Fyrir nokkrum mánuðum gerðist hannsvo stórtækur að gefa Helga Gunnarssyni, vini sínum, forstjóra Litla-Hrauns, gróðurhús. Helgi lét setja gróðurhúsið upp við Litla- Hraun svo fangarnir gætu unnið í því við ræktun grænmetis fyrir fangelsið. Sá galli er þó á gjöf njarðar, að húsið verður að kynda með olíu, sem fæst engan veginn gefins á þessum slöustu og verstu tímum eins og allir vita. Sagt er að í mestu kuldunum i vetur hafi oliubíiar ekki haft undan að keyra olíu á Litla-Hraun og kynd- ingarkostnaðurinn við húsið hiaupi á milljónum (gamalla króna) á mánuði. í dómsmálaráðuneytinu munu enda vera skiptar skoðanir um ágæti þessarar gjafar. Sigurjóna Frímann, fjórtán ára vinningshafi f maraþondanskeppni Dynheima. DB-mynd: Guðmundur Svansson, Akureyri. flci ra.r FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.