Vísbending


Vísbending - 13.07.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.07.1992, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 13. júlí 1992 27. tbl. 10. árg. Enn mikið tap /'Afkoma vátrygginga árið 1991 milljónir króna og % af bókf. iðgjöldum\ á ökutækja- tryggingum í fyrra var mikið tap af ökutækja- tryggingum og slysatryggingum en góður hagnaður af eignatryggingum og sjó-, farm- og flugtryggingum, eins og sést í töflu um afkomu einstakra tryggingagreina hér á síðunni. Sama mátti sjá árin á undan. Halli tap- greinanna er þó meiri en áður, og hinar ganga aftur á móti betur. Ol't er látið nægja að skoða afkomu almennra tryggingafélaga (samanber síðasta tölu- blað), en hér hefur nokkrum sérgreina- félögum verið bætt við. Rétt er að vekja athygli á því að í töflunni er tryggingaafkoma félaganna jöfn heildarafkomu. I ársskýrslum Tryggingaeftirlitsins og í annarri umfjöllun um þetta efni hefur venjan verið sú að skipta afkomu trygginga- félaga í tvennt, annars vegar „trygginga- afkomu“ og hins vegar ávöxtun eiginfjár félaganna. Tryggingaafkoman hefur jafnan verið mun verri en hei ldarafkoma félaganna. En sumir telja að ekki verði með góðu móti skilið þarna á milli, enda er það ekki gert í öðrum greinum; öll starfsemi tryggingafélaga hljóti að vera tengd tryggingum. I töflunni hefur af- korna einstakra greina verið reiknuð út með hefðbundnum hætti, en síðan hefur Iðgjöld skyldutryggingar af miðlungsbíl, verðlagi 1992 Tekið er dæmi af miðlungsbíl í þéttbýli, ökumaður 30 ára. Iðgjöld skyldutryggingar af bílnum hækkuðu um 85% að raungildi frá 1987-1992. Skyldutryggingin varð viðameiri árið 1988, en m. v. sambærilegatryggingu er verðhækkunin um 50% á fimm árum. Heimild: Tryggingaeftirlitið Eigna. Sjó- Oku Krjálsar Slysa Frumtr.Endur- Alls Abyrgö &fl. tækja. ábyrgð. samt. Irygg. m. kr. 0 1 '-8 3 -5 -10 -10 % 0% 45% -3% 60% -30% -3% -3% Bninabót m. kr. 6 6 6 % 2% 2% 2% Húsatr.Rvíkur m. kr. 83 83 83 Isl. endurtr. % 49% 49% 49% m. kr. 44 44 % 0% 0% Skandia m. kr. 7 -3 -7 -13 -4 -21 -1 -22 % 17% -9% -58% -83% -24% -17% -579% -18% Samvinnutr. m. kr. 3 3 3 % 6% 6% 6% Samábyrgö m. kr. -11 0 -4 -16 8 -8 % -6% -1% -21% -7% 2% -1% Sjóvá-AImenn m. kr. 230 100 -495 9 -35 -191 117 -74 % 32% 26% -24% 4% -14% -5% 35% -2% Trygging m. kr. 16 13 -33 4 11 10 -1 10 % 15% 13% -8% 9% 16% 1% -1% 1% TrmiðstöSin m. kr. 23 139 -116 -2 -34 9 15 24 % 13% 16% -22% -2% -24% 1% 16% 1% Vátiyggfél. Isl.m. kr. 67 67 -7 53 -133 48 -8 40 % 8% 22% 0% 31% -30% 1% -14% 1% Samtals m. kr. 435 305 -666 54 -204 -78 173 96 % 18% 16% -12% 9% -22% -1% 9% 1% mismuninum á ,,tryggingaafkomu“ og heildarafkomu félaganna verið j afnað út í samræmi við eigin iðgjöld í hverri grein. Allt sem hefur áhrif á rekstur félaganna breytirþví afkomu einstakratrygginga- greina. Til dæmis má nefna framlag f afskriftasjóð viðskiptakrafna, en Vátryggingafélagið lagði 127 milljónir í sltkan sjóð í fyrra. Það er svipað og áður, en útgjöld flestra annarra félaga af þessum sökum voru mun minni. Hlutfall rekstrarkostnaðar hefur minnkað Hlutfall skrifstofu- og stjórnunar- kostnaðar af rekstrartekjum almennra try ggingafélaga var 16% í fyrra og hafði lækkað úr 21 % árið 1988, áðuren fjögur tryggingafélög sameinuðust í stóru félögin tvö, Vátryggingafélagið og Sjóvá-Almennar. Þegar þessar tölur eru skoðaðar verður þó að athuga að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa hækkað mjög mikið að raungildi á þessum tíma. Starfs- mönnum hefur ekki fækkað i Vá- tryggingafélaginu frá því sem var í stofn- félögunum. Hjá Sjóvá-Almennum voru hins vegar 17% færri starfsmenn í lok 1991 en í stofnfélögunum árið 1988. Sjóvá-Almennar keyptu tæpan helming hlutafjár í Abyrgð ífyrra. Abyrgð hefur í framhaldi af því gert þjónustusamning við Sjóvá-Almennar með það fyrir augum aðdraga úrrekstrarkostnaði með því að samnýta starfsmenn og aðstöðu. Slórtap á ökutækja- og slysatryggingum Ökutækjatryggingarerumikilvægasta tryggingagreinin. í fyrra komu um 57% eigin iðgjalda félaganna úr ökutækja- tryggingum (eigin iðgjöld sýna hve mikinn lduta tryggingaáhættunnar félögin taka sjálf). Tap á ökutækjatryggingum var á sjöunda hundrað milljóna króna í fyrra, eða um 12% iðgjalda, þrátt fyrir að iðgjöld hafi hækkað um nálægt 20% að meðaltali í upphafi árs 1991. Frá 1987 hefur verð sambærilegrar tryggingar, sem dænti er tekið unt hér á síðunni, hækkað um nálægt 50% að raungildi (auk jtess er tryggingin viðameiri en áður, og því enn dýrari). Eftir 1984 hækkuðu bótagreiðslur félaganna í kjölfar hæstaréttardóms og undanfarin ár hafa bætur vegna svonefndra hálshnykkja verið félögunum dýrar. Að öllum líkindum liefðu iðgjöldin enn hækkað árið 1992 ef Skandia hefði ekki sótt inn á markaðinn. Félagið hóf ökutækja- tryggingar í fyrra og kynnti fyrir jól lækkun iðgjalda þrítugra ökumanna og eldri, auk þess sem iðgjöld þeirra sem aka lítið voru lækkuð, en á mcti hækkuðu iðgjöld annarra ökumanna. Önnur félög endurskoðuðugjaldskrársínarfkjölfarið. * Tryggingar • Veiðigjald

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.