Vísbending


Vísbending - 05.01.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.01.1996, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.440 01.96 Verðtryggð bankalán 8,8% 01.01 Óverðtr. bankalán 12,1% 01.01 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,86% 03.01 Spariskírteini, kaup(5-ára)5,85% 03.01 M3 (12 mán. breyting) 3,30% 08.95 Þingvísitala hlutabréfa 1.381 03.01 Fyrir viku 1.370 Fyrir ári 1.015 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 174,2 01.96 Verðbólga- 3 mán. 1,9% 01.96 -ár 2,1% 01.96 Vísit. neyslu - spá 174,8 01.02 (Fors.: Gengi helst 175,2 01.03 innan ±6% marka) 175,8 01.04 Launavísitala 141,2 10.95 Árshækkun- 3 mán. 4,4% 10.95 -ár 5,7% 10.95 Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95 -ár 3,5% 07.95 Skorturá vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuieysi 4,0% 10.95 fyrir ári 3,4% Velta maí-júní ’95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 128 8,5% VSK samt. 7.3 0,3% Hrávörumarkaðir Vísitalaverðssjávarafurða 107,9 01.12 Mánaðarbreyting -1,2% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.681 28.12 Mánaðar breyting 0,8% Kísiljárn (75%)(USD/tonn) 979 09.95 Mánaðar breyting 0,2% Sink (USD/tonn) 1.011 28.12 Mánaðar breyting 0,9% Kvótamarkaður, 15.12. (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 90 540 fyrir mánuði 88 460 Ýsa 8 110 fyrir mánuði 8 110 Karfi 35 160 fyrir mánuði 35 160 Rækja 75 340 l fyrir mánuði 75 340J Vísbending vikunnar Margir telja að í kjölfar þess að eftirspurn almennings eftir hluta- bréfum minnkar eftir áramótaösina þá muni verð lækka á hlutabréfamarkaði. Jafnframt benda menn réttilega á að vextir af skuldabréfum hafa farið hækkandi. Þess vegna séu skuldabréf nú ákjósanlegri kostur fyrir fjárfesta en hlutabréf. Því má þó ekki gleyma að hlutabréfasjóðir, sem fyrir áramótin höfðu vart við að taka við peningum, verða nú að kaupa hlutabréf á markaði. Því erekki ólíklegt að mikil eftirspurn verði eftirhlutabréfum enn umsinnogverð haldist hátt ínokkurn tíma enn. ATHUGASEMD til ritstjóra Vísbendingar í jólablaði Vísbendingar birtist grein undir mínu nafni með yfirskrift- inni:„Hvers konar framtíð viljum við, - eða eigum kost á?“ Greinin var samin, eins og ritstjóra er kunnugt, snemma í haust og hefur verið í hans höndum vikum saman fyrir birtingu. Þegar ég les greinina eins og hún er birt, þekki ég að vísu efnið, en textinn, orðaval og stíll er mér að heilmiklu leyti framandi. Éghætti að telja, þegarég hafði fundið um 80 breytingar á greininni. Sumar eru ásættanlegar breytingar á málfari eða orðaröð, en aðrar hafa beinlínis brenglað efni, gefa til kynna að sá sem um fjallaði skynjaði ekki nákvæmni í framsetningu og í enn öðrum tilvikum hafði breytandinn ekki tilfinn- ingu fyrir stíl og stílbrögðum, sem voru hluti þess verks, sem ég féllst á að birta í téðu riti. Tilefni þessarar athugasemdar er, að engin þessara breytinga var borin undir mig fyrir prentun þessara skrifa. Eg hef sj álfur burði til að leggja skrifum mínum til alla þá flatneskju, sem þau geta borið og þarf því síst á því að halda, að aðrir menn leggi mér lið í því efni. Og þegar Staksteinar Morgunblaðsins sjá ástæðu til þess að birta eitthvað af þessu efni mínu, þykir mér sárt, að það skuli gert undir mínu nafni, en með flatneskjuorðfæri, sem Vísbending hefur valið því. Við Iesendur umræddrar greinar vil ég sagt hafa, að meginhluti efnis hennar hefur komist til skila, en með orðalagi, sem að mínum smekk er svipminna og sums staðar ónákvæmt eftir meðferðina í kvörnum Vísbendingar. Ritstjóri blaðsins áað látaþennan ófyrirgefanlega verknað sér að kenningu verða og birta eftirleiðis ekki stafkrók af neinu efni án þess að höfundur hafi séð það eins og því er ætlað að birtast. Loks er viðkunnanlegra að fara rétt með starfsheiti manna eins og það stendur f handriti, þegar svona grein er birt, sem og að láta þess getið, þegar blaðið sjálft semur millifyrirsagnir í texta. Ég óska þess, að þessi athugasemd verði birt óbreytt í næsta tölublaði Vísbendingar. Grundartanga, 27. desember 1995 Jón Sigurðsson eru frávik frá venj ulegum vinnubrögðum við vinnslu blaðsins. Jón er beðinn afsökunar á því að svo fór. S '' Aðrir sálmar Frá ritstjóra Það voru mistök að Jón Sigurðsson fékk grein sína ekki til yfirlestrar fyrir birlingu. Mistökin skrifast á ritstjóra og Skattaafsláttur Sala á hlutabréfum gekk mjög vel fyrir áramót. Þetta má eflaust þakka tvennu: Skattaafslætti vegna hlutabréfakaupa og góðri ávöxtun á hlutabréfum á árinu 1995. Éyrri ástæðan til kaupanna er skynsam- leg, hin seinni byggð á misskilningi. Það semskiptirmálifyrirfjárfestaerekki hver ávöxtunin var á liðnu ári heldur hvemig hún verður á komandi árum. Ef arðsemi fyrirtækja er góð þá er eðlilegt að gengi hlutabréfa í þeim fari hækkandi. Skýringin á góðu gengi á hlutabréfa- markaði síðastliðið ár er fyrst og fremst sú að bjartsýni hefur aukist. Hins vegar er engin ástæða til þess að ætla að hagur fyrirtækjanna og bjartsýni fjárfesta vaxi á næstunni umfram það sem orðið er. A því leikur enginn vafi að skatta- afslátturer meginhvatinnámarkaðinum. Þessi aðferð ríkisins til þess að auka áhuga manna á atvinnulífinu er góð. Þúsundir manna eru nú virkir þátttak- endur í atvinnulífinu sem eigendur fyrir- tækja og hafa því beinan hag af því að fyrirtækin gangi vel og skili arði. Hlutabréfasjóðir hafa skotið upp koll- inum á undanförnum árum. Sjóðirnir eru þekktir erlendis sem leið til þess að dreifa áhættu við fjárfestingar. Hér á landi hafa þeir hins vegar orðið til þess að draga úr beinni fjárfestingu mannaí atvinnulífinu og í raun má líta á þá fyrst og fremst sem skattaskjól. Viðskiptavinirfarahverí sitt verðbréfafyrirtækið og þar er þeim sagt að einmitt hlutabréfasjóður þess fyrir- tækis séheppilegfjárfesting. Fæstirkaup- endur velta því fyrir sér hvernig fjár- festingum hlutabréfasjóðanna sé varið, enda fyrst og fremst lokkaðir ti 1 kaupanna með loforðum um frí eða annan munað á kostnað ríkisins. Endaer það svo að hluta- bréfasjóðirnir fengu nú svo rnikið fjár- magn að þeir ná ekki að festa það allt í hlutabréfum nema á alllöngum tíma. Þetta verður sumum þyrnir í augum og strax eru farnar að heyrast raddir um að lækka beri skattaafsláttinn eða afnema hann. Það væri óráð. Miklu nær er að breyta reglum um hlutabréfasjóðina þannig að það gefi minni afslátt að kaupa bréf í þeim en fjárfesta beint í fyrirtækjum atvinnulífinu. Benedikt Jóhannesson, ritstj.og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.