Vísbending


Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Góðæri í ljósi reynslunnar Þó rð u r Fri ðj ó n s so n i hasfræðinjiur \ ^ Mjúk lending er áberandi hugtak í efnahagsumræðunni um þessar mundir. Hugtakið er augljóslega ættað úr flugmáli og felur í sér ósk um þægileg ferðalok eftir langa flugferð þar sem vel var veitt á báða bóga. Er það að vonum því að flestum er ljóst að góðærið sem ríkt hefur í þjóðarbúskapnum er líklega senn á enda. Ekki er þó sjálfsagt að erfiðir tímar séu fram undan þótt vissulega sé ekki unnt að útiloka það nú fremur en áður. Til að mynda gæti óvenjulega mikill hagvöxtur, vöxtur umfram jafnvægis- vöxt, eins og verið hefur undanfarin ár, minnkað úr 4-5 % í 2-3 % á ári og við það gætum við ágætlega unað eftir þensluskeiðið ef slíkum vexti fylgdi að komið yrði í veg fyrir að verðbólga og viðskiptahalli færu úr böndum. í þessu felst óskin um mjúka lendingu. Andstaðan er hins vegar brotlending, kollsteypa, sem allir vilja komast hjá. í þessu ljósi er fróðlegt að bera saman góðærið nú og fyrri góðæri. Hvað er líkt með þeim og hvað er ólíkt? Hvað einkenndi fyrri hagvaxtarskeið og hvernig lauk þeim? Er hægt að draga lærdóm af reynslunni í þessum efnum eða gilda önnur lögmál nú? Eru breyttir tímar? Við skulum velta þessum spumingum fyrir okkur hér á eftir. Lítum fyrst á nokkrar mikilvægar staðreyndir um góðærin, helstu hagvaxtarskeiðin, á síðustu fjörutíu árum. Góðæri nú og áður Amyndum sem fylgja hér með er að finna yfirlit um hagvöxt, verðbólgu, atvinnuleysi og viðskiptajöfnuð á fimm hagvaxtarskeiðum frá árinu 1960. Myndirnar sýna að núverandi góðæri er í sjálfu sér ekki einstakt þegar litið er til hagvaxtar og hversu lengi það hefur staðið. Hagvöxtur hefur reyndar verið allnokkru minni nú en í fyrri góðærum og lengd þess sker sig ekki úr. A hinn bóginn er góðærið nú einstakt þegar litið er á stöðu efnahagsmála í heild. Þetta er eina tímabilið þar sem samtímis hefur náðst góður árangur samkvæmt öllum helstu mælikvörðum efnahags- mála. Þannig hefur verið góður vöxtur í hagkerfinu á sama tíma og stöðugleiki og jafnvægi hefur ríkt. Þetta er með öðrum orðum í fyrsta skipti sem árangur á við það sem best gerist annars staðar næst. I þessu felst sérstaða yfirstand- andi hagvaxtarskeiðs. Nú má auðvitað deila um skilgrein- ingar. Hér er við það miðað að góðæri telst hefjast þegar hagvöxtur verður meiri en 3% og enda ef vöxtur er minni en 3% tvö ár í röð eða ef afgerandi samdráttur verður eitt ár á mælikvarða landsframleiðslu eða þjóðartekna. Þetta er gert til að rjúfa ekki hagvaxtarskeiðin þótt einstök ár séu í slöku meðallagi, eins og til dæmis 1995 og 1961. Jafnframt er bæði litið til landsframleiðslu og þjóðartekna. Þessi aðferð er að mínu viti nógu nákvæm til að bera saman umrædd tímabil í því samhengi sem hér er gert. Brotlending var reglan En lítum nú á hvernig fyrri góðæri hafa endað. Þar ber allt að sama brunni: þau hafa öll endað með brot- FIMM HAGVAXTARSKEIÐ FRA 1960 samanburður hagstœrða Mynd 1. Hagvöxtur (meðalvöxtur milli ára í %) Mynd 2. Verðbólga (meðalbreyting milli ára í %) III 1960-66 1970-74 1976-81 1984-87 1994-99 % 50 45 40 35 30 25 - 20 15 10 5 0 I 1960-66 1970-74 1976-81 1984-87 Mynd 3. Atvinnuleysi (hlutfall af mannafla) Mynd 4. Viðskiptajöfnuður (hlutfall af landsframleiðslu) 1960-66 1970-74 I 1 1976-81 1984-87 1994-99 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.