Vísbending


Vísbending - 07.11.2003, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.11.2003, Blaðsíða 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. nóvember 2003 45. tölublað 21.árgangur Alþj óðlegur umsnúningur Afundi G20 ríkjanna í Mexíkó í lok október síðastliðins var því slegið föstu að efnahagsmál væru að snúast á betri veg og stefndi í alþjóðlegan umsnúning. Margt bendir líka til þess að það sé að hýrna yfir hagvexti um heim allan. Mesti hag- vöxturíBandaríkjunum áeinum ársfjórð- ungi í um tuttugu ár kveikir líka þá von að heimsmótorinn sé að hrökkva í gang. Meiri hagvöxtur Iefnahagsmálayfirliti Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, sem kom út í september, var því spáð að hagvöxtur heimsins yrði um 3,2% á þessu ári og um 4,1% á því næsta. Þetta eru framfarir ef horft er til þess að heimshagvöxturinn var 3% á síðasta ári og 2,4% árið 2001 þegar hann fór lægst. Þetta er satt að segja ágætur hagvöxtur á flesta mælikvarða, meðal- talið frá 1985 til 2000 er um 3,8%. Iðnríkin leika mikilvægasta hlutverkið í heims- hagkerfinu og því er spáð að hagvöxtur þeirra verði um 1,8% á þessu ári og 2,9% á því næsta. Þetta er talsvert undir meðal- tali áranna 1985-2000, sem er 3,2% hagvöxtur á ári. Mestu munar um vöxt Evrulands en einungis er spáð 0,5% hagvexti á þessu ári og 1,9% á því næsta. Að undanförnu hafa hins vegar verið merki um að umsnúningurinn sé raun- verulegur í Evrópu, sérstaklega hvað varðar fjárfestingar fyrirtækja, en hag- vöxturinn mun þó sennilega ekki verða meiri en spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins segir til um þar sem lítill sem enginn hagvöxtur mældist á fyrri hluta ársins og áætlað er að hagvöxtur þriðja árs- fjórðungs sé um 0,5%. Japan er enn í spennitreyju erfiðleika, hefur verið í krónískri lægð síðustu árin og hagvöxtur síðasta árs var um 0,2% og árið á undan 0,4%. Fyrir árið í ár er þó spáð 2% hag- vexti en 1,4% á því næsta. Bandaríkin eru eftir sem áður mótor heimshagkerf- isins og þegar skýrsla Alþjóðagjald- eyrissjóðsins var gefin út í september var spáð 2,6% hagvexti á þessu ári og 3,9% á því næsta sem er yfir meðaltali áranna 1985-2000, en það er 3,7%. Gríðarlegur hagvöxtur mældist hins vegar á síðasta ársfjórðungi og mun meiri en búist hafði verið við, eða 7,2%, sem þýðir að hagvöxtur Bandaríkjanna í ár, samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, er vanmetinn. Þróunarlöndin virðast vera að komast á skrið á ný þar sem spáð er 5% hagvexti í ár og 5,6% á því næsta en það eru Asíu-þjóðirnar sem eru að drífa þennan hagvöxt áfram og eru jafnframt það landsvæði heimsins þar sem horfur eru hvað bjartastar. Brothætt ástand Spár um hagvöxt í heiminum gefa til- efni til bjartsýni. Ef kaldhæðnin er hins vegar til staðar er þó hægt að benda á að þegar fréttaflutningur síðustu ára er skoðaður þá er hægt að finna fréttir á hverju einasta ári um að nú sé alþjóð- legur umsnúningur kominn í gang. En raunin varð hins vegar sú að öldudal- urinn dýpkaði frekar en að aldan risi í hæstu hæðir. Nú horfir hins vegar til betri vegar en það eru ýmsar brotalamir í hagkerfum heimsins sem hafa ekki verið lagaðar og hagkerfið í heildina er „brot- hætt“ eins og það var orðað í spáskýrslu Alþjóðabankans fyrir nokkrum vikum. Stærsti ógnvaldurinn er sennilega það ástand sem komið er upp í fjármálum hins opinbera í Bandaríkjunum og mikill viðskiptahalli. Einnig eru fjárfestingar fyrirtækjaennsem komiðertakmarkaðar og umsnúningurinn hefur ekki komið fram í tölum um atvinnusköpun. Hug- myndin virðist vera sú að með gífur- legum vexti bandaríska hagkerfisins sé hægt að fjármagna allar þær skuldbind- ingar og þann halla sem hrjáir hagkerfið um þessar mundir. Þetta verður að teljast töluverð bjartsýni og líklegra er að það sé einungis tímaspursmál hvenær þetta ástand fari að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bandanska hagkerfið. Það virðist hins vegar vera hægt að fresta því eitt- hvað svo að það þarf ekki að verða til þess að snúa efnahagsþróuninni við næstu misserin. Bandaríski risinn virðist því ætla sér að hlaupa um á brauðfótum og það virðist líka hálfgerð óskhyggja að Evruland og Japan losi sig úr fjötrum kerfisgalla. Nauðsynlegar umbætur á fyrirtækja- og tjármálamarkaðinum í Japan og á vinnu- og vörumarkaðinum í Evrópu hafa hingað til einungis verið mjög takmarkaðarþrátt fyrirað allt bendi til þess að þær séu nauðsynlegar til þess að tryggja aukinn hagvöxt. í því felst líka að mörgu leyti veikleiki heims- hagkerfisins, að það er allt of háð ástandinu í Bandaríkjunum. Fleiri stoðir undir heimshagkerfið eru nauðsynlegar til þess að skapa jafnvægi í hagkerfinu og draga úr hættu á óvæntum áföllum. Birtiryfir Aheildina litið er aftur á móti að birta yfir og einstök hagkerfi eru orðin öllu hressilegri en þau hafa verið síðustu misserin. Islenska hagkerfið er líka í góð- um vexti en samkvæmt spá Seðlabank- ans, sem birt var 6. nóvember síðast- liðinn, er gert ráð fyrir því að hagvöxtur í ár verði um 2% og 3% á því næsta. Þó að þetta sé ekki santi vöxtur og einkenndi tíunda áratuginn er þetta umsnúningur og náttúrulega mikilvægasti þátturinn í hinum alþjóðlega umsnúningi. Heimshagvöxtur, hagvöxtur stórveldanna og íslands 5% 4% -Hsimur Bandiiríkin Evrnland iapan.. 1 Alþjóðlegur umsnúning- ur virðist vera á góðri leið með að rætast ef hagvaxt- arspár eru skoðaðar. 2 Þegar fyrirtæki lendir rekstrarerfiðleikum vaknar upp sú spuming hvor það sé meira virði Iífs eða liðiii Ókeypis upplýsingar hafa haft talsverð áhrif á fjöl- miðlamarkaðinn á síðustu ámm. Að inörgu leyti erþað 4 jákvæð þróun en það er spuming hvort innihald upplýsinganna sé ekki að verða rýrara.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.