Vísbending


Vísbending - 09.06.2006, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.06.2006, Blaðsíða 3
ISBENDING Allt samkvæmt áætlun Eitt af því sem menn læra í almanna- tengslum er að koma stórtíðindum hratt og örugglega á framfæri. Ef nokkrar fréttir eiga að koma í röð, hver sem afleiðing af annarri eiga þær að koma svo þétt að ekki sé hægt að grípa inn í atburðarásina. Það er ótrúlega al- gengt að atburðir séu í raun spuni utan um fyrir fram hannað handrit. Þetta á bæði við í pólitík og viðskiptum. En jafnvel þó að menn ætli sér ekki að ráða atburðarásinni í smáatriðum er ákaflega mikilvægt að fréttimar splundrist ekki eins og rjómakaka í andlitið á mönnum. Þess vegna verða menn að búa sig undir það að hlutirnir geti farið á fleiri en einn veg. Þegar fréttir berast með ljóshraða um heiminn er eins gott að æfa sig í fleiri en einu leikriti. I meðfylgjandi lista koma fram eigin- leikar sem góð fréttatilkynning hefur: 1. Hún skapar sendandanum virðingu. 2. Hún staðfestir að jyrirtœkið sem sendir hana sé leiðandi á sínu sviði. 3. Hún gefiir vömmerki sendandans sér- stöðu innan þess markhóps sem við á. 4. Hún skapar sendanda ný tœkifœri. 5. Hún bætir starfsandann hjá sendanda. 6. Hún eykur sölu á vöm sendandans. Höfum þessi atriði í huga í sögunni sem hér er sögð. Upphafið Skoðum mál málanna hér á landi þessa dagana. Endirinn er óljós en það á sér kannski upphaf fyrr en menn héldu. Við fylgjum blaðafréttum: I Morgunblaðinu 9. janúar 2000 segir Finnur Ingólfsson í viðtali vegna þess að hann ákveður að hætta í stjómmál- um: „Af einhverjum ástæðum var ég skotspónn þeirra [þ.e. stjómarandstæð- inga] meirihluta kjörtímabilsins en í kosningabaráttunni völdu þeir að berja á formanni flokksins, Halldóri Asgríms- syni. Ég hef aldrei kveinkað mér undan árásum stjómarandstöðunnar enda eiga stjómmálamenn ekki að geraþað. Stjóm- málamaður sem ekki treystir sér til þess að standa undir því að á honum sé tekið áeinfaldlega að hætta.... Þegarég sáþað hvemig pólitískir andstæðingar beindu spjótum sínum að Halldóri Asgrímssyni varð mælirinn fúllur. Halldór er sterkur leiðtogi sem þjóðin treystir, maður sem hefði við venjulegar kringumstæður afl- að Framsóknarflokknum aukins fylgis út á stöðu sína. Því snem menn sér beint að honum og reyndu að gera hann eins tortryggilegan og kostur var. Markmiðið var að veita Framsóknarflokknum högg. Þegar ég horfði upp á það að slíkur ágæt- ismaður, sem Halldórer, varð fyrirsvona aðkasti þá spurði ég mig einfaldlega þeirr- ar spumingar hvorl ég hefði áhuga fyrir því sem hugsanlegur arftaki Halldórs sem formaður Framsóknarflokksins að standa í einhverju slíku. Væri pólitíkin þess virði? Niðurstaða min var sú að það hefði ég ekki.“ Afsögn F inns var eitt óvæntasta útspil í stjómmálum síðari ára og mönnum þótti hann afar ungur maður til þess að færast úrerli stjómmála í skjól í Seðlabankanum. En auðvitað skildu flestir að hann hefði lítinn áhuga á að verða fyrir aðkasti. Gerist nú eitt af öðru Leið nú og beið. Finnur varð seðla- bankastjóri, hætti þvi og tók við Vá- tryggingafélagi Islands. Fáum datt í hug að orða hann við stjómmál aftur. Verða þá enn óvænt tíðindi í landsmálum: í Morgunblaðinu 6. mars 2006 er haft eftir Arna Magnússyni það sem hann sagði á fréttamannafundi, eftir að tilkynnt var að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum: „Ég hef á undanförnum vikum farið i gegnum ákveðið endurmat á mínu lífí, og hef tekið þá ákvörðun að starfa ekki áfram á opinberum vettvangi. Ég tók um það ákvörðun fyrir tveimur, þremur vikunr að fara ekki fram í næstu alþingiskosn- ingum, og við þær aðstæður fínnst mér rétt að víkja af velli og víkja fyrir nýju fólki sem hefur mikinn áhuga á því að starfaípólitík. Stjórnmálineruheillandi fyrir þá sem eru tilbúnir að gefa sig í þau af fullum krafti. Ég hef verið það til þessa, en ég er það ekki Iengur. Þess vegna finnst mér heiðarlegast að standa þá upp og gefa nýju fólki tækifæri til að hasla sér völl á þessu sviði.“ Snögg viðbrögð taksteinar Morgunblaðsins fjalla um stöðuna eftir að Ami er hættur daginn eftir, eða 7. mars 2006. Þar kemur fram óvænt sjónarhorn: „Stóra spumingin er sú, hvort Finnur Ingólfsson snýr aftur til starfa á vettvangi stjómmálanna. ... Hvaða rök mæla með því, að Finnur Ingólfsson taki að sér forystu Framsókn- arflokksins í framtíðinni? Hann býr yfir mikilli reynslu í stjómmálum og hef- ur breikkað þá reynslu með störfum í Seðlabanka og viðskiptalífi. Hann hefur praktíska afstöðu til mála, sem kalla á úr- lausn. Það má orða á annan veg og segja að heilbrigð skynsemi ráði oftar afstöðu hanstil málaen flokkslegsjónannið Fram- sóknarflokksins. Hann er á góðum aldri og hefur losnað við þá pólitísku bagga, sem gerðu honum erfitt fyrir í ráðherra- stól. Það yrði áreiðanlega ekki auðsótt mál að fá Finn Ingólfsson aftur inn á vettvang stjómmálanna. En framsóknar- menn standa frammi fyrir alvarlegri for- ystukreppu. Þeir ættu að íhuga vandlega, hvort Finnur Ingólfsson er ekki maðurinn til að leysa þann vanda.“ Morgunblaðið virðist því hafa orðið fyrst til þess að láta sér detta í hug óvænta innkomu Finns Ingólfssonarí stjómmálin á ný. Kannski hafa þau þá þegar verið rædd annars staðar. Aðrir leiddu ekki hugann mjög að þessu fyrr en það kvis- aðist að Halldór Ásgrímsson ætlaði að hætta og vildi fá Finn til þess að taka við flokknum. Leikritið hefst orgunblaðið brást snöggt við og ræddi við Finn þegar hann var svo óvænt orðaður við formannsstólinn. I Morgunblaðinu 4. júní 2006 var birt viðtal við Finn Ingólfsson: - Hreint út: Ertu á leið í stjómmálin aftur? „Ég erþannig gerður, að ef mér bjóð- ast hlutir, sem ég sé spennandi tækifæri í, hleyp ég til. Ég hika mjög sjaldan, því ég trúi því að hika sé sama og tapa.“ ... - Þú varst varaformaður Framsóknar- flokksins og krónprins hans, þegar þú hættir í pólitík. Hafa kosningaúrslitin á dögunum aukið á hvatningu manna til þess að þú gefir þig aftur að stjómmál- um? „Já. Ég neita því ekki.“ - Og þú veltir því fyrir þér? „Já, ég tek mark á því sem menn tala um við mig!“ Höfundur Reykjavikurbréfs Morgun- blaðsins 4. júní 2006 er snöggur að greina ástandið: „Rökin fyrir því að F innur Ingólfsson yrði kallaður aftur til starfa fyrir Fram- sóknarflokkinn hafa alltaf verið sterk. Sennilega er Finnur ekki að sækjast eftir því að taka að sér forystu Framsóknar- flokksins. Líklegra er að eftir því sé leitað og hann tilbúinn til að verða við þeim óskum ef svo ber undir. ... Innan Fram- sóknarflokksins og í þingflokki hans er ekki auðvelt að finna formannsefni eftir brottför Áma Magnússonar. Þess vegna eru þau öfl í Framsóknarflokknum, sem nú vilja kalla Finn Ingólfsson aftur til starfa fyrir flokkinn - og í þeirn hópi hlýt- ur Halldór Ásgrímsson að vera - örugg- lega að velja bezta kostinn. Hugmyndir um að fá Siv Friðleifsdóttur heilbrigð- isráðherra til starfa senr varaformann Framsóknarflokksins eru til marks um (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.