Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 74
-&FRÆBI 2000-vandinn! Dómsmál framundan? Eftir Svavar Pálsson lögfræðing Nokkuð hefur verið rætt og ritað um hinn svokallaða 2000-vanda á síð- ustu misserum. Þetta á þó ekki við innan lögfræðinnar en þar á bæ bíða menn þó sennilega átekta. Sá er þetta rit- ar er hins vegar ekki þolinmóðari en svo að með þessum greinarstúf er ætlunin að reyna að veita svolitla sýn inn í lítið brot þeirra lögfræðilegu vandamála sem hugsanlega munu skjóta upp kollinum í upphafi næsta árs. Verður það einkum gert með hliðsjón af því þegar um hug- búnað er að ræða. Reynt er að varpa ljósi á valin álitamál, einkum um gildi kaupa- laganna og áhrif grandsemissjónarmiða, m.a. í tengslum við rétt til skaðabóta, sem dómstólar munu líklega standa frammi fyrir þegar 2000-vandinn segir til sín, væntanlega á fyrstu íjórum til sex fyrstu mánuðum næsta árs. Ljóst er að afleið- ingarnar geta orðið margflóknar og ein- sýnt er að hvort sem afleiðingar vandans verða meiri eða minni en nú er gert ráð fýrir þá eru útgjöld fyrirtækjanna í land- inu vegna 2000-vandans mikil. Kaupalögin Við lausn lögfræðilegara vandamála varðandi 2000-vandann er mikilvægt að gera sér grein fýrir því að ýmislegt bendir til þess að þýðing grund- vallarlöggjafar íslenskra viðskipta, kaupalaganna nr. 39/1922, sé takmörk- uð. Kaupalögin voru í upphafi mest- megnis staðfesting á nokkrum af megin- reglum kröfuréttar, sem gilda hvort sem kaupalögin teljast eiga beinlíns við um álitaefni eða ekki. Það sem skiptir hins vegar meginmáli í tengslum við 2000- vanda í tölvuforritum er hvort ársfrestur 54. gr. kaupalaganna telst eiga við, en sú regla kveður á um eins árs frest til að koma fram með andmæli vegna galla og mælir því fýrir um þann hámarkstíma sem seljandi á það á hættu að kaupandi ijúfi ársfrestinn. Verði talið að kaupalög- in eigi beinlínis við, tapar kaupandi því Hver erhin lagalega hlib 2000- vandans? Dómstólar munu líklega standa frammi fyrir mörgum skaba- bótamálum næstu mánuðina vegna 2000-vandans. Hver ber ábyrgðina? vandefndaheimildum sínum þegar eitt ár er liðið frá þvf að kaup áttu sér stað ef hann hefur ekki tilkynnt það til seljanda. Staðlaður eða sérpantaður hugbúnaður? Almennt er talið að spurningin um það hvort kaupalögin gildi um forrit velti á því hvaða þættir það eru sem eru ríkj- andi í greiðslunni, það er hvort lausafjár- eða þjónustuþátturinn er meira áberandi. A þessari greiningu veltur það síðan hvaða vanefndaúrræði, vegna galla og vanefnda að öðru leyti, koma til skoðun- ar, en 2000-vandi í tölvuforritum telst vera galli í lögfræðilegum skilningi. í fjöl- Greinarhöfundur, Svavar Pálsson, er lög- frœðingur frá lagadeild Háskóla íslands. Hann starfar sem fulltrúi á Lögmannsstofu Andra Arnasonar og Bjarka Diego, Suður- landsbraut 6. skipuðum dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur frá 13. desember 1993 í málinu nr. E- 1307/1992 komu fram afar athyglisverð- ar hugleiðingar um muninn á sérhönn- uðum og stöðluðum hugbúnaði. Þar kemur fram að ef keyptur er hugbúnað- ur, sem framleiddur er samkvæmt for- sendum kaupanda og sérsniðinn að hans óskum, þá sé um að ræða kaup á þjón- ustu. Hins vegar ef keyptur er staðlaður hugbúnaður sem framleiddur er sam- kvæmt forsendum framleiðanda og seld- ur sem slíkur, þá sé um að ræða almenn vörukaup. Dómurinn taldi að í umræddu tilviki hefði verið um að ræða hugbúnað sem settur var á almennan markað en ekki sérhannaður fyrir viðskiptavininn, þótt uppsetning kynni að vera mismun- andi miðað við þarfir og forsendur hvers og eins. Því þótti eðlilegt að líta á hin um- deildu viðskipti eins og hver önnur vöru- kaup, sem ákvæði laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup tækju til. Vitneskja framleiðenda um 2000-vandann Þar sem engir dómar taka beina afstöðu til fyrrgreinds álitamáls, sbr. þó áðurtil- vitnaðan dóm sem einungis er hægt að líta á sem ákveðna vísbendingu þar eð um hugleiðingar héraðsdómara var að ræða en ekki beinar forsendur niður- stöðu, er ekki hægt að komast að óyggj- andi niðurstöðu um að ársfrestur kaupa- laganna eigi alls ekki við um gallaðan, sérhannaðan hugbúnað. Engu að síður verður að telja að líkur verði íyrirfram taldar vera fyrir því að svo sé. Ber þar hæst að líta verður á ársfrestinn sem ígrundaða ráðstöfun af hendi löggjafans til að stuðla að jwí að jafnvægi ríki milli þeirra sjónarmiða er annars vegar standa til þess að tryggja réttar efndir og hins vegar tillitsins til eins árs notkunar, sem óhjákvæmilega torveldar gallamat- ið, en það á að sjálfsögðu ekki við um hugbúnað. Þar að auki verður að telja að framleiðendur hafi almennt haft eða átt að hafa vitneskju um 2000-vandann í 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.