Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 9
 Gu R 1 ITIvIaI 1995 Pað eru fleiri en Borgar- leikhúsið og Flugfélagið Loftur sem ætla að berjast á sumarleikhúsmark- Steingrímur Hermannsson gerði Gunnlaug M. Sig- mundsson að forstjóra Þróunarfélagsins, sem stofnaði Kögun hf. Fyrirtækið átti að seljast á almennum markaði en Gunnlaugur og fjölskylda urðu með stærstu hluthöf- um. Hann er framkvæmdastjóri og þau hjónin eru pró- kúruhafar í fyrirtæki sem skilar miklum arði og hagnaði. Gunnlaugur M. Sigmunds- son, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum, er gagnrýndur harkalega á Vestfjörðum fyrir stofnun og starfsemi Kögunar sem sett var á stofn í tíð hans sem for- stjóri Þróunarfélagsins. búnaðarfyrirtœki hafi viljað vera £ sterkari og því hafi alltaf verið næg eftirspum eftir bréfunum? „Það er ljóst að það hefur verið eftirmarkaður með bréf og þessir aðilar eru orðnir stórir af því að þeir hafa borið sig eftir því að kaupa hjá Pétri og Páli. Eg hef aldrei keypt eitt einasta bréf af Þróunarfélaginu.“ Hvað á Kögun stóran hlut f sjálfu sér? „1.603.508 krónur af 7,5 milljón- um eða um 21 prósent." Vigfús gagnrýnir einnig að félag- ið kaupi þessi bréf á genginu 4 og afskrifi þau? „Það er bara rugl í manni sem ekki skilur bissness. Félagið er búið að kaupa þessi bréf og ann- að hvort selur það þau eða færir þau niður.“ En þegar hlutaféð er fœrt úr 20 milljónum í 10? „Það er bara hlutafé sem aldrei er innheimt. Það var samþykkt með heimild allt að 20 milijónum en 10 milljónir voru skráðar sem óinnheimt hlutafé. Samkvæmt lögum þarf það að greiðast innan ákveðins tíma og það bara fellur niður. Raunverulega hefur aldrei farið inn í bækur félagsins hlutafé fyrir meira en 10 milljónir.“ En hverjir eiga Eftirlaunasjóð- inn? „Menn eignast stök í honum eftir því hvenær menn byrja að vinna og hvaða kaup þeir hafa. Þeir borga í hann ákveðið hlutfall af kaupi og eignast stök í honum." Vigfús segir þennan sjóð kom- inn nánast í eigu einnar fjöl- skyldu? „Það er eitthvert rugl. Menn borga bara hlutfall af kaupinu sínu inn í hann og það eru allir starfsmenn inni í honum nema ég. Það eru 18 starfsmenn sem S borga inn í hann. Ég og konan mín störfum í fyrirtækinu og hún er lægst launaði starfsmaður fyr- irtækisins.“ ■ I • 9s!9S f£í XÁ-i ,0í0V 8ðc iMicí Atti að seljast á almennum markaði. Gunnlaugur M. Sigmundsson, ný- kjörinn þingmaður Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum, varð forstjóri Þróunarfélags íslands í ráðherratíð Steingríms Hermanns- sonar. Þróunarfélagið stofnaði Kögun hf. til viðhalds og þróun- ar á ratsjárkerfi hersins og var Gunnlaugur forstjóri Kögunar og Þróunarfélagsins samhliða. Hlut Þróunarfélagsins átti að selja á almennum markaði en var að mestu yfirtekinn af Kögun. Gunn- laugur og fjölskylda eru nú með stærstu eigendum félagsins sem skilar miklum hagnaði og arði sem fullyrt er að eigi eftir að auk- ast til muna. Hann er fram- kvæmdastjóri félagsins og pró- kúruhafar eru hann og eiginkon- an, Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir. Þetta hefur verið gagnrýnt harkalega, ekki síst af Vigfúsi Geirdal í Vestfirska fréttablaðinu. VHDHALD OC REKST- UR RATSJARKERFIS Eftir að farið var að endurnýja ratsjárkerfi hersins varð fljótlega ljóst að kerfið yrði tengt saman í einni stjórnstöð með mjög full- komnum og dýrum hugbúnaði. Innlend hugbúnaðarfyrirtæki sýndu verkinu áhuga og þreif- uðu fyrir sér um verkefni við þróun og síðar viðhaldi þessa stjórnbúnaðar. Svo fór að utan- ríkisráðherra fól Þróunarfélagi íslands að beita sér fyrir stofnun hlutafélags um þetta verkefni. „Tilgangur félagsins er að ann- ast viðhald og rekstur þess hug- búnaðar, sem notaður verður við IADS-ratsjárkerfið, sem er lið- ur í varnarkerfi íslands og allur naðusynlegur rekstur í því sam- bandi,“ eins og segir í stofn- samningi Kögunar. Þróunarfélagið boðaði til stofnfundar Kögunar hf. þann 29. desember 1988. Hlutafé var ákveðið 20 milljónir króna og hafði það allt safnast á stofn- fundinum samkvæmt fundar- gerð stofnfundar. Þróunarfélagið átti samkvæmt því 14,2 milljónir króna eða um 71 prósent og Fé- lag íslenskra iðnrekenda var með 600 þúsund eða 3 prósent. Aðrir hluthafar máttu mest eiga 140 þúsund í félaginu eða 0,7 prósent og voru 37 aðilar sem það gerðu. SKILYRÐI AD SEUAÁ ALMEniNUIVI MARKAÐI Því var margoft lýst yfir að Þró- unarfélagið ætti ekki að eiga Kög- un til langframa og það skyldi selt smám saman á almennum mark- aði. í fundargerð stofnfundar er haft eftir Ólafi Davíðssyni, þá fram- kvæmdastjóra iðnrekenda og fundarstjóra á stofnfundi, að „ætlunin væri að leita til fleiri að- ila um að gerast hluthafar í félag- inu. Sá háttur yrði hafður á að Þróunarfélag íslands seldi frá sér hluti í 0,7 prósenta skömmtum." Jón Baldvin Hannibalsson lýsti sömu skoðunum á þingi og fleiri sem komu að málinu. Sjálfur sagði Gunnlaugur í við- tali við Morgunblaðið þann 26. apríl 1990 að þeir þyrftu að selja bréfin á almennum hlutabréfa- markaði. „Þróunarfélagið tók að sér að ábyrgjast að lágmarks hlutafjár yrði aflað. Síðan er samningur í gildi milli Þrónarfé- lagsins og utanríkisráðuneytisins um hvernig beri að gera Kögun að almenningshlutafélagi í áföng- um, þó þannig að fyrirtækið ábyrgist að það verði hæft til að taka við þróun og viðhaldi ís- lenska loftvarnakerfisins á árun- um 1994-1995. Þegar því er náð er sú kvöð á í samningum að við seljum öll hlutabréf fyrirtækisins á almennum hlutabréfamarkaði. Jafnframt er okkur skylt að tryggja að mikil dreifing verði á sölu hlutabréfanna.“ Hlutabréf Þróunarfélagsins voru hins vegar hvorki seld í 0,7 prósenta skömmtum eins og seg- ir í stofnfundagerð né voru þau seld á almennum hlutabréfa- markaði, nema að mjög litlu leyti. HLIJTUR ÞROUIUARFELAGSIIMS Þrátt fyrir að í fundargerð stofnfundar segi að allt að 20 milljóna króna hlutafélagsins hefði þegar safnast, segir Gunn- laugur að í raun hafi aðeins verið um 10 milljónir að ræða. Af þeim 10 milljónum segir hann að Þró- unarfélagið hafi átt 71 prósent. Hlutur Þróunarfélagsins var seldur í tveimur áföngum. Fyrst lækkaði hlutur þess niður í 51 prósent og segir Gunnlaugur að þau bréf hafi verið seld á almenn- um markaði. í seinni áfanganum voru svo þessi 51 prósent seld til Kögunar sjálfs og Eftirlaunasjóðs starfsmanna á genginu fjórum. Kögun keypti 4,1 milljón á nafn- virði • og Eftirlaunasjóðurinn þá væntanlega 1 milljón á nafnvirði. Hlutafé í Kögun er nú komið niður í 7,5 milljónir. 10 milljónir virðast aldrei hafa verið greiddar og síðan var ákveðið að afskrifa 2,5 milljónir af því hlutafé sem Kögun keypti í sjálfu sér frá Þró- unarsjóðnum. í bréfi stjórnar til Hlutafélagaskrár segir: „Á hlut- hafafundi í Kögun hf. 15. júlí 1994, var tekin ákvörðun um að lækka hlutafé félagsins um 10.000.000 kr. Á aðalfundi Kögunar hf., 28. febrúar 1994, var jafnframt tekin ákvörðun um að lækka hlutafé fé- lagsins um 2.500.000 kr. eiris og tilkynnt var til Hlutafélagaskrár í mars 1994. Lækkunin verður í báðum tilvikum færð á móti eigin hlutabréfum sem félagið hefur eignast. Eftir lækkunina verður hlutafé félagsins 7.500.000 kr.“ GÓDUR HAGIUADUR OG ARÐUR AF KOGUIU Þrátt fyrir gott gengi fyrirtæk- isins ségir Gunnfaugur að menn hafi lækkað hlutaféð þar sem fyrirtækið væri ekki nógu þrosk- að til að teljast markaðsvara. „Erfitt var talið að selja allt hlutaféð á almennum markaði vegna óvissu um framtíðarhorf- ur félagsins og því ákveðið að lækka það,“ segir í upplýsingum Talnakönnunar. Hins vegar virðist hafa verið eftirspurn eftir hlutum í fyrir- tækjunum sem skilar góðum arði. Veltan hefur aukist jafnt og þétt úr um 10 milljónum árið 1990 í 160 milljónir króna á síð- asta ári. Hagnaður hefur verið um og yfir 10 milljónir árlega og 10 til 15 prósenta arður hefur verið greiddur út árlega. Það lít- ur því mjög vel út með rekstur félagsins og líklegt að eigendur þess eigi eftir að hagnast vel á vexti og viðgangi Kögunar. Full- yrt er að fyrirtækið muni hagn- ast mjög vel í framtíðinni. UPPGAIUGURJ TID STEIIUGRIMS Gunnlaugur Magnús Sig- mundsson er 46 ára gamall við- skiptafræðingur frá HÍ. Hann hefur starfað í Framsóknar- flokknum frá unga aldri. Eftir nám starfaði hann undir Halldóri E. Sigurðssyni í fjármálaráðu- neytinu en starfaði síðan í tvö ár hjá Alþjóðabankanum. í for- sætisráðherratíð Steingríms Her- mannssonar varð hann forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1985 og forstjóri Þróunarfélags íslands 1986 en Steingrímur beitti sér fyrir stofnun þess og það heyrði beint undir forsætis- ráðuneytið. Gunnlaugur varð síðan forstjóri Kögunar 1988 og var jafnframt forstjóri Þróunar- félagsins til aprílloka 1993. Gunnlaugur var svo kjörinn þingmaður Framsóknarflokks- ins á Vestfjörðum í nýliðnum kosningum. PÁtMI JÓNASSON aðnum því Kaffileik- húsið ætlar einnig að vera með undir yfir- skriftinni Sumarhroll- vekja Kaffileikhúss- ins. Þótt nafnið gefi annað til kynna er hér ekkert verið að „apa“ eftir Lofti með Rocky Horror Pict- ure Show. Heldur er hér um að ræða leik- ritið Herbergi Ver- oniku eftir Iru Levin en hún samdi meðal annars handritið að hinni þekktu kvik- mynd POLANSKIS Ro- semary’s Baby. Sýn- ingin er sett upp í tengslum við Sögu- og menningarhátíð í gamla vesturbænum sem haldin verður dagana 20 til 28 maí. En sýningar munu halda áfram í sumar eftir að hátíðinni lýk- ur. Það eru feðginin Rúrik Haraldsson og Ragnhildur Rúriks- dóttir sem fara með hlutverk í sýning- unni. En dóttir þessa stórleikara þykir hafa alla burði til þess að feta í fótspor föður síns. Aðrir sem leika í sýningunni eru Þóra Friðriksdóttir og Gunnlaugur Helgason sem er best þekktur úr út- varpsþáttunum Tveir með öllu á Bylgjunni, sem segja má að sé undanfari Górillunn- ar á Aðalstöðinni að vinsældum. Leik- stjóri er Þórunn SlG- URÐARDÓTTIR... ' _____ WM ---- *

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.