Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 2
Pósturinn Útgefandi: Míðill hf. Ritstjóri: GunnarSmári Egilsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Markaðsstjóri: Guðmundur Örn Jóhannsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leiðari ARFRA HVARFI I HELGARPÓSTINUM í dag er fjallað um hvarf Val- geirs Víðissonar, en 19. júní verður liðið ár frá því hann hvarf sporlaust. (viðtali við föður Valgeirs, Víði Val- geirsson, kemur fram sár gremja hans gagnvart rannsóknarlögreglunni og er hún mjög skiljanleg. Frá fyrsta degi virðist lítil áhersla hafa verið lögð á rannsókn málsins. Þrátt fyr- ir margar vísbendingar um að ekki væri allt með felldu með hvarf Valgeirs fór aldr- ei mikið fyrir rannsókn lög- reglunnar á hvarfi hans. I greininni um Valgeir kemur fram að hann tengd- ist fíkniefnaheiminum, bæði sem neytandi og selj- andi. Síðustu mánuðina sem hann lifði virtist hann hafa tapað öllum áttum. Hann hafði ekki aðeins gengið úr lögum við samfé- lagið með afskiptum sínum af fíkniefnum heldur virðist hann einnig hafa gengið úr lögum við aðra fíkniefna- sala og -neytendur. Við þennan lestur hlýtur þeirri hugsun að skjóta upp að í þessu kunni að leynast ástæðan fyrir lítilfjörlegri leit og rannsókn lögregl- unnar. Að Valgeir hafi ein- faldlega ekki verið merki- legur pappír í augum lög- reglunnar og því vart virði jTTÍkillar^eftirgFennslunar^^ Pósturmn Vesturgötu 2, Reykjavik sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666 símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4777 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Askrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. Unpleid/nidurleid A UPPLEHD Björk. Platan hennar er komin út og gagn- rýnendur kepp- ast við að hlaða hana lofi. Björk hefur verið á stöðugri uppleið og ef heldur áfram sem horfir endar hún öðru sólkerfi. Ingvar Viktorsson, kratahöfð- ingi í Hafnarfirði, fitnar eins og púkinn á fjósbitanum eftir því sem ógæfa sjálfstæðismanna eykst. Nú er meirihlutinn fallinn og allt bendir til þess að Ingvar verði aftur bæjarstjóri. Ásgeir Elíasson, lands- liðsþjálfari, var í vondum málum eftir háðulega byrjun landsliðsins í Evrópukeppninni, góð úrslit síðustu tveggja leikja björguðum honum því að segja af sér. A IUIÐURLEIÐ Einar Oddur Kristjáns- son var brattur fyrir kosn- ingar og reif kjaft við forystu flokks síns. í dag er Bjargvættur- inn hins vegar ljúfur sem lamb og gerir eins og honum er sagt að gera. Jóhann G. Bergþórsson hefur reyndar verið jafnt og þétt á niðurleið undanfarin ár en með hinni óforskömmuðu eiginhags- munahyggju, sem hann sýndi með því að halda til streitu kröfu sinni um stöðu bæjar- verkfræðings Hafnarfjarðar, tók hann hyldjúpa dýfu. Ólafur Skúlason, biskup, skeiðaði fram ritvöllinn í vikunni og skammaði Knút Bruun, sókn- arnefndarmann í Hveragerði, fyr- ir heift. Hvað er orðið um boð- skap frelsarans að bjóða hinn vangann? Vér mótmælum allir þessari ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að gera 17. júní að degi eyðimerkurinnar. Hva, viltu ekki fá loksins einn rigningarlausan þjóðhátíðardag? gerast finnst - góða. Eg að krakkar minna sæl-SFk i velja i Poxins jgP^hafi skiptið. myndir því þeir bara vinna þær af þeim sem þora að spila við þá. Aðspurðir segja strákarnir að foreldrar þeirra séu ekki mjög kátir með poxið, en bæta því við að það sé bara skemmtilegra þegar fullorðna fólkið er á móti þessu. „Okkur finnst Poxið frá- bært, maður þarf bara að læra að sætta sig við að tapa stund- um.“ HEILLAÐIST AF LEIKIUUM A HAWAI Stefán Guðjónsson rekur fyrir- tækið Hafey sem framleiðir Pox á íslandi. Hann kynntist Poxinu á Hawai, þaðan sem leikurinn er upprunninn. „Mér finnst mjög leiðinlegt ef fólk dregur upp neikvæða mynd af Poxinu vegna þess að Pox er eins og hver önnur íþrótt eða spil; þú þarft að einbeita þér, þú þarft þjálfun til að verða góður og eins og með allar íþróttir þá gengur leikurinn út á að vinna. Þú vinnur með því að snúa myndunum við en það er undir krökkunum sjálfum komið hvort þeir eignist myndir hvors annars eða ekki. í staðinn fyrir að skipta, eins og gert er með körfuboltamynd- ir, er keppt um myndirnar. Það er alls ekki hægt að kalla þetta fjárhættuspil, þetta er einfald- lega mjög skemmtilegur leikur sem snýst í kringum söfnun myndanna. í öllum íþróttagrein- um er eðlilegast að krakkar á svipuðum aldri spili saman; Pox- ið er þar engin undantekning. Eldri krakkar tudda á þeim yngri í fótbolta og á sama hátt hafa litl- ir krakkar tapað fyrir þeim eldri í Poxinu. Það er auðvitað mjög ljótt að heyra þessar sögur. Við hvetjum krakkana til að keppa við jafnaldra sína og virða þá sem yngri eru.“ ■ Nýtt æöi meðal ungdómsins Poxider bríáladan Seg/r einn sjoppueigandi „Krakkarnir eru hér öllum stundum, það eru allir vitlausir í þessar myndir. Poxið er að gera mann brjálaðan", segir Helga 01- geirsdóttir verslunarstjóri Rima- vals og móðir ungs Poxara. Pox er nýjasta æðið meðal barna á aldr- inum 7-14 ára og er enginn maður með mönnum nema að Pox-myndir spila leikinn sem tengist myndun- um en hann gengur út á að vinna myndir laf andstæðingnum. Hver leikmaður safnar myndum og leggur í púkk þær myndir sem hann vill skipta. Síð- an er keppt. Svokölluð sleggja er notuð til að kasta á myndabunk- ann og sá sem nær að snúa myndum á rönguna má eiga þær. Mjög skiptar skoðanir eru meðal foreldra á leiknum. „Þeir sem safna þessu hér eru flestir á aldrinum 6-13 ára og það sem mér finnst slæmt við þetta er að eldri krakkarnir plata þá yngri í græðgi sinni. Hugsunin í þessu er ekki nógu góð, þetta ýt- ir undir pókerspilamennsku og þeir sem eru veikir fyrir geta byrjað spilaferilinn á unga aldri ef ekki er fylgst með krökkunum. Mér, sem móður, er illa við þetta," segir Helga. POX í STAÐIIUIU FYRIR IUAMMI Sigrún Ólafsdóttir starfs- maður í íshöllinni á Mel- ■ ekki sammála „Þessi sjoppa verið kölluð Pox- sjoppa íslands mikils áhuga krakkanna sem versla hér. Ég hef þess vegna óhjá- kvæmilega fylgst með sem hefur að Yfir höfuð mér Poxið vera af hinu held borði minna gæti núna því for- eldrar þeirra leyfa þeim oft að milli þess og í öllum leikjum eru krakkar að vinna og skiptis; ég á barn sem Poxar og hef ekki orðið vör við að þetta hafi haft neitt nema góð áhrif, í það minnsta held ég að sonur minn sé ekki að verða spilasjúk- lingur.“ ÞEGAR MIKIÐ ER LAGT UNDIR Þorleifur Árni Björnsson og- Andri Þór Ástráðsson eru tveir af 350 meðlimum Pox-klúbbs Reykjavíkur og þeir eru yfir sig hrifnir af leiknum. „Þetta er mest spenn- andi þegar maður tekur mikla áhættu og leggur háar upphæðir undir. Ég hef mest lagt 75 á móti 75,“ seg- en þar sem myndapakki kostar 180 krónur fæst út að um það bil 3.400 krónur verið í pottinum í það Að sögn Þorleifs tapaði vinur hans nýlega 60 myndum og varð ógeðslega fúll. Þá segir Þorleifur að sumir strákar hafa keypt Pox fyrir 8000 krónur en þeir bestu þurfi hins vegar aldrei að kaupa Lalli Jones Stebbi bróðir og virðingin Ég lærði að ropa þegar mér hans virðmgu og þess vegna ^við ey Ég lærði að ropa þegar sýndist þegar ég var sjö ára en Stebbi bróðir kann það ekki enn. Það sýnir kannski best muninn á okkur bræðrunum. Hann heldur því auðvitað fram að hann geti það, en þegar ég mana hann til að leika það eftir jarmar hann að það sé fyrir neðan hans virðingu. Sigga mágkona hefur hins vegar sagt mér að hann sé enn þann dag í dag að rembast við þetta í tíma og ótíma en ekkert gangi. Týpískt Stebbi. Hann notaði þessa sömu átyllu þegar ég rak upp minn fyrsta geðþóttaropa. Þá var hann níu ára. Síðan þá hefur allt verið fyrir neðan hans virðingu sem hann hefur ekki getað framkvæmt eða komist yf- ir. Þangað til hann lærir það eða kemst yfir það, það er að segja. Stebbi kann ekki pelastikk þrátt fyrir þrjú sumur á sjó. Þess vegna eru hnýtingar fyrir neðan 3mgu og þess vegna verður hann alltaf að kaupa nýj- an spotta til að hafa í skottinu hjá sér á tveggja mánaða fresti, af því sá gamli er orðinn alltof stuttur eftir nokkra drætti. Hann þarf nefnilega alltaf að skera á þetta endemis fyrirbæri sem hann kallar hnút. Hann verður líka sjóveikur um leið og hann kemur á kæjann, þrátt fyrir þessi þrjú sumur á sjónum. Þess vegna er sjómannadagurinn, Akraborgin og sjóstangaveiði líka fyrir neðan hans virðingu. Það var líka smáborgaralegt og fyrir neðan hans virðingu að byggja þangað til hann hélt að hann hefði efni á því sjálfur og keypti lóð. Nú er það aftur fyrir neðan hans virðingu og helvíti fínt að búa í blokk bara. GSM símar voru fyrir neðan hans virðingu þangað til fyrir viku síð- an að svoleiðis apparat greri fast eyrað á honum. Sautjánda júní hátíðar- höld voru líka langt fyr- ir neðan hans virðingu. Alveg þangað til í morg- un. Þá sagði ég honum hvernig ég fór að því að græða tvöhundruðþús- und kall á sautjándan- um í fyrra. Ég keypti fimm pulsur í einni búll- unni, setti í kassa og seldi aftur með fimmtíu- prósent álagningu í miðri þvögunni. Með tómat, sinnepi og steiktum, það er nokkuð seif bett í pulsubrans- anum. Svo fór ég í næstu pulsu- búllu og endurtók leikinn og svo næstu og svo næstu. Ég tíndi líka upp heilu hrúgurnar af fánum og rellum sem minnstu krakkakvik- indin höfðu misst útúr lúkunum á sér og seldi foreldrum þeirra draslið aftur á uppsprengdu verði. Liðið stökk á mig og bók- staflega tróð uppá mig seðlun- um. Allt til að losna við gaulið í rellu- og fánalausum krógunum, sem týndu svo öllu aftur um leið. En þetta var auðvitað bara pín- öts. Ég fór ekkert að græða að ráði fyrr en undir kvöldið. Þá var ég líka farinn að selja allt aðra hluti. Alveg ótrúlegt hvað þessir krakkar eiga af seðl- um nú orðið. Nema hvað, ég sagði Stebba frá þessu. Og ég sagðist geta redddað honum slatta af réttu heim- ilisafurðunum á heildsöluprís fyrir örlitla þóknun. Hann ætlar í bæinn á laug- ardaginn, eins og ég bjóst við. Og eins og ég bjóst við ætlar hann að taka króg- ana með til að auka á söluna. Og eins og við reiknuðum með, þá getum við Sigga mágkona drukk- ið saman þjóðhátíðarkaffi á með- an og haft það svolítið huggu- legt, ropað svolítið og svona. Og bara gert svona allskonar hluti sem mér skilst á Siggu að séu fyr- ir neðan virðingu Stebba... -LALLIJONES

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.