Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 1
SOGUSYNINGIN Ekki veröur annað sagt en að 1100 ára afmælis Islandsbyggð- ar hafi verið vel og vandlega minnst á þessu ári', undir dug- mikilli og hugmyndarikri for- ystu Þjóðhátiðarnefndar 1974. Siðasta framtakið er Sögusýn- ingin að Kjarvalsstöðum, sem ber nafniðjsland — Islendingar, Ellefu alda sambúð lands og þjóðar”, en sýningin hefur verið undirbúin af sérstakri nefnd, sem haft hefur ungan listamann sér til aðstoðar við hönnun og umsjón. Þessa sýningu eiga allir þeir að sjá, sem hafa aðstöðu til þess og áhuga hafa á vegsemd þess og vanda að vera Islendingur. Það er ánægjuefni, að ráðstaf- anir munu hafa verið gerðar til þess, að skólafólk fái tækifæri til þess að skoða sýninguna. A sýningunni má fá glöggt yfirlit um ýmis helstu einkenni furðulegrar sögu Islendinga i ellefu aldir. Utan við Kjarvals- staði er á það minnt, að tsland er land elds og isa. Framan við húsið logar eldur á hárri stöng, en við innganginn er hár isstöp- ull. í engu öðru landi hefur sam- býli elds og iss verið jafnnáið og i þessu landi. Þetta sambýli hef- ur sett svip sinn á sögu þjóöar- innar, sem landið hefur byggt. Við inngöngudyr er nýtt mál- verk eftir Einar Hákonarson, sem hann nefnir „Land og fólk”, eins konar kynning á hlutverki sýningarinnar, lista- verk, sém hafa mun varanlegt gildi. Inni i sölunum er fyrst vakin athygli á vikingaferðun- um og upphafi Islandsbyggðar. Þar er m.a. hið mikla veggteppi Vigdisar Kristjánsdóttur um landnámið, sem gert er eftir frummynd Jóhanns Briem. Þá er fjallað um Þjóðveldið, sem var eitt sérkennilegast riki i Evrópu á miðöldum fyrir margra hluta sakir, ekki aðeins vegna stjórnskipunar, sem ó- þekkt var meö öðrum þjóðum, heldur einnig vegna merkilegr- ar félagsmálalöggjafar, sem fræðimenn hafa ekki enn gert nægileg skil. í þessum hluta sýningarinnar getur að lita glæsilegt málverk eftir Jóhann- es Jóhannesson af þvi, er Grim- ur Geitskór velur Alþingi stað á Þingvöllúm. Þá er margvislegan fróðleik að finna um atvinnuhætti þjóðarinnar I langri sögu henn- ar og landkosti og veðurfar á ýmsum timum. Minnt er á þær náttúruhamfarir, sem þjóðin varð að þola vegna eldgosa og hafisa. Þar er meira að segja kominn hvítabjörninn úr Grimsey, sem varðveittur er á Húsavik. En ekki er látið viö það sitja að fjalla um lifsbar áttuna, hagnýtingu landsgæða og hamfarir náttúruaflanna, heldur einnig menningarsögu þjóðarinnar. Bókmenntum þjóðarinnar eru gerð ýtarleg skil, bæði fornum og nýjum, og sýnd skjöl, bæði gömul og ný. Margur mun hafa ánægju af að skoða eiginhandarrit Matthia- sar Jochumsonar og Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar að þjóðsöngnum. Deild örnefna- stofnunarinnar vekur til um- hugsunar um athyglsiverð sjónarmið varðandi þjóðarsög- una. Sögusýningin er merkur við- burður, sem hæfir þjóðhátiðar- ári. Hafi þeir þökk, sem að hafa unnið. GÞG i Sunnudagur 20. okt. 1974 - 207. tbl. 55. árg. O

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.