Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 5
Nýtt íslenzkt leikrit HFIGARBIAD S-------HELGARLEIÐARI- Er kommúnisminn r útdauður á Islandi? Umræður þær, sem fram hafa farið hérá landi undanfarnar vikur — og raun- ar um allan hinn frjálsa heim — um skerðingu mannréttinda og mannhelgi í Sovétríkjunum — sem og öðrum ein- ræðisrikjum — hafa leitt ýmislegt at- hyglisvert í Ijós. Öll blöð á íslandi hafa gagnrýnt framkomu sovézkra valdhafa gagnvart Solsénitsín og Sakarof, þ.á.m. Þjóðviljinn. Er hér um ánægjulega stað- reynd að ræða. í sambandi við þetta hef- ur sú spurning vaknað í huga ýmissa, hvort allir þeir, sem ritstýra Þjóðviljan- um, séu ekki lengur kommúnistar. Ýmsir þeirra hafa lagt áherzlu á að forðast að kalla sig „kommúnista", þeir kalla sig „sósíalista". Ástæða er til þess að vara við þeim þokukennda hugsunarhætti, sem notkun orðsins „sósíalisti" hér á landi freistar til, í skjóli þess, að engin viðurkennd ís- lenzk orð eru til yfir erlendu heitin „kommúnismi" og „sósialismi". AAeð öðrum þjóðum eru þessi orð raunar einn- ig notuð i óljósri merkingu. Sjálfur Karl AAarx er jafnvel ekki saklaus af því að hafa ekki alltaf greint með einum og sama hætti milli þessara hugtaka. Eng- inn ágreiningur er þó um, hverjir hafi verið megindrættir jáess efnahagskerfis, sem um síðustu aldamót var kennt við sósíalisma með sama hætti, að hugtakið „kapitalismi" hafði þá sæmilega skýra merkingu. En þeir, sem hafa undirstöðu- þekkingu í þjóðfélagsfræðum og sagn- fræði, vita, að á fyrstu áratugum aldar- innar skiptust þeir, sem töldu sig aðhyll- ast efnahagskerfi „sósíalisma", í tvo flokka, ekki vegna ágreinings um mark- mið i efnahagsmálum, heldur vegna á- greinings um, hvort koma skyldi hinu nýja efnahagskerfi á með valdbeitingu, þ.e. byltingu, eða á vegum lýðræðis og þingræðis. Hinir fyrrnefndu kölluðu sig kommúnista, en hinir síðarnefndu köll- uðu sig sósialdemókrata í Vestur-Evrópu og á Norðurlöndum, en héldu áfram að kalla sig sósialista í Suður-Evrópu. AAeg- insjónarmiðsósíaldemókrata var það, að valdbeiting og einræði eins f lokks hefði i f ör með sér skerðingu á andlegu frelsi og svipti menn mannréttindum og mann- helgi. Slíkt gæti orðið til meira tjóns en svaraði til þess ábata, sem umbætur á efnahagskerfinu hefðu í för með sér. AAeginsjónarmið kommúnista var, að „tilgangurinn helgaði meðalið", vald- beiting væri réttlætanleg i þágu góðs málstaðar og flokkseinræði þyrfti ekki að standa nema í stuttan tíma, meðan verið væri að breyta efnahagskerfinu. Kommúnistar náðu völdum í Rússlandi 1917, en áhrif sósíaldemókrata í Vestur- Evrópu fóru mjög vaxandi. Á næstu ára- tugum varð ágreiningurinn milli þeirra sjónarmiða, sem um var að ræða, að hugmyndafræðilegum átökum á heims- mælikvarða. Auðvitað barst sá ágrein- ingur hingað til lands. Hér hafði verið stofnaður sósialdemókratiskúr flokkur 1916, Alþýðuflokkurinn. 1930 klufu kommúnistar hann og stof nuðu sinn eigin flokk, undir forystu Brynjólfs Bjarna- sonar og Einars Olgeirssonar. Þegar sameining þessara flokka var rædd átta árum síðar, strandaði hún á því, hvort afstaða hins nýja flokks til þjóðskipulags Sovétríkjanna skyldi vera jákvæð eða ekki. Kommúnistarnir vildu það, Sósíal- demókratarnir ekki. En flokkur þeirra klofnaði og nýr flokkur var stofnaður,, þar sem sjónarmið kommúnistanna réði. En hann var nefndur Sameiningarflokk- ur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, og for- ingjar hættu að kalla sig kommúnista, en tóku að nefna sig sósialista. Þegar Sovétrikin gerðu bandalag við Þýzkaland nazismans, vörðu þessir „sósíalistar" þetta bandalag. Þegar Sovétríkin þröngvuðu þjóðfélagsháttum sinum upp á lönd þau í Austur-Evrópu, sem talin voru á valdasvæði þeirra eftir stríðið, töldu þeir það réttmætt og eðli- legt. Og nú höfðu ýmsir lærisveinar Brynjólfs Bjarnasonar og Einars 01- geirssonar bætzt í hópinn, svo sem AAagnús Kjartansson. Allir þessir menn hafa ferðast um flest kommúnistaríki veraldar og skrifað um þau ritgerðir og bækur. Alls staðar er þar þróun mála réttlætt og þjóðskipulagið talið gott. Ein- ræðið og afleiðingar þess er ekki gagn- rýnt. Reynslan hef ur sýnt, að í deilunni milli sósíaldemókrata og kommúnista, sem hófst um aldamótin og stendur enn, höfðu sósíaldemókratar rétt fyrir sér. Alveldi eins flokks fylgir skerðingu á mannréttindum og mannhelgi. Sú þjóð- félagshugsjón, sem menn eins og Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og AAagnús Kjartansson hafa barizt fyrir allt sitt lif, hefur reynzt ein mesta blekk- ing aldarinnar. Enginn þessara manna hefur sagt eitt einasta orð í þá veru, að þeir hafi áður haft rangt fyrir sér. Þetta eru allt mikilhæfir stjórnmála- menn, sem haft hafa geysileg áhrif á is- lenzku stjórnmálalífi, þótt skoðanir þeirra hafi verið rangar. f samanburði við þá eru það hins vegar litlir karlar, sem nú skrifa Þjóðviljann og taka undir mótmæli lýðræðissinna um allan heim gegn framferði valdhafanna í Sovétríkj- unum. Ástæða er til þess að spyrja: Hvað þýða andmæli þeirra? Eru þeir að segja, að allur lífsboðskapur Brynjólfs Bjarna- sonar, Einars Olgeirssonar og AAagnúsar Kjartanssonar hafi verið blekking? Þeir boðuðu trú á það þjóðskipulag, sem í upp- hafi. skerti mannréttindi og hefur gert það til þessa dags. Var allt það rangt, sem þeir sögðu? Eða eru blaðamenn Þjóðviljans að láta berast með straumn- um, af því að annað væri óhyggilegt? Er meira mark á því takandi, að þar sem á- tök milli sósíaldemókrata og kommún- ista eiga sér stað nú í dag, svo sem i Portúgal, er samúð þeirra augljóslega með kommúnistum? Allir menn, sem nokkra þekkingu hafa á stjórnmálum, vita, að sitt er hvað, að vera sósialdemókrati eða kommúnisti. Það er hægt að vera hvorugt. En það er ekki hægt að vera hvort tveggja. Og það er engin meðalvegur til milli þeirra grundvallarsjónarmiða, sem ágreining- ur er um. Það er orðaleikur að reyna að breiða yfir ágreininginn með því að kalla sig „sósíalista". AAenn eru annað hvort sósialdemókratar eða kommúnistar, þótt ekki þurfi allir sósíaldemókratar eða kommúnistar, þótt ekki þurf i allir sósíal- demókratar né kommúnistar að hafa ná- kvæmlega sömu skopanir í einu og öllu. Þeir sem skilja þetta, en reyna að breiða yfir það með því að kalla sig „sósíal- ista", eru hræsnarar. Þeir, sem skilja þetta ekki, eru moðhausar. 7 GÞG ) Frumsfrdng á Hákarlasól A sunnudagskvöld veröur frumsýnt á litla sviöi Þjóöleik- hilssins leikritiö Hákarlasól eft- ir Erling E. Halldórsson. Höf- undur er sjálfur leikstjóri en leikendur eru þrir: Gunnar Eyjólfsson, Sigurður Skúlason og Sigmundur Orn Arngrims- son. Hér mun vera á ferðinni ó- venjulegt leikrit og leikmynd MagnUsar Tómassonar mun vera mjög frumleg. Þetta er fyrsta verk Erlings sem Þjóö- leikhdsiö tekur til sýningar, en önnur leikrit hans hafa verið flutt hjá Leikfélagi Reykjavikur og Uti um land. Þá hefur Erling- ur E. Halldórsson leikstýrt um 50 leikritum hjá leikfélögum viös vegar um landið og er þvi enginn nýgræöingur i leikst jórn. V ömmarkaðminn stækkar mM 1 Vörumarkaðurinn h.f. stækkaði matvöru- deild sina á dögunum um 600 fermetra, úr 300 I 900. Þessi verzlun var með þeim fyrstu sem lögðu áherzlu á lægra vöruverð, en almennt gerist, en hún var sett á stofn árið 1967. Grundvöllur þessa lága vöru- verös er sá aö kaupandinn sjálfur sparar vinnuafl verzlunarinnar aö verulegu leyti meö þvi aö afgreiða sig aö verulegu leyti sjálfur. A þessum grundvelli hefur verið hægt að bjóöa vöruverð sem er allt aö 10% lægra en leyfilegt hámarksverð. Það var sérfræðingur frá norsku Kaupmannasam - tökunum sem hannaöi innrétt- ingar i nýja hlutann og hann annaðist einnig niðurrööun þeirra. A jaröhæð verzlunarhússins ernú verið að innrétta húsnæði sem geyma mun heimilistæki og húsgögn. Þar verður einnig góð aöstaða fyrir starfsfólk, m.a. steypiböð, en það mun vera nýlunda hér á landi. Þegar Gutenberg breytti heiminum Nú um helgina verður opnuö að Kjarvalsstöðum merkileg sýning, þýzk aö uppruna, sem ferðast hefurum allar heimsálfur undan- farin sex ár. Það er sýningin Prentlistin breytir heiminum, sem undirbúin er og hönnuð af Institut fur Auslandsbeziehungen i Stuttgart og var upphaflega haldin i tilefni 500 ára afmælis Jó- hanns Gutenbert árið 1968, i Mainz i Þýzkalandi, heimabæ mannsins sem fyrstur hagnýtti sér varanlegan lausan prentstil. Fjórir Þjóöverjar hafa komið hingaö til lands sérstaklega til þess að annast uppsetningu og umsjón sýningarinnar, en henni lýkur 27. nóvember. Mjög vönduö sýningarskrá verður fáanleg á kostnaðarverði, og er hún hinn vandaðisti prentgripur og þefur inni að halda óhemjulegan sögu- legan fróðleik um prentlistina i heiminum. Hiö athyglisverðasta viö sýn- inguna er þó án efa prentsmiðja nákvæm eftirliking þeirrar, sem Gutenberg sjálfur gerði og notaöi, og veröur sýnt á Kjarvalsstöðum dag hvern, hvernig prentað var i smiðju Gutenbergs, með ná- kvæmlega sömu aðferðum og beitt var á árdögum prentunar lausaleturs fyrir fimm öldum siðan. Óþarft er með öllu að rekja sögu prentlistarinnar eöa feril Gutenbergs, — nafn hans verður alla tið órofa tengt prentlistinni, enda hefur hann, vegna þeirrar byltingar sem hann gerði á þeirri list, — verið nefndur með réttu faðir prentlistarinnar. Þá hefur sérstökum Islenzkum þætti verið komið fyrir á sýning- unni i samvinnu við Landsbóka- safnið, en það eru nokkrar bækur, sem Guðbrandur biskup Þorláks- son lét prenta á Hólum á 16. öld og ofanveröri 17. öld. En á þessu ári eru liönar réttar fjórar aldir siöan Guðbrandur biskup hóf bókaút- gáfu sina. Ýmis erindi verða flutt á sýn- ingunni, hafa nokkur þeirra þeg- ar verið ákveðin, en önnur verða ákveðin siðar og tilkynnt um þau i fjölmiðlum jafnharðan. Fyrsta erindið verður flutt n.k. fimmtudag kl. 21. Haraldur Sig- urðsson bókavörður segir þá frá bókaútgáfu Guðbrands' tiskups. Alþýðublaðið Laugardagur 8. nóvember 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.