Alþýðublaðið - 08.11.1975, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 08.11.1975, Qupperneq 16
alþýðu Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda stjóri: Ingólfur P. Stcinsson. Rit' stjóri: Sighvatur Björgvinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarn Sigtryggsson. Auglýsingar og af. greiðsla: Hverfisgötu 10 — sima 14900 og 14996. Prentun: Blaða prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- é mánuði. Verð j lausasölu kr. 40.- Vedrrió fyrir helgina í dag má búast við suð- vestanátt og skúrum en á morgun er von á slyddu og bleytuveðri. Það er sem sagt vissara að taka regnhlifina með þegar lagt verður upp i sunnu- dagsgönguna. Annars höfum við ekki þurft að kvarta hingað til þvi október hefur verið sá hlýjasti sem komið hefur i 10 ár og má þvi með sanni segja að veturinn heilsi okkur bliðlega. Hitastig fer heldur kóln- andi á næstu dögum. vetu/eiýs/Mf. m H/ftT/R R>'f/ft (jRftHfi UR /yo& TftUT ftR 7 GftUR V£Rft SKST b r> H VERÐft NftPURj SKOR VYfí. OL/K/R ByR% FjRRfí R/f-K / (rflRm RR 'OLIKIR '/ , FJOS/ 2 3 Ylha BlSfiR. > a Htnu nY/njl HVESS /nftN/v V 5 LYK/L OR£)* Sm'ftF/SKUR (H)RÓS Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri og leikari er (h)róshafi Al- þýðublaðsins að þessu sinni, og er henni veitt rósin fyrir hönd þeirra er störfuðu að leikhúsverk- inu Inúk. Eins og eflaúst flestum er kunnugt, hefur Inúk farið viða um Evrópu og hér á íslandi hefur leikritið hlotið verðskuldaða at- hygli. Brynja valdi hóp til að vinna að verkinu og leikritið sjálft var samið af leikurum og öðrum aðstandendum. Höfundar og aðalframkvæmdaaðilar auk Brynju að þessum glæstu sigrum Inúks, eru leikararnir Ketill Lar- sen, KristbjÖrg Kjeld, Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, auk þess sem Haraldur Ólafsson ber höfuðábyrgð á texta og Þor- lákur Þórðarson sér um tækni- hliðina. ,,Það kemur manni alltaf á óvart þegar undirtektir eru góðar." sagði Brynja, ,,en við vorum ekki að hugsa um væntan- legar vinsældir verksins þegar við unnum aö Inúk, heldur aðeins það, að koma þvi til skila sem við æt^luðum okkur og það virðist okkur hafa tekizt, án þess að nokkur skyldi islenzka texta KAKTUS0RÐAN HIÐ FRJALSA OG ÓHADA DAGBLAÐ er verðugur handhafi kaktuss okkar þessa viku fyrir þá sök fyrst og fremst að leggja sig eftir þeirri tegund blaðamennsku, sem mjög hefur verið umdeild i nágrannalöndum okkar — og reyndar stunduð af fáum hlöðum, og mætti ef til vill auðkenna með þvi að blaðið þrjóskast við að birta réttmætar athugasemdir og leiðréttingar þegar það hefur hent rangfærslur á lofti, slegið þeim upp með stóru fyrirsagna- iegri og fordæmt málsaðila án þess að hann njóti þeirrar eðli- legu sanngirni að skýra sitt mál. Minnisstæð er sú blaða- mennska þegar Dagblaðið hóf „könnun” á rekstri verzlunar- fyrirtækis eins I borginni, en KOPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENOIBILASTÖÐIN Hf m verksins þar sem við sýndum er- lendis.” Brynja kvað leikflokkinn hafa sýnt leikritið um það bil 60 sinn- um hér á landi, og á siðasta ári hefði Inúkflokkurinn verið er- lendis 4 mánuði og sýnt víða um Evrópu. Við spurðum Brynju hvað hefði gert leikhúsverkið Inúk eins vin- sælt og raun ber vitni. „Boðskap- urinn höfðar ekki aðeins til okkar tslendinga heldur hvaða þjóðar sem á i vök að verjast, til að við- halda menningu sinni og tungu fyrir ágangi erlendra stórþjóða. Þessu vandamáli smáþjóða segj- um við frá I formi leiksýningar. En við erum ekki bara að flytja hráan boðskap, heldur reynum við að samtvinna boðskap og leik- list i Inúk, og i þvi felst styrkur verksins,” sagði Brynja um leið og blaðamaður Alþýðublaðsins nældi i hana rós, sem viðurkenn- ingarvotti frá blaðinu fyrir frá- bæran árangur Inúkleikflokksins. Að lokum var Brynja spurð að þvi, hvað næst tæki við hjá Inúk hópnum. ,,t fyrstu munum við öll hverfa til okkar starfa hér á Þjóð- leikhúsinu, en um næsta fram- hald á Inúk sýningunum höfum við enn ekki ákveðið. Við höfum áhuga á þvi að sýna leikritið viðar hér á tslandi, auk þess sem við höfum boð upp á vasann til Cara- cas i Venezúela, Ungverjalands, Júgóslaviu, V-Berlinar og á Edin- borgarhátiðina til að sýna verkið. Við erum auðvitað slæpt eftir þessar erfiðu utanlandsferöir, það þarf bæði heilsu og orku til að halda út kannski 40 sýningar á tæpum 2 mánuðum á mismunandi stöðum. Að lokum sagði Brynja Benediktsdóttir íeikstjóri: Leik- ritinu erum við hins vegar ekki þreytt á, þvi Inúk elskum við öll vegna þess að þar erum við að segja eitthvað sem okkur finnst máli skipta.” KRISTNI- HALDIÐ frumsýnt Á sunnudaginn kemur hefst forsala aðgöngumiða á Kristni hald undir Jökli, sem Leikfé- lag Akureyrar frumsýnir föstudaginn 14. nóvember. Leikstjóri er Sveinn Einars- son þjóðleikhússtjóri og er þetta í fyrsta sinn sem þjóð- leikhússtjóri setur upp leikrit utan Reykjavikui'. Leikendur í Kristnihaldinu eru alls 16, en með stærstu hlutverkin fara Gísh Halldórs son, Gestur Jónasson, Þór- halla Þorsteinsdóttir, Jón Kristinsson, Guðmundur Gunnarsson, Jóhann Ögmunds son, Saga Jónsdóttir og Sigur- veig Jónsdóttir. Sýningum leikfélagsins á þessu verki verður hraðað þar sem Gísh Halldórsson hefur ekki möguleika á því að vera á Akureyri lengur en fram í desember. Kristnihald undir Jökh eftir Halldór Laxness var sýnt í Iðnó fyrir nokkrum árum og setti þá aðsóknarmet. ■X* •X’ •X’ könnunin var fyrst og fremst i þvi fólgin að spyrja starfsstúlku i verzluninni i þaula um atriði, sem dylgjað hafði verið með. Á stuttum ferli þessa blaðs hafa mörg mál af þessu tagi komið upp — og hér birtum við enn eitt þeirra: Bréf frá landlæknisem- bættinu. Það er svohljóðandi: ,,Um heilsugæzlu á Raufarhöfn. Vegna fréttar Dagblaðsins siðast liðinn föstudag um siæma heilsugæzlu á Raufarhöfn vill landlæknisembættið bendaáeftir- farandi: 1. Læknir Raufarhafnarbúa situr á Þórshöfn. 2. Ekki hefur verið læknislaust i Þórshafnarumdæmi siðast liðin 3 ár utan 4 daga f mallár. 3. Starfsstúlka er starfar á læknismóttökunni á Raufar- höfn starfar á ábyrgð lyfsalans á Húsavik en með samþykki heilbrigðisyfirvalda. Stúlkan hefur getiö sér hiö bezta orö. Sögumaöur Dagblaðsins hefur við lögregluyfirheyrzlu ekki getað fært sönnur á staðhæf- ingu um að stúlkan hafi afgreitt röng lyf. 4. FuIIyrðingar um að Raufar- hafnarbúar foröist að fara á læknisstofuna hefur ekki við rök að styðjast. 5. Sögumaður Dagblaðsins hringdi I sumar I staðgengil minn.Guðmund Sigurðsson, og var fram óljósar kvartanir, sem ekki reyndist hægt að henda reiður á. óskaði Guð- mundur eftir að viðkomandi sneri sér til Þórshafnarlækna eða aðöðrum kosti skrifaði bréf og skilgreindi kvartanir er hann hefði fram að færa. Ekkert hefur slðan heyrzt um þetta mál fyrr en nú. Leiörétting á fréttinni hefur ekki fengist birt óbrengluð I Dagblaðinu. Landlæknir.” Eitt dönsku dagblaðanna hefur fengið á sig þrálátar kærur, og siðanefnd danska Blaðamanna- sambandsins fær jafnan margar kvartanir fyrir þau skrif, en það tiltekna blað hefur lengi haft þann hátt að slá upp með störu letri sakir á hendur hinum og þessum i þjóðfélaginu, einstaklingum eða hópum, — en siöan hefur það sama blað ekkert pláss aflögu fyrir sanngjarnar leiðréttingar. Þetta er sú blaðamennska sem við viljum sýna hug okkar til með kaktusveitingunni — og bjóðum Jónas Kristjánsson ritstjóra og höfund Dagblaðsins þvi vel- kominn yfir götuna til að veita kaktusnum viðtöku. FIMM á förnum vegi Kristin Steinsen nemi: „Ég er að kaupa skó, en þó ekki vaðstlgvél. Mér er alveg sama hvort það rignir eða ekki.” Emeiia Svavarsdóttir nemi. „Ég er að fara að taka strætó. Rigning fer svolitið i taugarnar á mér, enda fer ég ekki út úr húsi þegar þaö rignir, nema ég þurfi nauðsynlega á þvi að halda.” Marla Gisladóttir nemi. „Ég er að fara að leita mér að fötum fyrir helgina. Rigningin plagar mig alls ekki neitt.” Björk Kristjánsdóttir skrif- stofustúlka. „Mig vantar sendil og þess vegna neyðist ég til þess að sendast sjálf. Mér likar rigning- in ekki, en hún er kannski i lagi þegar hlýtt er samhliða regn- inu.” Valdimar Vilhjálmsson t.d. af- greiðslumaður. „Af þvi ég þarf að útrétta ýmis- legt. Rigning fer ekki i taugarn- ar á mér nema rok fylgdi. Af hverju ég er ekki betur klædd- ur? Ég bjóst ekki við rigningu þegar ég fór út i morgun.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.