Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 5
Skrifaramynd. Tréskuröur frá ofanveröri 16. öld. Islendingar gáfu út bækur áður en prent- listin barst hingað Næsti fyrirlesari á Gutenberg- sýningunni að Kjarvalsstöðum verður Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. Hann flytur annað kvöld, 20. nóvember kl. 9 það, sem hann kallar „Bóka- spjall”. Verður þar rætt um bækur allt frá fornu fari á Islandi og rifjuð upp nokkur kunn og önnur e.t.v. miður kunn dæmi, er lýsa viðhorfi tslendinga til bóka, jafnt skrifaðra sem prentaðra. Þegar prentlistin barst til landsins, var bókagerð þeim á engan hátt framandi, heldur ein- ungis sú tækni, er nú skyldi við hana beitt. Finnbogi rekur þráðinn frá fyrri tiðar bökagerðarmönnum til Guðbrands Þorlákssonar og sýnir, hversu stórhugur biskups, er hann réðst i Utgáfu bibliunnar allrar á islenzka tungu, var i ætt við bókagerð Jóns Hákonarsonar, er lét skrifa Vatnshyrnu og Flat- eyjarbók, og annarra hans lika. I bókaspjalli Finnboga verður að lokum fjallað um nokkra þjóð- kunna skrifara, er rituðu i kapp við prentlistina, litu á hana sem keppinaut fremur en ofjarl. En bóka verður ekki getið svo á Islandi, að þáttarslikra manna sé ekki minnzt. Fjölmenni var á fyrirlestri Haf- steins Guðmundssonar, prent- meistara, á sunnudaginn, er hann ræddi um gömlu prentverkin á tslandi. Gamla Gutenberg- pressan vekur jafnan mikla athygli sýningargesta, enda þykir mönnum mikill fengur að þeim prentblöðum, öðru úr Gutenberg- bibliunni og hinu með islenksum myndum úr miðaldabók Olai Magnús, sem menn fá gefins úr hendi einkennisklædds pressu- manns úr sýningarsal. Mjög vönduð sýningarskrá, fylgir sýningunni og er þar rakin, m.a. i myndum, saga prent- listarinnar frá upphafi. Sýningar- skrá þessi er hinn mesti kjör- gripur. Frá flokks- bingi Albvðu- flokksins í gær greindi Aiþýðu- blaðið nokkuð frá störfum 36. flokksþings Alþýðuf lokksins, sem haldið var nú um síðustu helgi. Verður nú frekar greint frá störfum þings- ins og þó einungis stiklað á stóru. Þingið hófst á föstu- dagskvöld kl. 20.30, með þingsetningarræðu Bene- dikts Gröndal, formanns Alþýðuf lokksins. Lagði formaður áherzlu á að þetta þing yrði fyrst og fremst vinnuþing. Til þings voru mættir á annað hundrað fulltrúar víðsvegar að af landinu og var strax í upphafi Ijóst að þingfulltrúar hygðust ekki sitja auðum höndum enda urðu umræður líka miklar og fjörugar allt þar til þinginu var slitið laust fyrir miðnætti á sunnu- dagskvöld. Forseti þingsins var kjörin Helga Einarsdóttir kennari, en varaforsetar þeir Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður og Guðmundur Vésteinsson, bæjarfulltrúi. Ritarar þingsins voru kjörnir þeir Helgi Skúli Kjartansson, Gylfi örn Guðmundsson og Bragi Jósepsson. í upphafi setningarræðu sinnar bar Benedikt Gröndal fram tillögu um að þingið sendi starfsliði Landhelgisgæzlunnar skeyti þar sem þvi var þakkað vandasöm störf i þágu þjóðarinnar. Skeytið til Land- helgisgæzlunnar var birt á forsiðu blaðsins s.l. laugardag. Að lokinni inngangsræðu Benedikts Gröndal flutti Sigurður E. Guðmundsson framsöguræðu laganefndar og Vilmundur Gylfason framsögu- ræðu stefnuskrárnefndar. Þingfundir hófust á laugardag kl. 14 með kosningu starfs- nefnda, en að þvi búnu flutti Gylfi Þ. Gislason framsögu um efnið „Stjórnlaust land i kreppu”. Benti Gylfi á hina slæmu greiðslustöðu þjóðar- innar út á við, sem nú birtist i stærstu gjaldeyrislántöku fyrr og siðar, sem stefndi að þvi að greiðsluhyrði þjóðarinnar næmi 20% gjaldeyristekna. Hann benti á að forystumenn launþega vildu vanda sérstak- lega til kröfugerða sinna og stefna að rótum verðbólgu- vandans fremur en að hugsa fyrst og fremst um krónuíölu- hækkun.Um þetta hefði stjórn ASI leitað samstarfs við stjórn- arandstöðuflokkana. Óform- legar viðræður hafi farið fram og viss samstaða náðst um stefnumótun i kjara- samningum. Benti Gylfi á að þingflokkur og æðsta stjórn flokksins styddu eindregna samstöðu með verkalýðs- hreyfingunni. Auk samnings- ákvæða þyrftu einnig að koma til stjórnmálaráðstafanir. 1 ljósi þess bæri að skoða fyrir- liggjandi drög að stjórnmála- ályktun, sem framsögumaður rakti siðan i einstökum atriðum. Stjórnmálaályktunin, eins og hún var endanlega samþykkt birtist i blaðinu i heild i gær, þriðjudag. Að lokinni ræðu Gylfa Þ. Gislasonar hófust umræður. Þeir, sem tóku til máls voru: (1) Bjarni Magnússon, (2) Gisli Már Helgason, (3) ólafur Björnsson, (4) Ágúst Pétursson, (5) Sigþór Jóhannsson, (6) Sighvatur Björgvinsson, (7) Kjartan Jóhannsson, (8) Rikharður Jónsson, (9) Asgeir Jóhannsson, (10) SigurjÖn Ari Sigurjónsson, (11) Gylfi Þ. Gislason, (12) Sigurður E. Guðmundsson. Að þessum ræðum loknum var gefið kaffi- hlé. Siðan hófust umræður að nýju um stefnuskrána. Þessir tóku til máls: (1) Finnur Torfi Stefánsson, (2) Jóhann Möller, (3) HaukurHelgason, (4) Jón H. Guðmundsson, (5) Gisli Már Helgason, (6) Guðmundur Magnússon, (7) Vilmundur Gylfason, (8) Hrafnkell Ásgeirsson, (9) Björgvin Guðmundsson, (10) Guðmundur Hákonarson, (11) Sigurður E. Guðmundsson, (12) Bragi Jósepsson, (13) Sveinn Hálfdánarson, (14) Jón Þorsteinsson. Nefndir hófu störf kl. 10 f.h. á sunnudagsmorgun og unnu meira og minna jafnhliða störfum þingsins. Almennar umræður hófust svo kl. 14 með þvi að Kjartan Jóhannsson gerði grein fyrir störfum stefnu- skrárnefndar. Siðan tóku til máls: (1) Sigurður Blöndal, (2) Guðmundur Vésteinsson, (3) Oddur Sigurjónsson, (4) Kristin Guðmundsdóttir, (5) Sigurður Jóhannsson, (6) Gunnlaugur Stefánsson, (7) Gylfi Þ. Gislason,(8) Eggert G. Þorstéinsson, (9) Benedikt Gröntlal, (10) Guðmundur Vésteinsson, (11) Haukur Helgason, (12) Björgvin Guðmundsson, (13) Bjarni Magnússon. Að loknu kaffihléi hófust umræður að nýju, og rætt um tillögur laganefndar. Fram- sögumaður var öriygur Geirsson. Auk hans töluðu: (1) Þorsteinn Sveinsson, (2) Benedikt Gröndal, (3) Sigurður E. Guðmundsson, (4) Bárður Halldórsson, (5) Eggert Þorsteinsson, (6) Sigþór Jó- hannsson, (7) Finnur Torfi Stefánsson, (8) Baldvin Jónsson, (9) Björgvin Guðmundsson, (10) Ásthildur ólafsdóttir, (11) örlygur Geirsson, (12) Björgvin Guðmundsson. Að þessum umræðum loknum var gert matarhlé og hófust fundir aftur kl. 20.30. Þá tóku til máls: (1) Kjartan Jóhannsson, (2) Ólafur Björnsson, (3) Bárður Halldórsson, (4) • Sigþór Jóhannsson, (5) Hjörleifur Hall- grimsson, (6) Sighvatur Björgvinsson, (7) Gunnar Eyjólfsson, (8) Sigurjón Ari Sigurjónsson, (9) Finnur Torfi Stefánsson, (10) Vilmundur Gylfason, (11) Guðmundur Magnússon, (12) Kjartan Jóhannsson (13) Jón Þorsteinsson, (14) Karl Steinar Guðnason, (15) Sigurður Blöndal, (16) Helgi Skúli Kjartansson, (17) Hreinn Palsson. Að umræðum loknum var gengið til atkvæða um tillögur. Nánar verður greint frá störfum þingsins i blaðinu á morgun. Orðsending til alþýðuflokksmanna Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun styrktarfélags alþýðuflokksmanna, er starfi einkum að fjárhagslegri eflingu Alþýðuflokksins. Hefur verið ákveðið að stofnun þess fari fram nú um miðjan mánuðinn. Allir álþýðu- flokksmenn, eiga kost á að gerast félagsmenn og er þeim hér með gert það boð. Eru þeir, sem áhuga kynnu að hafa fyrir þessu máli, beðnir að snúa sér til framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins, Garð- ars Sveins Árnasonar, á skrifstofum Alþýðuflokksins, Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu, er veita mun allar nánari upplýsingar. Undirbúningsnefndin BYRJAÐI__________________4 Kennslan er eingöngu ætluð f'atækum stúlkubörnum á aldrinum 7—14 ára...” Og 10. jan. árið 1880 birtist þessi auglýsing: „Thorvaldsens- félagið hefir i áformi að halda ókeypis sunnudagaskóla fyrir kvenfdlk frá 1. febrúar næstk. Kennslugreinar verða: skrift, reikningur, réttritun og enn- fremur danska ef einhver óskar þess....” Bazarinn tók formlega til starfa árið 1901 og var til húsa að Austurstræti 6, en árið 1905 var húseignin sem nú stendur við Austurstræti 4 keypt af félaginu og hefur verið eign þess siðan. Bazarinn hefur löngum átt vinsældum að fagna meðal erlendra ferðamanna og hefur i raun og veru verið rekin viða- mikil landkynningarstarfsemi samtimis þvi að allur ágöðinn hefurrunnið til vanheilla barna. Barnauppeldissjóðurinn var stofnaður árið 1906 I þvi augna- miði að koma yrði á fót sjöði til ,,að koma á fót uppeldisstofnun fyrir fáæk börn”. Starf hans sjáum við i dag, sem stórt og glæsilegt hús við Dyngjuveg þar sem rekm er Vöggustofa Thor- valdsensfélagsins. Hún var afhent Reykjavikurborg að gjöf hinn 19. júní 1963. Seinna afhentu félagskonurnar dvalar- heimili fyrir eldri börn, en það var í nóvember 1968. Siðustu árin hefur félagið stutt eftir megni við barnadeild Landakotsspítala. T.d. var spitalanum afhent 30 barnarúm með öllu tilheyrandi árið 1972 og niu árum áður afhenti félagið deildinni hita- og súrefniskassa sem þá var sá bezti sem völ var á. Félagið hefur lagt sjúkra- húsum, og styrktarfélögum fé það oft, að of langt yrði að rekja það hér þvi viða hefur verið við komið. I upphafi voru félagskonur Thorvaldsensfélagsins 24 en eru nú 75. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þóra Jónasen sem lengi verður minnst fyrir góð störf i þágu félagsins, að öðrum ólöstuðum, Þóra Pétursdóttir og Jarþrúður Jónsdóttir. Núverandi stjórn skipa þær Unnur Ágústsdóttir formaður. og meðstjórnendur Svanlaug Bjarnad'ottir, Sigurlaug Eggertsdóttir, Evelyn Hobbs, og Júliana Oddsdóttir. FORÐIST FREKJU í UMFERDINNI - ÞAD SPARAR Miövikudagur 19. nóvember 1975. Alþýöublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.