Vísir - 25.03.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 25.03.1972, Blaðsíða 1
r vism TÖPUÐU ENGUM LEIK! íslenzka landsliftif) i handknattleik hlaut þriðja sætið i forkeppni Ólympíuleikanna á Spáni — sigraði Pólland i gærkvöldi i Madrid með 21 - 19. islenzka liðið lék sex leiki i förinni — tapaði engum, vann fjóra og gerði tvö jafntefli. I.iðið skoraði samtals 120 mörk i þessum leikjum — eöa að meðaltali 20 inörk i leik og fékk á sig 82. Geir Hallsteinsson skoraöi nær þriðjung marka íslands, eða samtals 38, og er það glæsi- legt afrek — eins og öll frammistaða liösins i keppninni hefur verið, sannkölluð sigurför og verðlaunin eru farseðlar og keppni á ólympiuleikunum iMiinchen iseptember. Sjá iþróttir bls 9 62. árg. — Laugardagur 25. marz 1972 — 72.tbl. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦ } Beint frá } j borði, — • ♦ ' að grœnu borðunum Það var ekki til setunnar boðið fyrir brezku bridge- sveitina, sem kom til Reykjavikur i gærkvöldi til að keppa við íslenzkt bridge- fólk. það var lialdið rakleitt frá Keflavikurflugvelli svo að segja beint að grænu borðunum’i Domus Medica. — Sjá bls. 5 ★ • • Okumenn við „próf- [borðið" hjá kennara- efnum Nokkrir ungir kennara- nemar héldu út á götuna i rigninguna og rokið i hádeginu i gær og tóku til við að gcra könnun á hádegis- umferðinni i Reykjavik. A annaö þúsund bilar komu við sögu i könnuninni, sem Guð- m u n d u r Þo r s t e i n s s o n, kennari, stjórnaði. Og hvaða einkunn fá svo mettir og glaðir ökumenn höfuð- borgarinnar hjá kennara- efnunum? — Sjá bls. 2 ★ Gagnrýn- andinn undir smásjánni Gagnrýnendur þykja mörgum ,,hinir verstu incnn”, einkum þeim, sem þeir fjalla um á annan hátt en þann, sem sá gagnrýndi heföi óskaö eftir. En hann Ý Gunnar Björnsson, tónlistar- ♦ gagnrýnandinn okkar, getur 7 ♦ lofaö menn ekki siður en ^ gagnrýnt, eins og sjá má i pistli hans í dag. Þá er það og frétt varðandi gagnrýn- endur, að út er komin skáldsaga, sem fjallarum þá og pólitik þeirra. —Sjá bls.2 og 7 í ♦ t ♦ Sérmálin enn óleyst Sjá baksiðu KÚREKAR OG BÆNDUR Já, kúrckar og hændur ættu að vera finir. Það er óhætt að undirstrika það. í Oklahoma, söngleiknum, sem Þjóöleikhúsið er nú að taka til sýningar er einmitt fjallað um sambúöarvandamál i Bandarikjunum hér áöur fyrr, þegar þessir starfshópar voru allt annað en vin- samlegir hvor i annars garð. llér er litmynd, sem Bjarnleifur Bjarnleifsson tók af einu söngatriða leiksins, sem var á aðalæfingu i gærkvöldi og verður frumsýndur i kvöld. Skaðabótakröfur ó hendur Bobby Físcher upp ó margar milljónir ef hann gerir alvöru úr samningsrofi Missi Bobby Fischer réttinn til að mæta heimsmeistaranum Spasski í einvigi vegna þrákelkni sinnarog kröfu gerðar, biða hans væntan- iega málsókn og skaða- bótakröfur, sem skipta milljónum. Skáksamband islands og Skáksamband Júgóslaviu munu vafalitið gera kröfur um, að þeim verði bættur sá fjárhags- legi skaði, sem samböndin hefðu órðið fyrir. Samböndin hafa þegar lagt i margskonar kostnað vegna undirbúnings. Skáksamband tslands telur, að fastur undirbúningskostnaður vegna einvigisins muni ekki verða minni en 2-3 milljónir króna. Þvi nær sem liður þeim degi, sem einvigið á að fara fram, þvi hærri verður að sjálf- sögðu sá kostnaður, sem sam- böndin leggja i. Samningarnir i Amsterdam voru undirritaðir af Edmond- son, sem hafði að allra dómi tvimælalaust heimild Fischers til að undirrita slikan samning fyrir hans hönd. Þessu virðist Fischer nú neita, en Edmondson jafnt sem aðrir telja Fischer ekki hafa nein lagaleg rök fyrir máli sinu. . Samningarnir eru bindandi. 1 lögfræðilegum skilningi má likja þeim við verktakasamning til dæmis um byggingu raforku- vers. Verkið var boðið út, til- boða var leitað, eins og kunnugt er, en málsaðilum, Fischer og Spasski, gefinn köstur á að semja sin á milli um, hvaöa til- boði skyldi tekið. Þar sem slikt samkomulag náðist ekki, var þeim aðilanum, sem útboðið gerði á verkinu, það er Alþjóða- skáksambandinu, samkvæmt lögum heimilt að ákveða, hver verktakinn skyldi verða. Dr. Euwe úrskurðaði, að fram- kvæmdinni skyldi skipt milli Belgrad og Reykjavikur. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, er aðalábyrgðaraöilinn, en aðrir aðilar, sem undirrituðu endan- legan samning um framkvæmd verksins i Amsterdam, eru ábyrgir fyrir sinn hluta samn- ingsins. Undirbúningur fram- kvæmda er hafinn. Eins og væri um byggingu raforkuvers að ræða, ber sá, sem útboðið gerir, ábyrgö á Iramkvæmd. Skák- samböndin eiga þvi vafalaust i fyrstu lotu skaðabótakröfur á hendur FIDE, en siðan mundi F’IDE eiga rétt til að krefja þann aðilann, sem hefði rofið samninginn, það er Bobby Fischer, Um fullar bætur fyrir samningsbrotið. Bobby Fischer, sem hugsar um peningalega hliö’ejnvigisins, mun þvi hugsá sig um tvisvar, áður en hann brýtur þennart samning. Ekkertbendir til þess, að hann geti á lögmætan hátt komið ábyrgðinni yfir á Ed- mondson, sem hafði fullt umboð Fischers. Fischer reynir aö knýja islendinga til uppgjafar. Hvað er Fischer að fara? Ætlar hann að missa af þvi fé, sem mun fá samkvæmt samn- ingum fyrir að tefla einvigið? Meiri fjárgreiðslur hafa ekki þekkzt fyrr á skákkeppni. Skipti peningarnir hann öllu, ætti hann að gæta þess að lenda ekki i skaðabótamáli, sem gæti kostað hann milljónir króna. Yfirleitt er taliö, að Fischer sé að reyna að stilla Islendingum upp að vegg og fá þá til að gefast upp við allt saman, til dæmis með þvi að þeir leyfðu, að Júgó- slavarnir eða aðrir héldu keppnina, gegn bótum til Islendinga.. En þá yrði Fischer að fá betri kjör á nýjum stað, ef hann ætti að græða. Þetta gæti einnig verið leikur til að lá stuðning einhverra aðila i Bandarikjunum. Þar i landi hef- ur áhugi verið mikill á mögu- leikanum á að ná ’ heims- meistaratign úr höndum Rússa. Nú gæti einhver auðmaðurinn eða auðfélagið, jafnvel opinber- ir aöilar, hlaupið til og gefið P’ischer meiri greiöslur, kann- ski ,,á bak við”. t bridge er algengt, að auðmenn styrki sveitir, svo sem er um Dallas- liðið, margfalda heimsmeist- ara, sem auðmaður heldur uppi og fær ágóða af. Fischer mundi fagna þvi að fá slikan bakhjarl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.