Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Vlsir. Fimmtudagur 20. februar 1975.
cTWenningarmál
Opinberun Jokobs

¦"¦--
Þá er hafin Jakobs
sýning Hafsteins, um-
deildasta sýning bæj-
arins i áratugi. Hefur
listamaðurinn lýst yfir
umburðarlyndi sinu og
góðvilja til allra og
þakkað öllum æsinga-
mönnum fyrir auglýs-
inguna. Jakobi virðist
hafa legið mikið á
hjarta undanfarin tvö
sumur, þvi hann sýnir
hér hvorki meira né
minna en 147 verk og
ekki siðan Van Gogh
leið hefur listamaður
þurft svo mikla útrás.
Um hvað var svo þetta fjaöra-
fok, hlýtur fólk aö spyrja sjálft
sig eftir að hafa skoðað allan
þennan fjölda sakleysislegra
oliu, vatnslita og kritarmynda.
Var það vegna þess að Jakob
átti sér svo marga sjálfskipaða
menningarsnobbara fyrir and-
stæðinga, eða vegna pólitikur,
— eða var þetta i raun vegna
þess að Jakob er slæmur mál-
ari?
Málið kom upp vegna hins sið-
astnefnda. Sýningarráð hóf
taflið með þvi að neita Jakobi
um sýningarhúsnæði vegna
skorts á undirstöðu i listsköpun,
án þess að hafa minnsta áhuga á
þvi hvar i flokki Jakob stóð eða
hvort hann hefði sungið i MA
kvartettnum. Meirihluti borg-
arráðs ásamt stærsta dagblaði
landsins sáu hinsvegar strax
pólitiska hlið á þessu máli, og
mikil skothrið var hafin að
sýningarráði  og  listamönnum
yfirleitt. Allir þeir draugar sem
taldir eru fylgja listamönnum
eru vaktir upp, þ.á m. „letingj-
ar" og „kommúnistar", en
slikar tuggur hafa oft gefist vel
þegar mikið hefur legið við. í
stað þess að verja list Jakobs
gripu borgarráðsmenn og aðrir
áhugamenri til þess tvieggjaða
bragðs að segja að enginn mæli-
kvarði væri i raun til um listir.
Sem sagt, við erum á
miklum hættuslóðum sem ætl-
um að voga okkur að fjalla um
Jakob sem málara. Nu skal það
samt reynt, án alls pólitisks
ivafs og ráða menn hvort þeir
halda áfram lestrinum.
Málari i lifriki
Jakob á nær einvörðungu við
landslag, dýrð þess, fugla þess
og annað lifriki, með einstaka
þorpi innanum. Hann hefur gott
auga fyrir þvi sem telst vera
hugnæmt myndrænt verkefni I
landslagi og hann notar sterka
„expressjóníska" liti til að
koma þvltilskila á striga. Siðan
hefst málunin.
MYNDLIST
eftir Aðalstein
Ingólfsson
Fjöll eru flest eins I laginu og
á litinn, þannig hlýtur að mega
nota sterka útlinu og sömu
sterku litina á þau öll. Sterk-
grænt hlýtur að vera gott og gilt
fyrir allan þann gróður sem i
kringum þau er. Siðan er það
himinninn. Ský skipta ei höfuð-
máli, enda óttalegt nostur og
timasóun að mála þau. En
himinninn er allavega blár,
eigum við að segja skærblár, og
siðan má breyta litnum litillega,
til tilbreytingar. Ar og lækir eru
hvitblá, það sér hver maður, og
sami liturinn hlýtur að duga á
þá. Svo vantar eitthvað til að
lifga upp á landslágið, helzt
fugla, en hestar myndu duga.
Vandinn við að mála fugla er sá
að þeir eru aldrei kyrrir, þannig
að ómögulegt er að teikna þá i
ró og næði Sennilega er fljót-
legra að nota bara Fuglabókina.
Allar myndir Jakobs sýna
sama skortinn á næmni fyrir
öllu sem lifandi er i landslagi,
margbreytileika þess, hvernig
það breytist eftir veðri og
vindum. 011 eru málverkin
máluð með sama þunghenta
mátanum, i sama linnulausa,
skæra tónstiganum og enginn
munur er gerður á þvi hvort um
forgrunn, miðgrunn eða
bakgrunn er að ræða. Allt er
jafn framarlega I myndinni.
Fjöll hanga ónotalega yfir hús-
um, en ekki á bak við þau, ár og
vötn eru ekki á iði heldur liggja
eins og þungir klaufalega
teiknaðir sekkir á miðri mynd
og virðast geta dottið Ut úr henni
i heilu lagi.
Hér skortir grunnþekkingu á
þvl hvernig hlutir liggja i rúmi.
Það er ekki nóg, eins og Jakob
gerir, að gera hluti minni eða
stærri eftir þvi hvar þeir eru I
myndinni,   heldur   verður
Jakob Hafstein: Nr. 79: Gæsir á beit.
jafnframt að tengja þá með
einum littón yfir alla myndina
þ.e. andrúmslofti. Litir Jakobs
liggja ósamræmdir og skerandi
um allan flötinn, — en þetta er
nokkuð sem nokkrir mánuðir I
fyrsta bekk myndlistaskóla
gætu lagfært.
En teikningu Jakobs held ég
að verði vart bjargað. Helst eru
það blessaðir fuglarnir sem liða
fyrir hana, og er ég viss um að
sjaldan hafa þeir farið eins illa
út úr málverkasýningu. Engin
tilraun hefur verið gerð til að
sýna hvernig lifandi fugl litur
út, heldur virðist einhverskonar
„standard"-fuj!l hafi verið
klipptur út úr blaði til notkunar
eftir hentugleikum. Er hann
algjörlega flatur að sjá, og
hefur hvorki þyngd, né megnar
að varpa skugga. Útlinur þeirra
eru óljósar og fálmkenndar og
erfiðis-atriði eins og nef og
fætur fá snógga afgreiðslu. Ekki
sést ýfð fjöður, eða fjöður
yfirleitt. Fuglunum er stillt upp
eins og uppstoppuðum eða á háu
„rigor mortis" stigi. Hestar fá
sömuleiðis að kenna á þvi. Og
bátar. Og fólk.
Það er mikill léttir að geta
hlaupið yfir I Kjarvalssal og
skoðað þar „Fugl" (nr. 73)
meistarans.
Myndlist og menning-
arpólitik
En á sýningu Jakobs hefur al-
menningur streymt og mun
streyma, allsendis óhræddur við
harðstjórn allra menningarvita.
Enginn skal ætla sér að segja
ÞEIM hvað sé list og ekki list. t
þeirri afstöðu sinni er fjöldi
manna studdur af borgarráði
ásamt ofangreindu dagblaði
sem lagt hefur áherslu á
furðulega „f ilistinska "
menningarpólitik að undan-
förnu.
Þetta er það hryggilega við
þetta Jakobsmál. Reynt hefur
verið að grafa undan öllu þvi
sem nefnist mat eða kröfur i
listum. Allir eru jafnhæfir til að
dæma um það sé list og fólki er
talin trú um að listamenn séu
eina stéttin I þessu þjóðfélagi
sem ekki hafi hundsvit á eigin
starfi.
ÞUSUND ÞJALA SMIÐUR
í Norræna húsinu
stendur yfir minning-
arsýning á gullsmiði,
málverkum og teikn-
ingum Baldvins
Björnssonar, en hann
lést 1945. Að sýningunni
standa ættingjar hans
og vildarmenn og
myndarlega sýningar-
skrá hefur hannað
barnabarn Baldvins,
Gisli B. Björnsson,
auglýsingateiknari og
skólastjóri Myndlista-
og handiðaskólans.
Baldvin mun hafa verið hlé-
drægur maður hvað snerti mál-
verk sin og málað i fristundum,
en stungið svo verkum sinum til
hliðar. Lifibrauð hans var gull-
smiði, en þá iðn stundaði hann I
Berlin frá 1902—1915 og gat sér
þar gott orð. En Baldvin var
langt frá þvi að vera einangrað-
ur gullsmiður sem ekki lét sig
varða hvað var að gerast i öðr-
um listum i kringum hann.
Fyrstu afstraktmyndir
Það kom mér skemmtilega á
óvart aö sjá á þessari sýningu
að Baldvin er fyrsti listamaður
á Islandi til að mála afstrakt-
myndir, og er það furðulegt
hugrekki af Islendingi norðan úr
Dumbshafi að leggja Ut á þá
braut á árinu 1912, aðeins
tveimur árum eftir að Wassili
Kandinsky hafði málað fyrstu
"*" - -  '¦*'
]    \
Baldvin Björnsson: Nr. 1: Komposisjón, 1913.
yfirveguðu afstraktmyndir list-
sögunnar. Þessi afstrakt til-
hneiging virðist hafa sótt á
Baldvin nokkuð skyndilega og
stuttu siðar, eða I kringum 1914,
hættir hann að gera slikar
myndir.
A þessari sýningu eru teikn-
ing og málverk I kringum við-
fangsefnið „Guðrúnargrát" og
eru þau frá ca. 1910-12 og eru i
þungum symbóliskum stíl, og
e.t.v. hefur Einar Jónsson haft
þar áhrif á Baldvin, en þeir
tveir höfðu farið saman til
Þýskalands 1902. En 1912 fer
Baldvin að mála þessar af-
straktmyndir sinar, og er það
eftirtektarvert að það eru á
sama tima sem listalif fer
skyndilega að blómgast I Berlin
með aukinni starfsemi „Neue
Sezession" og siðar „Freie
Sezession", ásamt sýningarsal
listfrömuðarins Walden.
I Berlin mátti sjá Beckmann,
Feininger, Kandinsky, Munch
og Nolde, auk margra franskra
listamanna, og Baldvin hefur
skyndilega orðið snortinn og
farið að athuga óhlutlæg form.
Þessar afstraktmyndir hans,
„Komposisjónir" frá 1912—14,
sýna að visu engin sérstök til-
þrif, þau eru verk leitandi
manns sem e.t.v. er aðeins að
mála fyrir sjálfan sig. Er mér
ekki kunnugt um hvort fyrstu
afstraktverk Kandinskys hafa
verið til sýnis i Berlin fyrir eða
um 1912, þótt ekki sé loku fyrir
það skotið að Baldvin hafi séð
myndir af þeim i timaritum.
Allavega eru verk Kandinskys
frá þessum tima mun frjálsari
og lifrænni i formum en þessi
verk Baldvins, og finnst mér
liklegt að þótt Kandinsky hafi
verið kveikjan, þá hafi Baldvin
hneigst að öðrum málurum. En
þess bera að geta I þessu sam-
bandi að Baldvin sem gull-
smiður var vanur að vinna með
allskyns óhlutlæg form og linur,
svo að þetta skref var honum
e.t.v. ekki eins fjarlægt og halda
mætti.
Verk þessi byggjást upp á nær
„arkitektóniskan" hátt, finna
má hús-form, beinar og odd-
hvassar kraftllnur sem liggja á
ská efst eða út við endamörk
myndanna, og nokkuð ber á nær
geómetriskum hringformum og
þrihyrningum, sem raðað er
nokkuð  reglubundið  á  mynd-
flötinn. Að þessu leyti minna
myndir Baldvins mig á fyrstu
þroskuðu myndir Lyonel Fein-
ingers og siðustu myndir Franz
Marc, en þær voru málaðar á
árunum 1912—1914. En þessar
myndir Baldvins eru merkilegt
innlegg i Islenska listsögu og
ætti Listasafn Islands að reyna
að eignast þær.
Borgir og landslag
Eftir 1914—15 virðist Baldvin
ekki hafa áhuga á afstrakt
myndgerð, en þýski expressjón-
isminn fylgdi honum alla ævi.
Snýr hann sér æ meir að lands-
lagsmyndum eða borgarmynd-
um sem einkennast af góðu
auga fyrir sterkri myndbygg-
ingu og notkun þykkra, bland-
aðra litflata. Myndir hans frá
höfninni I Reykjavik gefa ekkert
eftir myndum Snorra Arin-
bjarnar, nema þá siður sé, og
myndir Baldvins af verkamönn-
um og sjómönnum að starfi hafa
yfir sér þennan hetjulega ró-
semisbrag sem Gunnlaugur
Scheving siðar gerði að aðals-
merki sinu. Er vonandi að þessi
sýning verði til þess að Baldvini
Björnssyni verði skipað á sinn
réttmæta sess i Islenskri list-
sögu á 20. öld.
Hvað gullsmlði Baldvins
snertir, ber hún vott um ein-
staka natni og smekkvisi og fullt
vald yfir þeim formum sem
hann notar hvert sinn. Hvort
sem það eru bjúglaga og spennt
„art nouveau" form eða hrjúf,
expressjónisk form sem hann
vinnur með, þá finnur hann
besta samræmingu þeirra og
staðsetningu án þess að yfir-
hlaða  eða  of-skreyta  gripinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16