Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 6
Framhald af bls. 4 fékk abstrakt málverk, sem einlhver gárungi hafði smyglað inn á málverka- sýningu í Hollywood fyrir nokkrum ár- um, mjög góða dóma. Við getum ímynd- að okkur svipinn á gagnrýnanda, þegar því var ljóstrað upp á eftir, að það hefði verið málað af apa. Tveir háskólastúd- entar í Stokkhólmi vöktu nótt eina við vín og suðu saman eitthvert endemis- bull í formi nútímaljóðlistar, gáfu bók- ina svo út og fengu góða dóma. Og sama leik léku tveir ungir piltar með svipuðum árangri hér heima á Islandi, eins og frægt er orðið. Slíkt er vitan- lega vatn á myllu þeirra, sem andvígir eru breytingum á öllum hefðbundnum formum og telja alla þessa nýju tízku svindl eitt og svik. En það má benda á það, að léleg listaverk hafa ekki síður verið lofuð af ýmsum, þótt í hefð- bundnu formi væri. Formið er ekki skil- yrði listaverks, heldur aðeins ein hlið þess. Má þó til sanns vegar færa, að formleysi lista nú á tímum á ýmsum sviðum opni í bili leiðir til blekkinga fyrir ólærða fúskara, meðan öll alþýða manna á erfitt með að greina það sem gildi hefur frá hisminu. íslendingar hafa skiljanlega yfirleitt meira vit á ljóðlist en málaralist og er því alveg sérstök ástæða til þess að halda uppi almennri fræðslu í skólum um tækni málaralistar. Leikhúsið, sem sameinar innan vé- banda sinna m. a. listir orðs, tóns og litar, hefur vitanlega ekki farið var- hluta af öllum þessum nýju listastefn- um. Hafa íslenzku leikhúsin sýnt mikla menningarlega djörfung í kynningum sérkennilegra nútímaverka, því í flest- um tilfellum hefur það verið á kostnað aðsóknar. Fólk er ekki enn búið að venjast hinum nýju formum og á stund- um erfitt með að sætta sig við missi sögunnar í leikritinu. Það skilur ekki að slíkt er ekki lengur tilgangur leikrita- höfundarins, heldur að bregða sterku Ijósi á vissar hliðar mannlegs framferð- is. Iðulega fyrst og fremst með aðferð sýningar fremur en með orðum. Stunu- um eru orðin jafnvel notuð sem hluti ákveðinnar hrynjandi fremur en að merking þeirra skipti máli. Það virðist stundum erfitt að ákveða, hvað er mynd- list og hvað ekki. Sé það sett í ramma og hengt upp í sýningarsal, virðist flest geta gengið. Hér er eitt slíkt „lista- verk“ eftir Pólverjann Krystyn Zie- linski. Það var á sýningu í London og heitir „Málm- ur.“ Til vinstri: Kr ossf estingin, gamalt mótív í nútíma út- færslu eftir Fautrier. Um útrýmingu lítilla fugla Eftir Bergþóru Gisladóttur Þið talið um sprengjur sem springa og faila í útlandinu á ókunna kalla og ókunnar konur sem andlitum týna (í bókstafilegum skilningi iioldið flettist af) og börn sem finna ekki mömmu sína. Þið eruð á móti því sem ykkur færði auð (engan vantar brauð) er þjóðin var að horfalla og menningin (þess-i aidagiamla íslenzka menning) var dauð. Ég er svolítið smeyk því lfitm fuigl lau'g að mér að sprengjurnar gætu eins sprungáð og fallið hér. Veiðimenn veiðimenn oss vantar vana veiðimenn nú þegar. M argt bendir þó til þess, að fólk sé nokkuð farið að venjast sumum form- um nútímalistar. Ég hygg að erfiðleikar þeir, sem leikhúsin eiga nú við að stríða vegna ónógrar aðsóknar að sviðsverkum nútímahöfunda, liggi ekki fyrst og fremst í nýju formi þeirra, heldur miklu fremur í þeim bölmóði, þeirri svartsýni, sem einkennir mörg þeirra, þar sem höfundar virðast ekki koma auga á neitt annað í fari mannsins en það, sem dýrslegast er og viðbjóðslegast, þa3 er þreytt á þessari sífelldu grimmd, þessum óslökkvandi kvalalosta, sem fer eins og eldur um leiksvið nútímans. Það liggur í augum uppi, að ávallt hljóta að skapast andsvör gegn tepru- legri rómantík og hræsnisfullri við- kvæmni. En fyrr má nú rota en dauð- rota. Allt á þetta víst að sýna í nafni sannleikans. En það á ekkert skylt við sannleik að sýna aðeins hinia neikvæðu þætti mannlegs eðlis, hina skuggalegu ónáttúru, en láta sem góðleikur og mis- kunnsemi sé hugarburður og þjóðsaga. Margir þessara leikritahöfunda nútím- , ans eru merkilegir höfundar og sumir frábærilega vel til þess fallnir að skrifa góð leikhúsverk, en ef til vill stendur það of mörgum þeirra fyrir þrifum, að þeir hafa í einhverri mynd misst guð sinn og þess vegria trú sína á manninn og prédika því fall hans og tilgangsleysi lífsins. RABB Framhald af bls. 16 ur maður yfirleitt prýðilega út, ef varan hefur ekki hentað og kaupin ekki tékizt. Sumir afgreiðslumenn eru jafnvel þeir höfðingjar að benda á aðra búð, þar sem vera mœtti að varan fengist. Jafn bezt þjónusta hygg ég að hafi verið innleidd hjá flugfélög- unum. Þar hefur þjóðlegur drabb- araskapur aldrei náð fótfestu; senni lega vegna þess að flugið er ung starfsgrein og allir afgreiðsluhættir þegar frá upphafi sniðnir nákvæm- lega eftir erlendum fyrirmyndum. Gísli Sigurðsson. hagalagdar AHt er betra.... Þuríður Guðmundsdóttir var þurfa- maður í 'Hvítársíðu og fór milli bæja. Hún var svo umtalsfróm að hún hall- mælti engum manni. Eitt sinn bar saman fundum þeirra Þuríðar og Kjartans Gíslasonar. Hann var jafnan málhreifur og glöggskyggn á lýti. Dró hann ekki dul á þau. Kjartan segir: „Mikið prjónar þú, Þuríður; geng'ur prjónandi bæ frá hæ og gerir alla menn góða“. — Þuríður svarar: „Já, Kjartan minn, allt er betra en mannlastið". Bæir í Skaftártungu í eftirfarandi vísu eru taldir bæir f Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu: Gröf og Ásar, glöggt ég les, glaður sést þar halur, Hemra, Flaga, Hrífunes, Hlíð og Svínadalur, Fljótastaðir fá oft skell, fást x Seli rjúpur, Búland, Hvammur, Borgarfell, Býli snæs og Núpur. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. nmí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.