Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 8
,<cstur fyrirtækisins. Þ egar Hjörtur hóf smíði kennslutækja sinna handa háskólunum og síðar á tækjum þeim, sem hann hafði fengið á einkaleyfi, svo sem kveikispól- um fyrir bifreiðar, er tóku að breiðast út á fyrsta áratugi aldarinnar, varð verkstæðið í Marketstræti ekki lengur viðgerðarverkstæði eingöngu heldur hófst þar nýsmíði. Varð þá húsnæðið fljótt of lítið. Flutti Hjörtur sig þá í Jeffersonsstræti, tók þar á leigu tveggja hæða hús og lagði það brátt allt undir sig. Voru smíðavélar og þungavörur á neðri hæðinni, all- ar vélar reimdregnar, eins og þá var títt, og mikið vélaskrölt. Samsetningarverikstæði smátækja voru á efri hæðinni, skri'fstofur og tilriaunastofur. Skrif- stofur voru þar fyrir starfsfólkið, en engin handa Hirti. Hann sagðist ekki þurfa skrifstofu. í fyrstu þegar starfsmenn voru fáir umgekkst Hjörtur þá sern jafningja, leiðbeindi um störfin, frjálsmannlegur otg hispurslaus, en þó ávalLt ljúfmannlegur í framkomu. Komst snemma á gagnkvæmt traust og áhugi í startfi milli Hjartar og manna hans. Honum fannst þeir eiga hlutdeild í velgengni fyrirtækisins. Hann greiddi ríflegt kaup, eftir því sem gerðist, og byrjaði snemma að hugsa um hvað hann gæti gert fyrir starfsfótk sitt því til þæginda og ánægju. mt egar starfsliðinu fjölgaði gat Hjörtur eigi iætt við hvern mann einstakan, en hafði verkstjóra, sem sáu um flokk manna við samikynja störf. Gakk hann þá um verkstæðið og leit á störfin, atlhug&ði afköst manna og handbragð. Hann var athugull og er honum þótti breytinga þörf, snerihann sér til verk- stjórans og ræddi við hann; oft sagði hann: „Ég vil ékki hafa þetta svona,“ éða „þetta vil ég ekki“. Spurði þá verkistjóri stundum: „Hvernig eigum við þá að hafa það?“ „Það verður þú að reikna út“, svaraði Hjört- ur. Reyndi þá á útsjónarsemi verkstjórans. Oftar var það þó að Hjörtur lagði á ráðin, benti verkstjóra á að þessi maður ynni vel og væri líklegur til vandasamari venka. Þannig reyndi Hjörtur að ná sem beztum afköstum hjá starfsliði sínu. Hann hagræddi smíðavélum til hæfis við vinnuna og smíðaði sumar þeirra sjálfur og átti einkaleyfi á þeim sumum. Hann tók snemma upp fjölsmíðiaðferðir við færibönd og sá um það með uppfinningum sínum að fyrirtækið hefði ávallt næg verkefni að vinna úr. Bftir því sem frægð hans óx varð eftirspurnin á afurðum verkstæðanna meiri og starfsmannafjöldinn fór jafnt og þétt vax- andi. Kom þá til að skipta störfunum í deildir með verkfræðingum og öðrum sénfræðingum sem yfir- mönnum deildanna með aðstoðarmönnum þeirra. Hafði Hjörtur þá sama hátt á gagnvart þeim, sem hann hafði áður haft við verkstjórana. Hann íylgdist vel með störfum deildarstjóranna og þofdi eigi að þeir gerðust einráðir. Hann vildi hafa náið samband við þá og fulla hollustu af þeirra hendi, en ráða sjálfur. Kom það fyrir að hann lét deildar- stjóra víkja, ef honum þótti hann gerast sjálfráður um of. Þannig rak Hjörtur fyrirtæki sitt alla tíð fram yfir 1930 undir eins manns stjórn. Hjörtur hafði marga íslendinga í þjónustu sinni, er allir báru hon- um vel sögunna. Einn þeirra lét svo um mælt á efri árum, að tvo menn hefði hann séð fallegasta á ævi sinni. Það voru Hjörtur Þórðarson og Þorsteinn Er- lingsson skáld. U m 1916 gerði Hjörtur fyrirtæki sitt að hluta- félagi (incorporated) og átti alla hluti sjálfur. Fyrir- tækið nefndi 'hann Thordarson Electric Manutfacturing Oompany með undirtitli Electrical Specialities. 1916, upp úr sýningunni í San Francisco, fór að verða þröngt um verkstæðin í Jeffersonsstræti. Varð það til þess að hann flutti um 1918 í 7 hæða hús við West Huron-stræti 500 og lagði það allit undir sig. Gat hann þá við flutninginn hagrætt störtfum smíðadeiida sinna enn betur og aukið afköst fjölsmíðinnar. Þá voru einnig afköst hans sjálfs við uppfinningar einna mest, oft um fjórar umsóknir á ári að meðaltali um ára- tugi. Fyrirtæki Hjartar hél-t áfram að vax-a þar til 1929, þá voru þar starfandi um 1500 manns og veltan talin vera um 5 milljónir dala á ári. En þá komu erfiðleika tímar er úr varð svokölluð heimskreppa á næstu ár- um. Varð Hjörtur þá að draga saman starfsemi sína til mikilla muna, niður í þriðjung og jafnvel meira. Á sama tíma fækkaði símafélagið sem nú hét West- ern Electric við sig starfsfóLki úr um 40.000 niður í rúm 5000 eða áttunda part. Bftirspurn á tækjum Hjartar minnkaði og erfitt var að fiá sölusamninga um smíði til langs tíma. Komst Hjörtur við þetta í fjár- hagsörðugleika og árin 1933—34 var skipuð fjárráða- nefnd fyrirtaðkinu til aðstoðar. Hjörtur var vel kynntur og vinmargur. Reyndu vinir hans að verða honum að liði. Nefndin skammtaði Hirti tilteikna fjár- hæð á ári, er hann gat ráð'stafað að eigin vild. 1936 tók einn aif góðvinum Hjartar við stjórn fyrirtækis- ins. Það var Pih. D. Oharles Burgess, fyrrum háskóla- kennari við Wisconsinháskólann, sem einnig var eig- andi og stjórnandi fyrirtækjanna Burgess Battery Company og Burgess Laboratories. Þótt Hjörtur væri að sjáltfsögðu meðstjórnandi í fyrirtækinu, mun áhugi hans um stjórn þess hafa dvínað mjög við til- komu meðstjórnandans, þótt vinur hans væri. Fór Hjörtur þá að sækja meira til eyjar sinnar, Kletta- eyjar, sem hann hafði keypt í fyrstu vegna starfs- fólksins, og 1936 flutti hann bókasafn sitt með sér út í eyjuna og dvaldi þar Löngum. Þar hafði hann hug- «nn mjög við uppíinningar. Á styrjaldarárunum 1942 •—45 voru verkstæðin tekin undir smíðar í þágu her- væðingar Bandaríkjanna. Á þeim árum voru smíðað- ar þar m.a. vélar, sem Hjörtur hatfði á einkaleyfi til xaótkunar í fjarskiptum sjóhersins. 1945, árið sem Hjörtur lézt, var fyrirtækið selt eignanhaldsifélagi að nafni Maguire Industries Inc., er sama árið keypti einnig annað fyrirtæki að nafni Meissner Co. Var Thordarson-fyrirtækið rekið áfram á sama stað í Ohicago fram til 1952, en þá flutt til Mt. Carmel sunnarlega í Illinoisriki og rekið þar und- ir nafninu Thordarson & Meissner-deild í Maguire Industries, Inc. Þar eru smíðaðir hlutar í viðtæki hljóðvarps og sjónvarps o.fl. Þar á meðal „Thordar- son-spennar“. Er það fjárhagslega traust fyrirtæki, en ekki stórt. mt egar litið er ytfir feriL fyrirtœkis Hjartar og afköst hans við uppfinningar, vaiknar sú spurning, hvers vegna Hjörtur fór ekki sömu leið og þeir af- kastamiklu uppfinningamenn Edison og TesLa. Hjört- ur var þeim báðum vel kunnugur. Þeir reistu sér til- raunastotfur og unnu þar einigöngu að upptfinningum, en Létu aðra um hagnýtingu þeirra, smíðarnar og sölumennskuna. En þetta Lá öðruvísi við Hirti. Hann stofnaði viðgerðarverkstæði, eins og hann hafði Hjörtur var mikill bókaunnandi og átti ágætt safn bóka. Hér er hann í bókasafninu. 1867 - 12. MAÍ - 1967 ísi.i:\/hiit tlTIIWIVbt MADUR I ItWHAItíkJIMU Eftir Steingrím Jónsson, fyrrum rafmagnsstjóra — Síðari grein kynnzt þeim á fyrri starfsárum sínum. Það var fyrst og fremst ætlað til viðgerða og hugur Hjartar beind- ist að því að sjá um að hafa næga vinnu tfyrir starfs- menn sína, til þess að atfkomu fyrirtækisins væri borgið. Kemst hann þá inn á uppfinningabrautina í þessu skyni, en hann er svo hógvær, að hann virðist ekki leggja eins mikið og vert hetfði verið upp úr uppfinningastarfsemi sinni í sjáLfri sér. Honum læt- ur vel stjórn fyrirtækisins og hann gerist það atfkasta- mikill við uppfinningar að verkstæðin dafna vel í höndum hans. Hann gerir Litið að því að selja eða leigja einkaleyfi sín innanlands, heLdur notar þau mest í eigin fyrirtæki. Síðan þegar fyrirtækið hefur eflzt svo mjög að það er orðið frægt og eitt hinna stærri á sínu sviði, er það í rauninni orðið hverjum manni ofvaxið að stjórna því einn til Lengdar, enda myndi það að sjáltfsögðu eldast með manninum sjáLfum. Þá vaknar önnur spurning, hvers vegna Hjörtur breytti ekki um skipulag og gerði fyrirtæki si'tt að stórfyrirtæki. Hafa kunnugir sagt svo, að Hirti hefði verið það innan handar. En hann kaus hitt að halda eigin götur. Þegar samdrátturinn varð var Hjörtur kominn yfir sextugt og þá var heLdur ekki hentugur tími til þeirra breytinga. Sætti fyrirtækið því sömu örlögum og mörg önnur, að verða deild í stórum iðjuihring undir eignarhaLdi verzlunanfélaga. Bókasafnið. ess er áður getið að Hj-örtur hóf snemma að safna. bókum. Sagðist hann hafa erft bókaástina frá föður s.ínum. Hann hafði komið með fuilla kistu af íslenzkum bókum með sér tfrá íslandi. Þegar Hjörtur kvæntist hafði hann safn sitt í íbúðinni, en það óx ört, einkum eftir 1915, er hann tók upp alhliða söfn- un gamalla ensikra bóka í fræðum þeim, sem hann hafði mestan hug á. Tók safnið þá að vaxa svo, að erfitt var að hafa það á heimili. Þegar Hjörtur flutti verkstæði sín í West Huron-stræti, tók hann stóran sal undir bókasafnið á annarri hæð hússins og bjó um það þar. Þótt Hjörtur segðist ekki þurfa neina skritf- stofu sjálfur í fyrirtæki sínu, þá var þar þó sá staður, sem hann undi sér bezt á, en það var í bóka- saifni sínu og þar var hann aldrei iðjulaus. Þar mun hann einnig 'hafa hugsað mjög um uppfinningar sínar, þess á milli er hann ræddi við samstarfsmenn sína eða vann að tilraunum við nýjungar sínar. Svefn- Bandskurðarvélar í verkstæðum Hjartar. Þessar vélar smíðaði hann 1913 og átti einkaleyfi á þeim. 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.