Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 9
Ludwig Wittgenstein. sýn, að honum virðist allt rétt, sem sé rangt. Þetta væri að hans áliti versta aðstaða, sem hann gæti komizt Aristóteles. í í 1 it sinni að sönnum yrðingum. En tafn. -1 við þessar andsnúnu aðstæður hlyli yrðingin: Eg, Descartes, hugsa, að ra sönn og þar með er sann- leiks 'ildi hennar hafið yfir allan efa. En 'á sem hugsar hlýtur að vera til og [ r með er yrðingin sönnuð að dómi Descartes. Wedberg ræðir aðeins hvernig skilja eigi þessa röksemda- fær ■ fyrir haldi yrðingarinnar og tel ur aí' erfitt sé eða ógerlegt að fá fram skv ’ túlkun í ritum Descartes. F'r’noza, Leibniz, Hume, Berkley og Kan ’ru þeir heimspekingar, sem tekn- ir ru til ítarlegrar meðferðar eftir Descartes, en vikið er að mörgum feiri. Eru h“imspekikenningar þessara manna br r-ir til mergjar og dregið einkar ljóst fram það sem mestu máli virðist skip' • v-já hverjum og einum. í bókar- lok r nokkuð fjallað um áhrif Kants og •'ktar skoðanir heimspekinga, sem fetr' ” í hans fótspór. Eru lokaorðin á' þess leið: ,,^'ant, sem lét sér. anpt ut)i orðin „vís' di“, „gagnrýni" og „skynsérrií“, hefur þannlg belnt og ðbelnt orSHJ tfl þess að hleypa fram flóði skólaspeki- hugmynda, skáldadrauma og tilfinninga samra hugmyndakerfa“. Þriðja bindi heimspekisögu Wed- bergs, Filosofins historia. Frán Bolzano till Wittgenstein. Bonniers 1966, er langmest að vöxtum, á fimmta hundrað bls. í fyrsta kafla fjallar höfundur um viðburði síðustu hundrað og fimmtíu ára innan heimspekinnar, heimsviðhorf og náttúruvísindi, viðfangsefni vitsmuna lífsins og loks skýrgreiningafheimspeki. Þessu næst víkur hann að Bolzano og vísindakenningu hans. Bernard Bolzano var uppi frá 1781 til 1848. Hann tók Leibniz sér til fyr- irmyndar, en lét lönd og leið tízku- heimspeki samtíðarinnar. Hann leit á „almenna velferð" sem æðsta markmið siðfræði og lagði mikla áherzlu á jafn- rétti og réttlæti, vildi útrýma stétta- forréttindum og andstæðum þjóða. Bol- zano var prófessor í trúarheimspeki í Prag, en varð að láta af því embætti vegna stjórnmálaskoðana og af sömu sökum var erfitt fyrir hann að fá rit sín prentuð. Vísindakenning Bolzanos er rík að nýjum hugmyndum og rekur Wedberg hvernig síðari tíma kenningar rekja ræt ur til hennar. Um vísindakenningu Bol- zanos, Wissenschaftrflehre, segir Wed- berg m.a.: „Ég þekki ekkert eldra og fá yngri heimspekirit, sem frá upphafi til enda eru rituð af slíkum skírleik og nákvæmni, af jafnskarpri rökfimi og alhliða tilliti til eldri og samtíma verka. Að hverfa frá t.a.m. Kritik der rein- en Vernunft eftir Kant til verka Bol- Immanuel Kant. zanos, er eins og að koma úr frum- skógi inn í bjarta og vel skipulagða borg.“ Auk vísindakenningarinnar fjall ar Wedberg einnig í sérstökum köfl- um um röksemdafærslu Bolzanos gegn efahyggjunni, merkingarfræði hans, rök fræði, hlutlægt samhengi sanninda og þekkingarkenningu. í næstu köflum bókarinnar greinir frá rökfræði. Fyrst er fjallað um rök- fræði og tölfræði með sérstöku tilliti til Gottlob Freges og verka hans. Ann- ar kafli fjallar um rökfræði og sann- reyndir, þar sem verk Bertrand Huss- ells eru brotin til mergjar. í fimmta kafla þessa bindis fjallar Wedberg um Ludwig Wittgenstein og meginverk hans, Tractatus logicophilo- sophicus. Wittgenstein var fæddur í Wieh en dvaldist um tíma við nám í Englandi og var því jafnvel heima í þýzkri og enskri heimspeki. Tract- atus 1 logico—philosophicus kom út 1921 er Wittgenstein var aðeins þrjátíu og tveggja ára að aldri. Þetta verk er mjög þungt og ekki aðgengilegt nema þeim, sem hafa kynnt sér vel þær heim- spekikenningar, sem Wittgenstein eink- um byggir á. í Tractatus hefur Wittgen- stein komið saman þeim andstæðu hug- myndum, sem tókust á í huga hans og telur Wedberg að honum hafi fremur tekizt það í bókmenntalegum en vits- munalegum skilningi. En þetta verk hafði þegar mikil áhrif, bæði í Cam- bridge og Wien. I því kennir margra grasa. Þar eru hugleiðingar um stærð- fræðilega rökfræði, heimspeki stærð- fræðinnar, heimspeki eðlisfræðinnar, siðfræði o.fl. í sinni bók tekur Wed- berg einkum til meðferðar grundvallar- hugmyndir Wittgensteins um heiminn, hugleiðingar hans um málið og um heim spekina. Meðal þeirra heimspekinga, sem næst fjallar um má nefna Rudolf Carnap og G.E. Moore, en síðar kemur kafli ufn tungumálaheimspeki, með sérstöku tilliti til síðari verka Wittgensteins og Oxfordheimspekinnar. Tveir síðustu kaflar bókarinnar eru um heimspeki- skóla á Norðurlöndum, sá fyrri um Arne Næss og Oslóarskólann og síðasti kafli bókarinnar er um Axel Hager- ström og Uppsalaskólann. En Wedberg tekur fram, að þessi efnisniðurröðun byggist ekki á því, að hann telji þessa skóla bera hæst í heimspekisögunni. Hér hefur verið stiklað á stóru, en af sjálfu leiðir, að verki sem þessu verða ekki skil gerð í stuttri grein. En þeir sem um heimspekisögu fjalla í framtíðinni eiga Wedberg mikið að þakka fyrir þetta verk. Það sem ein- kennir verk Wedbergs er ljós og rök- fræðileg framsetning og margt það í heimspeki liðinna alda, sem torráðið var, verður ljóst í meðförum hans. Að lesa René Descartes. verk hans eftir ýmsar aðrar heimspeki- sögur er eins og koma úr frumskógi inn í bjarta borg. LAUNSÁTIN Framihald af bls. 7 um að drengirnir væru sofnaðir. En svo virtist sem sá eldri hefði verið að hlusta á laun, fylgzt hljóður með öllu sem gerðist. „Gott og vel, fálkaunginn minn,“ sagði kafteinninn samþykkjandi og rétti drengnum byssuna. „En láttu vegginn skýla þér.“ Andartaks þrúgandi þögn, rofin af hrópi kafteinsins. „Hæ, Garov, hetjan mín!“ Svo fylgdi skothvellur, sem berg- málaði um húsið eins og veggirnir væru að hrynja og sameinaði þau sem inni voru nóttinni og Garov. Hundurinn þagnaði, en síðan skildist honum að með því að skjóta væri fólk- ið á hans bandi og hann hélt áfram að gjamma og gelta eins og kraftarnir leyfðu. Yngri drengurinn vaknaði og fór að gráta, og sá eldri reyndi að hugga hann: „Þetta er ekkert, þetta er ekkert, vertu ekki hræddur." Svo tók að sljákka í hundinum. Gelt hans varð strjálara og ekki eins grimmdarlegt, ánægðara. Hann hafði nú ekki lengur veður af hinum illu gestum, sem horfnir voru út í nátt- myrkrið. „Farðu og leggðu þig,“ sagði kaft- einninn, faðmaði son sinn og kyssti en greip um handlegg konu sinnar og gaf henni hið gamalkunna merki um, að strax og börnin væru sofnuð ætti hún að koma til hans í rúmið. A meðan var malarakonan á hraðri ferð, dansandi yfir engið og hagann og skauzt inn í dimmt og grýtt árgilið. Svo lipurlega og auðveldlega að hún marði sig ekki einu sinni á berum fót- unum, enda þótt stígurinn væri stráður stórum, egghvössum steinum. Þótt illt væri að átta sig í gilinu, nam húri ekki staðar augnablik, né heldur villtist hún út af stígnum út í grófgert grasið eða niður brekkuna. f gilsmunrianum blístraði hún, ekki hátt, en hvellt. Henni var svarað með blístri, einnig lágu, en í dimmri tón, og framundan klettunum kom gildvaxin mannvera, sem malarakonan þekkti óðar og hún nálgaðist, á bjúgfættu göngulaginu, sem liðþjálfann, foringja lögreglusveit- arinnar. „Hvað er það?“ spurði hann og þreif urn handlegg hennar, og leiddi hana aftur sömu leið og hún hafði komið. Þau gátu ekki gengið samhliða eft- ir mjóum og ójöfnum stignum, svo mal- arakonan fór þegjandi á undan, en lið- þjálfinn brölti á eftir henni á trésól- uðutn ilskóm, Þau komust út úr gil- inu og út í tunglskinið á bersvæði og gengu eftir grýttri hlíðinni, sem vaxin var burknum og gömlum, greinóttum þyrnitrjám. Liðþjálfinn greip um vinstri hönd malarakonunnar og leiddi hana að þyrnitré, sem stóð eitt sér á jafnsléttu. „Hvað er að?“ endurtók hann hrjúfri og rámri röddu. „Þeir eru farnir." „Hvert“? „Ef ég aðeins vissi það! Þrælmenn in — í skóginn! Ég reyndi að fá þá til að koma þessa leið eða segja mér hvert þeir ætluðu, en það var þýðingarlaust — þeir steinhéldu sér saman.“ Þótt hún væri þess fullviss að út- lagarnir myndu ráðast til atlögu með- fram stígnum að húsi kafteinsins og ef til vill reyna að ráðast á kafteininn sjálfan vegna haturs, þá lét hún það kyrrt liggja, ekki aðeins vegna þess að maður hennar hafði leynt því fyrir lögreglumönnunum að útlagarnir ætl-' uðu sér að myrða kafteininn, heldur af því að hún vildi sem minnst tala um þessa hluti — það hafði alltaf óþægi- legar afleiðingar. Þessvegna bætti hún við ástúðlega: „Og ég var líka dálítið hrædd um ^ig.“ Því malarakonan hafði oft átt ásta- fundi með liðþjálfanum. Þessir fundir höfðu komið illu orði á hana meðal bændanna, en henni hafði ekki verið erfitt um vik að réttlæta þá við bónda sinn: það var nauðsynlegt að færa lið- þjálfanum upplýsingar og selja egg og mjólk á lögreglustöðina. Oftar höfðu þau samt hitzt utan dyra, vegna otftíðra og óþarfra eftirlitsferða liðþjálfans í nánd við hús hennar, og þó öllu hendur vegna þess að einkum á sumrin var henni ljúfast að njóta unaðar ástarinnar undir trjánum og í runnunum eða þá meðal burknanna, svo hún fór fúslega til funda við lið- þjálfann í lundinn við ána og við út- lagann í skóginum ofanvið húsið. f laufskrúði burknanna sneri hún til þess lífs, sem þár hafði runnið fyrir hennar tíð og myndi halda áfram er hún væfi öll; þar sem ef til vill var enginn maður, en allt var áhyggjulaus sætleiki og ástríða og ilmurinn af þeim Framihald á bls. 13 24. marz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.