Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Tilgátan um hugmyndafræðilegan grundvöll hins upp-
haflega fslenzka goðaveldis. Byggt var á 36 byggkorn-
iiiii, er svöruðu til 36 Tíunda himinhrings. Þessum Tiund-
um var skipt á heimshornin, 9 í hverju. Hið heiðna þjóð-
félag íslendinga var Miðgarður — millistig manns og
alheims. Hver goðanna var ein þeirra 36 máttarstoða
er héldu uppi Miðgarði — er var spegilmynd alheimsiiiS.
DAGANA 14.—17. apríl næstkomandi fá íslendingar góðan gest,
hinn suður-ameríska rithöfund Jorge Luis Borges. Borges mun
nú viðurkenndur mestur þeirra skálda er rita á spænska tungu
og einn merkasti rithöfundur heims. Hefur Borges — einn ör-
fárra samtiðarmanna vorra — látið sér annt um íslenzka menn-
ingu og kynnt hana margvíslega í verkum sínum. Hefur hann
meðal annars lagt stund á forn fræði norræn og íslenzka tungu.
Að eigin sögn kemur hann hingað í eins konar pílagrímsfbr.
Við bjóðum hann hjartanlega velkominn.
Borges hefur nú nýlega sent frá sér bók um „ímyndaðar ver-
ur" i bökmenntum heimsins (1). Er rit þetta einföld frásögn af
ýmsum sérkennilegum fyrirbærum í fornum og nýjum sögnum,
og ber þar hæst kynjadýr ýmiskonar. Er hér ekki um fræðirit
að ræða heldur stuttar frásagnir sem spegla látlausan stíl höf-
undar. Er ljóst, að það sem fyrir Borges vakir með bók þessari
er fyrst og fremst að veita lesendum hlutdeild í undrun sinni
yfir furðuveröld mannshugarins.
Bok þessi er, eins og vænta má, forvitnileg aflestrar. Þekkja
þeir sem lesa goðafræði þar ófáa kunningja, Sfinxa, Kímerur og
Kentöra, auk annarra kynjadýra sem saman eru sett úr hlutum
fjarskyldra kvikinda. Gefur Borges þá skýringu á þessari iðju
sinni, að til sé „a kind ®f lazy pleasure in useless and out-of-the-
way erudition". Hafi slík ánægja komið honum til að gefa út bók
þessa, en alls staðar hafi hann þó gert það sem í hans valdi stóð
til að rekja tilvitnað efni til upprunalegra heimilda. Hefði ná-
kvæm heimildaskrá prýtt ritið og veitt því aukið gildi fyrir þá
sem rannsaka ffoðafræði. Verður slíkri skrá vonandi bætt við
síðar í aukinni útgáfu. Getur þarna að líta ýmsa kafla sem unnt
er að rannsaka frá fræðilegu sjónarmiði, og bendir margt til
að þar sé að finna f jölbreytilegar heimildir um tímatal og menn-
ingarhætti. Samkvæmt yfirlýstum tilgangi ritsins er hinn „ónot-
hæfi lærdómur langt utan alfaravegar" nægilegt markmið í sjálfu
Sér. og verður ekki um sakazt. þótt fræðimaðurinn hvílist við
furðusagnir. Ástæðan til þess að hér er stungið niður penna er
allt um það sú, að því fer víðs fjarri, að mikið af efni í Ifyrr-
greindri bók Borges sé „ónothæft". Þar er til dæmis kafli er
kynni að varpa skæru ljósi & hið forna goðaveldi íslendinga.
Ritstjóri Morgunblaðsins hefur nú beðið mig að skýra þetta mál
í Lesbókumi í tilefni af komu Borges, og skal það hér með reynt.
Eins og flestum er kunnugt
hafa fræðimenn lengi glímt við
gátu hins forníslenzka „þjóð-
veldis". Hefur gátan þótt tor-
leyst — m.a. hefur það reynzt
ótrúlega örðugt að finna sjálf-
an hugmyndafræðilegan grund
völl skipulagsins. Einkum hafa
menn átt illt með að botna í því
hver  grundvöllur  þess  „lýð-
veldis" gat verið, sem hvorki
virtist eiga sér forsendur né
hliðstæður í þjóðfélögum sam
tímans. Á yfirborðinu sýnist
skipulagið andstætt öðru
skipulagi er menn þekkja frá
fornöld og miðöldum — en sá
böggull fylgir skammrifi, að
með öllu er óheimilt frá visinda
legu  sjónarmiði  að  slá  slíku
Einar Pálsson
HUGMYNDAFRÆÐILEGUR
GRUNDVÖLLUR
HINS ÍSLENZKA
GOÐAVELDIS
Jorge Luis Borges.
föstu. Ástæðan til þessa er sú,
að því aðeins getum við dregið
ályktun um algjöra sérstöðu ís-
lenzkra menningarhátta af til-
taekum gögnum, að næg önnur
gögn séu til samanburðar. Svo
er ekki, langmestur hluti
þeirra gagna sem ætla má að
til hafi verið um heiðinn
grundvöll evrópskra samfé-
laga að fornu er glataður. Við
fyrstu sýn benda viss gögn til
sérstöðu hins íslenzka „þjóð-
veldis", en þung og veigamik-
il rök fornra menningarhátta
benda í gagnstæða átt. Þótt
það kitli þjóðerniskennd
sumra manna að slá fram sér-
stöðu Islendinga á þessu sviði,
getur enginn fræðimaður þann
ig fullyrt, að íslenzkir stjórn-
arhættir í heiðni hafi verið
einstæðir. Slík fullyrðing fer í
bága við eina af meginreglum
hugvísinda, sem segir, að for-
boðið sé að draga ályktun um
vöntun á hliðstæðu af þögn
heimilda nema þar sem heim-
ildir eru það miklar, að glögg-
ar ályktanir verði af slíkri
þögn dregnar (2). Svo er ekki í
þessu tilviki. Sá fræðimaður
sem  slær  fastri  algjörri  sér-
stöðu hins heiðna þjóðskipu-
lags íslendinga kann að afla
sér vinsælda — en jafnframt
þverbrýtur hann visindalega
vinnuaðferð.
Við neyðumst þvi til að
halda áfram að leita skýringa.
------O------
Ýmsir ágætir fræðimenn
hafa rannsakað lagabálka
og fornrit til skýringar á hinu
forna þjóðveldi íslendinga.
Hafa þeir fundið margt athygl-
isvert við þá rannsókn og
brugðið upp ljósi á f jölda þátta
samfélagsins, einkum lögspeki
og hinn svonefnda „ættar-
grundvöll" hinnar fornu þjóð-
félagsbyggingar. Eitt hefur
hins vegar að mestu runnið
þeim úr greipum — hugmynda
fræði sú sem skipulagið var á
reist. Hefur sá vandi vafizt
svo fyrir mönnum, að nákvæm
tilgáta um fræðilegan grund-
völl skipulagsins hafði ekki
verið sett fram árið 1968. Árið
eftir birtist ritið Baksvið
Njálu (3), þar sem lagðar
voru fram ákveðnar til-
gátur um ráðningu þess tákn-
máls sem helztu goðsagnir Is-
lendinga voru á reistar. Þessi
bók reyndist mörgum tormelt.
Árið 1970 kom svo út skýringa-
ritið Trú og Iandnám (4), þar
sem ákveðin afstaða er tekin til
hins heiðna grundvallar goða-
veldisins. Eru titgátur beggja
bókanna byggðar á athugun
goðsagna, einkum þeirra ein-
inga, sem táknmálið varðaði.
Hafði slík athugun ekki verið
gerð fyrr hérlendis, og komu
niðurstöður hennar því ærið
flatt upp á suma. 1 örstuttu
máli er niðurstaða atíhugunar-
innar sú, að helztu goðsögnum
Islendinga hafi verið líkt far-
ið og merkustu goðsögnum er-
lendum, sem krufðar hafa ver-
ið. Hafi kjarni þeirra verið
menningarhættir      heiðinna
manna og tímatal. Eigi hið ís-
lenzka goðaveldi rætur sínar
að rekja til hugmyndafræði
sem geymd er í goðsögnum og
yfirleitt er kennd við konung-
dæmi. Þetta mun ýmsum þykja
skrýtið, en hefur þó oft hvarfl
að að helztu fræðimönnum á
sviði lögspeki, til dæmis Ólafi
Lárussyni. Konrad Maurer
gerði beinlínis ráð fyrir því,
að smákonungdæmi Noregs
hefðu  legið  til  grundvallar
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
11. aprál 1971
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24