Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 11
vice-konsúl á íslandi, og eng- inn annar en ég hefir hreyft þessu. Ef þetta gæti tekist, létti það töluvert undir efnalega, og þó kannski ennþá meira óbein- línis. Ég geri ráð fyrir að Am- eríkumenn launi konsúl á fs- landi eitthvað dálitið, þar sem hann annars litlar teikjur gæti haft. En svo kemur spurning- in. Er það bugsanlegt að ég gæti hlotið þessa heiðurs- stöðu? Og hvers vegna ætti ég ekki að geta það? Ef það er ekki annað en kunnáttan i ensku og almenn verzlunar- þekking sem mig vantar, þá mun ég brátt fá brotið þær hindranir á bak aftur; ég hefi lagt stærri tröll að velli. Ég get vel bjargað mér í málinu eins og stendur, og eftir að ég verð búin að taka tíma í því utanlands, sem ég hafði fastráð ið að gera hvort sem var, og vera mánuð í London, skil ég varla í að málið verði -mér að fótakefli. En það er kannske eitthvað annað, sem yðar Exc-. ellence sér því ti,l fyrirstöðu, og þá hefir þetta ekki farið ann- arra á milli en okkar tveggja. En ef yðar Excellence ekki sæi neitt verulegt þessu til hindrunar, þyrfti ég að biðja um opinber ummæli yðar um þetta: 1) að þér álítiið æskilegt að vicekonsúll sé skipaður á Is- landi fyrir Bandarikin, 2) að þér áiítið heppilegast að hann e,igi heima í Reykjavík og 3) að þér mælið með mér í þessa sitöðu. En ég skrifa ekki þetta ein- ungis til að leita aðstoöar yð- ar, heidur einnig ráða. Þetta er vandamál fyrir mig og ég finn hér eins og oftar til einstæð- ingss'kaparins. Af því ég hef ásett mér að fara héðan eftir helgina kemur vildi ég biðja yður að lofa mér að taia við yður þessu viðvíkj nei, eða skrifa mér um það. Ég vildi senda inn umsókn mína með fylgiskjölum áður en ég færi héðan, til þess, ef þetta teeldBt, að það gæti verið kom- ið í kring um það leyti sem ég kem heim aftur (í júní eða júlí). Um leið og ég minnist þess með þakklæti hvað þér áður hafið gert fyrir mig, bið ég yð- ur að fyrirgefa það ónæði sem ég geri yður með þessiu. Lotninigarfyl'lst Guðm. Magnússon." Kristján Albertsson JÓN TRAUSTI Á VEGA- MÓTUM SÍÐARI HLUTI Drangurlnn „Jón Trausti“ yzt á Melrakkasléttu. Teikninguna gerði Jón Trausti. Þýzki ísiands- vimirinn Hinrich Erkes skírði dranginn, en hann er rétt hjá fæðingarstað Jóns Trausta. Ekki verður vitað hverju Hannes Hafsteiu svaraði þessu bréfi, né hvort þeir Guðmund- ur hittiust að þessu sinni. En hann varð ekki bandariskur ræðismaður. Hann fer undir vor suður á bóginn, ferðast um Þýzkaland, Sviss og England, kemur heim í júní. Skömmu siðar kemor Teitur út, en hefur þó sýnilega verið prentaður fyrir áramót, þvi á titilblaði er ártalið 1903, og bókin helguð Jóni Magnús- syni landshöfðinigjaritara, en i þeirri slöðu sat hann ekki leng ur en til loka janúarmánaðar 1904 — eftir það varð hann einn af skrifstofus,tjórum hinn- ar nýju innlendu ráðherra- stjórnar. 2. Ljóðleikurinn Teitur gerist á fyrri hluta 15. aldar, og er bæði sálfræðileg lý&ing og myn.d af sögulegum viðhorfum og atburðum. Skálholitsbiskup Jón Geir- reksson er á yfirreið með miklu föruneyt.i þegar hann tjaldar í túní bændahöfðingj- ans Tei.ts Gunnlaugssonar í Bjarnanesi; hann slær upp veizlu, þar sem Teiitur verður drukkinn. En Þórdís, hin unga kona Teits, sem löngum hefur látið sig dreyma um kynni af glæsiilegri veröld en skaft- fellskum heimahögum, dáist að ljóma biskupsdómsins og af heiimsmannlegu tald og laðandi framikomu Jóns Geirrekssonar. Og hdn útlendi biskup verð- ur hrifinn af henni, trúir henni fyrir áformum sínum og erfið- leikum, hugsjómum sdnum um meiri aga, einingu og frið í landinu — en lika sínum ein- manaleik og þi'á eftir ást, ein- mitt slíkrar konu sem hún er. Hann fellur henni tii fóta, bið ur hana að leggja sér lið „í lífs- ins sárustu þrautum", en hún bregður við eins og siðsamri konu sæmir: ,Guð stjórni yður, herra! Hvað hugsið þér? Nú hræðist ég yður.“ Hún skipar honum að standa upp, en hann grípur hendur hennar — og í því kemur Teit- ur að þeim. Nú verða harðar orðræður, þar sem bóndinn kvartar yfir átroðningi og yfirgangi bisk- ups og manna hans, og þeirri „óvirðingu”, sem enginn hafi sýnt sér fyrr. Loks tekur hann sverð sitt og ætlar að leggja til biskups, en Þórdís gengur á milli, og síðan sveinar biskups, sem handtaka Teit. Eftir að hann hefur svarið biskupi fjandskap er hann fluttur hlekkjaður til Skálhoks. Næsta vetur fer Þórdís þang að á laun, og hefst við dulbú- in á hinu fjölmenna biskups- setri. Henni tekst að fá einn af fangavörðum Teits til að sleppa honum úr haldi, og þeir leggja saman á flótita á hestum — en án þess maður hennar viti að hún hafi verið í Skálholti, og staðið að lausn hans. Þegar biskupi er sagt frá flóttanum og hann ætlar að senda lið á eftir þeim, gefur Þórdís si,g fram við hann. Henni tekst að fá hann til að falla frá ef(irförinni, með því að hlýða andmælalaust á ástar játnin.gar hans, kveikja vonir í brjósti hans. Síðar fáum við að vita, að hún hefir gefist hon- um. Sumarið eftir fer Teitur með öflugt lið til Skáiholts, svei-nar biskups eru sigraðir og drepn- ir, honum sjálfum drekkt i Brú ará. Þórdís hefur særst til ólif- is fyrir sverði manns síns, þeg ar hún enn á ný gekk á milli hans og biskups. En áður en hún deyr sættast þau hjónin, hún segir Teiti að hún hafi elskað hann einan, og hvernig sér hafi tekizt að frelsa hann úr prisundinni — og hverja fórn hún varð að færa: „Með heiðri minum ég hindraði það að hertygjuð sveit væri búin á stað, sem ei ykkur tækist að forða ykkur frá.“ Hér er í fyrsta sinn i islenzk um bókmenntum reynt að skyggnast inn í sál manns sem stefnir að þjóðarkúgun og ein- ræði, lýsa þeim hrærigraut af hugsjónum og grimmri ei.gin- girni sem byltist í einni bendu i hugskoti eins af útsendurum heimssögulegrar valdabarátitu, yfirráðagræðgi katólsku kirkj- unnar, sem biskup vill sam- ræma hagsmunum konungs- valdsins danska en aiuðvitað sumpart af þeirri sannfær- ingu og sumpart undir því yfir skyni að þetta sé jafnt ís- lenzku þjóðinn.i sem kirkju' og kóngi fyrir bezt.u. En hann á í stríði við stórlæti og sjálfstæð ish-ug íslenzkra bændahöfð- ingja, og auk þéss annan óbug- andi andstiæðing, vel kristinn, vel kristinn, hreinhjartaðan, hreinhjartaðan, djarfmæltan, íslenzkan staðarprest sinn. Hér verður víða dramatísk spenna, og oft haldið skörulega á mál- stað af beggja hálfu. Ung kona hefur orðið á vegi þessa biskups, sem kirkja hans dæmir til einlífis, og hann trú- að henni fyrir sinni mannlegu neyð, beðið um ást hennar. Önnur mesta mannlýsin.g leiks ins verður Þórdis, allt það rót sem kynni af slíkum manni kemur á hug hennar, róman- tískrar konu í sambúð við dul an og þumbaralegan mann, sem hún þó virðir og elskar. Hún skilur ekki sjálfa sig framar, veit ekki með vissu hvað stjórni gerðum hennar. Var það eingöngu til að bjarga manni sínum að hún lagði á sig hina löngu, erfiðu vetrarför til Skálholts - eða líka annað sem seiddi hana — ljómi Skál- holts, og bisikupinn sjálfur? „Hvað var það sem hingað mi.g lokkandi leiddi? Það lét mér i eyrum sem fjarlægur hljómur. Hvað var það sem ró minni allri eyddi og áfram mi,g knúði sem f orlagadómur ? Hvað stiuddi mig áfram um óbyggða sanda með óreiðum vötnum til beggja handa? Hvað fylgdi mér jöklanna fram hjá bungum, þar flóðið brýzt undau skr i ð j ök ulst u n,g um, sem bylgjast u,m sandinn sem feikna-feldur af fjallsins herðum að takmörkum lands, þar vörð fyrir störndinni hafrótið heldur og hefur á rifum sinn ferlega dans? Hvað leiddi mig alls konar ókunna vegi án ailra bendinga, sveit úr sveit ? Hví virtust mér hætturnar ókleifar eigi, svo aldrei é,g hikandi kringum mig lei/t? 1 æskunnar draumkenndu ævintýrum '■ sig oft fyrir sjón minni Skálholt hóf, og sagan úr minnin.gum mörgu.m og dýrum sinn marglita dúk kringum Staðinn óf. Hvað leiddi mig hingað? llann sem þráði þá hönd sem fjötrana sundur sniði? Eða annar, sem baráttu beiska háði, fyrir betrun lýðsins og heill og friði? Var það bending frá hinmum send minni sál, eða Satan, með freistingar, snörur og tál?“ Ekki skal því neitað að víða sé viðvangingsbragur á þessari fyrstu tilraun íslenzks skálds til að semja sjönleik, sem að meginefni væri lýsing á mann legum ástriðum og sálarkröft- um í átökum við innri og ytri skapadóma. Engum hefði samt átt að geta dulizt að þessi fátæki, heíisu- tæpi þritugi prentari, sem hafði skapað þetta verk I tómstundum sínum, var gædd- ur skáldlegu ímyndunarafli og stórhug til að færast í fang mikilfengleg yrkisefni — að sjálfsagt var að taka hon- um vel og greiða götu hans, í landi fáskrúðugra nýrra bók- mennta. En þær viðtökur sem verk hans fékk urðu honum lítil örvun, og fremur til að gera götu hans grýttari en áður hafði verið. 3. Þ.jóðólíur reið á vaðið með rit dómi 8. júlí 1904, se.m sikrifað- ur er af þröngum, fremur þursalegum skilningi á efni leiksins, og augljósri óvild til höfundar. Blaðiö telur að margt megi u.m leikinn segja, „sumt að vísu gott, einkum að því er rímið snertir því það er óviða mjög stirt — en miklu fleira misjafnt, að því er alla meðferð höf. á efnjnu snertir. Hugsanir eru frernur smágerð- ar og veigali lar og eigi frum- legar. Veruieg tilþrif finnasi óvíða.“ Þrátt fyrir „allt það ómak, sem höf. gerir sér i þvi að gylla biskupinn munu af- drif hans ekki vekja með- aunikvun i huga flestra les- enda.“ Lakast hafi þó tekist 14. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.