Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 3. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Teikning: Árni Elfar
Arni Ola
Kroppsmenn og
Hellismenn —
Hverjir voru þeir?
„Torfi Valbrandsson drap Kroppsmenn 12 saman, og
hann réð most fyrir drápi Hólmvcrja, og hann var á
Hellisfitjum og Illugi hinn svarti og Sturla goði þá er
drepnir voru 18 Hellismenn, en Auðun Smiðkelsson
brenndu þeir inni á Þorvarðsstöðum."
Svo segir Landnáma frá stórvirkjum Torfa. Verður
ekki annað séð á frásögninni, en að hér hafi verið um
óaldarflokka að ræða og hafi þótt mesta landhreinsun að
losna við þá. Torfi hefir svo orðið frægur af þessum
verkum, líkt og Ari í Ögri varð frægur af því að drepa
Spánverja.nna forðum á Vestfjörðum.
Harðar saga segir frá örlógum Hólmverja og hvern hlut
Torfi átti að því að þeir voru sviknir og drepnir. Var það
seinasta frægðarverkið af þessum þremur og þarf ekki
um það að ræða hér. En vér eigum engar sögur af
Kroppsmónnum óg Hellismönnum. Hverjir voru þeir?
Á Landnámu eru tvö einkenni, sem fáir munu hafa
veitt athygli.
Hið fyrra einkenni eru hin mörgu þráðarslit í voð
frásagnarinnar af landnámum á ýmsum slööum, þar scm
miklar líkur eru á, að veriö hafi írskar byggðir áður en
norrænir landnámsmenn komu til sögunnar. Hafi Land-
námshöfundar ekki séð þess neinn kost að þegja alger-
Iega um írskar byggðir, hafa þeir tekið það til bragðs að
gera bændur þar að landnámsmönnum og gefa þeim
flestum norræn nöfn. En hvar sem þeir treystu sér til að
hylma yfir, að hér hafi verið írskir bændur, hafa þeir
gert það, og þess vegna verður sagan hjá þeim í molum.
Annað einkenni er það, að hvar sem í Landnámu (eða
Islendingasögum) er farið óvirðulegum orðum um menn
og konur og þeim borin fjólkyngi á brýn, má ganga að því
vísu, að þar sé um írskt fólk að ræða.
Þótt vér hófum trúað því fram að þessu að hér hafi
engin byggð verið áður en norrænir landnámsmenn
komu, má þó glöggt sjá, aðslikt er sögufölsun. Fólksfjöld-
ínn í landínu sýnir áþreífanlega, að hér hlýtur þá aó~hafa
verið margt fólk fyrir.
Til hægðarauka skulum vér telja, að hingað hafi komið
400 landnámsmenn og á hverju skipi hafi verið 30 manns
til jafnaðar, og þá hafa hingað flutzt 12 þúsundir manna.
Þessi innfiutningur dreifist á 55 ár. Sé svo tekið tillit til
þess, að barnadauði hefir þá sennilega verið meiri en nú
og altaf voru roikil vígaferli, þá er vel í lagt sé gert ráð
fyrir, að þjóðinni hafi fjölgað um helming á rúmum
hundrað árum og hér í landi hafi verið 24 þúsundir
manna þegar kristni var lögtekin. Sé svo ennfremur gert
ráð fyrir því að sjötti hver maður af þjóðinni hafi verið
vígfær, þá ættu að hafa verið 1000 menn vígfærir í
hverjum fjórðungi árið 1000 til jafnaðar. En af frásögn-
um um flokkadrætti í Iandinu og liðsafnað, má fljótt sjá,
að þetta nær ekki neinni átt. Þegar Tungu-Oddur sat
fyrir Þórði gelli við Hvítá árið 962, hafði hann 480 vigra
manna, sem hann hafði safnað i uppsveitum Borgarfjarð-
ar. Arið eftir hittust þeir á Alþingi og þá hafði Oddur 360
manna lið, en Þórður var miklu fjölmennari. Svo fjól-
mennum herflokkum hefði ekki verið unnt að safna á
tiltölulega litlum svæðum, ef ekki hafði verið nema
24.000 íbúar í öllu landinu. En þö tekur yfir þegar
Víga-Styrs saga segir frá herferð Snorra goða til Borgar-
fjarðar árið 1005 til að hefna Styrs. Þá hafði hann 800
manna en Borgfirðingar voru sunnan Hvítár með 1200
manna.
Þarna eru þá taldar tvær þúsundir vígfærra manna úr
tveimur þingum. En nú voru þrjú þing í fjórðungi
hverjum og koma þá að meðaltali 3000 vigfærir menn á
hvern fjórðung, en það samsvarar því, að þá hafi allur
landslýður verið 72.000 manna, eða þrisvar sinnum
mannfleiri heldur en hann hefði getað verið með eðli-
legri fólksfjiilgun, ef norrænu landnámsmennirnir hefðu
komið hér að auðu landi. Þetta sýnir að 2/3 þjóðarinnar
hafa þá verið af írskum stofni.
Nú skal horfið að þvf að athuga hvað Landnáma segir
um landnám I einu héraði, Borgarfjarðarsýslu norðan
Skarðsheiðar, og Hvítársiðu, en á þessum slóðum gerðust
atburðir þeir, sem sagt er frá að upphafi.
Sumir eru farnir að draga í efa að Skallagrímur hafi
numið land sunnan Hvítár og úthlutað því sínum mönn-
um. Þessi skoðun verður látin liggja milli hluta hér og
fylgt frásögn Landnámu. Skallagrfmur fékk Grími
háleygska land milli Andakíls og Grimsár, Olafur hjalti
fékk land frá Grímsá að Reykholtsdalsá og Ketill blundur
fékk tunguna milli Flókadalsár og Reykholtsdalsár alla
leið upp að Rauðsgili og „Flókadal allan fyrir ofan
brekkur", — Björn gullberi nam Lundarreykjadal.
Svo eru þarna tvö landnám enn, Skorradalur og Flóka-
dalur, sem Landnáma eignar strokuþrælum Ketils gufu,
Skorra og Flóka. Segir svo ekki meira af þeim en að þeir
hafi verið drepnir, hvor í sínu landnámi. — Við þetta er
ýmislegt að athuga.
Höfundar Landnámu háfa vitað vel, að þrælar gátu
ekki numið land, og allra sízt strokuþrælar. Þessir dalir
hafa verið byggðir írskum Iandnemum áður en norrænir
menn komu. En norrænu aðkomumennirnir gefa helztu
mönnum dalanna þessi nöfn, Skorri og Flóki, og kenna
svo dalina við þá. Nöfnin á döltinum hafa verið orðin svo
föst í málinu þegar Landnáma var rituð, að ekki hefir
verið viðlit að ganga fram hjá þeim. Og þá er gripið til
þess örþrifaráðs að segja, að strokuþrælar Ketils gufu
hafi fyrstir numið þessa dali, enda þótt sú fullyrðing væri
óhugsandi fjarstæða. I öðru orðinu segir svo, að Ketill
gufa hafi komið út „síð landnámstiðar", en það þýðir, að
Borgarfjarðarhérað hefir þá verið alnumið. Hér rekst
hvað á annars horn, eins og vant er þegar farið er með '
blekkingar. Þessir menn, sem kallaðir eru Skorri og
Flóki, hafa verið irskir bændur, og hið eina sem satt mun
i sögunni, er þetta, að þeir hafi báðir verið drepnir.
Ekki fara margar sögur af Skorrdælum, en þó má
finna líkur til þess, að þar hafi haldizt irsk byggð: —
Þorvaldur hét maður er bjó að Vatnshorni i Skorradal.
Kona hans hét Þorgríma og var kölluð „smiðkona". Þau
voru foreldrar Indriða á Indriðastöðum, sem var mágur
Harðar Grímkelssonar. Þorgríma lifði bónda sínum
lengur og fluttist þá að Hvammi þar í dalnum. Sagt er að
hún hafi ekki verið við alþýðuskap og fjölkunnug mjóg.
Einu sinni fóru Hólmverjar þangað og rændu yxnum
hennar, en misstu þau öll úr höndum sér vegna galdra
hennar. Afdrif hennar urðu ekki góð, því að þær Katla í
Brynjudal hittust í Múlafjalli, flugust á í illu og drápu
hvor aðra þannig, að skrokkarnir fundust rifnir sundur í
smábúta. „Þykir reimt hjá dysjum þeirra." — Þau hjónin
í Vatnshorni munu hafa verið irsk, það sýnir lýsingin á
konunni og andúð söguritarans á henni.
I Flókadal og Bæjarsveit mun hafa verið samfelld
byggð. Þess er getið, að Gnúpur, sonur Flóka, hafi búið í
dalnum, en höfuðbölið hefir verið á Kroppi. Þess vegna
segir frá því, að Torfi hafi drepið 12 Kroppsmenn. Ekki
er þess getið hvað þeir hafi til saka unnið, en f Armanns-
sögu, sem þó er ekki talin heimildarit, er getið um deilur
milli Tungu-Odds og Kroppsmanna. Risu þeir úfar af því,
að fé Kroppsmanna fór inn yfir ána í land Odds. Flugu-
fótur getur verið fyrir þessu, þótt frásógnin sé ýkju-
kennd, því oft urðu beitingar orsök fjandskapar, og má
þvf vera að hér hafi verið stuðzt við munnmæli. En þótt
Oddur sýndi stillingu, þá var úti allur friður er Torfi
mægðist við hann og fluttist að Breiðabólstað, því að
„Torfi var grimmur og harðúðugur, vitur maður en ódæll
og illur viðskiptis".
Torfi hefir talið, að Kroppsmenn hafi unnið til óhelgi
sér, og auk þess hafa þeir verið réttlausir í hans augum,
vegna þess að þeir voru írskir. Hann fer að þeim og
drepur 12 þeirra og er í sögunni látið líta út sem þetta
hafi verið landhreinsun, um óaldarflokk hafi verið að
ræða. Trúi þvf hver sem vill, að óaldarflokkur hafi getað
haldizt við I miðri sveit. Hitt mun sönnu nær, að Torfi
hafi viljað losna við þá vegna þess að þeir voru irskir.
Þetta ætti að hafa gerzt um 950, eða litlu seinna.
Þrátt fyrir þetta mun írsk byggð hafa haldizt í Bæjar-
sveit enn um langa hríð. Hróðólfur biskup kom út 1030.
Hann settist að í Bæ í Bæjarsveit og stofnaði þar
kennimannaskóla. Hvers vegna valdi hann þennan stað?
Mundi það ekki hafa verið vegna þess, að þar var enn
þéttbýli írskra manna? Irar höfðu verið kristnir um
margar aldir, og afkomendur þeirra héldu fast við
menningu þeirra. Hjáleigubændurnir þarna i Bæjarsveit
munu hafa verið skriftlærðir og miklu betur að sér í
kristnum fræðum heldur en afkomendur norrænu
landnemanna. Hér var trúin ung og mikil skortur kenni
manna. Hróðólfur stofnar skólann til þess að bæta úr
þessu, og þá var mikill munur á að fá nemendur af írsku
kyni heldur en norrænu. Þegar af þeirri ástæðu má ætla,
að langflestir þeirra kennimanna, er útskrifuðust frá
skólanum, hafi verið af irskum ættum.
Nú var svo um samið, þegar kristni var lögtekin hér, að
goðarnir hefði forráð kirknanna. Er því von að þeim hafi
ekki litizt á, þegar ekki var völ annarra kennimanna en af
írskum ættum. Það gat orðið háskalegt yfirráðum þeirra,
ef svo héldi áfram. Og sennilega hefir það verið ástæðan
til þess, að skyndilega brutust höfðingjar í því að kjósa
hér innlendan biskup af norrænu kyni. Isleifur, sonur
Gissurar hvíta, varð fyrir valinu. Hann stofnaði biskups
stól i Skálholti og stofnaði þar einnig kennimannaskóla.
Er líklegt að sá skóli hafi aðeins kennt mönnum af
norrænu kyni og reynt þannig að hamla á móti, að hér
yrði nær eingöngu prestar af írsku kyni. — Mun ekki
prestatal Ara fróða 1143, þar sem eingóngu eru taldir
„kynbornir" prestar í landi, hafa meðal annars verið
samið til að sýna, að hættunni væri afstýrt. Menn af írsku
ætterni voru ekki „kynbornir". Straumnum hafði verið
snúið við og kirkna-yfirráðum höfðingjanna borgið.
I Geitlandi mun hafa verið írsk byggð fyrir landnám.
Dreg ég það af því, að þeir bræður Kalman og Kýlan, sem
höfðu numið land í Hvalfirði og bjuggu á Katanesi, flýðu
þaðan undan Finni auðga á Miðfelli og fluttust upp I
Kalmanstungu. Þann stað hafa þeir valíð vegna þess, að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24