Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 8
1 1 \ \ \ \ ,f •yTjgJ* A Wiesbaden er augljós menningarbragur; glæsilegar gamlar byggingar, sem stóöu af Þrjár svipmyndir frá Bæjaralandi. Efst: Gulur sinnepsakur. I sér stríöið og nýtízku byggingarverk eins og á efri myndinni, sem raunar er miðju: Sunnantil er hæöótt og þar fara bæirnir aö veröa í þessum bílageymsluhús. A neöri mynd: Sinfóníuhljómsveit íslands á fyrstu hljómleikunum í sérkennilega Alpastíl. Neðst: Þá er víst, að maður er kominn til Kurhaus í Wiesbaden. Bæjaralands, þegar kirkjur meö laukturni fara aö birtast. Kannski er þetta Austurríki í hno fallega fjallaland og hinsvegt styttur. Hér er sjálf Vínaróperan i komizt. Forleikur í Wiesbaden 15. maí. Þessi frásögn hefst í Wies- baden í Vestur-Þýzkalandi, þótt greinar- korniö a tarna eigi einkum aö snúast um Austurríki. Þetta var einskonar forleikur aö dýrðinni; boö um aö hljómsveitin kæmi fram á meira en aldargamalli listahátíö, sem haldin er á vori og nefnist Mai-Festspiele. Wiesbaden byggðist utanum heilsulindir, böð, og þaö er ótvírætt menningarsnið á staönum: hljómleikahöllin heitir Kurhaus, trúlega kennd viö heilsubótarkúra fyrr meir, en nú á dögum sambyggð viö spilavíti, en ailt meö keisaralegum glæsibrag og mikil pragt í göröum og súlnagöngum að utan. Mannskapurinn í feröinni; hljómsveitin meö 10 manna viðauka, alls 69 manns, — svo og klappliðið, bjó annars á glæsilegu Holiday Inn-hóteli skammt frá Wiesbaden; þar heitir Sulzbach. Af þeim staö hafa annars litlar sögur fariö og fyrir utan þetta ágæta hótel, man ég helzt eftir verzlunarsamsteypu, sem mjög er í ætt viö „mollin" í henni Ameríku; allt sem nöfnum tjáir aö nefna undir einu þaki og bílastæðin margar dagsláttur. í morgun var ekið til Kurhaus og þaö var töluverð eftirvænting og stemmning aö koma í þennan veglega sal, þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands átti eftir öll sín 30 ár aö koma fram í fyrsta sinni á alþjóölegum vettvangi. Aö vísu hefur hljómsveitin áöur farið og spilað í Færeyjum, — en af einhverjum ástæö- um, og meö fullri viröingu fyrir Færey- ingum, er ekki talaö um þaö sem alþjóölegan vettvang. Svo þetta var eins og aö gangast undir próf. Menn voru samt bjartsýnir eftir æfinguna; stjórn- andinn, Jean-Pierre Jacquillat, taldi, aö allt mundi smella samaR. Sú varö og raunin á, aö allt gekk þaö framar björtustu vonum. Minni íslands eftir Jón Leifs hljómaöi glæsilega; aö ekki sé nú talað um píanókonsertinn eftir Grieg, sem Norsarinn Kjell Bække- lund lék af miklum þrótti meö hljóm- sveitinni. Og eftir hlé fengu áheyrendur indæla sinfóníu eftir César Franck, sem áöur var búiö aö flytja heima. Listahátíöin í Wiesbaden lagði áherzlu á norrænt efni aö þessu sinni, var okkur sagt, og þessvegna haföi veriö beöiö um Grieg og þessvegna var Jón okkar Leifs einnig meö. Mér þótti þeim mun meira um þaö verk sem ég heyröi þaö oftar; þaö byggir á laginu viö ísland farsælda Frón í magnaöri útsetningu, en með ívafi af rímnalögum og fleiru. Húsiö mun taka um 1500 manns og var nær fullskipað. Þaö var út af fyrir sig athyglisvert. Hitt var þó jafnvel enn ánægjulegra, aö viötökur voru aö líkind- um þær glæsilegustu, sem þessi hljóm- sveit hefur nokkru sinni fengiö. Þaö kom satt aö segja á óvart, því fólk sem haföi búiö og starfað í Wiesbaden, fræddi okkur á því, aö þar í sveit væri ekki veriö aö klappa í kurteisisskyni, ef flutningur- inn líkaöi ekki. Það var líka fróðlegt aö virða fyrir sér hljómleikagesti og bera saman viö þá, sem maöur sér í Háskóla- bíói og ryöjast inn á síöasta augnabliki; helzt um leið og stjórnandinn gengur inná sviöiö. Flestir áheyrenda í Wiesbad- en voru fólk á miðjum aldri og þar yfir; afskaplega rólegt og afslappaö fólk, sem komið var á staöinn hálftíma áður en 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.