TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						ÚR MÍNU
HORNI:
Ævin-
týra-
ferð
sænska
skáldsins
Bonniersforlagiö í Stokkhólmi
hefur í rúma öld veriö eítt af
mestu og frægustu útgáfufyrir-
tækjum á noröurlöndum. Þaö
mun hafa veriö á vegum þess, ef
ég man rétt, sem út kom 1929
Ijóöasafnritið Fimm ungir.
Sænskir alþýöurithöfundar á
aldrinum milli tvítugs og þrítugs.
Þeir voru allir af hinum þýsk-
franska módemíska skáldaskóla,
sem þá haföi þegar fest rætur í
Finnlandi, Svíþjóö, Danmörku og
Noregi. Þetta voru og aö mestu
sjálfmenntaöir alþýöusinnar, sem
sóttu yrkisefni í eigin lífsreynslu, í
baráttuna fyrir lífinu í fátækt
sveitanna, borganna og á sjón-
um. Þeir bergmáluöu þjóölífs-
byltingar sinna tíma, þaö sem var
aö gerast í heiminum.
Þeir voru kallaðir öreigarithöf-
undar, auövitaö miklu fleiri en
þessir fimm, sem mynduöu hóp-
inn 1929. Ég ætla nú til gamans
aö nefna nöfn þeirra: Erik Ask-
lund, Harry Martinson, Gustav
Sandgren, Josef Kjellgren og
Artur Lundkvist. Sumir þessara
höfunda höföu þá þegar gefiö út
fyrstu bækur sínar, en uröu nú
moðal kunnustu rithöfunda á
noröurlöndum og haf a haldiö því
sæti síöan.
Magnús Asgeirsson þýddi
nokkur af æskukvæðum sumra
þessara höfunda. Þaö voru eink-
um Ijóö Lundkvists, sem hér
vöktu athygli og höföu áhrif á
ung ísl. Ijóöskáld á þeirri tt'ö. Hér
hafa komiö út bækur eftir
Lundkvist, Kjellgren og Martin-
son.
En þótt kreppuárin og styrj-
aldartíminn mótaði þessi skáld
og setti á þau sinn svip, voru þaö
þó eftirstríðsárin sem gáfu þeim
byr í seglin. Þá hurfu margir
þeirra t.d. Martinson og Lund-
kvist frá sínum einfalda og alþýö-
lega Ijóðstíl, þó hvor meö sínum
hætti. Artur geröist óþreytandi
kynnir erlendra bókmennta af
fjarstu hornum veraldar. Ef hann
kunni ekki málið lét hann orö-
þýða fyrir sig og gaf svo frá sjálf-
um sér þann skáldlega búning,
sem hann fann að hæföi hverju
sinni. Jafnframt gaf hann út í
stríðum straumi frumsamin
skáldrit og ritgerðasöfn. Martin-
son hóf baráttu gegn mengun og
orti Ijóðabálka um hættur geim-
faratímans.
Þess má geta, sem flestum er
raunar kunnugt, að Artur
Lundkvist kom snemma auga á
stórbrotna list Laxness og ásamt
dr. Peter Hallberg, þýöanda
fyrstu bókanna á sænsku, átti
hann sinn drjúga þátt í aö kynna
Laxness fyrir Svíum og vinna aö
gengi hans þar. Eftir Nóbelsverö-
launaveitinguna voru Artur og
kona hans, skáldkonan Maria
Wine, gestir Gljúfrasteinsbúans
hér. Hún orti Ijóöabálk um för
sína hingaö.
Artur er nú 76 ára að aldri og
bækur hans munu vera álíka
margar og árin. Þegar ég var í
Svíþjóö nú í vor las ég í dagblaöi
frásögn af veikindum skáldsins.
Ég skráði eftirfarandi í dagbók
mína:
Artur Lundkvist er mjög vin-
sæll  og eftirsóttur fyrirlesari.  f
októbermánuöi sl. beiö hans full-
setinn salur í skóla einum í
Stokkhólmi. Eins og góðra fyrir-
lesara er siður kom Artur ekki
fyrr en á þeirri stundu er hann
átti aö hefja tal sitt. Gekk
léttklæddur og spengilegur aö
ræöupúltinu og fékk sér vatns-
sopa, síöan heilsaöi hann sðfn-
uöinum og kvaöst veröa í skjóli
sinna mörgu ára að velja heldur
aö sitja en standa á rneðan hann
flytti mál sitt. Síðan hóf hann
ræöu sína. En ekki haföi hann
lengi talaö er augljóst var, aö
ekki var allt meö felldu. Allt í einu
varð þögn og fyrirlesari fóll fram
á boröið.
Nú var þegar brugöiö viö og
Artur í skyndi fluttur á sjúkrahús.
Þar lá hann milli heims og helju í
tvo mánuði. Það var eitthvað aö
hjartanu. Hann virtist sofa. Fæst-
ir geröu sér vonir um aö á því
myndi veröa önnur breyting en
sú, aö dauöinn myndi leysa
svefninn af hólmi. Kona hans
dvaldi flestum stundum viö beð
hans.
En svo einn morgun, átta vik-
um síöar en svefninn hófst, gerö-
ist þaö undarlega. Artur opnaöi
augun og spurði konu sína, hvort
þau væru ekki stödd í hótelher-
bergi í Málmey. Hún varð að
segja honum hvað fyrir heföi
komiö. Nú, þá hefur frakkinn
minn oröiö eftir í fatageymslunni,
sagöi hann.
Þar fannst líka frakkinn hans
og hatturinn, engum haföi
hugkvæmst aö hirða um þá smá-
muni.
En sagan er ekki búin. Þessir
tveir mánuöir, sem Artur svaf,
höfðu ekki verið atburöalausir í
lífi hans. Allan þennan tíma haföi
hann veriö, fannst honum, á
stanslausu ævintýralegu feröa-
lagi. Og sú för haföi einmitt hafist
í Málmey. Þar haföi komið til
fundar við hann elskulegur mað-
ur á góöum aldri og einstaklega
traustvekjandi. Sá hafði á tak-
teihum áætlun eða öllu heldur til-
boö um ferð, sem var einmitt
hárrétt sniöin viö allar óskir
skáldsins, sannnefnt drauma-
ferðalag. Fyrsta sviðið var frá
fegurstu og forvitnilegustu stöð-
um Grikklands. Svona liöu þessir
dagar, og þá ekki siður næturn-
ar, hver af öðrum og prentuðust
inn í huga skáldsins.
Hann sagöi við blaðamanninn:
Allt gekk að óskum, ekkert var
óyfirstíganlegt eöa öröugt. Strax
og ég hef hvílt mig eins lengi og
læknarnir telja eölilegt ætla ég
aö byrja á feröasögunni. Það
veröur mín næsta bók.
Blaöamaöurinn gat ekki stillt
sig um að nefna veika hjartaö og
spurði hvort ótti viö dauðann
læddist aldrei aö skáldinu.
Dauðinn, svaraöi Artur. Þetta
skemmtilega feröalag hefur al-
veg stolið frá mér dauösóttanum.
Nú veit ég að næsta ferð verður
enn stórkostlegri en þessi var.
Frúin gat ekki stillt sig um aö
spyrja: Komu ekki margar konur
viö sögu?
Jú, auövitaö, svaraöi skáldiö.
Nóg var af konum. En það gerö-
ist ekkert ósæmilegt.
Jón úr Vör
tvö ár. Mér líkar það mjög vel;
hef haft góða og áhugasama
nemendur og kennt skemmti-
legu fólki."
Við ræddum um það sérkenni-
lega í fari íslendinga, ef eitt-
hvað er, — og víst þótti Cynthiu
að svo væri. Við verðum alltaf
forvitin, þegar glöggur gestur
reynir að skilgreina okkur.
Cynthia: „Það sem mér finnst
mest aðlaðandi í fari íslendinga
er eitthvað ótamið og náttúr-
legt; eitthvað sem ég hef ekki
kynnst hjá fólki annarstaðar.
Þeir koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir, en þeir eru
nokkuð lokaðir stundum og tek-
ur sinn tíma að komast að þeim.
Ameríkanar eru opnari og
kannski þægilegri við fyrstu
kynni, en það er meira á yfir-
borðinu. Ég hef velt því fyrir
mér, hvort þessi séreinkenni ís-
lendinga stafi af því, að þeir
standa í nánu sambandi við upp-
runa sinn og náttúru landsins.
Mér, finnst yfir höfuð allt
heldur gott að segja um flest í
fari íslendinga, nema eitt. það
eru drykkjusiðirnir. í fyrsta lagi
drekka   íslendingar   of   mikið.
Hitt skiptir þó meira máli, að
þeir drekka illa; drekka hratt og
verða fullir. Kannski drekka
Bandaríkjamenn eins mikið. En
þeir drekka oftar og minna í
einu og það sést þessvegna ekki
eins mikið á þeim. í sinni ljót-
ustu mynd' kemur þetta fyllirý í
ljós hjá unglingunum og mér
finnst óttaleg hrollvekja að vera
á ferli á laugardagskvöldum og
sjá barnungt fólk svona drukk-
ið."
En hvað um skáldskapinn? Er
það örvandi fyrir skáld frá Am-
eríku að detta inní svona sam-
félag, hálfgert veiðimannasam-
félag þar sem tvöfaldur vinnu-
tími þykir helmingi betri en ein-
faldur og tvöfalt magn af
brennivíni helmingi betra en
einfalt og hóflegt?
„Tvímælalaust mjög örvandi
til skáldskapar," segir Cynthia.
Ég fann það undir eins og ég
kom hingað, að lífið, fólkið og
umhverfið á íslandi var gott til
skáldskapar. Enda hef ég ort
mikið þessi ár; er reyndar komin
með ljóð í heila bók. En það skal
þó tekið fram, að ég yrki á
ensku. Ennþá hef ég ekki lagt í
að yrkja á íslenzku, en ég hef
Framhald á bls. 12
Cynthia Hogue
The Mongoloid
His cheeks go flat when he hunches over
the bracelet on which his name is engraved.
The light too dim, he searches the silver
for letters he can't read or see to trace.
Weight of loose jowls, lower lip fleshes down.
Skin peeling, mottled places, red then brown.
Behind him, the black and white photograph
of a sparse wood and the two curving tracks
newly made by the photographer's skis:
The photo empty ofpeople; shadows
perpendicular to the barren trees,
straight as this man's concentration to show
the faint scratched signs of the self he perceives
somewhere dimly, as I — the hidden leaves.
Mongolitinn
Toginleitur reynir hann aö ráöa
rúnir eigin nafns á silfurplötu.
Armband strýkur, staö á merki flötu,
en stafi fær ei lesið merkjum háöa.
Kjálki úr skoröum fer meö skinni röku,
skellótt flagnar húð af undirhöku.
Að baki honum mynd af miklum geim
meðurgisnum trjám og slóðum tveim,
bugðótt för eftir skíði myndasmiðs,
svört og hvit er myndin mannlauss sviðs.
Laufvana tré, lóðréttum skuggum hulin
leita burt eins og sá er huga beinir
að eigin sjálfi og ákaft skynja reynir,
eins og ég skógarins lauf — mér dulin.
Helgi J. Halldórsson þýddi.

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16