Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 2
Tónmeistarinn Ingimundur fiðla Bókarkafli eftir Gunnar M. Magnúss Ingimundur fiðla með hijóðfærið og Tobba fylgikona hans. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins. A áratugunum fyrir og eftir aldamótin sídustu var tími listrænna förumanna, sem settu svip á þjóðlífið og voru víðast hvar aufúsugestir. Kunn eru nöfn eins og Símon Dalaskáld, Gvendur dúllari og Sæfinnur með sextán skó, en í þessum hópi var einnig tónmeistarinn Ingimundur fiðla. Ingimundur var Sveinsson, bróðir Jóhannesar Kjarvals meistara á myndlistarsviðinu. Á fyrstu áratugum þessarar aldar ferðaðist hann víða um land, lék á fiðlu og skemmti fólki. Gunnar M. Magnúss rithöfundur var meðal þeirra sem nutu listar Ingimundar fiðlu. Hann hefur kynnt sér feril þessa sérstæða listamanns og skrifað um hann þátt í bók, sem út kemur hjá bókaforlaginu Vöku nú í haust. Bókin heitir Ingimundur fiðla og fleira fólk. Þar er að finna fimm heimildaþætti um menn og örlög, sem byggðir eru á raunverulegum atburðum og upplýsingum um fólk og þjóð- líf frá því um og eftir aldamót. Mörgu því fólki sem þar kemur við sögu tengdist höfundur með einhverjum hætti á lífshlaupi þess. Þættirnir fjórir sem eru í bókinni auk frásagnarinnar af Ingimundi fiðlu bera þessi heiti: Tunnustafurinn og alþýðu- fræðarinnj Karlmennið Guðný og skáldið á Þröm; Framandi gestir til Isafjarðar; Guðaveigar lífga sálaryl. Lesbók birtir hér með leyfi höfundar og útgefanda fyrri hluta heimildaþáttarins um Ingimund fiðlu úr þessari vænt- anlegu jólabók. l. Ingimundur fiðla og Tobba, fylgikona hans, komu frá ísa- firði síðla dags gangandi yfir Botnsheiði og ætluðu að halda skemmtisamkomu á Suðureyri. Þau voru á ferðalagi um Vest- firði og heimsóttu fjölbyggða staði, þorp og bæi. Ingimundur var um fertugt, meðalmaður á vöxt, hæggerður og fremur dauflegur að sjá, en athugull á umhverfi sitt. A baki bar hann dálítinn pausa og vatnsdúkstösku spennta yfir um öxl. í henni var aleigan hans: fiðlan góða. í fiðlunni var heill hans og heiður, atvinna og lífsfögnuður allur. Hann lygndi augunum, þegar hann tók upp fiðluna, dró boga um strengi og tjáði fögnuð æskuáranna, þar sem skipin sigldu á lofthafinu og mýrafló- arnir ómuðu af fuglasöng, sem jafnvel skordýrin tóku undir. Hann var kallaður til að ferð- ast um landið og láta fólkið heyra enduróm af röddum nátt- úrunnar. I fylgd með fiðlaranum var kona listileg, sem ekki var hægt að bera saman við aðrar íslensk- ar konur í klæðaburði. Það var köllun hennar að fylgja listamanninum, hvert sem spor hans lágu. Hún var kölluð Tobba, en hefði mátt heita Rósalind, svo var hún litskreytt, eins og blóm á vori. Þegar hún fór úr bláu káp- unni, kom í ljós að fatnaður hennar var í öllum regnbogans litum: rautt pils, grænrósótt líf, gul slæða um hálsinn. Á baki bar hún hvítan poka- skjatta, bundinn í ól yfir öxl. í honum var taska hennar og danskir skór, sem hún fór í, þeg- ar hún gekk með fiðlaranum inn í skemmtisalina. í töskunni voru líka dósir með farða og kremi, sem hún skreytti sig með og mætti á samkomum með svarta boga yfir augum, rjóð á kinn- beinunum og blóðrauðar varir. Margar sögur höfðu borist af þessu pari. Þau voru orðin þekkt víða um land og oft var þeim tekið með nokkru glensi í fyrstu. Sunnlenskur sýslumaður orti um þau gamanbrag og einhver gaf út póstkort með myndum af þeim. En alls staðar var forvitni að sjá þau og heyra, Ein sagan, sem kom á undan þeim í vesturför- inni, var sú, að Ingimundur hefði hætt búskap yfir austan og látið af hendi jarðnæði og eignir sínar allar og siðan lagt land undir fót, til þess að spila fyrir fólkið. Það fylgdi sögunni, að þegar aðrir bændur hefðu verið niðursokknir í vorverkin og sturtað fosfór úr pokum á túnskæklana, þá hefði hann lát- ið sér nægja að moka áburðin- um úr fjárhúsum og fjósi og dreifa sætindunum um gras- flesjur svo langt út sem áburð- urinn entist. Á blíðudögum hefði Ingi- mundur haft fiðluna með sér út á grænkandi túnið og nógar voru þúfurnar, til þess að hvíla sig á. Þá lék hann á fiðluna og gleymdi stund og stað. En kind- ur, sem voru að narta í nýgræð- inginn fyrir utan túnfótinn, litu upp og hlustuðu á, hvað bóndinn spilaði yndislega fyrir þær. Og aldrei hafði farfuglunum, sem nýkomnir voru sunnan yfir blá- djúpin, verið fagnað með svona ljúfum tónum áður. Og fiðlan fór að líkja eftir þeirra söngv- um. Þeir komu nær og nær. Þarna var þröstur á steini og steindepill að skyggnast inn í veggjarholu. Og krummi settist á girðingarstaur í túnjaðrinum, lagði undir flatt og tók uridir. Fiðlarinn var á þessum stund- um herra jarðarinnar og var fal- ið að tjá umhverfi sínu fegurð- ina og síðan allri þjóðinni. Hann tísti með máríuerlunni, kvakaði með lóunni, tónaði með lóminum og krunkaði með bæj- arhrafninum. Og í þessari stemningu hélt meistarinn af stað vestur um sveitir og norður um land. Þetta var að vísu ekki alveg satt. Það var þjóðsaga, sem myndaðist um Ingimund, en studdist við sannindi. Ingi- 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.