Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Söngur ástarinnar, 1914. Myndin er gott dæmi ura það, hvernig De Chirico
gat raðað saman ólíkum, óskyldum hlutum og fengið þá til að auðga
merkingu hvers annars á táknrœnan hitt og skapa þannig einstæða samein-
ingu.
Undarleg er sú veröld, sem hann skapar
í myndum sínum — og nú hefur hann
orðið þeim ungu fyrirmynd, einkum á
ítalíu. Enhvaðhannvaraðfaraí
hinum meta-fysísku myndum sínum er
enn semfyrr hulinn leyndardómur.
Giorgio De Chirico má eflaust
telja í hópi merkilegustu mynd-
listarmanna á þessari öld. Hann
fæddist í Volo (í Grikklandi) tí-
unda júlí 1888, af ítölsku for-
eldri. André Breton og súrreal-
istarnir lýstu yfir andlegum
dauða hans árið 1919, en raun-
verulega lést hann ekki fyrr en
árið 1978.
Fáir listamenn hafa yaldið ein
miklu fjaðrafoki og ritaeilum og
De Chiríco og enn þann dag í
dag, rúmum fjórum árum eftir
andlát hans, er ritdeilum um
listamannsferil hans langt frá
því að vera lokið. De Chirico
heldur áfram að vera ráðgáta og
vekja furðu manna og einnig
veldur hann flestum listfræð-
ingum sárum höfuðverk.
Síðastliðin 3—4 ár hafa verið
gerðar nýjar rannsóknir á verk-
um hans, þar sem ný sjónarmið
koma fram og þá sérstaklega á
þeim tímabilum sem áður voru
bannfærð af sumum og fyrirlit-
in af öðrum. Einnig hafa sumir
áhangendur hinnar nýju stefnu,
trans-avantgarde, og gagnrýn-
endur þeirrar stefnu fundið ým-
islegt athyglisvert við „hnign-
unarskeið" De Chirico og hefur
það vakið margan manninn til
umhugsunar.
Pompidou-listamiðstöðin      í
París heldur um þessar mundir
yfirlitssýningu (ef yfirlistssýn-
ing skyldi kallast — spannar
tímabilið 1910-1935) á verkum
De Chirico. Sýning þessi var
skipulögð af Nútímalistasafninu
í New York, síðan var hún sýnd
í Munchen og endar nú hér í
París. Skipuleggjendur sýn-
ingarinnar í New York héldu til
streitu skoðun André Bretons og
súrrealistanna með því að tak-
marka sýninguna við „pittura
metafisica" þ.e.a.s. tímabilið
1910—1919. Kommissarar sýn-
ingarinnar hér í París eru þeim
ekki alls kostar sammála vegna
þess að þeir hafa stækkað sýn-
inguna og teygja úr henni til
ársins 1935.
Hver var De Chirico?
De Chirico kemur fram með
eitt sterkasta myndmál tuttug-
ustu aldar nærri 1910, „pittura
metafisica", sem átti eftir að
hafa stórkostleg áhrif á marga
samtíðarmenn hans og margar
kynslóðir listamanna, má þar
helst að nefna súrrealistana
svonefndu. Síðan hverfur hann
frá þessu dulúðuga og kvíðafulla
myndmáli í kringum 1920, yfir-
gefur „módernismann" og fer að
mála ný-klassísk og ný-rómant-
ísk verk.
Laufey Helgadóttir skrifar frá París
Ráðgátan
De Chirico
Brottför vinarins, 1913.
Hvernig er hægt að útskýra
þessa snöggu breytingu sem
varð á listamannsferli hans um
1920? Hvernig er hægt að hverfa
frá framúrstefnulist yfir í ný-
klassíska og ný-rómantíska list?
Missir andagiftar?
Þessar spurningar og ótal
aðrar leita á hug þeirra list-
fræðinga sem hafa lagt það
fyrir sig að rannsaka lista-
mannsferil De Chirico. Engin
ákveðin svör liggja fyrir, ein-
ungis getgátur og hefur De
Chirico sjálfur stöðugt ýtt undir
goðsöguna.
Ráðgátan er þeim mun meiri
nú í dag, þegar hópur af ungum
ítölskum málurum, „trans-
avantgarde", kemur skyndilega
fram á sjónarsviðið og hefur til
vegs og virðingar þau verk De
Chirico sem hingað til hafa ver-
ið útskúfuð af flestum listfræð-
ingum og bannfærð af súrreal-
istunum. Og það eru einmitt
þessi hunsuðu verk, þetta „aft-
urhalds"-tímabil De Chirico sem
vekur áhuga þeirra. Geta þessi
verk af þeim sökum ekki talist
nokkurs konar „brautryðj-
endaverk" fyrir þessa ungu mál-
ara á sama hátt og „pittura met-
afisica" varð það fyrir súrreal-
istana?
Eftir að hafa séð sýninguna í
Pompidou-listamiðstöðinni er
forvitinn áhorfandi litlu nær um
ástæðuna fyrir þessum snöggu
umskiptum á listamannsfer 1 i De
Chirico og saknar þess að fá
ekki að sjá verk frá tímabilinu
1935-1978. Listgalleríið Art-
curial hefur aðeins bætt úr þess-
um skorti með því að halda sam-
tímis sýningu á verkum meist-
arans frá árunum 1960—1978 og
myndu þau verk flokkast undir
það, sem listfræðingar hafa
kallað ný-„metafysíska"-tíma-
bilið hjá De Chirico. í þeim
verkum er um augljóst „af-
turhvarf" að ræða. De Chirico
tekur að nýju upp þráðinn þar
sem að hann skildi við hann árið
1920 og notar svo til sömu
myndfræðina (iconographie) og
sama myndrýmið og í „metafys-
ísku" verkunum frá 1910—1919,
þó með ólíkum tilbrigðum.
Uppvöxtur og
lærdómsár
De Chirico ólst upp í Grikk-
landi í andrúmslofti grískra
þjóðsagna og umlukinn fornri
menningu. Stuttu eftir andlát
föður hans, 1905, tekur. móðir
hans þá ákvörðun að fara með
báða drengina, Giorgio og And-
rea, til Munchen sem þá var
kölluð „Nýja Aþena" og var ein
af aðalbækistöðvum listamanna
í Evrópu í þá daga. Prá fornöld-
inni í nútíðina.
De Chirico er aðeins 17 ára
gamall þegar að hann kemur til
Munchen og hefur þá þegar
ákveðið að verða málari. Hann
innritast í Listaakademíuna og
stundar söfnin af miklum dugn-
aði. Bróðir hans, Andrea, nemur
tónlist og þykir algjört undra-
barn (hann semur Carmela,
fyrstu óperuna sína 16 ára gam-
all). En hann á eftir að breyta
nafni sínu úr Andrea í Alberto
Savinioi og er þekktari undir því
nafni sem rithöfundur.
„Mér fannst þetta vera Para-
dís á jörðu" er haft eftir De
Chirico um Munchen. Hann
kynntist hér verkum Arnold
Böcklin og Max Klinger á söfn-
unum, en þeir áttu báðir eftir að
verða átrúnaðargoð hans —
meistarar nútímans að hans
áliti.
Einnig las hann af mikilli
áfergju bækur heimspek-
inganna, Friedrich Nietzsche,
Arthur Schopenhauer og Otto
Weininger. Hin sterka og dular-
fulla tilfinning, sem De Chirico
uppgötvaði hjá Nietzsche og sem
8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16