Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Blaðsíða 8
V Tveir expressjónistar á sýningu í Norræna húsinu Gunnar Örn Gunnarsson, Samúel Jóhannsson og Steinþór Stein- grímsson stóðu saman að hressilegri sýningu í Norræna húsinu á sama tíma og blaðaverkfallið í haust og varð því lítið um umfjöllun. Lesbók átti samtal við Gunnar Örn á sl. ári og ekki þótti ástæða til að gera honum frekari skil í bili, en þeir tveir, sem með honum sýndu, eru minna þekktir en sýndu þarna eftirminnileg tilþrif. Konur á fornum vegi Lesbók/Árni Sæberg Hér á árum áður var Steinþór Steingríms- son allur í músíkinni. Þetta var á „swing“- árunum og Steini spil- aði á píanó eins og hann ætti lífið að leysa með öllum þekktustu hljómsveitum landsins, Birni R., Svavari Gests og sjálfum sér og þá var nú allt ísí, toppurinn, hégómagirndin kitl- uð við aðra hverja nótu í jazzinum segir hann nú, stelpur og brennivín, myljandi fyllirí, glaumur og „If you aint got that swing, you dont mean a thing“. Nú málar Steinþór málverk og hlustar ekki á tónlist aðra en þá sem gerist i fjör- unni: sjávarhljóð, kríugarg, díselskelli og andar að sér þeirri lykt sem fylgir sjónum og mönnum á sjónum, saltlykt, þaralykt, þanglykt, og lyktinni af díselskellunum og í kyrrðinni af þessum hljóðum hugsar hann málverk því þar er hann fyrst og fremst til, í litnum og línunni. Þó er ekki kyrrt umhverfis hann þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér í Hæðargarðinum með tíunda kaffi- bollann fyrir framan sig og pípuna í stór- um en löngum fíngerðum höndunum og fílósóferar, því Steinþór er með afbrigðum fjörlegur maður þegar hann talar og ekk- ert hundapurkulegt við hann eða augu hans, blárri en nokkurt kóngablóð í ævin- týrum. — Ég er viss um að þörfin fyrir að skapa býr í hverjum einasta manni. Hver og einn getur samið lag, ort ljóð, málað málverk ef hann vill það og vinnur að því. Sköpunarþörfin er þó sennilega missterk eftir því hver á í hlut, en alls staðar er hún til staðar. Sjáðu börnin: Hvert einasta barn tjáir sig með því að mála á vissu aldursskeiði. Börn mála af meðfæddri ein- lægni enda er einlægnin forsenda góðrar myndar. Börnin klikka ekki, hvorki í lit né formi, fyrr en þau eldast og verða knúð til að taka mið af öðrum en sjálfum sér. Þegar ég var strákur málaði ég — það þótti voðalegt að dunda sér við liti — en svo lagði ég pensilinn frá mér meðan ég var í músíkinni. Það var ekki fyrr en 1969 að ég byrjaði aftur. Þá málaði ég 50 mynd- Var alltaf að miða sjiílfan mig víð aðra Steinþór Steingrímsson hefur áður haldið einka- sýningar og árangur þessa kröftuga expressjónista kom ekki á óvart — en hér fyrr meir var Steini Steingríms í jassi og dæg- urmúsík og þekktur fyrir tilþrif við píanóið. Eftir Guðbrand Gíslason ir á tveimur mánuðum í skúr sem ég fékk að vera í á Laugarnesinu og sýndi á eftir í Klúbbnum. Mér fannst ég vera baðaður í guðdóminum þarna í Laugarnesinu eins og hvítþveginn engill og allt mitt verk um- búðalaus tjáning — það sé ég núna eftirá. En þessi sæla entist ekki lengi því ég fór að fara á sýningar aftur, hafði ekki farið síðan ég var strákur, og byrjaði að hella mér útí bóklestur og stúdíur um myndlist. Þá hrundi allt. Við tók tímabil þegar ég vildi ekki játast því að þurfa að mála, ég vildi ekki viðurkenna þörfina innra með mér og hafði sektarkennd yfir því að mála. Mér fannst ég ekki eiga það skilið. Á þess- um tíma gerði ég margar myndir sem voru afkáralega heimskulegar og ekki annað en nervust fálm. Ég var sífellt að miða sjálf- an mig við aðra, og gat ekki málað af ein- lægni. En 1979 breytti ég um viðhorf. Ég sýndi vini mínum sem er góður málari myndirnar sem ég hafði gert í Laugarnes- inu og skoðaði þær með honum og þá fann ég í þeim líftaugina, sjálfan mig. Ég fór að geta unnið frá sjálfum mér aftur. Það var minn mesti sigur. Ég losnaði við gömlu hégómagirndina, áráttuna við að gera öðr- um en sjálfum mér til geðs. Nú skipta myndirnar mig ekki lengur máli þegar ég hef lokið þeim. Þær eignast sitt eigið lff, og mitt heldur áfram óháð þeim. Og núna er ég helst sakbitinn þegar ég er ekki að rnála. Það er af sem áður var. — Nú byrjar þú seint að mála af alvöru — Ja, seint og snemma er ekki lengur til í mínum orðaforða, heldur einungis dagur- inn í dag og hvað ég geri þessa stundina. Þannig eru líf og dauði ekki lengur faktor- ar í mínu lífi. Ég bekenni ekki annan dauða en þann sem maður skapar sér sjálfur. Dauðinn er ekki annað en breyting á niðurröðun efnis. Lífið heldur alltaf áfram. En það er satt að ég byrjaði fyrst að lifa þegar ég fór að mála af alvöru. Það hefur hjálpað mér að leggja ekki þennan hefðbundna mælikvarða „gott eða vont“ við mín verk. Slíkt mat er í auga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.