Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1985, Blaðsíða 2
Markverð heimild um mannlega reisn og mannlega neyð Ljósmyndasýning Margaret Bourke-White á Kjarvals stööum 22. febrúar til 10. marz Of veikburða til að standa á eigin fótum. Myndina tók Bourke-White í Indlandi um 1946. AKjarvalsstöðum stend- ur nú yfir sýning á myndum hins kunna bandaríska ljósmynd- ara Margaret Bourke-White (1904-1971). Bourke-White vakti fyrst á sér athygli á þriðja áratugnum fyrir afar sérstæðar myndir úr banda- ríska þungaiðnaðinum, en mesta frægð hefur hún hlotið fyrir fjölda mynda sem reynst hafa hinar markverðustu heimildir um sögulegustu tímabil ald- arinnar. Þá er þess að geta, að Margaret Bourke-White starfaði við hið þekkt tímarit Life frá stofnun þess og tók hún m.a. fyrstu myndina sem var á for- síðu tímaritsins. Sýningin, sem valin er úr um það bil 20.000 myndum eftir Bourke-White, skiptist í eftir- talda þætti: Heimildamyndir teknar í Sov- étríkjunum 1930—1932 og 1941, sem sýna iðnvæðinguna miklu sem hrundið var af stað fyrir til- stilli fimm ára áætlunar Stalíns. Myndir frá 1936 úr Suðurríkj- um Bandaríkjanna, sem túlka glögglega þá miklu örbirgð sem þá ríkti þar. Árið 1938 dvaldist Bourke- White um skeið í Tékkóslóvakíu og tók eftirminnilegar myndir með stoltum, frjálsum Tékkum. Nokkrum mánuðum seinna grúfði skuggi nasismans yfir Tékkóslóvakíu. Á stríðsárunum síðari náði hún að festa á filmu magn- Jú, það er enginn vafi, þetta er Gandhi, leiðtogi Jndverja, enda harla óvenjulegt að stjórnmálamenn gangi þannig kæddir. Bourke-White tók margar myndir af Gandhi, þessa árið 1946, og hún nefndi hana „Vefar- inn“. þrungna atburði, enda var hún jafnan stödd þar sem þungamið- ja stríðsins var hverju sinni. Myndirnar frá ftalíu, Sovétríkj- unum og ekki síst frá Þýskalandi eftir uppgjöf nasista eru óvið- jafnanlegar og sýna óhugnað stríðsins frá mörgum sjónar- hornum. Á Indlandi tók Bourke-White myndir á árunum 1946—1948 og eru þekktastar af þeim myndir af Mahatma Gandhi, en Gandhi áritaði eina þeirra fyrir ljós- myndarann hinn 29. janúar 1948, aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var ráðinn af dög- um. Árið 1950 fór Margaret Bourke-White á vegum tímarits- ins Life til Suður-Afríku og tók þar myndir sem eru gagnmerkar heimildir um kjör blökkumanna þar. I Kóreu fylgdist hún með stríðinu 1952, en það var í síð- asta sinn sem hún myndaði ógnir þær sem styrjaldir hafa í för með sér. A’uk þessu eru á sýningunni á Kjarvalsstöðum fjölmargar myndir sem teknar voru í Bandaríkjunum á árunum 1934-1954. Sýning þessi á ljósmyndum Margaret Bourke-White mun fara víða. Hingað til Reykjavík- ur kemur hún eftir að hafa verið í Búkarest, Stokkhólmi, Bonn, Stuttgart, Berlín, Valetta og Moskvu. Að uppsetningu á sýningunni hér standa Ljósmyndasafnið, Menningarstofnun Bandaríkj- anna og Kjarvalsstaðir. ÍVAR GISSURARSON forstööumaöur Ljósmyndasafnsins John Mortimer: In Character. Penguin Books 1984. „Er hægt að kenna teikn- ingu?" „Það má kenna hluta henn- ar. Skáldskapinn er aldrei hægt að kenna." Svo svarar málarinn David Hockney spurningu rithöfundarins og blaðamannsins Johns Mortim- er. Þetta viðtai við Hockney er einsog velflest hin í þessari bók, bráðskemmtilegt og upp- lýsandi. Það er þessi hæfileiki, að fá eitthvað afgerandi upp úr mönnum, sem öllum blaða- mönnum, eða viðtölurum ann- arra fjölmiðla er ekki gefið en Mortimer á svo auðvelt með. Það er til það fólk, grár almúg- inn, sem kann þessa list og á það helst til að viðra kunnáttu sína á öðru-þriðja glasi, öðrum sem svipað ástatt er með til mikillar armæöu oft á tíðum. Og í þessari bók er glösum lyft. Þeir Mortimer og Graham Greene sitja á rúmgafli hótels og dreypa á viskíi úr tann- burstaglösum og Greene segir: „f rauninni veit ég ekki neitt um persónur mínar fyrr en ég hef gefið þeim nafn. í Vestur- Afríku bera allir strákar þrjú nöfn. Eitt fyrir yfirmanninn, annaö fyrir ættbálkinn og svo dulnefnið sem foreldrar hans einir þekkja. Ég verð fyrst að komast að dulnefninu." Og minnir þetta um margt á kattanafnakenningu T.S. Eliot. Og Mick Jagger segist ekki JOHN 0 Mortimer In Character Interviews with Some of the'Most Influential and Remarkable Men AND WOMEN OF Our Time ‘Hl fRACKJ IME TH£ hOTCRIOUS A«p TKi FAWICAL OOWH ro Tht'R LAIKS, Af*p ÓOtÍI’T SÖ MCCH QVltryM THiM AS EXS'OS£ TH£M rc H.T ðÚIIHrtXHIS. MhTLV $cr»i!C».L nttstuct’ - saaassjmt* hafa breytt neinu fyrir ungu fólki nema þá kannski agnar- agnar ögn. Þessi bók er gleðileg heim- sókn. André Gide: Þýðing, val og rit- stýring: Justin O’Brien. Penguin Books 1984. Það var ungur maður sem settist á bak við skrifborð í París, þar sem vel sást yfir borgina, og lét sig dreyma um að skrifa nú í eitt skipti fyrir öll meistarastykki sitt. Það var árið 1889. Rétt tæplega öld hef- ur riðið hjá garði síðan þá og tiðarandmn allur annar þó svo rómantískir straumar sem upp hefur verið rótað séu nú sem þá eftirsóttir. Þessi ungi maður var André Gide og átti eftir að skrifa margt meistaraverkið og hljóta heimsfrægð fyrir skáld- sögur sínar og önnur skrif. Þetta rit, Journals 1889—1949, teygist ekki ein- asta yfir mörg ár, heldur öll svið, held ég sé óhætt að segja, mannlegrar hugsunar. Sem sýnishorn eru þessi, tekin héð- an og þaðan úr bókinni: „Rit- höfundurinn þráir ekki að sjá til ljónsins bíta gras. Hann veit að einn og sami guðinn skóp bæði úlfinn og lambið, brosti síðan „og sjá, það var harla gott“.“ „Það sem ég kalla þreytu er ellin, og ekkert losar þreytuna annað en dauðinn." Og þegar Gide sat kvöldstund með Proust ræddu þeir ekki annað en kynvillu og Proust efaðist Vunicorn AmongLions /ictoriaGlendinning ekki um það að Baudelaire hafði verið kynvilltur einsog þeir fóstbræður báðir. Hér verður Gide ekki kynnt- ur, enda þótt þörf sé á því. Journals er þykkt rit og mikið, tekur yfir áttahundruð síður með nafnaskrá og inngangi eft- ir þýðandann. Victoria Glendinning: Edith Sitwell A Unicorn Among Lions. Oxford University Press 1983. Edith Sitwell fæddist á Englandi 1887. Sjálf kvaðst hún hafa verið óvelkomið af- kvæmi foreldra sinna. Ekki var það af þeirri einu ástæðu að barnið reyndist kvenmaður, heldur var samband þeirra hjóna heldur tæpt frá upphafi. Og ekki bætti úr skák að Edith Sitwell gat varla talist til fríð- leiksbarna. Ekki var hún há í loftinu þegar hún lýsti því yfir að þegar hún yrði stór ætlaði hún að verða snillingur. Og Edith óx úr grasi. Hún varð áberandi í listalífinu á Englandi á árunum upp úr styrjöldinni fyrri. Á þeim ár- um var „Bloomsbury“-hópur- inn atkvæðamikill en ein- hverra hluta vegna átti Edith aldrei heima í þeim félagsskap. Hún var vinamörg og meðal kunningjanna voru tilamunda Nuxley, Eliot og Gertrude Stein. Sitwell var mikill unn- andi frönsku symbólistanna og bera kvæði hennar því vitni. Edith Sitwell hafði ekki mik- ið dálæti á skáldsystrum sin- um, gat þess, að með sárafáum undantekningum væru afurðir þeirra einfaldlega hryllilegar (simply awful), ófullnægjandi, klunnalegar, fullar af sjálfs- meðaumkvun og voli og hún benti þessum stallsystrum sín- um á, að ef þær hygðust ná einhverjum árangri þá skyldu þær yrkja eins og menn, að öðrum kosti ekki nokkurn skapaðan hrærendis hlut. Sit- well var ómyrk i máli um menn og málefni og er þessi ævisaga hennar hafsjór af óvæntum uppákomum. Hér er lýst lífi hennar og list, ástum og vin- skap. Hafi yfirhöfuð nokkur maður áhuga á skáldinu Edith Sitwell, þá ætti þetta rit að vera honum kærkomið. GUÐBRANDUR SIGUUGSSON TÓK SAMAN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.