Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Þórbergur sagði oft
eitthvað á þá leið, að það
væri minnstur vandinn að
vera skemmtilegur með
því að spinna eitthvað
upp. En sjálfur væri hann
eini rithöfundur á íslandi
sem gæti verið skemmti-
legur með því að segja
bara satt og nákvæmlega
frá.
f lýsa ætti ritum Þórbergs Þórðarsonar í
mjög stuttu máli fyrir fólki sem þekkti þau
alls ekki, t.d. útlendu bókmenntafólki —
hvaða einkenni ætti þá að draga fram? Ég
myndi  umframt  allt  nefna  hlífðarlausa
sjálfsskoðun Þórbergs, og í öðru lagi
skarpar mannlýsingar hans, hvorttveggja
lífi gætt í skemmtilegum frásögnum á
mjög fjölbreytilegum stíl. Þótt ritgerðir
Þórbergs séu mjög góðar, finnst mér því
mest til um sjálfsævisögulegar frásagnir
hans, einkum þá íslenskan aðal, Ofvitann,
Bréf til Láru. Og þetta eru líklega vinsæl-
ustu rit hans. A þessu sviði á Þórbergur
varla nokkurn sinn líka, þar var hann
mestur nýjungamaður íslenskra bók-
mennta. Það þýðir því lítið að gá að fyrir-
myndum hérlendis, ef spurt er: hvernig
varð hann það? Erlendis var auðvitað
Strindberg atkvæðamikill á þessu sviði og
mjög kunnur á íslandi. Mér finnst mjög
líklegt að hann hafi orðið Þórbergi nokkur
fyrirmynd. En raunar gekk mikil einstakl-
ingshyggja og naflaskoðun víða um lönd
um og uppúr aldamótum.
Tveimur árum eftir dauða Þórbergs gaf
Sigfús Daðason út nokkur rit hans frá ár-
unum 1912—1916, þegar hann var 24—28
ára, og áður voru óbirt (Ólíkar persónur).
Þarna er margt merkilegt, og þótt Þór-
bergur ætti þá enn langt í þann þroska
sem hann sýndi í Bréfi til Láru, 1924, er
hann ótvírætt á leið þangað, t.d. í langri og.
sundurleitri ritsmíðum Ársæl Árnason,
1915. Stíll Þórbergs er yfirleitt heldur
hversdagslegt ritmál á þessum tíma, en er
hann að þróast til meiri fjölbreytni og
sjálfstæðis eins og Sigfús bendir á í for-
mála bókarinnar. Sigfús nefnir þá kenn-
ingu Sigurðar Nordal að Þórbergur hafi
einkum þjálfast í ritstörfum með bréfa-
skriftum, en slíkan vettvang telur Sigfús
alltof einhliða og þröngan til að verða upp-
rennandi rithöfundi til þroska. Það þykir
mér hinsvegar undarleg kenning, ef litið er
á þau bréf Þórbergs sem birst hafa í rit-
safni hans, mjög fjölbreytt rit. En Sigfús
telur að æskuritin í Ólíkar persónur hafi
verið miklu mikilvægari liður í þroska
Þórbergs. Þau voru, eins og hann segir,
flutt á hálfopinberum vettvangi, þ.e. lesin
upp á fundum í Ungmennafélagi Reykja-
víkur. Og greinilega er það rétt að þau hafi
verið Þórbergi mikilvæg þjálfun. En Sig-
fús segir raunar að Þórbergi hafi verið
stílsnilldin meðfædd. Ekki er hægt að fall-
ast á slíka skoðun athugunarlaust, enda
skýrir hún ekki neitt, þetta er einskonar
örlagatrú. En skýring er nærtæk.
DAGBÆKURNAR
Lesendur Þórbergs munu minnast þess,
að hann var oft að taka sig á og setja sér
lífsreglur. Þar á meðal voru þrálátir
svardagar um að færa nú samviskusam-
lega dagbók. Smám saman tókst Þórbergi
að lifa eftir þessu. Niðri á Landsbókasafni
fylla dagbækur hans eitthvað á annan
hillumetra. Sú fyrsta nær yfir tímabilið
maí—okt. 1904 (hreinrituð 1906), önnur
um júlí—sept. 1910. í febrúar 1911 hefst
hin þriðja á nokkrum formála. Þar segir
Þórbergur, að sex undanfarin ár hafi hann
haldið dagbók, en slitrótt, á smákompur og
stundum á laus blöð. „Erfið lífskjör og
menntunarskortur hefur valdið þessu. En
því miður eru nú flestar þessar skræður
týndar, eða þá á ringulreið hingað og
þangað, þar sem ég hefi flækst um undan-
farin ár." í formála 4. dagbókarinnar, sem
hefst 17. júní 1911, ítrekar hann þessi orð,
en segist skulu brenna hverju snifsi sem
hann finni af þessum dagbókarfærslum. í
formála í febrúar 1911 segir hann áfram:
„Dagbók þessi lýsir veðráttufari, skýrir
frá markverðustu viðburðum utanlands og
Um dagbækúr
ÞÓRBERGS
eftir ORN OLAFSSON
innan og athöfnum mínum o.s.frv. Vil ég
gera mér far um að skýra rétt og greini-
lega frá öllu því sem ég færi í stíl."
Dagbók færir Þórbergur yfirleitt síðan.
Að vísu er það nokkuð slitrótt framá 3.
áratuginn stundum koma margra mánaða
hlé, og næstum þriggja ára, 1917—20,
mjög lítið á sjö ára tímabilinu maí 1917 —
okt. 1924. Sennilega má fylla eitthvað í þau
skörð með bréfum hans, en satt best að
segja mun bættur skaðinn þótt eitthvað
hafi fallið úr skráningu, flestir dagar
Þórbergs voru ámóta tíðindalitlir og okkar
hinna. Og það sem ég hef séð af dagbókum
hans er mestmegnis bara þurr skrá um
veðurfar, gerðir Þórbergs og hverja hann
hitti. Það fer ekki hjá því að lesandinn
velti því fyrir sér hvernig maðurinn gat
enst til að gera þessi skrælþurru reikn-
ingsskil um líf sitt, daglega, áratugum
saman. Til hvers var hann að þessu. Eina
skýringin sem ég finn hjá Þórbergi sjálf-
um er:
„Ég hafði og hefi enn ávallt gaman af
því að líta yfir liðna tíma og þá atburði
sem þeir fela í skauti sínu" (17/6 1911).
Auk fyrrnefnds formála hefur Sigfús
Daðason skrifað yfirgripsmikla og fróð-
lega grein um Þórberg (í Andvara, 1981).
Þar segir hann að Þórbergi hafi mjög háð
skortur á skipulagsgáfu framá sumarið
1913. En þá verði gerbreyting á lífsháttum
hans, „þá hættir hann að láta berast
ósjálfbjarga áfram". (bls. 9). Er nú ekki
líklegast að Þórbergur hafi haldið dagbók
til að ná þessum tökum á lífsháttum sín-
um? Dagbókin sem hefst næst eftir sept.
1912 (af þeim sem ég hefi séð) hefst 1. jan.
1914,  og hún sýnir mjög reglubundið líf-
erni næstu ár: lesið svo og svo marga tíma
á dag, unnið svo og svo lengi, líkamsæf-
ingar, o.s.frv. Þessi merka heimild ber
Þórbergi fagurt vitni um eljusemi og
sjálfsaga. Síst virðist of mikið um hrasan-
irnar sem Þórbergur óskapaðist útaf, t.d. í
Ofvitanum. í dagbókunum er allt talið sem
Þórbergur las, hve lengi hann var að skrifa
hvert rit o.fl. Það er augljóst, að það var í
þessum dagbókafærslum sem hann tamdi
sér hina frægu nákvæmni sína í dagsetn-
ingum og tímasetningum, veðurlýsingum
og lengdarmælingum, sem setti svo mjög
svip á rit hans síðar, að mörgum hefur
þótt nóg um. Það er íhugunarefni hvert
gildi þessar nákvæmu lýsingar hafa haft
fyrir hann sjálfan. Hann sagði oft eitthvað
á þá leið, að það væri minnstur vandinn að
vera skemmtilegur með því að spinna
eitthvað upp. En sjálfur væri hann eini
rithöfundur á íslandi sem gæti verið
skemmtilegur með þvf að segja bara satt
og nákvæmlega frá. Þessar nákvæmnis-
færslur hafa verið Þórbergi ögun, aðferð
til að þjálfa sig í slíkum undirstöðuatrið-
um fyrir skáld, sem nákvæm athugun og
skarpar lýsingar eru. Vissulega var þetta
svið þröngt, en hann útfærði þetta líka
annars staðar, svo sem í UMF-ritunum í
Olíkar persónur. Ekki nóg með þetta, fyrst
svo gróskumikið ímyndunarafl sem Þór-
bergur hafði mátti ástundun þurra stað-
reynda og nákvæmni í meðferð þeirra
virðast svo sem dauður trjábolur er vafn-
ingsviði — ómissandi til að hann geti lyf st
í verulegar hæðir. Aðeins hefði mátt óska
þess, að trjábolurinn hyldist stundum bét-
ur laufskrúði! Fræg eru dæmi slíks í sögu
bókmennta. Þannig tók Gustave Flaubert
fyrir hið hversdagslegasta efni, að ráði
vina sinna, og skóp úr því meistaraverkið
Madame Bovary (en þeim fannst ímyndun-
arafl hans of óhamið).
Jafnframt   þessu   öllu   eru   dagbækur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16