Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						B   í   L  A  R
Morgunblaðið/ÞJ
Nissan 300 ZX Twin Turbo, 280 hestbfí, 0-100 á 6 sekúndum, uppgefinn hámarkshraði 250 km/klst, hámarkshraði í
reynsluakstri 250 km/klst.
Nissan 300 ZX Twin Turbo:
Draiimur fyrir tvo
ÞAÐ ER ekki á hverjum degi að tæki-
færi gefst til að aka bifreð á 250 kíló-
metra hraða. Siíkan hraða ráða heldur
engan veginn allir bílar við og þótt hægt
sé að kreista úr þeim vélarafl til að koma
þeim svo hratt, þá setja aksturseiginleik-
arnir venjulega mörkin mun neðar. Það
var hins vegar einn af heitu dögunum í
júlílok að tækifærið kom, Nissan bauð
íslenskum blaðamönnum að reynsluaka
nokkrum bílum í Hollandi og á hrað-
brautum Þýskalands, þar sem ökuhrað-
inn er ótakmarkaður. Einn þessara bíla
var Nissan 300 ZX, stolt framleiðandans
og var kynntur í vor á heimsmarkaðnum,
arftaki hins eldra nafna síns, en á fátt
sameiginlegt með honum annað en nafn-
ið og vélina.
Fyrir fjórar og hálfa til í'imm milljónir
króna má fá þennan hraðbrauta-
gamm hingað til lands að dóla á okk-
ar 90 kílómetra hámarkshraða. Spurning
hvaða tilgangi það þjóriar, nema þá kannski
að sýna veldi sitt ef einhver vill á þann
hátt. Eftir að hafa reynt bílinn langt í hám-
arkshraða hans og getu, er erfitt að verjast
þeirri tilhugsun, að það væri svipað og að
senda stólpagrip ofan í námu. Því að gæð-
ingur er hann og sá ekki af verri endanum.
Eins og að fara í vettling
Við fyrsta tillit sést að ekki hefur verið
kastað til höndunum við að búa þennan bíl
til. Teikningin er hreint gullfalleg og þeim
mun betri sem meira er horft og frá fleiri
sjónarhornum. Augljóslega hefur firnamikil
vinna verið lögð í að hanna fallegan bíl, sem
um leið geislar af vilja og afli. Þegar skoð-
að er nær sést að vinnubrögðin við smíðina
eru ekki síðri, allt fellur óaðfinnanlega sam-
an.
300 ZX er mun rýmri að innan en maður
býst fyrirfram við, eftir sportlegu útlitinu.
Rafknúin framsætastillingin er fljótvirk og
einföld og jafn eðlilega eins og að fara í
vettling situr maður í bestu stellingu undir
stýri. Stjórntækin eru margvísleg, en hagan-
lega komið fyrir við stýrið og fótstigin á
nákvæmlega réttum stað - enda eins gott
að lenda ekki í að hitta ekki á bremsuna.
Sá galli er að vísu á Ijósa- og þurrkurofum,
að þeim þarf að snúa og taka utan um þá
um leið. Það eina sem fram kom í þessum
reynsluakstri og kalla má galla við bílinn.
Væri betra að hafa stilká.
280 ólmir hestar
Vélin er glaðvakandi með mátulegu urri
um leið og startað er. 280 hestöfl á hámarks-
afköstum, þýðgeng með afbrigðum. Þetta
er tvöfalt afl miðað við það sem þykir gott
að hafa í venjulegum bílum með þriggja lítra
vél og dugir til að skila honum í hundraðið
á sex sekúndum sléttum. Aflið er yfirdrifið
við allan venjulegan bæjarakstur, aðeins ef
tekið er af stað með látum, að pinninn er
stiginn meira en rétt merkjanlega niður.
Uti á vegum er hægt að velja sér nánast
Þarna er ekki hægt að smeygja rakvélarblaði til viðbótar því sem fyrír er, enda
búið að hýsa 280 hesta í fullu fjöri.
hvaða ökustíl sem er. Eftir að náð er 80 til
90 kílómetra hraða þolir hann vel 5. gírinn
og tekur all þokkalega við sér. Allt upp í
220 kílómetra hraða er hægt að nota fjórða
gírinn og vera sneggri. Upp undir 170 má
fá rokna spark með þvf að vera í þrðja og
reka bensínið í botn. Þótt hestöflin leyni sér
ekki á hljóðinu og vélin drynji auðheyrilega,
er það ekki hávaði fyrr en snúningshraða-
mælirinn fer að nálgast rauða strikið rétt
innan við 7.000 snúninga. Aflið er í senn
mjög sveigjanlegt og yfir 4.000 snúningum
þarf að hafa stjórn á því með gjöfinni.
Ekkert túrbínuhik
Tvær túrbínur, hvor með sínum milli-
kæli, hjálpa til að fá allt þetta vélarafl. Þær
eru snilldarvel stilltar þannig að þær koma
ávallt til skjalanna þegar þörf krefur, jafnt
á lágum snúningi sem háum, og einkenn-
andi er að hikið, sem svo gjarnan er á að
afl túrbínu skili sér, er varla merkjanlegt.
Aflið kemur nánast strax og gefíð er f.
Hægt er að taka af stað með slíkum lát-
um, að bíllinn spólar báðum afturhjólum. í
mismunadrifinu er seigjulæsing og virkar
fullkomlega. Hins vegar er hjólabúnaðurinn
greinilega ekki til þess gerður að sýna slíka
stæla, því dekkinn skoppa á malbikinu við
svona átök. En, áfram æðir bíllinn og þá
er betra að vera snöggur að skipta um gír.
Hér var það ekkert mál, skiptingin eins og
hugur manns, stutt á milli gíra og engin
fyrirstaða, aldrei kom fyrir að gírstöngin
vildi fara annað en henni var ætlað.
I bæjarakstri eru hreyfingar bílsins
snöggar, jafnt stýri sem fjöðrun. Hann er
ekki hastur og lemur alls ekki, stinnur og
maður fær á tilfinninguna að hægt sé að
taka 90 gráðu beygju á hvaða hraða sem
er. Fjórhjólastýringin sér til þess og gerir
hann auk þess lipran í bæjarsnatti sem
hvern annan smábíl. Úti á hraðbrautinni er
Nissan 300 ZX ósköp einfaldlega límdur við
veginn.
Lullaðá200
í þéttri umferð hollensku þjóbrautanna
var hann bara þægilegur á 90 til 120, eng-
inn hávaði nema í útvarpinu, sætin hrein-
ustu hægindi og ökumaðurinn afslappaður.
Þegar yfir í þýska frelsið kom, var bara
einfaldlega gefið í. Þá fóru nú hlutirnir að
gerast. Vélin á hásnúning og yfírgnæfði
útvarpið, nálin á hraðamælinum æðir upp,
en tekur að hægja á sér á 190. Samt þokka-
legt viðbragð enn, þegar botnað er. Ennþá
enginn hávaði, nema frá vélinni ef hann er
í fjórða, lágværar dunur í fimmta. Á 200
er ekkert farið að bera á flugeiginleikum,
bíllinn er klettur stöðugur.
Áfram hraðar, þegar 210 er á mælinum
bætir hann hægt og bítandi við sig og enn-
þá er hann fullkomlega stöðugur á 220. Þá
fer að heyrast lágvært hvæs frá T-toppnum
sem verður að flauti á 230. Á 240 fer hann
að verða kvikur í hreyfingum og loks er
nálin á 250. Ökumaðurinn finnur vel að
hraðinn er orðinn nokkur. Bíllinn er tekinn
að léttast í spori, loftmótstaðan er byrjuð
að lyfta honum svolítið og smæstu hreyfing-
ar á stýrinu verða að miklum hliðarsporum.
Þá var líka gamanið búið, skellir sér ekki
"hægfara" bíll yfir á vinstri akreinina fram-
undan. Okumanninum verður á að hugsa:
Jafn gott að bremsurnar séu í Iagi!
Og það eru þær svo sannarlega, þétt
ástig, örlítill titringur frá ABS læsivörninni
og á augabragði er lullað á 200 kílómetra
hraða. Bremsurnar voru síðan prófaðar sér-
staklega við aðkomuna að bensínstöð við
hraðbrautina, komið á 200 inn á fráreinina
og neglt niður: Sama sagan, fírna öflugar,
nákvæmar og öruggar bremsur.
Draumur fyrir tvo
Nissan 300 ZX er sannkallaður
draumabíll - fyrir tvo. Aftursætin eru eins
og amerískir kalla hundasæti, þar er varla
pláss fyrir fullvaxið fólk. Hann býður upp
á allan þann tæknibúnað sem hugsast get-
ur, meira að segja sjálfvirka hraðastillingu
á beinskipta bílnum. Hann er ekta sportbíll
að útliti og eiginleikum, gullfallegur og
virkilega gaman að aka honum.
Uppbygging bflsins er eins og á hefð-
bundnum sportbílum: Vélin að framan og
drifið að aftan. Vélin er V-6 með fjóra
ventla á hvern strokk og yfirliggjandi kam-
bása, gangurinn tölvustýrður, sem og allt
annað gangverk í bflnum. Val er um tau-
eða leðurklæðningu, og öflug miðstöð stillir
hitann eins og best þykir, hitar eða kælir.
Verð hingað er einhvers staðar á bilinu 4,5
til 5 milljónir, um það bil þriðjungur til
helmingur þess sem þarf að borga fyrir hina
rótgrðnari sportbíla sem geta gert það sama
og þessi eða betur, eins og Porsche, Ferrari
og Lotus. Umboðið, Ingvar Helgason hf.,
hefur ekki okkur vitanlega fengið neina
pöntun enn í svona bíl, en nokkri hafa ver-
ið fluttir hingað af "Iitla bróður," Nissan
200 SX, sem er líklega betur við hæfi
íslenskra aðstæðna.
ÞJ
;;. •.. :&mSZBM£m& *~**M
Svolítíð líkur Porsche 928 á framendann og ekki svosem
leiðum að Hkjast, ógnvekjandi sjón að sjá í baksýnisspeglin-
Algengasta sjónarhorn annarra ökumanna á Nissan 300 ZX.
um.
10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16