Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Stofnuð  1925
Nýtt menningarhlut-
verk bókasafna
INNGANGUR
llum er kunn sú menningarstafsemi, sem fram
hefur farið í bókasöfnum. Undanfarnar vikur
hefur verið töluverð umræða í fjölmiðlum um
nýtt hlutverk gamla safnahússins við Hverfis-
götu, og ýmsar merkar hugmyndir komið
Aðalhlutverk Safnahússins
gæti orðið allt í senn, lesstofa,
leitarstöð eða bókasafn, sem
með lítilli fyrirhöfn mætti
breyta í opinn sal fyrir
opinberar móttökur.
Eftir ÞORSTEIN
MAGNÚSSON
fram. Mig langar til að leggja þar orð í belg.
Á seinustu árum hafa bókasöfn víða erlend-
is tekið að sér ýmiss konar nýtt menn-ingar-
hlutverk. Bæði stafar það af auknum fjárveit-
ingum til slíkrar starfsemi í mörgum menn-
ingarlöndum, og eins vegna áhrifa menntaðra
bókavarða. Svipuð þróun hefur og átt sér
stað í öðrum tegundum safna.
Markvisst hefur verið unnið að því í seinni
tíð hér á landi að auka við og útvíkka hið
hefbundna hlutverk bókasafna. Þröngt og
óhentugt húsnæði hefur þó verið flestum
eldri söfnum fjötur um fót, en ný kynslóð
menntaðra bókavarða hefur vegið þar upp á
móti, og eins hefur stundum nokkru fé verið
varið til þess háttar hluta. Víða í byggðum
landsins hefur vaknað nokkur metnaður fyr-
ir rekstri slfkra stofnana, sem sveitarfélögin
reka. Með sameiningu sveitarfélaga ættu að
skapast skilyrði í viðkomandi byggðum til
átaks í þessum efhum.
Margir bókamenn sjá fyrir sér þá þróun,
að sjálfar bækurnar skipti minna máli í bóka-
söfnum framtíðarinnar, en margs konar ann-
að menningarstarf komi inn í söfnin í auknum
mæli í staðinn, jafnvel starfsemi, sem við í
dag getum ekki gert okkur grein fyrir. Flest
ný bókasöfn eru því hönnuð með einhvers
konar miðrými, þar sem nokkur fjöldi fólks
getur safnast saman eða þar sem unnt er
að setja upp rúmfrekari mynda- eða bókasýn-
ingar. Víða er slík aðstaða eftirsótt í tengslum
við ýmiss konar ráðstefnur, eða til fundar-
halda fyrir minni hópa, ekki síst um málefni
sem tengjast bókum og listum.
Eins og kunnugt er, þá er nú aðeins Lands-
bókasafnið eftir í Safnahúsinu fallega við
Hverfisgötu, en áður voru þar líka Þjóð-
skjalasafn og Náttúrugripasafn, og jafnvel
fleiri söfn um tíma. Þau söfh hafa nú fengið
sjálfstæða aðstöðu og njóta mörg góðs aðbún-
aðar. Húsið er samt alltof lítið fyrir Lands-
bókasafnið nú, og er heil bókhlaða að verða
tilbúin vestur á Melum til að bæta aðstöðu
þess merka safhs, og sameina það Háskóla-
bókasafninu.
Það eru þessar tvær bókhlöður, sem mig
fýsir aðallega að ræða um hér, þá gömlu og
litlu, sem okkur þykir öllum svo vænt um,
og þá nýju og stóru, sem við væntum svo
mikils af.
Safnahúsið
Safnahúsið við Hverfisgötu hefur minnst
þrjú atriði tO sins ágætis sem framtíðarhús-
næði. Það er mjög falleg og sérstök bygging
og stflföst í allri hönnun, og hún hefur yfir
sér sérstakan höfðinglegan blæ. Þá er Safna-
húsið líka inni í miðbæ borgarinnar, á áber-
18.tbl. 14.MA11994-
Lestrarsalurinn í Landsbóka-
safninu. Húsið er friðlýst -
einnig að innan - en greinarhöf-
undurinn bendir á að ef til vill
gæti þessi fagra bygging tekið
viðnýju menningarhlutverki til
viðbótar við það sem nú er.
LjósmJLesbók: Kristinn.
.arg.
andi stað og í næsta nágrenni við helstu
stjórnarstofnanir ríkisins; miðborgin væri
óneitanlega fátæklegri án Safnahússins. Loks
á Safnahúsið sér merka sögu sem upphaf og
eins konar miðstöð safnastarfs í landinu, því
flest söfn landsins eiga sér upphaf eða fyrir-
mynd í þessu húsi, sem er því eins konar
ungamamma safnanna okkar.
Þó ekki væri nema af þessum þrem ástæð-
um ætti að sýna Safnahúsinu fyllstu virð-
ingu, og varðveita sess þess sem merkisstofn-
unar í samfélagi okkar um alla framtíð.
Sumum finnst nú sem safnahlutverki þess
hljóti að vera lokið, þegar öll söfnin, sem þar
voru fyrrum, hafa fengið rúmgóða og hent-
uga aðstöðu vítt og breitt um borgina. Þá
dettur mönnum helst í hug að nota það sem
dómshús eða samkomuhús fyrir móttökur
og fundi á vegum ríkisstjórnar og ráðuneyta,
sem hvort tveggja er í sjálfu sér verðugt
hlutverk fyrir gamla veglega-byggingu. En
þar sem Hæstiréttur á að fá sitt eigið dóms-
hús fljótlega, er sá möguleiki út úr mynd-
inni. Rúgbrauðsgerðin og Ráðherrabústaður-
inn henta aftur á móti naumast lengur sem
móttökuaðstaða fyrir hið opinbera.
Það var fyrst í tíð síðustu ríkisstjórnar,
sem maður heyrði því fleygt, að Steingrímur
Hermannsson hefði augastað á Safnahúsinu
fyrir móttökur rfkisstjórnarinnar, því þá var
Ráðherrabústaðurinn einmitt lokaður um
tíma vegna enn einnar viðgerðarinnar. Oneit-
anlega sótti þá beygur að mörgum safnaunn-
andum.
En sannleikurinn er sá, að það getur farið
vel saman að reka einhvers konar bókasafn
eða sýningarsal í Safnahúsinu annars vegar
og móttökuaðstöðu fyrir opinbera aðila hins
vegar. Mjög auðvelt væri að skapa þar virðu-
legt, þjóðlegt og menningarlegt umhverfi,
með bókum, handritum og listmunum í veg-
legu og traustu húsnæði, með glæsilegri að-
komu og uppgangi. Svipmót húsins er að
mörgu leyti keimlíkt yfirbragði Alþingishúss-
ins og Bessastaða, þykkir traustir veggir,
smáar vistarverur og virðulegar innréttingar
með hálfdönskum svip gamla tímans.
Opinberir aðilar mundu því vera vel sæmd-
ir af slíku umhverfi í Safnahúsinu, hvort
heldur væri forseti lýðveldisins, ríkisstjórnin
eða einstakar ríkisstofnanir, og gætu tekið
þar á móti töluvert stórum hópi gesta, eða
haldið þar minni ráðstefnur og mót. Aðrir
aðilar gætu e.t.v. leigt aðstöðuna í svipuðum
tilgangi. Ekki er endilega þörf fyrir matseld
í húsinu vegna slfkra mannamóta, né heldur
mikinn hljómbúnað. Unnt yrði þó að koma
einhveiju slíku fyrir, enda þótt húsið sé frið-
að gegn meiriháttar raski. Hugmyndarfkt
listafólk og hönnuðir, sem við eigum orðið
gnótt af, verða ekki í vandræðum með að
útfæra þessa hugmynd svo vel fari. Og hún
þarf alls ekki að vera kostnaðarsöm.
Aðalhutverlri hússins yrði samt sem áður
annaðhvort eða allt í senn; sýningarsalur,
lesstofa, leitarstöð eða bókasafn, sem með
lítilli fyrirhöfn mætti breyta í opinn sal, sem
hentar opinberri móttöku. Almenningur
mundi þá eiga erindi á safnið til að skoða
nýjar uppstillingar listaverka,  til  að lesa
rfövfujjn unui ¦*-. ¦\ii'i .qqt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12