Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Delfíog
Þingvellir
H
Eftir EINAR PALSSON
inn 26. maí - 2. júní 1993 var haldin hér í
Reykjavík alþjóðaráðstefna um réttarheim-
speki, er nefnd var „Law, Justice and the
State". Drifu þar að margir erlendir lögspek-
ingar. Fékk ég góðfúslega leyfi til að taka
þátt í þessari ráðstefnu og að flytja erindi
um áætlaðan hugmyndafræðilegan grundvöll
Alþingis á ÞingvöUum. Þetta erindi mun
hafa komið nær öllum á óvart; þar voru því
gerðir skórnir að speki kennd við Pýþagóras
hefði legið að baM Alþingi á ÞingvöUum í
öndverðu. Eftir erindið átti ég tal við þrjá
lögspaka Grikki sem höfðu sótt ráðstefnuna,
og sýndu þeir erindinu um Alþingi á Þingvöll-
um einstakan áhuga. Töldu þeir að áætlaður
grundvöllur goðaveldis íslendinga kæmi
Grikkjum allmikið við; og hugðust þeir kanna
það nánar.
Það var svo seint í marz 1994 að mér barst
bók í póstinum. Var hún frá einum Grikkj-
anna, Dr. Michel Paroussis, er kennir við
háskólann í Freiburg. Ekki er þó bókin eftir
hann heldur eftir fræðimann að nafni Jean
Richer og nefnist á frönsku Geographie Sacré
du Monde Grec og fjallar um fornan átrúnað
Grikkja í tengslum við stjarnhimin. Hefur
bókin auðsjáanlega verið lengi í smíðum, eða
nánar til tekið í þrjá fjóra áratugi, fyrst gef-
in út 1967 og síðar endurbætt og aukin.
Verk Richer er geysimiMð að vöxtum og
þyrfti nokkurra ára rannsókn til að gera því
viðunandi skil. Mun sú vinna bíða síns tíma,
en eitt atriði í kenningum Richer rís þó svo
hátt í sambandinu, að sjálfsagt er að greina
frá því þegar í stað. Hann kemst m.ö.o að
þeirri niðurstöðu, að hinn mikli helgistaður
Grikkja, Delfí, hafi verið skorðaður við
merkjum Dýrahrings á himni. Ennfremur
að baugur sé dreginn um helgistaðinn með
rúmra 200 km radíus. Þetta er engin smá-
fregn íslendingum: samkvæmt um þrjátíu
ára^gömlum rannsóknum undirritaðs birtum
í RIM („Rótum íslenzkrar menningar") var
Alþingi á Þingvöllum einmitt skorðað við
stjarnhimni og hringur dreginn um. Hringur-
inn er að sjálfsögðu tákn Dýrarhings (Zo-
diaks) á himni, og er þessi niðurstaða Richer
at því leyti í fullu samræmi við niðurstöður
RÍM. Þó er ekkert samband milli rannsókn-
anna; hvorugur vissi af hinum.
Líkt og gildir um Þingvelli
samkvæmt kenningum
höfundarins, er sennilegast
eftir rannsókn Richers að
dæma, að helgistaðurinn Delfí
hafi verið ákvarðaður með
skírskotun til markleiða,
Stjarnhimins, rétt skorðaðs
baugs og Ferundarinnar góðu.
i                 i
2   3      .      2   3
4        9        4   16
8           27   1   8   9   10
Ferundin Meiri og Ferundin Minni.
Ferhyrnan og þríhyrningurinn fullkomni.
VANDINN
Helzti annmarkinn á bók Richer er að
hann tekur ekki á fornri tölvísi, eða, nánar
til tekið, sleppir henni alveg. Svo miklar að
vöxtum eru hins vegar athuganir hans er
varða stjörnuhimin að lesandinn hlýtur að
fyrirgefa honum; útilokað mætti virðast að
rannsaka fleira á einni stuttri mannsævi en
Richer hefur gert. Hann hefur tekið fyrir
OEIPHESl frotjtOl/S étodiés.
____imtm. fquivalencc symbolique ées
sxes UaiJ-Verseati.
0            wo          20okn
vk ¦ :  -  ---
Vgre/fr Sff l<f* áe Crétt {tnfimi-e x>4 lear)
Dýrahringur himins með miðju í Delfí. Hringurinn er reiknaður út aí stöðu hofa
í helgisetrinu.
Helgistaðurinn Delfí í Grikklandi þar sem véfréttin fræga var.
Þingvettir sem miðja heimsmyndar.
nánast hvert svið fræðanna og skoðað út frá
sjónarmiði stjarnhimins: fornminjar svo sem
forna vasa, lágmyndir, myndastyttur, rit-
heimudir, áttavísan helgra mustera og svo
framvegis. Þannig er áætluð mörkun Delfí
og Dýrarhrings hennar að miklu leyti unnin
eftir áttavísan mustera, og kemur í ljós geysi-
mikil flækja sem manni dettur helzt í hug
að líkja við skorðun kirkna á miðöldum.
Stjarnhiminn Delfí er að þessu leyti ólíkur
stjarnhimni Þingvalla eins og hann var reikn-
aður út í RÍM, þrennir Dýrahingir, Þing-
valla, Rangárhverfis og Vesturlands, blasa
við hérlendis (samkæmt ráðningunni) og eru
allir eins skorðaðir við stjarnhimni. An þess
að ég óski að gagnrýna Richer, sýnist mér
því full ástæða til að rannsaka betur samsvar-
anir á þessu sviði, eða hvort í rauninni hafi
ekM margskonar áttavísan blasað við forn-
Grikkjum á himni Delfí eftir átrúnaði og
tímasetningu dýrkunar. Og~þá einnig hvort
ekM var um að ræða samskonar áttavísan í
fleiri hringum á jörðu niðri.
Við sjáum þannig að meginatriði tilgátunn-
ar um skorðun Alþingis á Þingvöllum eftir
stjörnuhimni, blasa við í bók Richer: skorðan-
ir um langan veg við kennileitum, skorðun
við stjarnhimni og baugur um dreginn. Línur
þær sem dregnar hafa verið um langan veg
eru þær sem við höfum nefnt markleiðir (lay-
lines á ensku) og eru þær að því leyti frá-
brugðnar þeim hér heima að í Grikklandi eru
þær að miMum mun lengri, eða oft um fjór-
um til átta sinnum. Og þó kemst Richer að
þeirri niðurstöðu að rétt séu lagðar um
400-500 km veg. Þess skal getið að um mik-
inn fjölda slíkra marMeiða er að ræða í Grikk-
landi að dómi Richer, nánast frá hverju ein-
asta helgisetri, og öllum þeim helztu.
Við vitum ekM hvaða mælieiningar forn-
GriMdr notuðu við þessar mælingar sínar
og Richer leggur það í hendur síðari kynslóð-
um að rannsaka það mál betur. Þar sem hins
vegar lengd marMeiða og tölvísi er nánast
höfuðatriði samkvæmt niðurstöðum RÍM á
íslandi fornaldar, mætti því sýnast allnokkur
vandi blasa við er að samanburði kemur.
TETRACTIS
En nú erum við heppin. Þótt Paroussis
telji að ég muni lítt hafa gagn að bók Richer
frá sjónarmiði tölvísi, er einstæða tilvitun að
finna í verM hans. í kaflanum um öxul veraM-
ar og línur Pólstjörnu getur að líta eftirfar-
andi spakmæli Pýþagórea sem noMturskonar
tákn eða einkunnarorð fyrir kaflann:
Qu'est-ce que l'oracle de Delphes? C'est
la tétractys. C'ést-a-dire l'harmonie, dans
laquelle il y a les sirénes. (S. 76.)
(Hver er véfréttin i Delfí? Hún er ferund-
in. Það er að segja samhljómurinn sem síren-
urnar búa í.)
Já, hver er eiginlega véfréttin í Delfí? Um
tuttugu alda skeið hafa menn talið hana svo
óskiljanlega, að haft er að orðtaM þegar
maður mælir óskýrt og dulið að hann tali
eins og véfréttin í Delfí. En nú koma Pýþag-
órear til sögunnar og svar þeirra er skýrt:
Véfréttin í Delfi byggist á ferundinni, og þar
með er undirstaðan ljós.
Hvað var ferundin? Ferundin er eitt merk-
asta undur fornaldar. Svo margbrotin er hún
og slíkar eru útskýringarnar á henni, að
heila bók þyrfti til að gera henni þó ekki
væri nema sæmileg skil. Og þó mætti ein-
mitt lýsa henni sem einföldustu skýringum
sem finnast á fyrirbrigðum efnisheimsins,
tvær formúlur sem settar eru upp svo:
ferundin minni
1
2-3
4-5-6
7-8-9-10
og ferundin meiri
1-2-4-8 (kventölur) 1-3-9-27 (karltölur).
í RIM hefur orðið Ferhyrna verið notað
um Tetractys (E.P. Steinkross, 1976, k.
44-45). Grundvöllur hennar byggist á því að
þríhyrningurinn sé horsteinn tilverunnar.
Lögmál heimsins felast í tölum, og tugurinn
er fullkomleitónn sjálfur, í honum felst eining
og margfeldi. En ferundin minni var sett upp
sem jafnhliða þríhyrningur, og fjórir slíkir
mynda einfaldasta form rúmvíddar, fjóra
þríhyrninga sem minna á hyrnurnar sem
Islendingar drukku mjólk af fyrir ekM all-
löngu. En þrívíddarmynd Ferundarinnar
merkti annars vegar Eldur, hins vegar Rétt-
læti. Þannig var TETRACYS tákn bæði rétt-
lætis og elds í Delfí. En Eldur var jafnframt
tákn landamörkunar, sem ætíð skyldi rétt,
enda fylgdi réttur eignarhaldi. Það er ein
megintilgáta RÍM að þessi hugmynd hafi
búið að baM landnámi Islands, þá er menn
fóru land eldi til helgunar.
Þetta verður að nægja hér til skýringar á
ferundinni minni. En ferundin meiri er þó
um allt merkilegri eins og á stendur. Hún
var gerð af sjö tölum, einn taldist ekki tala
heldur „heild" (og erii sköpunartölurnar þá
í rauninni sex, að hugsun forn-Grikkja). Þrjár
tölur, 2-4-8, voru kenndar við kvenkyn og
þrjár tölur, 3-9-27, við karlkyn. Þegar tala
hafði verið þrisvar margföldað með sjálfri
sér voru tölurnar „fullkomnar", en þríveldi
kventölunar 2 (þ.e. 8) marfaldað með þrí-
veldi karltölunnar 3 (þ.e. 27) var talan 216.
En sú tala var einmitt eitt merkasta tákn
Alþingis að fornu samkvæmt niðurstöðum
RIM!
NIÐURSTAÐA
Það er m.ö.o. sennilegast af hinni miMu
rannsókn Richer á helgri landamörkun, að
helgistaðurinn Delfí hafi verið settur upp
með sMrskotun til marMeiða, Stjarnhimins,
rétt skorðaðs baugs og Ferundarinnar góðu.
Að því fráskyldu að Richer leggur fram aðra
áttavísan en RÍM fyrir stjarnMmin og fæst
ekM við tölvísi, er því um ótrúlega nákvæma
samsvörun að ræða við Alþingi á Þingvöllum
eins og það var reiknað út í RIM - án nokk-
urrar hMðsjónar af Delfí í öndverðu.
VerMag tilgátunnar í vísindum og fræðum
segir okkur, að tilgáta þurfi að vera forspá;
hún þarf að segja fyrir um önnur tilvik þar
sem þeirra er að vænta. Þessu sMlyrði er
nú fullnægt, nánast í hverju smáatriði, hvað
Delfí snertir. En jafnfamt styður íslenzka
niðurstaðan eindregið niðurstöðu Richer. Og
það sem mestu varðar, nú myndast nær
ótæmandi rannsókanefni á tengslum forn-
Grikkja og íslendinga goðaveldisins.
Pýþagórear hafa ekM talað til einsMs,
þótt dauðarefsing lægi við að fræðin væru
skýrð fyrir óinnvígðum.
Höfundur er fræðimaður og hefur sKrifað um þessi
efni, Raetur islenskrar menningar.
10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12