Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						GAMLA eldhúsið á Húsafelli um 1935. Olíumálverk eftir Asgrím Jónsson.
er sú listasaga sem það hefur að geyma.
í því herbergi sem hefur verið kallað Ás-
grímsherbergi má ennþá líta ummerki list-
málarans. Þau leiða hugann að hlutverki
Húsafells sem miðstöð listamanna sem
hefur slíkt vægi í listasögu fyrri hluta ald-
arinnar að talað hefur verið um staðinn
sem „Mekka myndlistarmanna".
BYGGINGHÚSSINS
Húsið er reisulegt, aðalhúsið úr steini;
hæð, kjallari og portbyggð rishæð en norð-
an megin er bárujárnsklædd viðbygging
úr timbri sem kölluð er Skúrinn. Ástríður
Þorsteinsdóttir (1847-1921), ekkja Þor-
steins Magnús-sonar (1847-1906), og börn
hennar hófust handa um byggingu hússins
árið 1908 og var það fyrsta steinhús í
Hálsasveit.
Yfirsmiðurinn sem fenginn var til verks-
ins var Jón Sigurðsson frá Efstabæ sem
smíðaði fleiri hús með sama lagi. Um vet-
urinn var dregið að hraungrýti á sleðum
og var mikið af því svo gjallkennt að það
flaut á vatni. Síðar var til þess tekið að
húsið væri hlýtt og má eflaust rekja það
til einangrunargildis hraungrýtisins. Það
er í rauninni athyglisvert að hraungrýti
skuli ekki haf a verið algengara byggingar-
efni en raun ber vitni í því kalda eldfjalla-
landi sem ísland er.
Aðalhúsið var einhlaðið úr hraungrýt-
inu, hver steinn lagður í steypu og múrað
að utan en öll innrétting úr timbri. Allt
var þiljað að innan nema kjallarinn sem
var múraður. Landskunnur maður Guð-
mundur Stefánsson, bróðir Sigvalda Kald-
alóns og Eggerts Stefánssonar, var aðal-
múrarinn. Guðmundur var glímukóngur
íslands um skeið. Sumt í húsinu var þiljað
með panel annað með breiðum fjölum úr
gamla torfbænum.sem var rifinn um vetur-
inn þegar fólkið var flutt inn í í nýja bæ-
Gamli bærinn
á Húsafelli
LLIR íslendingar kunna að lesa bækur. En
hversu margir kunna að lesa hús? Það er
meiri íþrótt að lesa hús en að geta lesið bæk-
ur. Húsið er hugsun, sem hefur hæð, lengd
og breidd. Bókin er vöntun á hugsun, sem
ÁSGRÍMUR segir frá
því að Ástríður húsfreyja
og Guðrún vinnukona,
frændkona hennar, hafi
fylgst nákvæmlega með
því sem hann var að
mála og báru furðulega
gott skyn á málverk. Þær
frænkur munu reyndar
einnig hafa haft dulrænar
gáfur til að bera. Hér
voru listmenning og
alþýðumenning í góðu
samneyti.
Eftir ARINBJÓRN
VILHJÁLMSSON
aðeins hefur lengd. Húsið er sannleikur um
líf kynslóðanna. Bókin er lygin um líf
þeirra."
Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Ofvitan-
um er hann lýsir Bergshúsi við Skólavörðu-
stíg mætti kalla guðspjall íslenskra húsfrið-
unarsinna. Þau eru viðeigandi inngangur
þegar sagt er frá gömlu húsi uppi í Borgar-
firði. Líkt og Bergshús er þetta hús bókfell
síns tíma sem segir frá ýmsu ef reynt er
að stafa sig fram úr þeirri sögu sem þar
er skráð.
HÚSAFELL
Bæjarstæðið á Húsafelli í Hálsasveit er
í hópi þeirra mikilfenglegustu á landinu
enda umhverfið rómað fyrir fegurð sína.
Þar stendur umrætt hús, sem heimamenn
kalla Gamla bæinn, rétt sunnan við kirkj-
una og eilítið vestar en stæði gamla bæjar-
ins sem var rifinn sama ár og húsið var
reist. Þegar horft er heim að Húsafelli úr
vestri verður myndin hvað fallegust, með
túnið í forgrunni en fyrir miðri mynd raða
bæjarhúsin sér upp í léttum sveig þar sem
gamli bærinn og kirkjan mynda þungam-
iðjuna. í bakgrunni handan skógarbreið-
unnar er fjallahringurinn þar sem Eirík-
sjökull er í hásæti með Strút sér á hægri
hönd en sunnan megin er Bæjarfellið þar
sem sér inn í úfið Bæjargilið. Hér myndar
Gamli bærinn fallega heild með kirkjunni
og horfa byggingarnar á móti gestum sem
koma úr vestri.
Þegar komið er að Gamla bænum í dag
er hrörlegt um að litast enda hefur ekki
verið búið í honum í um 30 ár. Að utan
VATNSLITAMYND eftir Asgrím Jónsson frá árinu 1918. Hér sér heim að
Húsafelli ár norðvestri.
eru' steinveggir sprungnir, múrhúðin hrun-
in af þeim hliðum sem oftast eru áveðurs,
margar rúður brotnar og víða glufur sem
vindarnir næða um. Að innan eru viðar-
klæðningar á útveggjum fúnar og burðar-
bitar sumstaðar ónýtir. Athygli vekur þó
að húsið er enn hitað upp þar sem að ofna-
kerfi hússins er í góðu lagi og nóg er af
jarðhitanum. En fljótt á litið virðist húsið
gjörónýtt.
AðLesaHús
En hér er auðvelt að láta hugann reika
til þeirra tíma þegar húsið var upp á sitt
besta og stafa sig fram úr bókfelli aldar-
innar. Innra og ytra fyrirkomulag, bygg-
ingarefni, lagnir fyrir vatn, hita og raf-
magn, eldiviðarvél, máðar tröppur og hurð-
ir, allt þetta segir okkur söguna um hagi
manna á Húsafelli frá aldamótum og fram
yfir miðja öld. Það segir okkur söguna um
stærsta stökk sem þjóðin tók í byggingar-
sögunni þegar hún fluttist úr torfbænum
í betri húsakynni og minnir á þær framfar-
ir sem einkennt hafa alla þessá öld.
Það sem gefur húsinu þó mesta sérstöðu
inn. Næsta sumar var Skúrinn byggður
og þá að mestu leyti úr viðum gamla
bæjarins.
GENGIÐ í BÆINN
Bæjardyrnar eru vestan á Skúrnum og
fyrst er komið inn í vítt andyri. Þaðan er
hægt að komast inn á aðalhæð hússins og
í eldhúskjallara. Skúrinn gegndi aðallega
hlutverki birgðageymslu. í honum var
hjallur á miðhæðinni, geymsluloft fyrir
ýmiss konar nýlendu- og mélvöru og kjall-
ari þar sem stóðu tunnur undir súran og
saltan mat, rófustía og sár undir fjallagrös
sem sótt voru inn á Geitland á sumrin.
Eldhúskjallarinn
í kjallaranum undir aðalhúsinu er eld-
húsið og tvö búr. í fremra búrinu var
undanrennan hleypt í skyr í upphleypuker-
aldinu, sem sagt er að Fjalla-Eyvindur
hafi smíðað á Húsafelli í tíð séra Snorra
Björnssonar. í dag er það í vörslu Þjóð-
minjasafnsins ásamt ausu sem líka er sögð
verk Eyvindar.
Til er þekkt olíumálverk úr eldhúsinu á
±
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16