Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Morð við Skötufoss
ÖMLU bæjarhúsin í
Árbæ, býlinu þar sem
minjasafn Reykjavíkur
nú stendur, þykja fara
vel þar sem þau lúra á
hæðarbrún með gróin
þök og þunglamalega,
hæfilega skakka grjót-
veggi. Þegar gestir líta þau augum á björt-
um sumardegi dettur víst fáum í hug að
þar h'afi ríkt annað en fríðsæld og kærleik-
ur í aldanna rás, kannski í bland við örlit-
il vanefni á köflum. Fólska og illvirki virð-
ast víðs fjarri. Samt sem áður komst bær-
inn í annála fyrir mannvíg sem þar var
bruggað, ástríðumorð, og þótti einhver
óhugnanlegasti atburður þess tíma. Áður
en vikið er að morðinu sjálfu verður farið
nokkrum orðum um baksviðið.
Líklegt er að búskapur hafi byrjað í
Elliðaárdal fljótlega eftir landnám, bæði
vegna gróðursældar og hlunnindanna sem
fólust í laxveiðinni. Árbær er þó ekki
nefndur í heimildum fyrr en á 15. öld og
var þá hjáleiga í eigu Viðeyjarklausturs.
Hafði hann líkast til verið færður klaustr-
inu gefandanum til sáluhjálpar. Konung-
sjörð varð bærinn síðan við siðaskiptin,
1550. Fyrstu glöggu myndina af Árbæ og
búendum hans er að finna í jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu
1704. Vill svo til að þá bjó þar hið ógæfu-
sama fólk, sem kom við sögu fyrrgreinds
mannvígs. Lýsing á Árbæ og kvöðum sem
honum fylgdu ber ekki með sér að hann
hafi verið eftirsóknarverður til búsetu.
Meðal annars segir orðrétt í jarðabókinni:
„Tún meinlega grýtt og þýfð. Engi mjög
íítið ... Torfskurður til húsagjörðar næg-
<ur, en til eldiviðar tekur hann mjög að
þverra." Samt sem áður var tvíbýli í Árbæ.
Annar ábúandinn hafði þrjár kýr, kvígu
og tvo hesta. Hinn ábúandinn hafði einnig
þrjár kýr, naut, kálf og einn hest. Hvorug-
ur þeirra hafði sauðfé. Af bæjarhúsum eru
lýsingar litlar, en þó ljóst að húsin sem
nú eru í Árbæ eru líkust höll miðað við
það sem þá var.
Álögur á búendur voru þungar þrátt
fyrir að ekki virtist af miklu að taka.
Kaþólska kirkjan hafði þótt óvægin í
skattpíningu á leiguliðum sínum, en verri
reyndust þó konungsmenn á Bessastöðum.
Landskuld, þ.e. leiga af jörðinni sjálfri, var
greidd með fé á fæti eða fiski. Af bústofn-
inum, sem einnig var konungseign, greidd-
ist leiga í smjöri. Ofan á þetta bættust
umtalsverðar vinnukvaðir: Við sjóróðra frá
Örfirisey, veiðar í Elliðaánum, heyskap í
Viðey, mótekju, hrístekju og fleira. Einnig
bar landsetum að lána hross til ýmissa
verka. Konungur hafði slegið eign sinni á
laxveiði í Elliðaánum og lágu þung viður-
lögvið veiðiþjófnaði þar.
Á þesum tíma, árið 1704, bjó að hálfum
Árbæ maður er Sæmundur hét, Þórarins-
son, 41 árs gamall, grimsneskur að ætt.
Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir,
Sigurður var höggvinn en
Steinunni drekkt. Fengu
þau bæði góða iðran og
skildu vel við.
VIÐ YFIRHEYRSLU kvaðst Sigurður aðeins hafa ýtt Sæmundi fram affossinum.
43 ára, og var Sæmundur þriðji eiginmað-
ur hennar. Hjá þeim voru J)rjú börn henn-
ar af fyrra bjónabandi. A móts við þau
bjuggu Sigurður Arason, 26 ára gamall,
ókvæntur, og móðir hans. Um fólk þetta
er mjög lítið vitað annað en það sem varð-
ar ytri hagi. Og vafalaust hafði það hug-
ann að mestu leyti við að framfleyta sér
frá degi til dags. Þó er ljóst að sterkar
tilfinningar leyndust undir yfírborðinu, því
að kærleikar miklir urðu með þeim Sig-
urði og Steinunni. Fór svo að hún eggjaði
hann til að fyrirkoma bónda sínum með
eínhverju móti. Heimildir greina hins veg-
ar ekki frá því hvað rak hana til slíks
örþrifaráðs.
Sunnudagskvöld eitt í septembermánuði
fóru þeir Sigurður og Sæmundur til veiða
í Elliðaánum. Ekki verður betur séð en
þeir hafi gert það í heimildarleysi, sbr.
eignarhald konungs á ánni og veiðibann
sem fyrr greinir. Er tvímenningarnir voru
staddir við Skötufoss, neðarlega í ánum,
gekk Sigurður aftan að Sæmundi, sló til
hans með einhverju barefli og hratt honum
fram í hylinn. Við yfirheyrslu síðar sagðist
hann einungis hafa ýtt Sæmundi fram af
fossinum með svonefndu dútré, sem er lít-
il tréfjöl, og hefur sjálfsagt með því viljað
draga úr óhugnaði verknaðarins.
Daginn eftir að þetta gerðist lét Sigurð-
ur þau boð ganga til sveitunga sinna að
Sæmundur væri saknað. Söfnuðust menn
saman til leitar og fannst lík Sæmundar
fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn
eins og þeir er drukkna og þótti sýnt að
hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var
nú grafið og leið síðan nokkur stund.
Smám saman kom upp orðrómur um
að Sigurður væri annaðhvort valdur að
dauða Sæmundar eða byggi yfir vitneskju
um afdrif hans. Var nú gengið á hann og
er hótað var að grafa upp líkið gekkst
hann við morðinu. Var þá einnig gengið
á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku
sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins.
Athyglisvert er hve auðvelt virtist að fá
játningu þeirra því að hún jafngilti lífláts-
dómi. Játning Sigurðar rennir stoðum und-
ir að hann hafi verið verkfæri í höndum
Steinunnar og iðrast gerða sinna. Einnig
ber að hafa í huga að á þessum tíma var
fólk guðhrætt í orðsins fyllstu merkingu
og trúði á elda vítis. Þau voru tekin af lífi
í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var
höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau
bæði góða iðran og skildu vel við" segir
í Vallaannál.
Ekki er ljóst hvarjpau Sigurður og Stein-
unn voru grafin. Arið 1938 gerðist það
hins vegar að vegagerðarmenn rákust á
dys við Kópavog, örskammt fyrir austan
Hafnarfjarðarveg, þar sem voru tvö lík.
Var annað þeirra síðhært, en hitt höfuð-
laust.
Höfundur er sagnfræðingur og safnvörður við
Árbæjarfsafn.
Eftir HELGA M.
SIGURÐÐSSON
RÚNAR KRISTJÁNSSON
Til
Guðmundar
Inga
Önfírska skáld,
oft minn hugur fer heitur í vestur
og heimsækir bæinn þinn
eftir hrífandi Ijóðanna lestur
t og lítur þar fagnandi inn,
þar fínnur hann íslenskan anda
sem ekki er lítilla sanda.
Vestfírska skáld,
hjá þér lifa þær lýsandi glóðir
sem laða minn sækjandi hug
svo hann æðir um ókunnar slóðir
og eykur sitt vonglaða flug,
því gott er að svífa og syngja
og sálina gleðja og yngja.
íslenska skáld,
til þín hef ég í huganum svifíð
og horft yfir strandir og sæ
því að ljóðin þín hafa mig hrifið
alveg heim í þinn önfírska hæ,
svo ég geti þar heilsað þeim hlyni
sem hugurinn kýs sér að vini.
Höfundurinn býr á Skagaströnd.
Ljóðið birtist í Lesbók 9. sept. sl. Þar sem
meinlegar prentvillur urðu í því er það
endurbirt og eru höfundur og lesendur
beðnir velvirðingar.
VALDIMAR LARUSSON
Einfari
Hann átti ekki samleið með öðrum,
hans áform skildi ekki neinn.
Margt fór í gegnum huga hans,
helst þegar 'ann var einn.
Þá dreymdi hann stóra drauma,
og dásamleg ævintýr.
Hann reisti bæi og borgir
þar, sem blærinn var mildur og
hlýr.
Hann átti ekki samleið með öðrum,
hans ætlun var mikil og stór!
Hann gat ekki unað við glaum og
ys,
þá gerðist hann þreyttur og sljór.
Því flýði hann upp til fjalla,
og fann á öræfaslóð
allan þann frið og alia þá gleði,
sem er og verður svo góðl
Hann byggði sér kofa, undir
bjargi,
þar bjó hann og undi sér vel,
og átti að vinum álfa og tröll,
jafnvel örfoka hraunhól og mel!
Hann átti ekki samleið með öðrum,
þessi einræni förusveinn.
Á öræfaleiðum fann hann þann
frið,
sem hann fangaði hljóður og einn.
Einveran var hans ástmey,
sem hann elskaði og þráði heitt.
ÖIIu .hans starfí, allrí hans þrá
gat ekkert í heiminum breytt.
Hann málaði þarna myndir,
sem minntu á land hans og þjóð.
Líkt eins og skáld, sem ætlar að
yrkja
þar öll sín fegurstu Ijóð.
Höfundurinn er leikari og býr í Kópavogi.
SKÖTUFOSS í Elliðaánum er ekki til lengur, aðeins hylurinn fyrir neðan
hann, sem sést á h'ósmynd frá árinu 1965. Gömlu Fákshesthúsin eru í baksýn.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS    21. OKTÓBER 1995     11'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12