Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						IJ
3k1^.H
m [öna n 0®® b b ni a m m ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Dýrkun
á líkamsútliti hefur komið í stað formlegrr trúar-
iðkunar, segir brezka blaðið Spectator. Aðeins einn
af hverjum tíu Bretum sækir kirkju, en sífellt
vaxandi fjöldi hefur slæma samvizku ef hann
smakkar franskar kartöflur eða mætir ekki í lík-
amsrækt. Greinin hefur verið þýdd og vekur spurn-
ingar um það, hvort hliðstæð viðhorf ríki hér.
Grímur
Thomsen eignaðist eftir því sem fullvíst er talið
son með ástkonu sinni Magdalenu Thoresen og
var hann skírður Peter Axel. í bréfi Magdalenu
til Gríms frá í des. 1851, kemur fram að hann
veit um barnið og að Grímur hefur tekið drenginn
að sér og þannig óbeint gengist við honum. Grein
Aðalgeirs Kristjánssonar um þetta efni heitir:
Sonartorrek Gríms Thomsens.
GRÍMUR THOMSEN
Sonar-torrek
Leikhús
drykkjunnar, nefnist annar hluti greinarflokksins
„ A valdi vínguðsins" eftir Þorstein Antonsson rit-
höfund. Þar segir hann að áfengisdrykkja sé Ieik-
hús, og allsstaðar hafi einskonar vínleikhús verið
starfrækt svo öldum skipti, jafnvel þar sem enginn
þekkti leikhús í annarri mynd.
Einn í lundi lauk við áttum
Lífs ástundan vors og gleði;
Strengr einn af þremr þáttum
Þrjú við stýrðum einu geði.   ¦
Einn við bárum hauk á hendi
Hann var öðrum fuglum betri;
Dauði grimmr bogann bendi
Beinskeytr á köldum vetri.
Laukinn tók sá laukinn gaf oss,
Liggr haukr vængjabrotinn,
þáttr rakinn einn er af oss,
Ein af lindum hjartans þrotin.
Nú við tvö á ströndu stöndum,
Störum eptir svörtum nökkva,
Sem að burtu lífs frá löndum
Leggr út á hafið dökkva. -
Flytr með sér fallna haukinn,
Fullum seglum undan vindi,
Flytr með sér fallna laukinn,
Fer í burt með lífsins yndi.
Ein er huggun: ei fær grandað
Ólgusjór, né fær á skeri
Dauðans hann í dymmu strandað;
Drottinn stýrir sjálfr kneri.
Grímur Thomsen, 1820-1896, var frá Bessastöðum, en var við nám í Kaupmanna-
höfn og síðan lengi í utanríkisþjónustu Dana. Hann sat heim kominn á Alþingi og
var eitt helzta skáld rómantísku stefnunnar á íslandi. Ljóðið, sem hér er birt og
upphaflega birtist í Þjóðólfi 8. febrúar 1872, er í tengslum við grein Aðalgeirs Kristj-
ánssonar á bls. 5.
B
B
Þeir sem hafa stolizt til
að lifa lengur en þeir
hafa kvóta til muna aft-
ur fyrir mestalla þróun
tónlistar á íslandi. Þeir
muna þrjá menn, sem
léku létta klassík á
fiðlu, selló og píanó síð-
degis á kaffihúsi Rósenbergs, þar sem nú
er Reykjavíkurapótek, síðar fimm Eng-
lendinga, sem jössuðu á síðkvöldum fyrir
dansi á Hótel Borg og jafn-marga Þjóð-
verja við sömu iðju á Hótelíslandi, þar
sem nú heitir Ingólfstorg. Á tyllidögum
stóðu nokkrir vaskir menn á Austurvelli,
hvernig sem viðraði, og blésu hergöngulög
á sönglúðra. En bakvið allan opinberan
tónskap þraukuðu heimasætur betri borg-
ara við píanó og stofuorgel að kröfu
mæðra sinna og æfðu hvern sinn fingur
á rómantíkinni.
Reyndar var góð tónlist iðkuð snemma
i kirkjunum báðum, þar sem fremstu tón-
frömuðir þjóðarinnar tignuðu almættið í
sátt við trúrækna presta, svo sem enn
tíðkast. Drjúgum áfanga var náð þegar
stofnuð var Hljómsveit Reykjavíkur, átta
eða tíu manna flokkur, sem hélt hljóm-
leika í splunkunýju Gamla bíói. Auk þess
létu tveir litlir karlakórar árlega til sín
heyra; og stöku sinnum bar það til tíð-
inda, að einsöngvari eða einleikari aug-
Ævintýrið
lýsti konsert í öðrum hvorum bíósalnum.
Ekki má gleyma því, að í Hljóðfærahúsi
Reykjavíkur fengust grammófónplötur af
tveim stærðum, og kostuðu fimm krónur
þær minni en þær stærri sjö og fimmtíu.
Þar stóð til boða sú niður soðna heims-
músík sem útvarpið tók að flytja síðar
meir.
Hver skyldi trúa því, að á þeim fáu
árum, sem frá þessari fortíð eru liðin,
hafi sprottið upp sinfóníusveit sem getur
metið sig á heimsmælikvarða, afburða-
kórar hver af öðrum, sem flytja með prýði
vandasömustu stórvirki tónmenntanna, og
ópera, sem ekki þarf að hika við að bjóða
upp á næstum hvaða verk af því taginu
sem vera skal? Og er þá fjölmargt ótalið,
sem nefnt skyldi samtímis, að því
ógleymdu, að upp er kominn alhliða tón-
listarskóli, reyndar fleiri en einn.
Þessi þróun, sem með stórþjóðum hefur
tekið aldir, verður hér á nokkrum áratug-
um. Það líkist ekki öðru en byltingu. Og
þessum stórstígu framförum í flutningi
tónlistar hefur fylgt sú gróska í hvers
konar tónsköpun sem hlotið hefur aðdáun
annarra þjóða.
Framar öðru vekur það furðu, að þetta
heillandi ævintýr hefur átt sér stað við
svo frumstæð og erfið ytri skilyrði að telj-
ast verður með ólíkindum. Ætla mætti
að hér í höfuðstaðnum væri þegar risin
hljómleikahöll við hæfi þeirrar tónmenn-
ingar sem svo fagurlega hefur dafnað.
En ekki er því að heilsa. Nær allur flutn-
ingur tónlistar fer enn fram í húsakynnúm
sem ætluð eru til annarra nota. Það er
því að vonum, að hraðvaxið hefur áhugi
á því, að reist verði fullkomið tónlistarhús
á vel völdum stað í höfuðborginni. Spyrja
mætti hvernig á því standi, að svo aug-
Ijósri nauðsyn hefur ekki fyrir löngu verið
fullnægt. Upp spretta misþörf gróða-
musteri og hégóma-slot, en eftir tónlistar-
húsi þarf íslenzk menning að bíða von úr
viti.
Astæðan er sú sama og endranær þeg-
ar að því kemur að bæta úr þeim þörfum
sem brýnastar eru: Þá þjóð, sem sögð er
ein hinna ríkustu í heimi, skortir fjármuni
til slíkra hluta.
Löngum hefur það tíðkazt víða um
heim, að múraðir fjáraflamenn legðu lið
tilteknum menningarmálum og tryggðu
um leið nöfnum sínum notalegan hljóm.
Hér á landi nægir að nefna Silla blessað-
an og Helgu konu hans, sem komu fótun-
um undir óperuna með fallegum og virðu-
legum hætti. Hvernig væri nú, að einhver
eða nokkrir slíkir öðlingar tækju sig til
og staðfestu hámenningargildi einkafram-
taksins með því að tryggja drottningu list-
anna verðugan samastað?
Þegar um er að ræða skort á tónlistar-
húsi væri því aðeins boðlegt að bera við
fjárskorti, að tónlist yrði metin til fjár.
En tónlistin verður hvorki metin til fjár
né neins annars. Þar er einungis hægt
að spyrja sig: Hvernig væri ístenzkt þjóð-
líf á sig komið nú á dögum hefði tónlistin
aldrei numið hér land?
Sveitungi minn, Þórður Teitsson, er
mikill húmanisti. Einhvern tíma varð hon-
um að orði í bjartsýnis-kasti: „Mannlífið
er að níutíu hundraðshlutum skelfilegt,
að níu hundraðshlutum hlægilegt, en að
einum hundraðshluta yndislegt, því að í
honum býr, ást, fórnarlund og tónlist."
HELGI HÁLFDANARSON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS     24. FEBRÚAR 1996     3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8