Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						H
íslenskar þjóósögur eru ekkert frábrugónar munnmælum annarra þjóóa.
Þær hgfg qllar boóskap aó berg sínum áheyrendum. Þaó á ekki síst vió um
vættasögurnar íslensku, einkum álfasögurnar sem margar takg á daglegu lífi
alþýðufólks og þeim hversdagssorgum sem lífió bar í skauti sér fyrr á tímum.
ÞJÓÐSAGAN
OG BARNIÐ
EFTIROLINU ÞORVARÐARDOTTUR
ÞJÓÐSAGAN hefur fylgt mann-
kyninu frá örófi alda - hún
er jafngömul menningunni,
hluti af tjáningu okkar og við-
leitni til þess að skilja og skil-
greina heiminn. í þjóðsögum
takast á hið góða og illa, ljós
qg skuggar tilverunnar kallast
á og velferð einstaklingsins er undir ráðsnilld
hans og mannkostum komin. Þjóðsögur eru
þessvegna ekki bara sögur um kónga og kot-
unga, varnarlausar prinsessur í drekahöndum,
drauga, forynjur og galdrahyski. Þær eru ekki
bara óraunverulegar frásagnir úr kynjaveröld
ævintýra þar sem allt getur gerst og mál eru
leyst með yfirnáttúrulegum hætti. Þjóðsógur
og ævintýri eru allt þetta, og meira til. Þær
eru - og hafa á öllum tímum verið - eitt öflug-
asta uppeldistækið sem fólki stendur til boða.
Sagan af Rauðhettu er saga allra tíma.
Börn eru ævinlega að villast út af veginum,
glepjast í skógi freistinganna og lenda í úlfsg-
ini. Hvort þeim verður bjargað í tæka tíð er
oft ekki undir neinu mannlegu valdi komið,
heldur einskærri heppni, rétt eins og þegar
veiðimaðurinn fýrir tilviljun gengur framhjá
húsi ömmu. Og líkt og í þessu ævintýri drag-
ast fleiri inn í vef atburðanna þegar illa er
komið fyrir börnum og unglingum - úlfurinn
gleypti ekki bara Rauðhettu. Þessvegna er lít-
ið ævintýri sem gerist á ótilgreindum tíma í
ótilgreindu umhverfi svo lífseigt sem raun ber
vitni - það á erindi við okkur á öllum tímum.
Barnið þráir og þarf að heyra um hættur heims-
ins, hvað er að gerast handan við hornið -
og foreldrar þurfa og vilja vara barnið við,
kenna því á þann hátt sem það skilur og getur
meðtekið.    _      „  „
„Sonnar"sogur
í gegnum aldir og árþúsund, með sífelldri
endursköpun og slípun, hafa þjóðsógur náð að
meitla andstæður lífsins. Þær tala til okkar á
öllum bylgjulengdum sálarinnar. Þessvegna
höfða þær bæði til barna og fullorðinna, og
þessvegna er gripið til þeirra aftur, aftur og
aftur. Ekki bara til að skemmta, heldur líka
til að mennta. Þjóðsögur eru þessvegna sannar
sögur á sinn sérstæða hátt. Þær miðla ótta
mannsins, ótta við myrkur, einsemd, freisting-
ar og ofurefli. Ekki síst er þessi ótti raunveru-
legur í huga barnsins sem upplifír örvæntingu
einsemdar, óttast myrkrið og óttast dauðann
án þess að geta tjáð þessar tilfinningar með
orðum. Þess í stað sýnir barnið kannski myrk-
fælni, ótta við ákveðin dýr eða líkamlegar
áhyggjur. Viðbrögð foreldra og fullorðins fólks
eru oft þau að gera lítið úr vandanum - það
gera þjóðsögurnar hinsvegar ekki, þær takast
á við vandann og það sem meira er um vert,
þær leysa hann. Söguhetju þjóðsögunnar líður
- líkt og barninu - oft sem utangarðsmanni;
hún er ein, og yfirgefin í myrkrinu eða kynja-
þokunni, en hún vinnur sig út úr því skref
fyrir skref og fær hjálp þegar hún þarfnast
þess mest.
Það er engin tilviljun að velflestar þjóðsögur
fjalla einmitt um ungt fólk og afdrif þess.
-Fólk á mörkum fullorðins og bernskuára. Það
er einmitt á þeim aldri sem heimurinn er svo
illskiljanlegur og áhrif hans svo margvísleg á
líf okkar - líkt og í ævintýrinu. Allir þurfa
að ganga í gegnum sína manndómsvígslu -
það er ekki bara kotungssonurinn í þjóðsög-
unni sem þarf að berjast við dreka til þess að
ná prinsessunni og konungsríkinu - við þurfum
þess öll á einhvern hátt.
ÓTTINN er alltaf nálægur og hefur alltaf
verið. Teikning eftir Kathe Kollwitz frá
ógnartíma stríðsins, 1942.
LIF nútímamannsins er líka fullt af
kynjum og vá.
ILLVÆTTURINN breytist í stein rétt áður
en hann nær stúlkunni. Teikning Hauks
Halldórssonar í bókinni Tröll - sögur og
teikningar úr íslenskri þjóðsagnaveröld
Barnsleg skynjun og Ijáning
Mannsins stærsta en jafnframt stríðasta
þörf er að gæða líf sitt merkingu, segja sálský-
rendur. Án merkingar væri líf okkar inni-
halds- og meðvitundarlaus tilvera. Merkingar-
leit okkar á sér stað alla ævi. Hún spannar
þroskaferil margra aldursskeiða og er auk
þess mismunandi eftir því hvar á þroskabraut-
inni við erum stödd hverju sinni. Þessi leit
okkar að merkingu hefst strax í frumbernsku
þegar við reynum að raða saman uppgötvunum
okkar og brotakenndri lífsreynslu í einhvers-
konar lífsskilning. Sá skilningur er býsna ólík-
ur því sem síðar verður, þegar lærð rökhugsun
kemur til sögunnar. Börn skynja lífið á allt
annan hátt en foreldrar þeirra. Allt er svo stórt
í augum barnsins, fullorðið fólk er risavaxið,
hundurinn í næsta húsi er óargardýr, og myrkr-
ið er mikið svartara þegar maður er lítill og
einn, heldur en þegar maður stækkar. Þannig
er þessu einmitt varið í þjóðsögunum. Þar er
myrkrið svart - tröllin stór og drekarnir ógur-
legir. Barnið þarf að yfirstíga ótal hættur í
lífi sínu og þroska með sér vissu fyrir því að
það sé öruggt og geti sjálft ráðið við aðstæður
sínar. Skertur lífsskilningur; brostin merking
er versti sálarháski sem barn getur komist í.
Þýski barnasálfræðingurinn Bruno Bettel-
heim er flestu uppeldisfræðimenntuðu fólki vel
kunnur. Kenningar hans náðu gífurlegum vin-
sældum á sjötta og sjöunda áratugnum. En
þótt maðurinn sjálfur væri síðar meir ásakaður
um að brjóta í bága við vísindalegar starfsað-
ferðir, hefur engum tekist enn að kippa stoðun-
um undan kenningu hans um áhrif ævintýra
og þjóðsagna á börn, og gildi þeirra í uppeldi.
Bettelheim heldur því fram að fyrir utan ör-
uggt athvarf í foreldrahúsum sé hið andlega
og menningarlega fóður mikilvægasti þáttur-
inn í uppeldi barnsins, með því sé lagður grunn-
ur að gildismati og lífsskilningi barnsins fyrir
lífstíð. Bækur sem kenna tóma gæsku, fyrir-
gefningu og átakalaust líf hafa ekkert aðdrátt-
arafl fyrir börn, segir Bettelheim. Öðru máli
gegnir hinsvegar um þjóðsögur og ævintýri.
Þau færa barninu ógnina, háskann og hamingj-
una í lífinu. Þau fletja ekki út heldur skerpa
andstæður. Þau eru ekki sótthreinsuð af því
sem barnið raunverulega óttast og þarf að
yfirstíga, þvert á móti er barninu í ævintýrinu
ógnað með því sem það óttast mest.
Mörg ævintýri hefjast einmitt á dauða föður
eða móður sem er versta tilhugsun lítils barns.
Fjölmörg hefjast á þeirri ákvörðun aldraðs
foreldris að velja verðugan eftirmann úr barna-
hópnum sem leiðir til þess að barnið þarf að
sanna sig og leysa erfiðar þrautir til að kom-
ast til manns. Leiðangur þeirra Hans og Grétu
er því ekki aðeins viðburðaríkt ævintýri um
kynjaskóg, hús úr kökum og ljóta norn. Ævin-
týrið er táknsaga um þroskaferil tveggja barna
sem verða að standa saman og reiða sig á
eigin getu eftir að foreldranna nýtur ekki leng-
ur við.
Sálræn útrás
Þjóðsögur og ævintýri gerast á sálrænu og
tilfinningalegu sviði í mun ríkara mæli en nokk-
urt annað lesefni. Þau lýsa því ástandi sem
börn eru í fram eftir aldri; fjalla um ólík innri
átök og álag á þann hátt að barnið skilur -
að minnsta kosti ómeðvituðum skilningi. Og
þetta gera sögurnar án þess að gera lítið úr
togstreitu og átökum barnsins við sjálft sig
og heiminn á meðan það er að vaxa og þrosk-
Toikning eftir Baraldi í útgáfu Iðunnar.
ast; þær bjóða lausnir á bæði tímabundnum
og varanlegum vandamálum. Einhverjum kann
að finnast það ódýr lausn og órökræn, að
sveifla töfrasprota þegar mikið liggur við. En
þannig bjóða þjóðsögurnnar tilfinningalega og
sálræna lausn fyrir barnið. Og það er það sem
barnið þarf á að halda.
Það er útbreiddur misskilningur að það þurfi
að forða börnum frá óþægilegum hugsunum,
ótta, reiði, kvíða og ofbeldishneigð, segir Bett-
elheim. Slíkir þættir verða aldrei þurrkaðir út
úr mannlegu eðli. Barnið þarf að takast á við
veruleikann og sá veruleiki er bæði harður og
erfiður ekkert síður en hjá fullorðnum. Foreldr-
ar og annað fullvaxið fólk hafa oft tilhneigingu
til að telja barninu trú um að allir séu góðir
- hlífa því við dökkum hliðum mannlífsins.
Með því erum við að blekkja barnið og læða
inn hjá því þeirri tilfinningu að það sjálft sé
„verra" en umhverfið. Barnið veit nefnilega
um eigin bresti, það þekkir tilfinningar eins
og reiði, ofbeldishneigð og afbrýði. Barnið
þarf að upplifa óttann, fá útrás fyrir hvatir
sínar gagnvart umheiminum, t.d. reiði í garð
foreldra sinna, og það þarf að sigrast á myrk-
um hugleiðingum og erfiðum aðstæðum. Allt
þetta er því veitt í þjóðsögunni. Þar er það
ekki „mamma" sem er vond - heldur nornin.
En nornin getur Kæglega staðið fyrir verri
hliðar mömmunnar; þær hliðar sem barnið
skilur ekki og vill ekki að tilheyri móður þess,
t.d. þegar það þarf að taka út refsingu eða
skammir. í þjóðsögunni er barninu gert kleift
að fá útrás fyrir heift sína í garð foreldra, án
þess þó að það sé meðvitað að refsa foreldrum
sínum - það er nefnilega nornin sem fær hina
-
4  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  27. JÚLÍ  1996
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16