Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						HEIMILDIR UM SAMI I ISLENSKUM FORNRITUM II
í öórum þeim mikla
doórant sem skráóur
var í Víóidalstungu var
saman kominn meiri
fróóleikur um Sami en í
nokkru öóru íslensku
skinnhandriti sem
varóveist hefur. Þetta
er að sjálfsögðu
Flgteyjarbók. Þaó sem
mesta athygli vekur
eruþættiríbókinniþar
sem Samar og f jölkynngi
koma við sögu.
EFTIR HERMANN PALSSON
NU HVERFUM við aftur
til síra Einars á Breiða-
bólstað, sem var einn
þeirra Húnvetninga á
14. öld sem höfðu
áhuga á Sömum.
Breiðabólstaður í Vest-
urhópi var eitt af þrem
fremstu menntasetrum í Húnavatnsþingi fyr-
ir siðaskipti; hin voru Þingeyrar og Víðidal-
stunga. Allar götur frá því að lög voru fyrst
skráð þar veturinn 1117-18 í húsakynnum
Hafliða Mássonar, sem mun hafa verið forfað-
ir síra Einars, og fram eftir öldum þótti
Breiðabólstaður mikill menningarstaður. Um
miðja tólftu öld átti að reisa fyrstu stein-
kirkju hérlendis á Breiðabólstað, og í því
skyni sigldi ungur sonur bóndans þar til út-
landa að sækja steinlím, en til allrar óham-
ingju fórst skipið á heimleið, og síðan liðu
meira en átta aldir áður en fyrsta hún-
vetnska steinkirkjan var reist, en það var á
Þingeyrum á síðara hluta nítjándu aldar.
A Þingeyrum hófst klausturlifnaður árið
1133, og þangað fór. Einar til náms árið
1317, þegar hann var tíu ára gamall. Ekki
er ýkja langur vegur frá Breiðabólstað að
Víðidalstungu, þar sem tvær miklar skræður
voru skráðar á efri árum síra Einars. Eins
og Sigurður Nordal hefur rakið á sínum stað,
þá mun síra Einar hafa verið með í ráðum
að finna og velja efni í þessar tvær miklu
bækur. Magnús Þórhallsson sem skráði nokk-
urn hluta þeirrar bókar. sem skrifuð var í
Víðidalstungu á síðara hluta fjórtándu aldar,
hafði Lögmannsannál Einars Hafliðasonar
undir höndum, og Sigurður telur sennilegt
að annað efni í bókunum tveim kunni einnig
aðvera komið frá Breiðabólstað.
í öðrum þeim mikla doðrant sem skráður
var í Víðidalstungu var saman kominn meiri
fróðleikur um Sami en í nokkru öðru íslensku
skinnhandriti sem varðveist hefur. Með því
að þessi mikla bók flæktist heimanað og lenti
vestur í Breiðafírði, þá hefur hún um langan
aldur verið kennd við þann stað þar sem hún
fékk inni um nokkrar kynslóðir og er kölluð
Flateyjarbók. Þó ber hún uppruna sínum
órækt vitni, enda er þar víðdælskur svipur
yfir mörgum frásögnum. Mikið af efni þessar-
ar stórubókar varðar Noreg, einkum sögur
af þeim Ólafi Tryggvasyni, Ólafi helga, Sverri
konungi og Hákoni gamla. Þær sögur sem
einkum geyma vitneskju um Sama eru Har-
alds saga hárfagra og Ólafs sögurnar tvær,
en það sem vekur sérstaka athygli eru ýmiss
konar þættir þarsem Samar og fjölkynngi
koma við sögu. Ég mun bráðlega víkja að
tilteknum þáttum.
Hin bókin sem Jón í Víðidalstungu lét
gera er jafnan kölluð Vatnshyrna og hafði
inni að geyma ellefu íslendingasögur og auk
þess nokkra þætti. Vatnshyrna brann í Kaup-
í ANDSTÖÐU við þær Heiði Haraldsfóstru, Fenju og Menju, þá eru nokkrar samískar konur afburða frfðar og svo töfrandi að þær
geta heillað menn að vild. Þar á meðal var Snæfrfður dóttir Svása, kvenna fríðust, og byrlaði konungi fullt ker mjaðar, en hann tók
allt saman og hönd hennar, og þegar var sem eldshiti kæmi í hörund hans og vildi þegar hafa hana á þeirri nóttu, segir Snorri.
Mynd: Sigurður Valur.
mannahöfn árið 1728, en efni hennar hefur
varðveist í öðrum handritum. Hér er ekki
tími til að fara mörgum orðum um þessa
bók, enda hafa þeir Stefán Karlsson og aðrir
fræðimenn fjallað um Jiana. En sérkenni
ýmissa sagna í Vatnshyrnu bera vitni um
svipaðan áhuga og frásagnir í Flateyjarbók.
Hér má drepa á eitt dæmi. Einhver frægasti
garpur sem heyrir forsögu Norðmanna er
Dofri sá, er talinn var fóstri Haralds hárfagra.
Lítil ástæða þykir að gera sér rellu út af
stöðu Dofra í veraldarsögunni sjálfri, en hitt
mun ekki vera nein tilviljun að allar þær fjór-
ar frásagnir sem fjalla um Dofra eru varð-
veittar í bókum Jóns Hákonarsonar: en þær
eru Bárðar saga Snæfellsáss og Kjalnesinga
saga í Vatnshyrnu og Hálfdanarþáttursvarta
og Haralds þáttur hárfagra í Flateyjarbók.
Dofra er getið í tveim ungum handritum
Vatnsdælu, en fyrir tæpri öld sýndi Finnur
Jónsson að Dofra muni ekki hafa verið getið
í upprunalegri gerð Vatnsdælu og sama
máli virðist gegna um ýmsa aðra staði í forn-
ritum. Finnur telur hiklaust að sagnir um
Dofra séu ekki skráðar fyrr en á fjórtándu
öld. Ég minnist þess ekki að Dofri sé nokk-
urs staðar kallaður Sami eða Finni berum
orðum; en hins ber þó að geta að lýsingar á
honum minna mjög á ýmsar myndir sem
brugðið er upp af Finnum í fornsögum. Rétt
eins og þeir Samar sem fóstruðu völuna í
Völuspá eru kallaðir jötnar, þá er Dofri fóstri
Haralds hárfagra kallaður jötunn. Er hugsan-
legt að sagnir af Dofra hafí borist í Víðidal-
inn úr Noregi með Gissuri galla snemma á
fjórtándu öld?
Og engum skyldi koma það undarlega fyr-
ir sjónir að eini staðurinn í íslenskum fornrit-
um sem rekur frásögn af fóstru Haralds
hárfagra er Hauks þáttur hábrókar í Flateyj-
arbók, og þar á ofan á kella auðsæilega að
vera samísk, enda er hún fjölkunnug, á heima
norður við Gandvík og er býsna hrifin af
smjöri og fleski, rétt eins og Samar hafa
löngum verið, eins og ég hef þegar bent á.
Hvort sem konan heyrir til heimi hugarburð-
ar eða veruleika, þá er gaman að kynnast
henni í letrum Flateyjarbókar.
I ýmsum fornum sögum og kvæðum þar
sem jötnum er lýst, má ætla að verið sé að
víkja að Sömum öðrum þræði. Hér er ekki
tóm til að rekja þetta mál. en þó skal snögg-
lega minnast Gróttasöngs. Rétt eins og Völu-
spá, þá er Gróttasöngur kveðinn í fyrstu
persónu, en þó er sá munur á að í Grótta-
söng syngja tvær máttkar meyjar, kallaðar
Fenja og Menja, um sjálfar sig og umhverfi
sitt. Sjálfslýsing þeirra gefur glögglega í
skyn að þær eigi að vera samískar. Þær eru
herteknar og látnar mala gull og frið handa
Fróða Danakonungi, sem er svo ólmur í gull
og frið að hann ann þeim engrar hvíldar,
enda þykir þeim vistin döpur og aðbúnaður
í lakara lagi: „Aur étur iljar, en ofan kuldi."
Máttur þeirra systra er ekki einvörðungu í
því fólginn að geta snúið furðu stórum kvarn-
arsteini, heldur eru þær ramm-göldróttar og
hafa auðsæilega hlotið svipaða þjálfun og
völvan sem orti Völuspá. Völvan kveðst muna
níu heima fyrir neðan jörð. en þær Fenja og
Menja höfðu verið átta vetur fyrir jörð neð-
an. Hér mun vera um að ræða framhaldsnám
í samískri fjölkynngi. Rétt eins og völvan eru
þær Fenja og Menja framvísar, enda sjá þær
fyrirfram þá ógnarlegu atburði sem enn voru
ókomnir.
í andstæðu við Heiði Haraldsfóstru, Fenju
og Menju þá eru nokkrar samískar konur
afburða fríðar og um leið svo töfrandi að þær
geta heillað menn að vilja sínum. Einna fræg-
ust er Snæfríður dóttir Svása hins samíska
sem stundum er kallaður dvergur. Svási bauð
Haraldi í gamma sinn, en gammi er tökuorð
úr samísku og merkti „torfkofi": „Þar stóð
upp Snæfríður dóttir Svása, kvenna fríðust,
og byrlaði konungi ker fullt mjaðar, en hann
tók allt saman og hönd hennar, og þegar var
sem eldshiti kæmi í hörund hans og vildi
þegar hafa hana á þeirri nóttu," segir Snorri
Sturluson og getur ekki orða bundist um
samíska töfra. Flateyjarbók hagar orðum á
annan veg, en fegurð og töframáttur hennar
leyna sér hvergi. Ýmsar aðrar samískar kon-
ur sem heita björtum nöfnum og ráða yfir
mikilli fegurð og fjölkynngi reynast ástmönn-
um sínum engar heillaþúfur um að þreifa,
svo sem Hvít dóttir Samakonungs í Hrólfs
sögu kraka og Mjöll Snæsdóttir í Sturlaugs
sögu starfsama.
Af öllum þeim íslendingum sem fóru til
Noregs frá því á landnámsöld og fram til
loka fjórtándu aldar er ekki vitað um nema
tvo nafngreinda menn og förunauta þeirra
sem komust til Finnmerkur eða Samalands,
og voru þeir báðir Húnvetningar. Annar var
Oddur Ófeigsson á Mel í Miðfirði á elleftu
öld sem fór þangað í ólöglega kaupferð; vita-
skuld er Odds þáttur Ófeigssonar varðveittur
í Flateyjarbók. Hinn húnvetnski Finnmerk-
urfarinn var Gissur galli í Víðidalstungu, sem
var fæddur árið 1269, og lést rösklega tíræð-
ur árið 1370. Um hann skrifaði Jón Jóhannes-
son ritgerð sem birtist í öðru bindi af íslend-
inga sögu.
í þeim annál sem Jón Hákonarson, sonar-
sonur Gissurar, lét taka saman, og var þar
stuðst við Lögmannsannál síra Einars á
Breiðabólstað en mörgu aukið við, er þess
getið að Gissur færi út til Noregs árið 1308,
og árið eftir varð hann hirðmaður Hákonar
konungs. Við árið 1310 er svofelld grein í
annálnum: „Hákon konungur sendi Gissur
galla á Finnmörk eftir skatti, er ekki hafði
fengist um mörg ár." Árið eftir, 1311, kom
hann aftur til Noregs af Finnmörku rneð
skattinn. Til allrar bölvunar höfum vér engar
frásagnir af dvöl hans með Sömum, en tví-
mælalaust hefur hann tekið með sér túlk og
leiðsögumenn, enda hlýtur hann að hafa lagt
mikið kapp á að kynnast höfðingjum Sama,
svo hann gæti náð skattinum með samkomu-
lagi. Og hitt væri harla undarlegt ef hann
hefur ekki gert sér far um að kynnast einnig
þjóðháttum Sama og menningu. Gissur kom
heim úr utanför sinni árið 1312, og fór síðan
aftur til Noregs þremur árum síðar, og dvald-
ist utanlands um nokkur misseri, en hér er
ekki tóm til að fjalla um síðari utanferð hans.
Jón Hákonarson var rétt um tvítugt þegar
afi hans féll frá, og hefur því getað orðið
fyrir miklum áhrifum frá honum og numið
þaðan margan fróðleik um Sama og Finn-
mörku. Því má þykja sennilegt að samískt
efni í Flateyjarbók kunni að vera komið frá
Gissuri galla, enda má það heita merkilegt
hve mikillar samúðar gætir í þeirra garð, og
þar fer lítið fyrir þeim norræna þjóðernis-
hroka og andúðar á Sömum sem bregður
fyrir í einstaka sögum utan Flateyjarbókar.
í rauninni er það engin firra að láta sér koma
FENJA OG MENJA
16    LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR     23. NÓVEMBER  1996
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20