Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 17
KEM STUNDUM SJÁLFUM MÉR Á ÓVART í seinni heimsstyrjöldinni bjargaði listnámið honum frá vinnubúðum Þjóðverja. Hann var yngsti meðlimur Cobra-hópsins og hefur æ síðan leitast við að finna nýjar hliðar á li st- inni. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR ræd. di við Karel Appel um m) /nd- 1 istina, Rembrandt og stríðsárin í Hollandi • KAREL Appel telst listamaður á heimsmælikvarða. Hann er að nálgast áttrætt, en er ennþá af- kastamikill og hefur unnið að verkum eins og þeim sem nú eru sýnd á Kjarvalsstöðum sl. tíu ár. Að sögn Appels gleymir hann oft stað og stund þegar hann er að vinna. „Ég finn stundum ekki fyrir líkama mínum,“ segir hann. „Ég tek litina mína og pensla, vinn og samlagast því sem ég geri.“ „Innblásturinn," segir hann, „kemur þegar þú starir á auðan strigann og hefst handa.“ Stundum kemur innblásturinn strax, en yfir- leitt þó ekki. Innblásturinn er oftast afrakstur mikillar vinnu. „Maður vinnur og vinnur og stoppar stöku sinnum til að hugsa og horfa á afraksturinn. Það er allt hluti af vinnuferlinu," segir Appel. „Oft þegar ég legg penslana frá mér og lít á það sem ég hef gert kem ég sjálf- um mér á óvart. Ég verð hissa á því sem ég sé í verkum rnínum." „Ég reyni yfirleitt að öðlast nokkra fjarlægð frá verkunum, horfi á þau og byrja síðan aftur. Stundum byrja ég strax aftur, en stundum nokkru síðar. Það er misjafnt hvort það er klukkutímum, dögum eða vikum síðar. Þannig,“ segir Appel, „lýsir innblástur minn sér aðallega. En ég veit ekki hvenær ég á að hætta, það er nefnilega enginn sem segir manni hvar endirinn er,“ segir hann og bætir svo við að stundum eyðileggi hann myndir sín- ar. „Það augnablik er raunverulegt í allri óreið- unni. En það er ákveðin byrjun. Óreiða í dag telst ekki jákvæð, en listamenn geta gert óreið- una að jákvæðum hlut.“ Myndlistin undankomuleid frá vinnubúðum Þjóðverja Appel er fæddur í Amsterdam og bjó við sömu götu og Rembrandt. Hann segir hana hafa breyst lítið frá dögum Rembrandts og á margar hlýjar minningar frá uppvaxtarárun- um í Amsterdam. Appel hóf listnám sem ungur strákur og málaði þá landslagsmyndir, kyrra- lífsmyndir og portrett. „Ég get enn í dag mál- að portrett og geri það stundum fyrir sjálfan mig,“ segir hann. Það var málaralistin sem bjargaði honum frá vinnubúðum Þjóðverja. En 1942 fékk hann í annað skipti inngöngu i Konunglegu listaaka- demíuna í Amsterdam. „Ef þú fékkst inngöngu þar þá þurftirðu ekki að fara í vinnubúðirnar," segir Appel. „Þannig að ég bjargaði í raun lífi mínu með því að fara í skólann.“ Hann segir kennarana hafi verið góða og að skólinn, sem var fullur af fólki, hafi þannig bjargað lífi margra stráka. „Við vorum lausir við þýsku vinnubúðirnar þar sem margir dóu. Þetta var samt erfitt þegar engan mat var að fá og 1944 yfirgaf ég akademíuna. Ég gekk um veturinn, en þetta var mjög kaldur vetur,“ bætir Appel við, „og betlaði mat af bændum, vann í staðinn og hélt þannig lífi í sex mánuði og flúði Þjóð- verjana á meðan fólk var víða að deyja úr mat- arskorti." Cobra-hópurinn gerði ólikn hluli, en af sömu lilfinningu „Það áttu mildar þjóðfélagsbreytingar sér stað eftir stríð,“ segir Appel. En að hans sögn Morgunblaöiö/Jón Svavarsson KAREL Appel við eitt verka sinna. Hestarnir í bakgrunninum koma frá Indónesíu. tekur vinnuumhverfi hans stöðugum breyting- um og segir hann það í eðli sínu að leita stöðugt eftir nýjum vinnuaðferðum. Það var hins vegar ekki fyrr e'n 1947 sem þessa sjálf- stæðis fór að verða vart í verkum hans að því er Appel segir. „1946 var ég undir sterkum áhrifum frá Ecole de Paris og það var ekki fyrr en árið eftir að ég fór að vinna frjálslegar.“ Um samstarf Cobra-hópsins segh’ Appel að aðaltilgangur hafi verið hópefli. „Við gerðum þetta bara til að vera sterkari. Þetta voru lista- menn að gera ólíka hluti, en af sömu tilfínn- ingu.“ En að hans sögn gerði samvinnan hóp- inn betur í stakk búinn að takast á við þá þjóð- félagsgagnrýni sem hann hlaut. Hann minnist þess sérstaklega að á fyrstu sýningu Cobra- hópsins í Amsterdam voru viðbrögð almenn- ings og gagnrýnenda almenn hneykslun. „Það var engin tilfinning fyrir þessu listformi," segir Appel og bætir við að gagnrýnendur hafi jafn- vel kallað listamennina glæpamenn og „banditta“. í París gætti þó öllu meira umburðarlyndis að mati Appels, sem segir að þar hafi hann kynnst fólki sem kunni að meta list hans. „Það var árið 1952 og þá fór líka að ganga betur,“ segir Appel og minnist þess að á þessum árum hafi París líka verið ein af fáum borgum í Evr- ópu sem voru óskemmdar eftir stríðið. Þegar rætt er um vinnuna með Cobra-hópn- um segir Appel að hann muni vel eftir Svavari Guðnasyni, íslenska listamanninum, sem sýndi víða með Cobra-hópnum. „Ég hitti hann, hann var óstýi’ilátur og hávær, en ágætis náungi. Ég man að hann sýndi með okkur í Danmörku og París,“ segir Appel og bætir við um leið og hann lítur í kringum sig á kaffistofu Kjarvals- staða. „Ég hef ekki séð neinar mynda hans hér.“ Drifkrafturinn i sibreytileikanum Mikið hefur verið skrifað um Appel í gegn- um tíðina, enda leitar hann sífellt að nýjum hliðum á myndlistinni og reynir þar með að fá fólk til að líta heiminn í kringum sig öðrum augum. „Ég er alltaf knúinn áfram af því að leita nýrra leiða. Enn í dag er það í eðli mínu að leitast við að vera síbreytilegur. í augna- blikinu er ég t.d. einnig með sýningu í Þýska- landi, þar sem má sjá fleiri verka minna og þau eru töluvert ólík þeim verkum sem eru hér á Kjarvalsstöðum." „Appel segir aðalglundroðann í nútímalist stafa af því að það sé svo margt að gerast í einu. Að hans mati hafa alltaf fáir listamenn einbeitt sér að málverkinu og segir hann það eiga jafnt við í dag sem á fyrri öldum. „I dag er bara svo margt annað að gerast," segir Appel. „Fólk er að vinna með önnur efni, að mynd- bandslist, Ijósmyndun og að listmunagerð. Það eru því í raun ekki margir listamenn sem mála á striga. Listamenn sem mála af innblæstri," bætir hann við. „Ég mála af því að þaðan kem- ur mín andagift. Ég vinn t.d. stundum með FRIÐARSPILLIR. Líkt og sést á myndinni leitar listamaðurinn víða fanga. náttúruna og mála mikið af stórum nektar- myndum. Appel bendir blaðamanni í því sam- bandi á að eina nektarmyndin á sýningunni á Kjarvalsstöðum hafi verið gerð á meðan unnið var að heimildarmynd um nektarmyndagerð Appels. Vinnustofan eins og flóamarkaður Á árum áður ferðaðist Appel mikið, m.a. um Afríku og Asíu og bera verk hans þess augljós merki. Appel segir að hann ferðist ekki mikið lengur, stöðugt flakk milli New York og París- ar sé ekki ferðalag. Hann segir þó að engu að síður eigi hann mikið af hlutum frá Indlandi, Indónesíu og Afríku sem hann noti við vinnu sína. „Þú ættir að sjá vinnustofu mína, hún er eins og flóamarkaður. Full af alls konar hlutum," segir hann og og hlær. „Ég ferðast um og finn stundum hefðbundna skúlptúra.“ Hann segh- hlutina sem hann notar í verk sín koma aðal- lega frá Ameríku, mikið frá New York og ná- grenni, en þó líka frá Evrópu. Hann segist m.a. finna mikið af fallegum viði á Italíu og er að hans sögn töluverður munur á þeim verkum sem hann gerir í Evrópu og þeim sem hann vinnur í Ameríku. Evrópsku verkin eru meira abstrakt segir hann. „Það er alltaf erfitt að byrja að vinna,“ segir Appel. „Það tekur mig stundum sex mánuði eða ár að koma mér að verki. Síðan kemur augnablikið og ég veit hvað skal gera.“ Þá hefst vinnan við að raða hlutunum saman og segir Appel að hann kalli þessa list sína blend- ingslist (hybrid art) þar sem hvert verk sé gert úr mörgum ólíkum skúlptúrum sem verði að einni einingu. Hann segir skúlptúra sína hafa verið meira abstrakt áður fyrr, en þá hafi hann unnið meira með gifs og brons. Blendingslistin veiti v honum hins vegar meira frelsi og opni fyrir nýjum möguleikum. Ólíkir menningarheimai' að sameinast og verða ein heild. Rembrandt fann birtuna en Einstein Ijósið Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort Appel fylgist með verkum yngri listamanna og hvaða álit hann hafi á list fyrri alda. „Ég fer stundum á sýningar,“ segir hann. „Ég er mjög hrifinn af Basquiat. Hann vai' raunverulegur listamaður.“ Appel segir að þar sem hann hafi alist upp með list fyrri tíma þá sé hann vanur henni. „Ég get horft á verk Rembrandts, t.d. á portrett hans og dáðst að birtunni. Það er portrett eftir Rembrandt í Metropolitan-safninu í New York, sem ég hef mikið dálæti á. Ekki vegna v litanna heldur birtunnar." En að sögn Appels fann Rembrandt birtuna sem listamaður líkt og Einstein fann ljósið sem vísindamaður. „Það er ný rýmistilfinning í verkum Rembrandts,“ segir Appel. „Hann var að gera nýja hluti á sínum tíma og var þvi ekki jafn vinsæll og Hals og aðrir. Verk Rembrandts byggðu á meiru en bara fagurfræði." Hann segir erfitt að meta hvort það séu ein- hverjir listamenn sem hafi áhrif á verk hans sjálfs í dag. Hann sjái a.m.k. enga vinna að svipuðum hlutum. „Þegar ég var ^yngri leit ég til verka Picasso,“ segir Appel. I dag er það hins vegar Appel sjálfur sem hefur áhrif á verk A annarra og má greina áhrif hans í verkum ný- expressionista á borð við Kiefer. „Enn í dag mæta þeir alltaf á sýningarnar mínar,“ segir Appel og brosir. Að mati Appels er of mikið lagt upp úr fag- urfræði og fallegum litum í nútíma myndlist. Hann segir mikið bera á þessu í Bandaríkjun- um þai- sem aðaláherslan sé á litanotkun. „Myndlist er stundum falleg vegna litanna, en það er ekki djúphugsuð list eða einlæg," segir Appel og bætir við að hún nái ekki lengra en yfirborðið. Hann segir fáa krefjast meira af myndlist en fallegra lita og að enn færri vilji að myndlist raski ró þeirra. Appel segir Bandaríkjamenn almennt hrifna af fallegum litum og því séu það mikið sömu listamennirnir sem selji verk sín. Að hans sögn gætir þó sömu hrifningar á fagur- ■* fræði í Evrópu þó í minna mæli sé. Hann segir þó Þjóðverja einna helst reiðubúna til að láta raska ró sinni. „Þetta,“ segir Appel, „er ein ástæða þess hvað ég er hrifinn af Basquiat. Hann gerði meira en það. Hann gat notað liti, ég geri það sjálfur. Verk myndlistannanns þurfa nefnilega að einkennast af tilfinningu," bætir hann við. Myndir Kjarvals akademiskar Að sögn Appels komu Kjarvalsstaðfr honum skemmtilega á óvart og segist hann hafa orðið hissa á öllu rýminu milli verkanna. „Það er auðveldara að einbeita sér að hverju verki svona.“ Appel segir að sér hafi verið sýnd ís- lensku verkin sem hanga uppi á Kjarvalsstöð- um. Þegar blaðamaður spyr hann álits segistv hann ekki horfa á þjóðerni verkanna, heldur þau sjálf. Að mati Appels eru myndir íslensku brautryðjendanna akademískar að upplagi. Verkin eru ekki knúin áfram í leit að nýjum leiðum til að takast á við myndlist, líkt og finna má í verkum manna eins og Picasso, Matisse og Bacon, segir Appel. „Þessi verk eru mýkri og vingjarnlegri. Það er engin innri bylting sem þar á sér stað,“ segir hann og bætir svo við að engu að síður séu þetta góðir litir og myndirnar ánægjulegar á að horfa. Finna má verk Karels Appel á listasöfnum víðs vegar um heiminn. Tate-safnið í Bretlandi á t.d. gott safn verka listamannsins. Appel seg- ir þó að það sé engu að síður einnig til fjöldi^ verka sem hann hafi aldrei selt. „Það eru t.d. mörg verk frá Cobra-tímanum,“ segir hann. „Þetta eru verk sem ég vildi selja þá en enginn vildi kaupa, þannig að nú vil ég ekki selja þau,“ segir Appel og bendir á að safnið sé það stórt að erfitt verði að koma því fyrir á einum stað. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.