Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. desemb’er 1966 TÍIVBBNN MINNING Sigurlaug Erlendsdéttir prófastsfrú frá Torfastöðum Háöldruð Ihöfðingskona, Siffur- laug Erlendsdóttir, prófastsfrú frá Torfastöðum í Biskupstungum, andaðist 19. des. s.l. að heimili sínu, Laugarvatni, en þar áttu þau prestshjónin, þau frú Sigurlaug og sr. Eiriíkur Þ. Stefánsison heima síðustu 11 ár ævinnar, í skjóli Þorbjargar einkadóttur þeirra og tengdasonar Ásgríms Jónssonar, garðyrkjustjóra. Frú Sigurlaug var þrotin að líkamskröftum, en vits- munaljós hennar logaði furðu skært, sivo að segja fram á síðasta dag, þó eðlilega slægi á það fölva ellinnar af og til, en hún gerðist aðgangsharðari með 'hverjum deg- inum sem leið. Frú Sigurlaug fæddist að Brekku í Þingi'27. júlí 1877, og vantaði því rúmlega misseri til að ná níræðisaldri. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jó- hannesdóttir og Erlendur Gásla- son bóndi þar. Ættir þeirra hjóna verða ekki raktar hér, en geta má þess, að Erlendur var bróðir Unu ’ Gísladóttur, sem þjóðkunn var fyrir umönnun fátækra listamanna og það athvarf, sem þeir fengu í húsi hennar. Allir íslendingar hafa heyrt getið um Unuhús, og nú hefur eitt atkvæðamesta og merkasta bókaforlag þjóðarinnar aðsetttr í Unuhúsi. Frú Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum, en vax ung send að heimun til náms, því ekki fór það milli mála, að þessi unga húnvetnska stúlka var meiri gáf- um gædd en almennt gerist. Var hún íalin forsjá frú Þóru Melsted, sem var forstöðukona Kvennaskól ans í Reykjaivík. Það mun hafa ver ið nær einsdæmi, að stúlku frá fátæku heimili hlotnaðist slíkur frami, sem aðeins féll í hlut ríkis- manns dætra. Undir handleiðslu frú Þóru Melstgd, glæddist ungu stúlkunni sýn víða vegu, sem varð henni góður „farareyrir" á lífsleið inni. Fiú Þóra Melsted mat mik- ils þennan nemanda sinn og fram- ar flestum, sem nutu leiðsagnar hennar. Milli þeirra var ævilöng vinátta og gagnkvæm virðing, sem „tímans þungi niður“ slævði að engu leyti. Og það er til marks um álit frú Melsted á hinni ungu stúlku, að hún réði hana strax kennara við sinn virðulega skóla, og því starfi gegndi hún, þangað til, að hún giftist 2. júní 1906. í minningargrein, er ég skrif- aði um eiginmann frú Sigurlaug- ar, séra Eirík Þ. Stefánsson, fyr- ir fáurn mánuðum, sagði í stuttu máli frá ferð þeirra ungu hjóna ausbur að Torfastöðum á þvi kalda Herrans vori 1906, aðkomu þeirra að mannlausum bæ í Torfastöð- um, þar sem átti að vera fram- tíðarheimili þeirra, og varð í hálfa öld, erfiðri aðstöðu á mörgum svið um og hvernig þeim tókst að sigr- ast á öllum frumbýlisörðugleikun- um. Hér skal ekki verða endur- tekin sú frásögn, eða reynt að bæta um það, sem vansagt kann að hafa verið 'hjá mér. Þó vil ég aðeins minnast á eitt atriði. Ég sagði frá því, að á Torfastaða- hlaðinu hefði staðið ungur mað- ur, sem bauð þau velkominn, en gat ekki um nafn hans. Það vil ég gera nú, vegna þess, aó frú Sigurlaug' vildi gjarnan, að ..„fn hans væri nefnt. Maðurinn var verðandi vinnumaður þeirra hjóna Sumarliði Grímsson, Tungnamað- ur að ætt og uppeldi og af góðu fólki kominn. Hann vann á búi þeirra hjóna í mörg ár af mikilli trúmennsku og var þeim ómetan- legur styrkur að fá slíkan gæða- dreng sem forsjármann fyrir búi þeirra fyrstu árin. Bundu þau hjónin við hann ævilanga vináttu. Sumarliói var gáfaður maður og geðþekkur, skem-mtinn í viðræð- um og góður félagi. í brjósti hans blundaði ljúf skáldæð, sem fékk nokkra útrás meðan hann var á Torfastöðum. Eftir að hann fór þaðan, var hún vannærð' og náði ekki þroska í þreytandi önn dags ins, við að sjá stórri fjölskyldu farborða. Sumarliði nam land ásamt frænda sínum, Ingimundi Hallgrimssyni, drjúgan spöl utan við borgarstræti Reykjavíkur eins og hún var þá. Þar heita nú Sói- heimar, er ha-nn byggði 'bæ sinn, er hann nefndi Litla-Hvamm, að ég ætla eftir samnefndri sögu Ein ars H. Kvaran, en hann var eitt af uppáhaldsskáldum Sumarliða. Nú er Litli-Hvammur afmáður með öllu í þágu hinnar ört vaxandi höfuðborgar. f ibyrjun þessarar aldar bjó meg in hluti þjóðarinriar í sveitum landsins. Þá var víða þröngt í búi og félagslegt allsleysi víðast hvar, ekki sízt meðal unga fólksins. Um það leyti, sem ungu prestshjón- in komu að 1 Torfustöðum, hófu fyrstu ungmennafélögin göngu sína. U.M.E. Bisbupstungna var stofnað á sumardaginn fyrsta 1908. Það var eins og birti til í sveit- unum við stofnun ungmennafélag anna. Frú Sigurlaug var ekki einn af stofnendum félagsins, en gekk í það fljótlega. Þar bættist fél- aginu góður liðsmaður um langa stund og var henni vel fagnað af æskunni. Hún var lengi í stjórn félagsins og þóttu ráð hennar betri en flestra annarra, og var þó mörgum góðum mönnum á að skipa. Þar fór fyrir öðrum Þor-/ steinn Þórarinsson á Drumbodds- stöðum, virtur maður og góðgjarn. Hann var formaður félagsins . 22 ár. Yfirleitt var mikil samheldni í félaginu og kom þó fyrir, að menn greindi á, en allt slíkt var jafnað af félagslegum þroska. Söng gleði var sterkur þáttur í starfi félagsins. Bæði fyrr og-seinna hef- ur verið mikið sungið í Tungun- um. Þegar frú Sigurlaug kom í sveilina, var Björn, hreppstjóri á Brekku mestur söngmaður og org- anleikari hér. Þau frú Sigurlaug og Björn tóku höndum saman að efla sönglíf sveitarinnar og náðu góðum árangri. Minnast þeir, sem þátt tóku í þessu starfi, margra ánægjulegra stunda á hinu fal- lega heimili prestshjónanna, sem var eins og mettað af söng og tónagleði. Frú Sigurlaug var mjög listunn- andi kona og kunni góð skil á fleiru en tónlist. Hún var gædd mjög næmum og öruggum bók- menntasmekk. Ilún kunni að velja sér lestrarefni og leiðbeina öðrum. Hún var þaullesin í ís- lenzkum bókmenntum, og líkt mátti segja um bókmenntir Norð- urlanda. ÖndvegÍ9höfundar aðrir í Evrópu vorú henni vel kunnir. Varla var ný bók fyrr komin úr prentsmiðjunni, en hún var kom- in í hendur prestsfrúarinnar á Torfastöðum. Hún átti marga góða vini í höfuðborginni, sem voru henni innan handar um öflun lestr arefnis. Með nýjum bókum fylgdu stundum ný kvæði í handriti, sem fáir eða engir höfunda, sem voru heyrt og eftir höfunda, sem voru nýir af nálinni. Þannig var það vordaginn góða, þegar hún kom með krummakvæði Davíðs á ung- mennafélagsfund og las það þar. Enginn, sem þarna var, hafði heyrt þessa unga manns frá Fagra skógi getið, þó að faðir hans væri þjóðkunnur. Og mikla eftirtekt vakti þessi nýi Ijóðatónn Davíðs. Ungur maður, sem á hlýddi, sagði: „Ég er viss um, að þarna er erð- andi þjóðskáld á ferð.“ Mér er vel í minni, hvernig frú Sigurlaug las þetta kunna kvæði Davíðs. Má þá ekki minna vera en ég segi frá þvf, að hún var mjög góður upp- lesari, einkum frábær ljóðlesari. Rödd hennar var mjúk, falleg alt- rödd, og með hinum hógværa inni- leik, sem hún lagði í lestur sinn, gæddi hún Ijóðin sérstöku lífi og fegurð, sem gleymdist ekki. Hún vissi sjálf áreiðanlega ekki hve vel hún las. Frú Sigurlaug var líka mjög vel ritfær. Því miður hafði hún sig lítt í frammi á því sviði og var þag mikill skaði. En tæki hún sig til, sem of sjaldan var, var hugs- unin frjó og málfegurð og smekk- vísi öll með ágætum. Og enn er eitt, sem ég vil ekki gleyma að geta, hún skrifaði forkunnar fagra rithönd fram í háa eJli. Þrátt fyr- ir það, að ég minntist á það í haust, hve vel þeim Torfustaða- hjónum tókst að koma heimili sínu, strax á frumbýlisárum, svo til vegs, að það var snemma róm- að fyrir rausn og prýði, hlýt ég að fara um það nokkrum orðum nú, þegar húsmóðirin er kvödd. Því að þó svo bezt verði eitt heim ili vel úr garði gert, að bæði hjón- anna standi einhuga að þvi, þá er Svanhildur Þorsteinsdóttir rithöfundur Kveðja, Frænka mín frú Svanhildur Þorsteinsdóttir skáld og rithöfund ur lézt í Landsspítalanum á ann- an dag jóla en hafði legið nokkra hríð þungt haldin. Er ég ’heimsótti hana nokkmm dögum’ fyrir andlát hennar á sjúkrahús- ið áttum við saman mér ógleym- anlega stund, sem ég er mjög þakklát fyrir að eiga. Þar sem hún veitti úr sjóði sinnar kristals- skæru sálar. Við gerðum að gamni okkar og timinn leið of fljótt. Eg fór glöð heim á leið, en mig grunaði ekki að svo skammt und- an væri kveðjustundin. Því að hugarvíl var hvergi nærri frænku minni. Það lágu svo sterk bönd milli frú Svanhildár og míns elsku lega föðurs Erlings Pálssonar, sem látinn er fyrir stuttu. Honum þótti mjög vænt um börn Þor- steins Erlingssonar, en hann og þau voru bræðrabörn. Fann ég í þessari heimsókn hjá frænku minni svo glöggt samhljóm og skyldleika þessara sálna. Frú Svanihildur var hetja til hinztu stundar. Störf hennar rek ég ekki enda er ég hvergi nærri þeim vanda vaxin í þessum kveðjulín- um. Eitt vissi ég að hún var yndi og eftirlæti föður síns eins og sjá má í kvæðinu Svana Bú-Bú Guillbrá. Þegar við kveðjum ástvini okk- ar megum við ekki gleyma að þakka þær stundirj sem við feng- um að hafa þá hjá okkur. Því að allt er okkur lánað af lífsins herra. Ég votta sonum hennar, Þor- steini og Stefáni samúð mína, Hún Svana Bú-Bú er sofnuð. Hún Svana Bú-Bú sofnaði á annan jóladag og hvílir herrans höndum í ég heyrði sungið lag. Það hljómar skært np himnasal 1 af hersköruníim þeim. ’ er fagna glaðir fríðri snót sem ferðinni hét heim. Hún skildi eftir syni tvo sanna efnis menn. Er halda Svönu merki hátt þó sé hún hér ei enn. Þeir muna hennar móðurást þó að myrkva vilji él. En þekkja þann er aldrei brást, og burtu þurrkar hel. Hún Svana Bú-Bú sofnaði á annan jóladag. Og hneigði höfuð ofur hægt ég heyrði sungið lag. Það hljómar skært um himnasal af herskörunum þeim. Er fögnuðu glaðir fríðri snót sem ferðinni hét heim. Ásta Erlingsdóttir. þó jafnan hlutur húsfreyjunnar meiri. Það var þröngt í búi hjá mörg- um á þessum fyrsta tug aldarinn- ar og reyndar þrjá áratugina' næstu. Bændu öfunduðu embætt- ismennina af launum þeirra, en satt að segja voru kjör prestanna á þessum tíma ýfirmáta kröpp. Það var því ekki af miklu að má, hvað fjárráð snerti hjá Torfastaða prestinum fyrstu árin. Féleysi frá skólaárum og launin svo lág, að þau hrukku á engan hátt fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Samt tókst að gera heimilið svo vel úr garði, að þar vildu allir vera. Hjú- in vildu ekki fara þaðan, enda dvöldu þar sum þeirra áratugum saman. Það var eins og þangað ættu allir erindi, þó ekki væri nema það að koma þar við, er leið lá hjó garði. Þangað lögðu leið sína menn og listamenn, stundum komnir um langan veg og öllum þótti gott þar að koma og þar að vera. Torfastaðir voru eins kon ar gestamiðstöð sveitarinnar. Og þannig viljum við Tungnamenn gjarnan að staðurinn verði fram- vegis. Við viljum, að hann nái sinni fyrri reisn. Við viljum ekk, að þess fagri staður og góða bú- jörð sé lögð í eyði. Sú kona, sem hér er kvödd var prestskona á Torfastöðum í hálfa öld, og er því ekki að undra, þótt henni væri sárt um staðinn. Hún hafði miklar áhyggjur og þunga drauma, af því staðurinn stendur í eyði og óvíst um framtíð hans. Um sama leyti og hún kvaddi þennan heim, gerðist það, að eng inn maður var á Torfastöðum síð astliðig aðfangadagskvöld og jóla nótt. Auðnin og tómleikinn ríkti þar á hinni heilögu nótt, og þarna hefur verið prestssetur frá því skömmu eftir að biskupsstóll var á stofn settur í Skálholti. Áhugi frú Sigurlaugar fyrir hvers konar menningarmálum var mikill. Barnaskólinn í Reykholti var hennar óskabarn og þeirra •hjóna beggja. Hún var mjög með í ráðum, þegar hann var byggður og tók til starfa. Og margt gott lagði iiún til þeirra mála. Samt voru ekki allir sammála henni og þeim hjónum um sum atriði þeirr- ar framkvæmdar, enda oft úr vöndu að ráða. Húm var lengi í skólanefnd og vann að þeim mál- um af einlægni og áhuga og lagði jafnan gott til mála. Síðustu 20 árin, sem hún bjó á Torfastöðum, gaf hún sig mest að kvenfélagsmálum. Hún hafði forgöngu um stofnun Kvenfélags Biskupstungna og var formaður þess, þangað til að hún flutti burt úr sveitinni. Þá var hún um ára- bil í stjórn Kvenfélagasambands Suðurlands og um allmörg ár í skólanefnd Húsmæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni. Frú Sigurlaug var frjálslynd í trúmálum. Ég held, að þeir menn, sem sanntrúaðir kallast af þvi, að þeir binda trú sína föstum bönd- um við játningar og kennisetn- ingar kirkjufeðranna fornu, hefðu varja viljað skipa henni á bekk með sér. Þó hefði hún vel getað setið á þeim bekk, að því leyti, að hún var fordómalaus, virti frjólsa hugsun og átti lítt með að blanda geði með öðrum og skiptast á skoðunum, þó ólíkar væru. Hún var umfram allt sönn og einlög i trú sinni, og þegar sorgin svarf fastast að hjarta henn ar, þegar drengurinn hennar dó, og hún varð að kafa „á sorgarhafs- botn, þar sem sannleiksperlan skin,“ þá kom hún úr þeirri þungu raun og þerraði tár sín í ljósi hins eilífa kærleika. Á hinni óvenju löngu prestskap artíð eiginmanns hennar, séra Ei- ríks, lék hún langoftast á orgel- ið við guðþjónustur í Torfustaða- kirkju, að undanteknum síðustu árunum og þegar forföll hömluðu. Hún réði miklu um sálmaval og Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.