Alþýðublaðið - 08.09.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. september 1983 3 Sýningum að Ijúka___ Kjarval á Þingvöllum Bólvirki: Gamlar Ijósmyndir úr verslunum Sovétríkin kaupa 160 þúsund tunnur af saltsíld Finnar og Svíar senni- lega 50 þús. Samningaumleitanir við síldar- kaupendur i öllum markaðslönd- um um fyrirframsölu á saltaðri Suðurlandssíld framleiddri á kom- andi vertíð hafa nú staðið yfir í all- langan tíma. Samningar hafa nú tekist um sölu á 160 þús. tunnum til Sovétríkjanna og samningaumleit- anir við finnska og sænska síldar- kaupendur eru nú á lokastigi og er búist við að samningar takist um fyrirframsölu á tæplega 50 þús. tunnum til þessara tveggja landa. Líkur eru því á að samtals takist að selja með fyrirframsamningum tæplega 210 þús. tunnur af saltsíld á vertíðinni og er hér um margar tegundir saltsíldar að ræða. Áætlað er að þetta sölumagn samsvari 28-29 þús. lestum af síld upp úr sjó. Vegna tollmúra, opinberra styrkja í samkeppnislöndum okkar og stóraukins síldarframboðs eru engar líkur á sölu saltsíldar til landa Efnahagsbandalags Evrópu. Síldarútvegsnefnd mun á næstunni ræða við íslensk stjórnvöld um sér- stakar ráðstafanir til að koma íslenskri saltsíld á ný inn á þá markaði, enda hefur SÚN alla tíð verið þeirrar skoðunar og margsinnis bent á að nauðsynlegt sé að selja síldina til sem flestra markaðslanda til að dreifa áhætt- unni. Nú fer hver að verða síðastur til þess að sjá sýninguna Kjarval á Þingvöllum að Kjarvalsstöðum. Sýningunni lýkur 18. september, og er því aðeins rúm vika til stefnu. Sýningin hefur vakið feikna- mikla athygli og verið mjög vel sótt, enda getur þar að líta ýmsa þá helstu dýrgripi sem Kjarval eftirlét íslensku þjóðinni. Á sýningunni eru 44 málverk og vatnslitamyndir frá Þingvöllum eft- ir Kjarval, flestar í einkaeign, sem ekki hafa sést opinberlega fyrr, allavega ekki síðustu áratugi, — og er eins víst að bið verði á því að þær verði sýndar aftur opinberlega. Elsta myndin, „Bláber á Þingvöll- um“ er máluð 1923, en þær yngstu lauk Kjan'al við 1962, — það er „Frá Háugjá" í eigu Listasafns Al- þýðu og „Skjaldbreiður“ sem Jón Þorsteinsson íþróttakennari gaf Kjarvalsstöðum í sumar. Þá er á sýningunni starfsferill Jóhannesar S. Kjarvals í máli og myndum, — þ.e. eftirprentanir, kort og ljósmyndir í 25 römmum. Sýningin er opin daglega kl. 14- 22 fram til sunnudagskvölds 18. september n.k. Aðgangur er ókeyp- is, en sýningarskrá er seld á kr. 20— Nýverið lauk hinni árlegu könn- un á fjölda og útbreiðslu fiskseiða og ástandi sjávar, sem gerð hefur verið í ágúst og september síðan 1970. Þessum athugunum er eink- um ætlað að gefa fyrstu vísbend- ingu um árgangastærð þorsks, ýsu, loðnu og karfa. Að þessu sinni var verkið unnið á þrem skipum þannig að r/s Hafþór annaðist Grænlands- haf, Austur-Grænland og Dohrn- bankasvæðið, r/s Bjarni Sæmunds- son svæðið vestanlands og norðan frá Faxaflóa að Siglunesi og r/s Árni Friðriksson Suðurland, Aust- firði og austanvert Norðurland. Leiðangursstjórar voru Vilhelmína Vilhelmsdóttir, Hjálmar Vilhjálms- son og Sveinn Sveinbjörnsson. Fjöldi þorsk- og ýsuseiða reynd- ist með minna móti. Útbreiðslan var hins vegar umtalsverð enda þótt nær ekkert hefði rekið vestur um í átt til Grænlands. Mest var af þess- um tegundum á grunnslóð á Breiðafirði og í flóum og fjörðum norðan- og norðaustanlands, en minnkaði víðast ört er fjær dró landinu. Þegar á heildina er litið virðist líklegast að 1983 árgangur þorsks og ýsu muni reynast í slöku meðallagi er fram í sækir. Loðnuseiði voru einkum út af Norðurlandi og Vestfjörðum og hafði nær ekkert af þeim rekið vest- ur um haf að þessu sinni. Að því er varðar fjölda loðnuseiða flokkast yfirstandandi ár með hinum lélegu árgöngum seinni ára Mjög litið var um karfaseiði í Grænlandshafi og við Austur Grænland að þessu sinni og hefur aldrei verið jafn lítið um þau síðan þessar seiðarannsóknir hófust árið 1970. Karfaseiði var einkum að finna um miðbik Grænlandshafs, en sáralítið fannst af þeim á austur- grænlenska landgrunninu, þar sem annars hefur verið mest um þau á undanförnum árum. Útbreiðsla og fjöldi grálúðuseiða var með mesta móti í Grænlands- hafi og við Austur Grænland. Hins vegar var sáralítið um önnur fisk- seiði, sem finnast þar þó að jafnaði í nokkurm mæli, eins og t.d. seiði hrognkelsis og blálöngu. Um borð í r/s Hafþóri voru merktir rúmlega 2 þús. þorskar við Austur Grænland og safnað all- miklum gögnum til aldursgreining- Nú stendur yfir í sýningarsalnum Bólvirki í versluninni Álafoss, Vest- urgötu 2, sýning á gömlum ljós- myndum úr verslunum. Sýningin var opnuð í sambandi við Iðnsýninguna 83 í þeim tilgangi meðal annars að tengja saman verslun og iðnað og sögu þeirra at- vinnugreina. ar á þorski o. fl. Þá var kannað magn og útbreiðsla á smákarfa við Austur Grænland, en þar eru sem kunnugt er ein helstu uppeldis- svæði karfans. Virtist minna um hann en oft áður. Hins vegar bar nokkuð á smáum kolmunna á svæðum, þar sem hans hefur lítið orðið vart áður. Á r/s Árna Friðrikssyni var gerð könnun á fjölda og útbreiðslu síld- arlifra við Sv- og S-ströndina auk þess sem skipið tók þátt í fjölþjóð- legu samstarfi um bergmálsmæl- ingar sem gerðar voru á kolmunna- stofninum í norðanverðu Atlants- hafi L20. ágúst. Munu niðurstöður þeirra mælinga væntanlega liggja fyrir að loknum fundi í kolmunna- vinnunefnd Alþjóðahafrannsókn- arráðsins nú seinni hluta septem- bermánaðar. Á Bjarna Sæmundssyni var könnuð útbreiðsla dýrasvifs vestan lands og norðan og einnig gerðar bergmálsmælingar á mergð 1-3 ára loðnu ásamt Árna Friðrikssyni á svæðinu sunnan 69. gráðu n.br., en Norðmenn höfðu kannað svæðið þar norður af fyrr í mánuðinum. Vegna rekíss á Grænlandssundi og norður af Vestfjörðum varð ekki komist um allt útbreiðslusvæði full- orðinnar 2-3 ára loðnu auk þess sem sá hiuti stofnsins hélt sig að nokkru leyti uppi undir yfirborði í ætisleit og er vanmetinn af þeim sökum. Með tilliti til fullorðnu loðnunnar eru mælingarnar því ekki marktækar og er það í sam- ræmi við fyrri tilraunir á þessum árstíma. Bergmálsmælingar á mergð árs- gamallar smáloðnu í ágústmánuði voru fyrst gerðar í fyrrasumar. Stærð þess árgangs (1981) hefur enn ekki tekist að mæla á ný sem 2 ára loðnu en það verður væntanlega í október í haust. Nú í ágúst var enn mæld mergð ársgamallar loðnu (ár- gangur 1982) og fannst talsvert af henni. Þar til frekari reynsla er fenginaf slíkum mælinum, t.d. með samanburði við mælingar á sömu árgöngum með árs millibili, er ó- tímabært að freista þess að gera sér grein fyrir framtíðarhorfum eftir maelinum á ársgamalli smáloðnu. Áformað er að íslendingar og Norðmenn mæli stærð loðnu- stofnsins í októbermánuði. Svo sem Þarna eru meðal annars sýndar myndir innan úr ýmsum verslun- um, sem áberandi voru í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar og má þar nefna Verslunina Edinborg, Skó- verslun Lárusar G. Lúðvíkssonar, Véla -og Raftækjaverslunina Hekiu og Verslun Marteins Einarssonar. Sýningin, sem er opin á almenn- venja hefur verið verður það gert á rannsóknarskipunum Bjarna Sæm- undssyni og G.O. Sars. Auk þess hefur sjávarútvegsráðuneytið nú á- kveðið að Árni Friðriksson taki þátt í mælingunum í því skyni að tryggja árangur svo sem kostur er. um verslunartíma, er á vegum Ljós- myndasafnsins h/f, Flókagötu 35 og mun standa til 16. september næst komandi. Guðmundur bjóða ekki upp á náið samstarf. „Hvað varðar þau mál sem þó eru sameiginleg hef ég ekki gert mér neinar ákveðnar hugmyndir fram yfir það sem gengur og gerist á Al- þingi þegar nienn eru sammála urn eitthvað. Annars konar samvinna hefur ekki komið til tals. Mér er ómögulegt að spá fyrir um við- brögð annarra í Bandalaginu, þetta er svo nýtilkomið og við höfum ekki haft tækifæri á að hittast og því hvorki vil ég né get sagt neitt á- kveðið til um viðbrögð þingflokks- ins eða miðstjórnarinnar;1 sagði Guðmundur. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launa- skatts fyrir mánuðina júní og júlí er 15. september n.k. Sé launa- skattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, taliö frá og með gjalddaga. Dráttarvextir eru 5% á mánuöi. Launaskatt ber launagreiðanda að greiöa til innheimtumanns rik- issjóðs, i Reykjavik tollstjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Ráðstefna Sambands Alþýðuflokkskvenna á Akranesi, sunnudaginn 11. sept. 1983. Fundarstaður: Félagsheim- ilið Röst. Fundarefni: Launamál kvenna á vinnumark- aðinum. Dagskrá: Kl. 13.00 Ráðstefnan sett: Kristín Guðmumdsdóttir, form. Alþýðu- flokkskvenna. Kynning þátttakenda. Launamál kvenna á vinnumarkaðinum: Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. Hópvinna Kaffihlé Hópvinna, niðurstöður hópvinnu. Kl. 18.30 Sameiginlegur kvöldverður. Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri Rannveig Edda Hálfdánar- dóttir, form. Kvenfélags Alþýðuflokksins á Akranesi. Könnun Hafrannsóknastofnunar á fjölda og útbreiðslu fiskseiða: Árgangur þorsks og ýsu í slöku meðallagi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.