Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 24
VÍSIR Föstudagur 9. april 1976. Óvenju mikið „líf " í Eyjum í gœrkvöldi — þrír í steininn Övenju mikið „lif” var i Eyjum i gærkvöldi, að sögn lögreglunnar þar, miðað við aö enn var aöeins fimmtudagskvöld. ölvun var 'talsverð og lentu þrir i fanga- geymslum lögreglunnar. Astæðan gæti verið sú að að- komuhljómsveit var stödd i Eyj- um og var þvi haldiö ball. Það stóö þó aðeins til 12 og hafa menn liklega ekki verið búnir að fá nóg þá. Engan sérstakan óskunda gerðu menn af sér, en um klukkan hálf tvö i nótt fann lögreglan möl- brotinn gitar úti á götu. Gitarinn virtist hafa verið ágætis gripur en eftir meðferðina var varla i hon- um heil brú. — EA Hundruð þús. króna hljóð- fœn stolið — Fannst í kirkjugarðinum Eigandinn varð að vonum feginn þegar hann hreppti aftur hljóðfæri, mörg hundruö þúsund króna virði, sem stolið var I fyrrakvöld. Fyrir 6 mánuöum henti það sama. Hljóöfærinu var stolið, en þaö fannst sem betur fór aftur. Eigandinn er stúlka og er nemandi i Tónlistarskólanum. 1 fyrrakvöld þurfti hún aö koma við i húsi og skildi þá hljóðfærið, sem er franskt hom,eftir ibil sem hún var á, engætti þess að harðlæsa biln- um. Henni til skelfingar, var búið að brjótast inn i bilinn þegar hún kom út aftur, og hljóöfærið var horfið. Sem betur fer fannst það þó i gærdag i gamla kirkju- garðinum. Það sem veldur þvi að hljóðfærið freistar eru umbúðirnar. Það er nefnilega i tösku, sem likist einna helst skjalatösku, og halda þvi þjóf- arnir sjálfsagt að þarna séu peningar eða slikt á ferðinni. Fyrir 6 mánuðum þegar hljóðfærinu var stolið i fyrra skiptið, fannst það aftur niðri við höfn, á bak við verbúðir. Stúlkan gætir hljóðfæris sins áreiðanlega vel i framtiðinni, og nú ætti hún að geta leikið á þeim 2 tónleikum sem hún á að leika á um helgina. — E A Komið með tvo slasaða sjómenn Komið var með slasaðan sjó- mann til Þorlákshafnar I gær og var hann siðan fluttur til rannsóknar til Reykjavikur. I fyrradag var einnig komiö meö slasaöan sjómann til Þorlákshaf- ar. Hann var fluttur til Iteykjavikur þaöan. Sá, sem komið var með I gær reyndist hafa slasast i baki. Hann er sjómaöur á Vigfúsi Þórðarsyni frá Stokkseyri. Hinn var m jaðmar grindar- brotinn. Sjómaður á Þorláki Helga frá Eyrarbakka. — EA Sandur skemmir túr- bfnur Laxárvirkiunar Fínn sandur slipar svo vatnshjól í túrbln- um Laxárvirkjunar að það hefur orðið að skipta um þau tvisvar i elstu túrbinunni og hið sama mun verða uppi á teningnum við hinar nýrri. Astæða þessa er, að sandur berst i túrbinumar. Þetta hefði hins vegar ekki þurft að vera ef Laxárvirkjun þrjú heföi náð fram að ganga. Þessar upplýsingar fékk Visir hjá Knúti Otterstedt, rafveitu- stjóra á Akureyri. Knútur sagði að þetta hefði engum komið á óvart. Búist hefði verið við þessu allan timann. Sagði Knútur að gert hefði verið við túrbinurnar i fyrra en þá hefðu þær verið illa farnar. —EKG Týndi hlekk- urinn fundinn Kók fyrir 125 kr.! Þær síga í, nýju lítraf löskurnar f rá Coke. Kassinn sern Albert Kristjánsson harnpar hér, vegur urn tuttugu kíló. Búiöer aötappa 8000 kassa af eins litra flöskunurn og var það tveggja daga verk. Að sögn framleiðendanna er eftirspurnin þegar orðin nokk- uð rnikil, en beðið verður með nýja átöppun, þar til sýnt er hvernig rnarkaðurinn tekur við sér. EB/mynd Jim. Tvö eftirmeðferðarheimili fyrir ófengissjúklinga fyrirhuguð Hugmyndir um eftir- meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga eru nú komnar á góðan rek- spöl. Félagsmálaráð Reykjavikurborgar gerði samþykkt um málið i gær. Var á fund- inum gerð bókun þess efnis að Reykjavikur- borg komi á yfirstand- andi ári upp tveim slik- um heimilum. Verði annað heimilið rekið af Féiagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Heimilið verði ætlaö fyrir einstaklinga sem hafa veriö á hælum og stofnunum fyrir áfengissjúka og þarfnast lengri dvalar i vernduðu umhverfi. Hitt heimilið verði rekið i sam- ræmi við tiilögur sem komiö hafa frá hópi manna innan AA-sam- takanna. Þessi hópur hefur kynnst sérstakri meöferð áfengissjúkra f Bandarikjunum, sem reynst hefur mjög árangurs- rik. AA-samtökin hafa augastað á húseign við Ránargötu til þessa starfs og hafa fariö fram á aöstoð Reykjavikurborgar i því sam- bandi. Er gert ráð fyrir að félags- málaráð og AA-samtökin geri með sér samkomulag um framlög til stofnunar og reksturs heimilis- ins. Yfirlæknir áfengisvarna- deildar K1 ep p s s p í t a I a n s , Jóhannes Bergsveinsson, verði ráðgefandi um fyrirkomulag læknishjálpar og vistunar á heimilið. A fundi félagsmálaráðs var ennfremur gerð ályktun um að beina þvi til borgarstjórnar að hún hlutist til um að 2% af ágóöa Afcngis- og tóba ks verslunar rikisins verði framvcgis varið til uppbyggingar á hælum, Vist- heimilum og eftirm eðferðar- heimilum fyrir áfengissjúklinga. — SJ DYRARA AÐ SYNDA Hækkarnir á gjald- skrá sundstaða borgar- innar eru nú fyrirhug- aðar. Borgarráð hefur samþykkt 20% hækkun á barnamiðum en 33% hækkun fyrir fullorðna, en beðið er eftir úr- skurði Félagsmála- ráðuneytisins. Að sögn Stefáns Kristjánsson- ar, i'þróttafulltrúa, eru ráögerð- ar meiri hækkanir á gjaldskrá gufubaðanna. Sagði hann það hafa verið stefnu borgarráðs i áratugi að reyna að halda þvi hlutfalli að laugargestir greiði 60% af kostnaði við sundstaðina en borgin 40%. Þessi fyrirhugaða hækkun nú væri aðeins til þess gerð að halda þessu hlutfaUi. —EB SKÖRIN FARIN UPP í BEKKINN AÐ FÆRAST — þegar Vinnuveitendur gera tillögur um breytingar á innri mólum ASÍ segir Snorri Jónsson — Þetta r hlutur, sem veröur að ráðast eftir félagslegum og lýðræðislegum leiðum innan okkar vébanda, sagöi Snorri Jónsson í morgun, þegar Visir bar undir hann hver viðbrögð ASÍ yrðu við ræöu Jóns II. Bergs, þar sem hann kveður þaö eindregna ósk Vinnuveitenda- sambandsins að miðstjórnar- vaid ASÍ verði aukiö. — Það hefur verið stefnu- og viljayfirlýsing Alþýðusam- bandsins, að réttur hvers félags veröi óskertur til að semja fyrir sina félagsmenn. En þó hafa fé- lögin á undanförnum árum mjög almennt falið hinum ein- stöku sérsamböndum að semja fyrirsina hönd en ég á ekki von á þvi, að vald miðstjdrnar ASl aukist i þessum efnum, enda ekki æskilegt að minu mati. Þá bárum við undir hann þau ummæli Jóns H. Bergs, að hann teldi óliklegt, að verkalýðsfé- lögin næðu innbyrðis samkomu- lagi um slika tilfærslu valda og að stuðla ætti að þvi með breyt- ingum á vinnulöggjöfinni. — Ég er á móti þessu og þetta er i þversögn við það sem verið er að ræða og ég hélt að sam- komulag hefði náðstum i fasta- nefnd ASt og VSt, enda yfirlýst stefnaASJ, sem VSt hefur tekið undir að æskilegast sé, að sam- tökin sjálf komi sér saman um reglur um meðferð samninga mála. — Mér þykir skörin vera farin að færast upp i bekkinn þegar Vinnuveitendasambandið er farið einhliða að leggja til við Alþingi tillögur um breytingar á innri málum ASt. Við þökkum fyrir það. — VS Ummæli Jóns H. Bergs eru á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.