Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 2
[ á Sigíufirði ]
. ' 1 y ......
Hvernig líst þér á aö Væng-
ir hætti starfsemi sinni um
næstu mánaðamót?
Sveinn Sveinsson, sjómaður: 1
held, að þeir hljóti að halda áfrs
þessari þjónustu við landsby.gf
ina, — en ef þeim er alvara m
að hætta, þá veit ég ekki hvað ’
eigum að taka til bragðs.
Sigurður Gunnlaugsson, bæj
ritari: Við getum ekki verið
slikrar flugþjónustu og ég t
ekki að Vængir gefist upp fy
flugmönnunum heldur nái við
samkomulagi.
Mikael Þórarinsson, verkamað-
ur: Það yrði hörmulegt ef þeir
hættu að fljúga. Þessi þjónusta
hefur verið geysileg lýftistöng
fyrir Siglufjörð og þá aðra staði,
sem Vængir fljúga til.
Matthias Jóhannsson, kaupmað-
ur: Ef þetta flug legöist niður
væri skorið á lifæö Siglufjarðar.
Ef Vængir hættu þessari þjónustu
verða aðrir aðilar að koma i
þeirra stað og vel kæmi til greina
að stofna almenningshlutafélag
ibúa þeirra staða, sem þurfa á
þessari þjónustu að halda.
Sverrir Svedinsson, ra
stjóri: Ef reykvikingarnir, sem
eiga flugfélagið, leggja þessa
starfsemi niöur, veröum við sigl-
fingingar að halda uppi merkinu
og leysa samgöngumál okkar
sjálfir.
Jón Sigurjónsson, iðnvcrkamað-
ur: Það hafa veriö mikil þægindi
að hafa þetta beina flug héðan til
Reykjavikur og ég vona, að þvi
verði haldið áfram. Ég trúi ekki
að Vængir hætti starfsemi sinni.
„Hreinn,
SÚM 74"
frumflutt á tón-
leikum Kammer-
sveitar Rvíkur
Kammersveit Reykjavikur
heldur 4. og jafnframt siðustu
tónleika vetrarins i sal Mennta-
skólans við Hamrahlið á sunnu-
dag.
Á tónleikunum verður frum-
flutt verk eftir Atla Heimi
Sveinsson. Kammersveitin
hafði lofaö á vetrardagskrá að
flytja verk eftir tónlistaverð-
launahafa Norðurlandaráðs
1976 og efnir það loforð með
flutningi verksins „Hreinn,
SÚM 74” er Atli valdi til flutn-
ingsins.
Verkið er hugleiðing um
myndlistarsýningu, sem Hreinn
Friðfinnsson hélt á vegum SÚM
vorið 1974.
A efnisskránni eru auk þessa
Brandsriborgarkonsert nr. 4 i c-
dúr og triósónata i c-moll úr
„Tónafórninni” eftir Bach.
Fjórða verkið er „Plus sonat
quam valet” eftir Þorkel Sigur-
Á tónleikum Kammersveitar-
innar verður frumflutt verk eft-
ir Atla Heimi Sveinsson.
björnsson. Þar er leikið á horn
og strengjatrió.
Tónleikarnir hefjast kl. 16.
— þgh.
Laugardagur 24. april 1976 VISIR
wtmtmmBmmmmMmmmmammBaaamBBsamm
Myndir fró flestum hornum
heims ó sýningu ó Mokko
„Áhugann fyrir ljósmyndun
fékk ég þegar ég var i Kennara-
skólanum og nú orðið fer ég i
sumarieyfi erlendis frekar til að
taka myndir en til að liggja i
sólinni,” sagði örn Asbjarnar-
son þegar við litum inn á ljós-
myndasýningu sem hann hefur
opnað á Mokka.
„Myndirnar eru 57 talsins og
úr ýmsum áttum. Nokkrar frá
Austurlöndum fjær, frá Hólma-
vik, ttaliu, Kili og Vestmanna-
eyjum. Kunn andlit úr höfuð-
borginni, t.d. Hermann „bak-
ari”, grænlendingar á
heimaslóðum, auk mynda frá
Spáni.
Ég hef tekið þessar myndir á
siðastliðnum sex árum og ferð-
ast viða. Mér hefur verið sýnd
mikil þolinmæði,” segir örn og
litur glettnislega á konu sina.
„Það má segja að ljósmyndun
sé vaktatómstundaiðja hjá mér,
þvi aðalatvinnu hef ég við flug-
afgreiðslu á Keflavikurflug-
velli.”
Myndir Arnar á sýningunni
eru allar teknar með Pentax
myndavél. Sýningin stendur i
fjórar vikur. — Þgh.
Örn Asbjarnarson hefur ferðast viða erlendis eins
og myndirnar á sýningunni bera vott um. Ljósm.
Jim.
t
Finnsk list að
Kjarvalsstöðum
t dag opnar finnska
listakonan Terrtu
Jurvakainen sýningu að
Kjarvalsstöðum.
Terrtu Jurvakainen er
myndlistakennari i
heimabæ sinum Muhos og
þekkt listakona i heima-
landi sinu. Þar hefur hún
haldið fjölmargar einka-
sýningar, auk samsýn-
inga erlendis hefur hún
m.a sýnt i Þýskalandi og
Sviþjóð.
A sýningunni eru 79
myndir, flestallar til sölu.
Sýningin er opin kl. 2-10
laugardaga og sunnudag,
en virka daga kl. 4-10,
lokað mánudag og
stendur hún til 9. mai.
- Þgh
»------------
Terrtu Jurvakainen er
myndlistarkennari og
þekkt listakona í heima-
landi sinu, Finnlandi.
Ljósm. Jim.
SPRtNGIEFNIÐ EFLIR ALLA DÁÐ
Til er bók, útgefin I London
Srið 1945, sem nefnist Einvigið
am Norðurlönd, þar sem birtur
er sérstakur kafli um njósnir
þjóöverja á tslandi undir yfir-
skini menningarsamvinnu og
visindarannsókna. 1 dag orkar
bók þessi eins og magnaöur
reyfariá hug lesandans, einkum
kaflinn um tsland, þar sem
ýmsar þekktar persónur koma
við sögu, er nutu álits og
virðingar og mótuðu skoðanir f
samtimanum. öðrum þræði
verkar bók þessi eins og grfn,
svo fjarri eru þeir atburðir
orðnir, sem hún f jallar um, og á
köflum er hún bókstaftega
ömurleg, þegar annars vegar er
um ab ræða ákafa þjóðverja við
vísindarannsóknir hér og hinn
auðtrúa hóp eyrikisins hins veg-
ar, sem aðeins hafði kynnst
njósnamálum af skáldsögum og
taldi að þar væri slik mál aðeins
að finna.
Sfðan striðinu lauk má segja
að erlendir visindamenn hafi
flykkst hingað I farsogi lóunnar.
Þeir hafa komið hvaðanæva að,
en einkum hafa þó bretar verið
fjölmennastir, frakkar og rúss-
ar. Ekki skal getum að þvi leitt
hvað eftir er að kortleggja af ts-
landi, hvaöa bergrannsóknir
eru eftir og jarðvegsrannsóknir,
og auðvitað á öllum að vera
frjálst að keppa við fjárvana is-
lenska visindamenn um þau
fræði, sem numin verða af land-
inu. Leyfi til þessara rannsókna
fæst hjá Rannsóknarráði rikis-
ins, þar sem hinn visindalegi
áhugi situr i fyrirrúmi og sú
góðvild i garð erlendra visinda-
manna, sem ber að sýna á
friðartímum. Hins vegar fylgist
almenningur næsta litið með þvi
hvað er verið aö rannsaka
hverju sinni og hverju þær
rannsóknir þjóna. En það mun
efalaust taka nokkrar aldir að
rýma svo landið af sýnishornum
aðáþvfsjái, og eins og allir vita
eru þaö ein visindi i augum leik-
manna sem sjá má með berum
augum.
En það er stundum eins og
umgangur erlendra visinda-
manna og hjálparkokka þeirra
sé svo sjálfsagður, að jafnvel
útlendingaeftirlitið viti ekki á
stundum hverjir eru að koma og
hverjir eru að fara. Hóp út-
lendra visindamanna eða að-
stoðarmanna þeirra fann Ut-
lendingaeftirlitið I vetur I ein-
býlishúsi sem tekið hafði veriö á
leigu fyrir þá I Garðabæ. Þar
dku þeir um á G-bilum og töldu
sig vera að undirbúa leiðangur i
sumar. Þetta er kannski heldur
mikið frjálslyndi i umgengni við
þær venjur sem rikja þegar er-
lendir þegnar koma til landsins.
t sumar er svo væntanlegur
fjörutiu manna hópur af sama
þjóðerni með 8 — átta — tonn af
TNT, sem nota á til rannsókna á
tslandi. Rannsóknarráö rikisins
mun hafa leyft þennan leiðang-
ur án athugasemda en grunur
leikur á að utanrikisráðuneytiö
sé dálitið undrandi yfir þvi
mikla magni af sprengiefni sem
leiöangurinn ætlar að hafa með-
ferðis. t landinu eru til geymsl-
ur fyrir fjögur tonn af sprengi-
efni og sjálfsagt eitthvað notað-
ar, svo álita má að megnið af
þeim átta tonnum, sem
leiðangurinm kemur með, verði
að geymast á viðavangi.
Tiltekið dagblað i borginni
gerði nýlega mikið veöur út af
huganlegum atómsprengjum á
Keflavikurflugvelli. Forvitni-
iegt veröur að sjá viöbrögð
sama blaðs, þegar leiðangurs-
menn fará að beita átta tonnum
af TNT við rannsóknir sinar i
sumar. Samanlagt er hægt að
sprengja dulitla holu i rann-
sóknarskyni I jarðskorpuna meö
þessu magni. Þá hafa náttúru-
verndarmenn efalaust ekki ver-
ið spurðir ráða, þótt búast megi
viö þvi aö mófuglarnir yfirgefi
landið með sprengjulost I haust.
En hvað má ekki þola I nafni
visindanna? Yfir dyrum I
háskólanum stendur: Visindin
efla alla dáð. Það var kannski
svo I tið Jónasar Hallgrimsson-
ar. En siðan hafa ný riki komið
til sögunnar, sem gjarnan nota
sprengiefni til aö komast að
innsta kjarna sannleikans og
dáðarinnar. Svarthöfði